Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 13 J HEILBRIGÐISMÁLAÞING 1995 Utgjöld vegna heilbrigðismála hér á landi með því hæsta í Evrópu miðað við landsframleiðslu Innlagnir á sjúkrahús hvergi fleiri í Evrópu Innlagnir á sjúkrahús miðað við hverja 100 íbúa eru hvergi í Evr- ópu fleiri en hérlendis og fer þeim fjölgandi. í samanburði við önnur Evrópulönd er komufjöldi á göngudeildir og heilsugæslustöðv- ar miðað við hvem íbúa með minnsta móti hérlendis. Dr.R. Prokhorskas ETTA kom fram í erindi dr. R. Prokhorskas frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni, sem hann flutti á Heilbrigðisþingi 1995 sem hófst í gær, en þingið er haldið á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins. Dr. Prokhorskas er frá Litháen og er hann með menntun í læknis- fræði, tölfræði og líffræði. Hann byijaði að starfa fyrir Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunina árið 1986, en þar starfar hann á deild sem fæst við tölfræði og faraldsfræði og fylg- ist hann sérstaklega með heil- brigðisástandi í Evrópulöndunum. í erindinu sem hann flutti á Heil- brigðisþingi gerði hann saman- burð á ýmsum þáttum heilbrigðis- mála hér á landi miðað við önnur Evrópulönd. í erindi Dr. Prokhorskas kom fram að útgjöld til heilbrigðismála hér á landi 1992 voru um 8,6% af landsframleiðslu, og í Evrópu voru útgjöldin einungis hærri í Svíþjóð, Þýskalandi, Finnlandi og Frakklandi. Innlagnir á sjúkrahús miðað við hveija 100 íbúa eru flestar hér á landi, eða um 27,5 af hveijum 100 íbúum, en næst kemur Austurríki með um 25,5 af hveijum hundrað. Hvað önnur Norðurlönd varðar eru innlagnir í Finnlandi um 23,5, í Danmörku um 21, í Svíþjóð um 19,5 og í Noregi um 16,5 af hveijum 100 íbúum. Komufjöldi á göngudeildir og heilsugæslustöðvar mið- að við hvem íbúa er með því minnsta hér á landi miðað við önnur Evrópu- lönd. Árið 1992 voru komurnar á hvern ein- stakling að meðaltali um 4,2 og voru þær einungis færri í Finnlandi, Portúgal, Svíþjóð og Tyrklandi, en flestar voru þær í Þýskalandi, eða tæplega 11,5. Fjöldi lækna og sjúkrarúma hér á landi miðað við hveija 100 þúsund íbúa er nálægt meðaltalinu í Evr- ópu, eða um 285 læknar og um 1.000 sjúkrarúm. Mestar lífslíkur Pjöldi fæðinga á ári er með mesta móti á Islandi og hlutfall ungmenna því hátt, en árið 1992 voru um 25% þjóðarinnar yngri en 14 ára. Ungbarnadauði er minnstur hér á landi í Evrópu og eru lífslíkur mestar hér á landi, eða tæplega 79 ár þegar mið- að er við bæði kynin. Líf- slíkur karla eru hvergi meiri í Evrópu og aðeins í Svíþjóð, Sviss og Frakk- landi eru lífslíkur kvenna meiri, en munurinn milli kynjanna hér á landi er með því minnsta sem ger- ist í Evrópu. í máli dr. Prokhorskas kom fram að dánartíðni af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma er með minnsta móti hér á landi, eða um 280 til- felli á 100 þúsund íbúa árið 1992. Er dánartíðni af þessum sökum einungis lægri í Hollandi, Sviss og Frakklandi. Undantekning er þó dánartíðni af völdum æða- þrengsla, en þar er dánartíðnin á Islandi svipuð meðaltalinu í lönd- um innan Evrópusambandsins. Dánartíðni meðal íslenskra kvenna af völdum krabbameins er hlutfallslega há, og hvergi er dán- artíðnin hærri hvað varðar lungna- krabbamein í konum, en hún fer vaxandi samkvæmt því sem fram kom í máli dr. Prokhorskas. Árið 1992 létust um 43 af hveijum 100 þúsund íslenskum konum úr krabbameini í lungum eða öðrum öndunarfærum, en í Evrópu létust þá af þessum sökum að meðaltali um 13 konur af hveijum 100 þús- und. Dánartíðni af völdum bijósta- krabbameins er að sama skapi nokkuð há hér á landi, en þar er ísland í 10. sæti í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Árið 1992 lét- ust hátt í 33 af hveijum 100 þús- und konum úr bijóstakrabba- meini, en meðaltalið í Evrópu var þá hátt í 30 konur af hveijum 100 þúsund. Lífslíkur karla eru hvergi meiri í Evrópu 0 1 : l '< yÉHi ) * 1 10% I Frakkland I 1 Finnland Þýskaland Svíþjóð 1 ISLAND Austurríki Holland Noregur Norðurlönd/IVIeöaltal ítalía Belgía Irland Sviss ESB/Meðaltal i !