Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ -■i- NEYTEIMDUR Verðkönnun vikunnar y Um 25% dýrari karfa í Reykjavík Svínakótelettur eru meira en helmingi dýr- ari hér en á Kanaríeyj- um, en ýmsar vörur eru ódýrari hér. Jóna Ág- ústa Ragnheiðardóttir fór í innkaupaleiðangur á Ensku ströndinni og í Reykjavík. X TERÐ á allmörgum vöruteg- \l undum er svipað í matvöru- » verslunum í Reykjavík og á ensku ströndinni á Kanaríeyjum. í verðkönnun sem nýlega var gerð á vegum blaðsins var farið í Hag- kaup í Reykjavík og í stórmarkað á Broneemar-íbúðarhótelinu í miðbæ Playa de Ingles á Kanarí- eyjum, en margir íslendingar hafa gist þar í gegnum tíðina. Blaðamaður kynnti sér jafn- framt verð í öðrum stórmörkuðum á Kanaríeyjum og var verð þar svipað og í Broncemar. Miðað er við gengi peseta eins og það var fyrir viku, 0,51 kr. og var verð kannað í Hagkaup síðastliðinn þriðjudag en á Kanaríeyjum í byrj- un mánaðarins. Sumar vörutegundir eru ekki fullkomlega sambærileg- ar, einna helst ferskar vörur eins og mjólk, kjöt, egg, ávextir og græn- meti. Margar ávaxta- og grænmetistegundir sem nú eru fáanlegar í Hagkaup koma frá Spáni og í könnuninni var leitast við að bera saman sem líkust afbrigði grænmetis og ávaxta. Merkjavörur, t.d. kaffí, tannkrem og sjampó, eru auðveld- ari viðfangs, enda gengið út frá því að framleiðendur selji sömu vöru til allra landa. Jógúrt og klípa Spænskar vörur eru að öllu jöfnu ódýrari á Kanaríeyjum en innfluttar og því er oft hægt að gera hagstæðari innkaup séu þær keyptar í stað þeirra sem miðað er við í þessari könnun. Spænsk jógúrt er talsvert frá- bruðin þeirri íslensku, auk þess sem minna magn er í spænsku jógúrt-dósunum. Verðmunur er einnig töluverður, því á Kanaríeyj- um kostar jógúrtdós 23 kr., en í Hagkaup kostar hún 40-42 kr., eftir tegund. Viðbit á borð við klípu, léttu og létt & laggott er selt í 200 g umbúðum sem kosta rúmlega 60 kr. á Kanaríeyjum. Hér er hver eining stærri, ýmist 300 eða 400 g. í Hagkaup kosta 300 g af klípu 98 kr. og sama magn af léttu 105 kr. 400 g askja af léttu og laggóðu kostar 122 kr. Smjör er ódýrara hér en á Kanarí- eyjum, þar sem 200 g kosta 112 krónur. Hér kosta 250 g af smjöri 84 krónur. Agúrkuverð kom á óvart Við vinnslu þessarar könnunar kom það flatt' upp á blaðamann að spænskar agúrkur skyldu vera fáanlegar hér. Enn meira kom á óvart að kíló af íslenskri agúrku kostar 599 kr. og er hún því meira en helmingi dýrari en sú innflutta. Langmestur verð- munur reyndist vera á svínakótelettum og hafa Kanaríeyjar vinninginn, því þar er hægt að kaupa um 2,5 kg fyrir sama verð og eitt kg kostar hér. Kótelettumar eiga því stóran þátt í að hækka verð íslensku inn- kaupakörfunnar. Vert er að geta þess að paprikur voru allar á sama verði á Kanaríeyjum, gular, græn- ar og rauðar, 145 kr/kg, en í Hagkaup kostar kg af rauðri pa- priku 369 krónur. Græn paprika er ódýrari og kostar rétt innan við 300 kr/kg. Ýmsar tegundir epla eru seldar hér og á Kanaríeyjum, en í Hag- kaup voru ekki til spænsk epli þegar könnunin var gerð. Bandarísk epli, sem svipar vera- lega til þeirra spænsku, kosta 99 kr/kg, en á Kanaríeyjum er kíló- verð á eplum tæplega 130 kr., eða um 30% hærra en á Hagkaups-epl- um. Bökunarkartöflur