Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓNÍNA ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR + Jónína Þórunn Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja í Vorsabæ í Austur- Landeyjum, fædd- ist í Vorsabæ 18. september 1911. Hún lést á heimili sínu í Vorsabæ 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Erlends- son frá Skíðbakka, f. 7.5. 1870, d. 15.2. 1941, og Þórunn Sigurðardóttir frá Snotru, f. 16.9. 1879, d. 17.11.1921. Jónína var áttunda í röð fimmtán systkina og eru tvö þeirra á lífi: Magnea, f. 14.3. 1909, og Kristinn, f. 10.2. 1914. Látin eru: Sigurður Óskar, f. 11.10. 1902, d. 13.10 1902; Sveinn, f. 25.4. 1904, d. 8.8. 1977; Oddgeir Erlendur, f. 8.4. 1905, d. 30.10. 1940; Guðrún Sigurósk, f. 7.12. 1906, d. 8.5. 1935; Árni Sigursæll, f. 12.2. 1908, d. 30.9. 1990; Guðný, f. 29.1.1910, dó þriggja mánaða; Guðný Guðmunda, f. 29.1. 1913, d. 13.4. 1916; Gróa, f. 19.9. 1915, d. 9.5. 1937; Ág- ústa, f. 17.6.1917, d. 13.8.1979; Sigríður, f. 11.8. 1918, d. 4.2. 1992; Höskuldur, f. 27.6. 1920, d. 25.12. 1920; og Höskuldur, f. 15.11. 1921, d. 24.6. 1923. Hinn 28.1. giftist Jónína Guð- mundi Júliusi Jónssyni frá Borgareyrum í V-Eyjafjöllum, f. 6.1. 1904, d. 16.1. 1989. Þau hófu búskap í Vorsabæ vorið 1938 og bjuggu þar til ársins 1980. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Jón Þórir, f. 6.4. 1939, sambýliskona Erna Árfells, f. 11.2. 1942. Þau eiga þijú börn og búa í Berjanesi í V-Landeyjum. 2) Guðrún Ingibjörg, f. 4.8. 1940, gift Ólafi A. Guðmunds- syni, f. 23.2. 1940, þau eiga þijú börn og sjö barnabörn og búa á Hellu. 3) Bóel Jónheiður, f. 20.11. 1942, gift Ólafi Tryggvasyni, f. 5.6. 1940. Þau eiga átta börn og tíu barnabörn og búa á Raufarfelli í A-Eyja- fjöllum. 4) Ásgerður Sjöfn, f. 30.7. 1948, var gift Helga Jóns- syni, f. 6.7. 1943, d. 7.4. 1993. Þau eiga sex börn. Hún býr í Lambhaga á Rangárvöllum. 5) Erlendur Svavar, f. 14.7. 1949, sambýliskona Ásta Guðmunds- dóttir, f. 12.11. 1955. Þau eiga einn son og búa á Arnarhóli i V-Landeyjum. 6) Björgvin, f. 31.7. 1951, d. 19.3. 1955. 7) Jarþrúður Kolbrún, f. 12.2. 1953, sambýlismaður Helgi B. Gunnarsson. Þau eiga eitt fóst- urbarn og búa á Brú í A-Lan- deyjum. 8) Björgvin Helgi, f. 27.6. 1959, sambýliskona Krist- jana M. Oskarsdóttir, f. 10.2. 1965. Þau eiga tvo syni og búa í Vorsabæ í A-Landeyjum. Síð- ustu fjögur árin dvaldi Jónína hjá dóttur sinni Jarþrúði Kol- brúnu og fjölskyldu hennar á Brú í A-Landeyjum. Útför Jón- ínu fer frá frá Voðmúlastað- arkapellu í dag. ELSKU amma okkar er dáin. Elsku amma, við þökkum þér allt sem þú hefur gefið okkur. Við munum eftir þegar þú passaðir okkur, þegar við vorum litlir. Þá söngst þú alltaf falleg lög, við munum aldrei gleyma því. Nú ert þú komin til Guðs, og við vitum að þú fylgist með okkur og þér líð- ur aftur vel, hjá afa og Bóbó MINIUINGAR frænda. Við eigum svo margar minningar um þig, sem munu aldr- ei hverfa. Með tímanum hverfur sársaukinn, en minningarnar um þig munu vara að eilífu í huga okkar. Við munum alltaf sakna þín. Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði’ ég öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að bam þitt gott ég heiti. Stýr mínum hag til heilla mér og hjálpar öðrum mönnum, en helst og fremst til heiðurs þér, í heiðarleika sönnum. (V. Briem.) Bless amma. Jón Óskar og Guðmundur Hafþór. Elsku mamma. Við þökkum þér alla þá umhyggju og hlýju sem þú veittir okkur. Þolinmæði, umburð- arlyndi, kærleika og ást. Nú þegar við kveðjum þig í hinsta sinn, langar okkur öll að kveðja þig með þessum erindum úr ljóðinu sem þú ortir um ferm- ingu til móður þinnar, sem þú misstir þegar þú varst tíu ára göm- ul: Ég minnist þín, ó, mamma mín, hve mild og hlý var höndin þín, þú vafðir mér að votri kinn og vermdir litia kroppinn minn. Ég vil, mamma, þakka þér, það sem gafstu snauðri mér, vertu, elsku mamma mín, mér við hlið er ævin dvín. (Jónína Jónsdóttir) Hvíl þú í friði. Guð blessi minn- ingu þína. Börnin. Það eru ekki mörg ár síðan til mín kom maður og bað mig að skrifa minningargrein um mann, sem við báðir þekktum. Ég vildi gjarnan verða við ósk hans og ját- aði án þess að hugsa mig um. Fannst þetta ekki mikið mál að leysa. Þó fór svo, að ég gafst upp, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Greinin sú varð aldrei lengri en tvær línur. Ég er smám saman að skilja hvers vegna: Okkur var ekki sérlega vel til vina. Nú bregður svo við, er ég frétti andlát Jónínu Jónsdóttur frá Vorsabæ, að á mig sækir löngun til að minnast hennar nokkrum orð- um. Nú þykir mér vandalítið að koma hugsunum mínum í búning. Ekki þó með feitu letri, heldur því letri, sem hæfir „venjulegri verka- konu“, sem tók þátt í gleði og sorg lífsins eftir því sem efni stóðu til hveiju sinni. Það var fyrst í réttunum heima, að ég man eftir Jónínu. Þar voru bændur og aðrir hver öðrum líkir, sögðu fátt og unnu vel. Aftur á móti man ég Jónínu, glæsilega konu, ríða brúnum gæðingi og fara mikinn. Gangurinn, sem hesturinn fór, var í minni sveit kallaður brokk- tölt, léttur og þægilegur manni og hesti. Ég ásamt öðrum horfði á með aðdáun, en enginn hafði orð um. Smá öfund kannski. Ég er ekki í vafa um, að Jónína vissi þá, að henni var veitt athygli og að hún naut þess. Það er að líkindum svo með alla menn, að þeir þrá frelsið. Listin er bara að þora að vera maður sjálfur. Ég ætti auðvitað að skrifa það með smáu letri, en ég kýs að kalla hana venjulega verka- konu fyrst og fremst vegna þess hve óvenjuleg hún var. Hún var svo fjölbreytt í skapi. Óvenjuleg m.a. vegna þess, að hún lét viðmælanda sinn finna álit sitt með svipbrigðun- um einum. Þeir, sem til þekktu, muna sjálfsagt eftir því hve hún lyfti mani upp með andlitssvipnum einum saman, gladdist yfir vel- gengni annarra og svo var enginn vandi að dveljist í návist hennar. Hún gat grátið yfir litlu, en aftur á móti sigrast á erfiðleikum án þess að blikna. Hún varð vond, þegar rangindi voru á ferð en jafn- vel í næstu andrá montin með sig. Þá dökknaði í henni röddin en aug- un ljómuðu. Þessi kona var trúuð, jafnvel svo, að aldrei þurfti að ef- ast. Þeir, sem þannig trúa, tala ekki sýknt og heilagt um guð. Um sjálfsagða hluti þarf ekki að tala. Ég minnist þess, er Jónína brá sér í gervi skáldsins og las fyrir foreldra mína og okkur krakkana ljóð eftir sjálfa sig. Þó minnist ég þess ekki að hafa séð neitt útgefið eftir hana á prenti. Kannski hefur hún komist að því, að þetta er eng- inn vandi. Því þá að yrkja ljóð? Sagt er, að tónlistin sé drottning listanna. Fáa vissi ég njóta hennar betur en Jónínu. Það var ekki í tísku á uppvaxtarárum hennar að senda ungar sveitastúlkur til söngnáms, þó efnilegar væru. Því fór hún á mis við þá viðbót, sem námið veitir. Kona, sem heimsótti Jónínu skömmu fyrir andlátið, sagði mér, að hún hafi með erfiðismunum talað um hestinn sinn. Dýrin og velferð þeirra voru alla tíð ofarlega í huga hennar, enda hafa gæðingar alltaf loðað við Vorsabæ. Ég veit, að Morgunblaðið hefur takmarkað pláss undir aðsendar greinar. Því læt ég hér staðar