í Slóvenía Lúxemborg Evrópumeðaltal Danmörk i Spánn Ungverjaland Bretland m »* m ■ ■ m ■ Tékkland Búlgaría Pólland Túrkmenistar ■ m m Grikkland i utgjoia tii Portúgal heilbrigðismála I Evránurílriiim I Israel Tyrkland Kirgizía Moldóva Rúmenía Rússland — ? 1 - — sem hlutfall af landsframleiðslu (í kring um 1992) Heimiid: Alþ(6ðaheilbrigðisstofnunin (WHO/EURO) Dánartíðni af lungnakrabbameini meðal kvenna 1970-92 Tíðni fóstur- eyðinga einna minnst hér Þá kom fram í máli dr. Prokhorskas að dánartíðni af völdum öndunarfærasjúkdóma er hlutfallslega há hér á landi, eða rúmlega 80 tilfelli árið 1992 af hveijum 100 þúsund íbúum, en meðaltalið í Evrópu var þá um 55 tilfelli af hveijum 100 þúsund íbúum. Dánartíðni vegna utan- aðkomandi aðstæðna er á íslandi með því lægsta sem gerist í Evrópu, eða liðlega 40 tilfelli miðað við 100 þúsund íbúa. Hvað þessu viðvíkur er meðaltalið í Evrópu um 60 tilfelli af hveijum 100 þúsund íbúum, en hæst er dánartíðnin í Lettlandi, eða um FJÖLDI þátttakenda er á Heilbrigðisþingi 1995 sem hófst í gær. Morgunbiaðið/Svemr Breytingar kalla á við- brögð geðheilbrigðisstétta Kransæða- sjúkdómar eru á und- anhaldi KRANSÆÐASJÚKDÓMAR hafa verið á miklu undanhaldi hér á landi undanfarinn áratug. í erindi Nikulásar Sigfússon- ar, yfirlæknis á rarinsóknarstöð Hjartaverndar, á Heilbrigðis- þingi, kom fram að helstu áhættuþættir hjartasjúkdóma hafi á undanförnum 2-3 áratug- um færst mjög til betra horfs þjá þjóðinni. Þannig hafi reyk- ingatíðni meðal karla lækkað um 52%, en meðal kvenna um 31%, blóðfita um 7% meðal karla en 11% meðal kvenna og blóð- þrýstingur um 6% meðal karla og 9% meðal kvenna. Nikulás sagði í erindi sínu að lítill vafi léki á, að þessar breyt- ingar á áhættuþáttum hafi leitt til minnkandi tíðni kransæða- sjúkdóma og bætt meðferð lækkað dánarhlutfall þeirra sem fái kransæðastíflu. BREYTTAR aðstæður fjölskyldna, vaxandi einangrun og firring, stöð- ugt atvinnuleysi, nýir vímugjafar og flöktandi gildismat leiða til geð- rænna einkenna og heilkenna, sem sérfræðingar á sviði geðheilbrigð- ismála munu þurfa að glíma við. Þetta kom fram í erindi Högna Óskarssonar, geðlæknis, á Heilbrigð- isþingi, en erindi hans nefndist „Geð- heilsa á nýrri öld“. Högni sagði að með einni kynslóð hefðu orðið stökk- breytingar í þróun meðferðar við geðkvillum. Meðallegutími á geð- deildum hefði styst, meðferð væri í æ ríkari mæli veitt á dagdeildum, göngudeildum og svo utan stofnana, á stofum geðlækna og annarra sér- fræðinga. Vöxturinn hefði orðið hvað mestur utan stofnana. Högni sagði að á sama tíma hefði flokkunarkerfi geðsjúkdóma ekki aðeins orðið nákvæmara og áreiðanlegra, heldur hefði umfang geðheilbrigðiskerfisins stækkað og breyst. Fyrirsjáanlegt væri, að þessi vöxtur héldi áfram. Meiri kröfur væru gerðar frá öðrum heil- brigðishópum um meðferð, t.d. vegna krabbameinssjúkra, eyðn- ismitaðra, fatlaðra og fjölskyldna þeirra, m.a. vegna krafna um meiri lífsgæði til loka lífs. Það kæmi oft í hlut sérfræðinga innan geðheilbrigðisstétta að glíma við ný siðfræðileg vandamál, bæði tengdum örri tækniþróun og nú þegar velmegunarþjóðfélagið væri farið að rekast- á endimörk sín. 210 tilfelli. Einna minnst alkóhólneysla Dr. Prokhorskas gerði ýmislegt varðandi lífsmáta í Evrópulöndum að umtalsefni, og þar kom m.a. fram að tíðni reykinga meðal kvenna í hlutfalli við karla er há hér á landi, og alkóhólneysla á hvern íbúa er meðal þess lægsta sem gerist í Evrópu, eða ríflega fjórir alkóhóllítrar á mann. Mest er alkóhólneyslan í Lúxemborg, eða ríflega 12 lítrar á mann, en meðalneyslan í Evrópu er rúmlega níu lítrar á mann. Hér á landi er fituneysla með minna móti, en hins vegar er hvergi í Evrópu meiri próteinneysla, eða um 16% af heildaorkugjöfum. Um 97% íslenskra nýbura eru 2.500 grömm eða þyngri og aðeins í San Marino er hlutfallið hærra, eða 99%. Að meðaltali eru um 93,5% nýbura í Evrópu 2.500 grömm eða þyngri. Fóstureyðingar hér á landi mið- að við hverjar 1.000 fæðingar eru tæplega 150 talsins, og er tíðni fóstureyðinga einna niinnst hér af Evrópulöndum. Flestar eru fóst- ureyðingarnar í löndum fyrri A- Evrópu og er hlutfallið hæst í Rúmeníu þar sem hátt í 2.700 fóstureyðingar eru miðað við hveijar 1.000 fæðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.