kosta 64 kr/kg á Kanaríeyjum en 74 krónur hér og niðursneitt brauð, svipað Myllu- eða MS-brauði, er nokkuð dýrara hér en á Kanaríeyjum, þar sem þess háttar brauð kosta 70-100 krónur. Hér kosta þau 120-189 krónur. Ólíkar búðir Blaðamanni þótti úrval í spænskum matvöruverslunum ekki jafn mikið og hér, ef undan er skilin skinka og ostur, en hvort tveggja er til í mörgum gæða- og verðflokkum á Kanaríeyjum. Þá era ávaxta- og grænmetis- borð gjörólík í þessum tveimur löndum. Hálfskemmdir ávextir liggja oft innan um heila á Kanarí- eyjum og er undir hælinn lagt hvort matvæli era geymd í kæli eða ekki. Lyktin er eftir því, þótt hún sé ekki megn. Áfengi og tóbak er selt í mat- vöraverslunum ytra og í talsverðu úrvali. Pakki af bandarískum sígarettum kostar 75 krónur en 267 kr. hér. Algengt verð á borðvíni er í kringum 150 krónur og brandípeli kostar um 300-400 krónur. Þeim „Sumar vörur ekki alveg sambærilegar“ Innkaup í Reykjavík og í Playa de Inglés, Gran Canaria, L—~ á Kanaríeyjum Playa de Inglés Reykjavik Mjólk, 1 lítri 54,- 64,- Nesquick kókómalt, 700 g 378,- 320,- Nescafé, dökkt, 200 g 543,- 369,- WASA-Delikatess hrökkbrauð, 250 g 174,- 127,- WASA-hrökkbrauð m/sesamfræjum 204,- 159,- Kellog's kornflögur, 375 g 193,- 179,- Alpen-morgunkorn m/þurrkuðum ávöxtum, 500 g 265,- 252,- Svínakótelettur, 1 kg 328,- 1.025,- Kjúklingur, 1 kg 178,- 667,- Spænsk agúrka, 1 kg 56,- 219,- Spænskar appelsínur, 1 kg 96,- 89,-1) Spænskir tómatar, 1 kg 30,- 219,-2) Spænskt jöklasalat, 1 kg 183,- 279,- Spænskt blómkál, 1 kg 84,- 299,- HP-sósa, 250 g 163,- 129,- Heinz-bakaðar baunir, 1/2 dós 64,-3) 48,- Cadbury's-súkkulaðifingur, 150 g 119,- 169,- Del monte-ferskjur, 420 g 66,- 67,- Del monte-ananas, 430 g 71,- 77,- Del monte-bland. ávextir, 840 g 130,- 129,- Autun claro-túnfiskur í olíu, 111g 120,- 114,- Wella-sjampó, 200 ml 250,- 269,- Wella-hárnæring, 200 ml 250,- 289,- Loréal elastin-sjampó, 200 ml 248,- 179,- Loréal elastin-hárnæring, 200 ml 248,- 279,- Loréal fikserings-kvoða, 200 ml 299,- 249,- Colgate-flúortannkrem, 75 ml 160,- 153,- Harpic, WC-aquablue 165,- 239,- Coca cola, 2 lítrar 142,- 159,- Palmolive-handsápa, 125 g 130,- 125,- 1) (2 kg poka. Kosta 99 kr/kg í lausu í Hagkaup. 2) 6 á bakka. Kosta 229 í lausu í Hagkaup. 3) Á tilboði á Kanaríeyjum. sem ekki vita hvernig verðlagi á þessum veigum er háttað hér, er bent á verðskrá ÁTVR. Neskaffi í ferðatösku Fáein afbrigði af Nescafé fást í spænsku versluninni, en ekkert þeirra sem seld eru hér utan þess dökka, sem þar er selt undir heitinu Nescafé classic. Þeir sem t.d. era vanir að drekka golden-Neskaffi er því ráðlagt að taka krukku með sér að heiman. Sömuleiðis er lítið sem ekkert úrval af pakkasósum og mætti því setja nokkra sósupakka ofan í tösku ef ætlunin er að elda heima í orlofinu. Verð á matvælum hækkaði við EB-aðild I samtali við konu sem búsett er á Kanaríeyjum kom fram að verð á matvælum hefði hækkað eftir að Spán- veijar gengu í EB og sagði hún eyjaskeggja eiga erfiðara nú en áður með að láta enda ná saman. Samt er innkaupakarfan þar um 25% ódýrari en í Reykjavík og hægt að komast af með talsvert lægri upphæð en hér. „Kóteletturn- ar gerðu útslagið,, Heimilistækjaorka 1-1,5% af rekstrar- kostnaði heimila Þvottatæki 28% Kælitæki 19% Önnur notkun 12% íldunartæki 24% SKIPTING dæmigerðrar rafmagusnotk- unar meðalfjölskyldu. Eins og sést á myndinni notar þvottatæki mest rafmagn. RAFMAGN til heimil- istækja er ekki stór hluti af rekstrarkostn- aði heimilisins, aðeins um 1-1,5% að jafnaði. Samt sem áður er nauðsynlegt að tryggja rétta notkun raf- magnsins og umgang- ast heimilistækin á þann hátt að ávallt náist hámarksnýting. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur gef- ið út Rafþegann, upp- lýsingabækling um orkunotkun heimilis- tækja. Gerð er grein fyrir orku- notkun algengustu heimilistækja og bent á þætti, sem mikilvægir eru til að ná betri orkunýtingu. Fram kemur að sl. vor hafí Al- þingi samþykkt lög um merkingar o g upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja og fleira. Lögin kveða á um að selj- endur vöru skuli láta neytendum í té upplýsingar varðandi orku- notkun, orkunýtni og hávaða tækja og búnaðar. Lögin taka mið af evrópskum stöðlum og ná í fyrstu til kælitækja. Síðar er ætl- unin að slík Iög taki til sem flestra heimilistækja. Hjá iðnaðarráðuneytinu er nú unnið að reglugerð þar sem fjallað er um útfærslu laganna. Orka Framlelbandl Gerö Góönýtni Kennlmerkl ABC 123 Slæm nýtn» OcKuootkun i kWh ó óri XYZ | FWwo>un t«; «bu þvi hwttfl \mM <*' rcUÓ og htv þaó w tia&MiK Rummál kjelirýmis (1) xyz Rúnvnál trysliiýmis (1) *y* j EEZZH WOAjwtpW, vrga^ or aú trvui .m STAÐLAÐUR merkimiði, sem lögin gera ráð fyrir að verði notaður við kynningu heimilis- Lekja. Orkunýtni Lekja er skipt í flokka A-G. A merkir að orkunotkun sé minni en 55% af staðalnotkun sambæri- legra tækja og G merkir að notkunun sé 25% eða meiri umfram staðalnotkun. • • Oryggis- filma á rúðugler HÉR á landi er nú komin á markað- inn þunn glær plastfilma, gerð úr gerviefnum, sem breytir venjulegu rúðugleri í öryggisgler. Filmuna er auðvelt að leggja á glugga eða gler- hurðir hvoru megin sem þörf er á. Öðru megin er hún húðuð með fjaðr- andi efni, sem ekki er auðvelt að rispa, en hinum megin er hún með sérstöku lími. Þorsteinn Baldursson hjá Tjalda- leigunni Skemmtilegt hf. við Bílds- höfða hefur einkaumboð fyrir Arm- orCoat hér á landi, en sjö ár eru nú liðin síðan filman var fyrst sett á markað í Bandaríkjunum. Hún var þróuð hjá fyrirtæki í Kaliforníu með það að markmiði að vemda rúðugler gegn jarðskjálftum og hvirfilvindum á því svæði. Þorsteinn segir að fílm- an auki í raun spennustyrk venjulegs rúðuglers. Framleiðendumir gefí upp að fílman geri glerið 300% sterkara en ella væri og ætti því að koma að góðum notum á íslandi, í landi fár- viðra og jarðskjálfta. „Filman veitir vemd gegn innbrotum, jarðskjálft- um, fárviðri, eldi og slysum auk þess sem hún minnkar hitatap töluvert FILMAN var þróuð í Kaliforn- íu með það að markmiði að vernda rúðugler gegn nátt- úruhamförum. að vetri og kemur í veg fyrir óbæri- legan sólarhita að sumri.“ ArmorCoat fílman, sem fæst bæði glær og lituð, er með fímm ára ábyrgð gegn því að hún springi, flagni, mattist eða upplitist, er. þar sem nauðsynlegt er að klæða rúðuna utanverða með filmunni er ábyrgðin styttri. Fermetrinn kostar 960 kr. t: I I L * I I f I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.