num- ið. Þó ætti Jónína það inni, að út væri gefíð sérstakt blað henni til heiðurs, þó ekki væri til annars en lýsa því, hvernig hún með lífemi sínu setti manngildið ofar auðgildi. Næst, þegar ég heyri einhvern lýsa því hvernig hann tengir sjálfan sig þessum hugtökum, mun nafn Jón- ínu Jónsdóttur koma hér í hug. Filippus Björgvinsson. Er sárasta sorg ökkur mætir og söknuður huga vom gætir Þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minninpm hlýjum. (H.I.H.) Er ég í dag kveð tengdamóður mína Jónínu Þórunni Jónsdóttur fyrrum húsfreyju í Vorsabæ vil ég þakka henni fyrir samfylgdina og það sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væm og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, ömgga vináttu og orðin þín blíð, við kveðjum þig vina sem fórst okkur frá og framar á jarðriki megum ei sjá. (Agúst Jónsson.) Guð blessi hana og minningu hennar. Helgi B. Gunnarsson. + Guðmundur Guðnason var fæddur 30. apríl 1924 á Eyri við Reyðarfjörð. Hann lést 18. janúar síð- astliðinn á heimili Guðmundar sonar síns og tengdadótt- ur á Húsavík. For- eldrar hans voru Guðni Þorsteins- son múrarameist- ari og járnsmiður og Þorbjörg Ein- arsdóttir húsmóð- ir. Guðmundur átti ættir að rekja til Reyðarfjarð- ar og Lóns í Austur-Skafta- fellssýslu. í kring um árið 1926 fluttu þau Guðni og Þorbjörg að Brekku í Reyðarfirði og bjuggu þar til ársins 1945 er þau fluttu að Selfossi þar sem þau bjuggu til æviloka. Þau eignuðust 13 börn en misstu 4 drengi unga að aldir. Börnin eru Eggert Eyjófur, f. 22. júlí 1914, d. 29. nóvember 1993; Emil Hilmar, f. 10. apríl 1919, d. 8. mars 1921; Eiríkur, f. 22. janúar 1921, d. 11. febrúar 1921; Emma Kristín, f. 8. mars 1922; Gísli Einar, f. 25. ágúst 1925, d. 6. janúar 1981; Hörður Halldór, f. 10. janúar 1928, d. 11. júní 1928; Kjartan Þor- steinn, f. 10. janúar 1928, d. 22. júní 1928; Guðfinna Torf- hildur, f. 7. desember 1928; Ásdís Pálína, f. 23. febrúar 1931; Jóna Bene- dikta, f. 15. júlí 1933; Hulda Björg, f. 26. janúar 1937, d. 27. apríl 1986; Ásgeir Lárus, f. 31. desember 1938. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur að heiman. Hann nam trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík og vann við þá iðn meira og minna alla ævi. Hann stundaði einnig sjósókn í nokkur ár í Vestmannaeyjum. Hinn 23. janúar 1957 kvæntist Guð- mundur, Fjólu Guðmundsdótt- ur, f. 21. júlí 1929, frá Hellis- sandi. Þau slitu samvistum fyrir nokkrum árum og er Fjóla búsett á Húsavík. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan stuttan tíma á Selfossi en fluttu árið 1961 að Amarbæli í Ölfusi og bjuggu þar til árs- ins 1967. Síðan fluttu þau til Vestmannaeyja og þar bjó Guðmundur alla tíð eftir það að undanskildu gosárinu en síðustu árin dvaldi hann á elli- heimilinu Hraunbúðuni í Vest- mannaeyjum. Þau Guðmundur og Fjóla eignuðust sjö böm, Kristínu Kolbrúnu, Valey, Guðmund, Halldór, Inga Vigfús, Guðna Þorberg og Guðrúnu Unni. Guðna misstu þau í sjóslysi 17. febrúar 1981 en hin börnin em öll á lífi. Kristín Kolbrún er gift Samúel Guðmundssyni kjötiðnaðarmanni í Hafnar- firði og eiga þau þrjú börn. Valey er gift Svavari Valdi- marssyni trésmíðameistara á Selfossi og þau eiga fjóra syni og eitt barnabarn. Guðmundur er sjómaður á Húsavík, kvænt- ur Ólínu Steinþórsdóttur og eiga þau eina dóttur, en Guð- mundur á tvo syni frá fyrra hjónabandi. Halldór er bóndi og trésmiður í Suðursveit, hans kona er Inga Þorsteins- dóttir og þau eiga þrjú böm en Halldór átti eina dóttur áður. Ingi Vigfús er ókvæntur og barnlaus. Hann er öryrki og dvelur á Kópavogshæli. Guðrún Unnur er gift Guðjóni Þ. Gíslasyni vélvirkja á Sel- tjarnamesi og þau eiga 2 dæt- ul\ Útför Guðmundar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag. Það er hollvina fátt ef þú alls engan átt sem að andar að gröf þinni skilnaðarljóði. Vel má kannast við það eða kveða svo að þá sé kuldinn of mikill í íslendings bióði. Því hvemig sem brimið og boðamir falla er bylgjan hið siðasta jöfn fyrir alla. Guðni Þorsteinsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast Guðmundar tengdaföður míns. Mér eru enn í fersku minni okkar fyrstu kynni, en þau hófust fyrir um það bil 29 árum. Ég kom þá ungur maður á heimili tilvon- andi tengdaforeldra minna í Arnarbæli í Ölfusi. Mér var tekið opnum örmum þá, sem og alla tíð eftir það. Fljótlega urðum við mestu mátar, og naut ég þess oft að hlusta á hann segja frá. Guð- mundur var víðlesinn og vel að sér um hin ýmsu mál. Stjórnmál áttu hug hans allan. Hann var ákafur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins og sat á mörgum lands- þingum flokksins. Bridsspilari var hann mjög góður og eru ótaldar allar þær keppnir sem hann tók þátt í. Hann lagði hart að sér að kenna mér þá kúnst að spila þetta spil, reyndar með misgóðum ár- angri og var það þá helst nemand- anum að kenna, eða kannski áhugaleysi nemandans. Þær voru ófáar helgarnar austur í Arnar- bæli sem fóru í spilakennslu, þó var á vorin yfirleitt gert hlé á þeim hlutunum, því þá þurfti að nytja hólmana sem fylgdu Arnar- bæli, en það var svartbaks- og gæsaeggjataka. Alltaf gætti Guð- mundur þess að vel væri gengið um varpið og kom aldrei til greina að tæma hreiðrin, því hann bar mikla virðingu fyrir landinu og líf- ríki þess. Smiður var hann góður og þau eru víst ófá húsin sem hann reisti um ævina, eða hafði unnið við á annan hátt. Hann stundaði einnig sjómennsku og skipti ekki máli við hvort hann vann, hann var alls staðar vel lið- inn af vinnufélögum sínum, enda trúr og tryggur sínum vinum og vinnufélögum. í samkvæmum og á mannamót- um var hann alltaf hrókur alls fagnaðar, enda gamansamur mjög og glettinn og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja. Á stundum sem þessum leita margar minning- ar á hugann. Það er svo margs að minnast og margt að þakka. Því miður átti hann við erfið veik- indi að stríða sín síðustu ár, en allt fram að því síðasta hélt hann sinni sérstöku sálarró og skýru hugsun. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, minn kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi góður Guð geyma þig um alla ei- lífð. Börnum hans, systkinum og öðrum ættingjum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hve lítið sýnist lífíð manns þá litið er til baka. An dvalar hverfa dagar hans, sem draumur enda taka. Sjá þúsund ár vors iýðs og lands eru liðin sem næturvaka. (M.Joch.) Samúel Guðmundsson. Ekki datt mér í hug elsku afi minn þegar ég bauð þér góða nótt að kvöldi 17. janúar að ekki sæj- umst við aftur. Þú varst lengi búinn að þrá að koma til okkar og loksins komstu eftir langa bið, ég vildi að stundir okkar hefðu verið fleiri elsku afi minn, en svona er Iífið. Allt í einu varstu farinn frá mér. Ég veit að Guðni, amma, afi og Áslaug mín tóku vel á móti þér. Þá líður þér vel. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólinn björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Þín sonardóttir, Guðný Þóra Guðmundsdóttir. GUÐMUNDUR GUÐNASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.