Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 37 Örlögin eru óskiljanleg, æðri mátt- arvöld ráða og stjórna. Við vinkonurnar kynntumst Bellu á Héraðsskólanum á Núpi i Dýra- firði veturna 1969-70-71, ogtókst með okkur öllum kær og góð vin- átta, enda þótt Bella væri sveita- stúlka, en við borgarstúlkur. Skólaárin okkar á Núpi voru eft- irminnileg og lærdómsrík, þó að ekki væri allt á bókina lært, og brölluðum við ýmislegt spaugilegt og skemmtilegt saman. Bella var traust vinum sínum, dugleg, atorkusöm og alltaf jafn gaman að hitta hana, eftir að skólaárum okkar lauk. Gott er að geyma þá minningu hjá sér. Við biðjum algóðan Guð að varð- veita og geyma í faðmi sínum ást- kæra vinkonu okkar og litlu stúlk- una hennar, svo og alla hina sem fórust í þessu mannskæða snjó- flóði. Hugheilustu samúðarkveðjur til Rögnu á Laugabóli, Garðars Smára í Aðaldal, Oskars á Akur- eyri, og Vals föður Petreu og allra annarra ættingja og vina. Fá orð fá lýst harmi og sorg alls fólksins frá þessu litla byggðarlagi, Súðavík. Þjóðarsorg hefur ríkt á íslandi. En við verðum öll að trúa og treysta á styrk og kærleika Guðs og mátt bænarinnar. í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor byggð og gröf, þótt búum við hin ystu höf. Skólasystur frá Núpi, Þórný Kr. Sigmundsdóttir, Gunnhildur Sigurbjömsdóttir, Þórunn Kjartansdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir. Haustið 1974 kom saman á Bændaskólanum á Hvanneyri hóp- ur ungmenna víðs vegar af landinu til náms. Þetta var samheldinn hópur ólíkra einstaklinga sem átti ánægjulega dvöl á Hvanneyri þennan vetur. Nú hefur ein eftir- minnilegasta persónan úr þessum hópi, hún Bella, verið kölluð yfir móðuna miklu ásamt dóttur sinni, henni Petreu litlu. Það er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun að Bella og Petrea séu ekki lengur hér á meðal okkar, en örlög sín fær eng- inn flúið. Minningin um Bellu mun áfram lifa skýr í hugum okkar. Kjarklegt fas og æðruleysið birtist í brosinu og augnaráðinu, lífið stóð aldrei kyrrt í kringum Bellu. Ósjálfrátt dró hún að sér athyglí okkar hinna, sem endaði með vinskap og vænt- umþykju um manneskju sem ekki gleymist. Bella tók lífinu eins og það var og óbifanlegt æðruleysi var einkennandi í fari hennar. Stundum var eins og hún vildi bjóða lífinu birginn og gat þá verið svolítið hijúf á yfirborðinu en alltaf var stutt í hina ljúfu og góðu Bellu undir niðri. Bella tók ekki sveig fýrir vanda- málin heldur tókst á við þau og leysti þau með kjarki og þori. Þann- ig skildi hún eftir sig hreina slóð þegar hún yfirgaf Hvanneyri vorið 1975 vinafleiri en fyrr. Við skóla- systkinin söknum Bellu sárt. Hún var góð stúlka, ein litríkasta persón- an í hópnum, mótuð af hinu vest- firska landslagi, sem að lokum skóp örlög hennar. Nú sjáum við hana fyrir okkur ganga til móts við nýjas víddir ákveðnum skrefum með kjarklegu brosi og æðrulausu augnaráði með Petreu litlu sér við hlið, sem þegar öllu er á botninn hvolft þykir nú eins og alltaf áður best að vera hjá mömmu. Við vottum aðstandendum Bellu og Petreu litlu og öllum þeim, sem um sárt eiga að binda vegna ham- fara undangenginna daga okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að leiða þau aftur til ljóssins. Nemendur bændadeildar Hvanneyrarskóla 1974-1975. Vorið 1987 leiddi umrót í þjóðlíf- inu til að Borgaraflokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum. Á meðal brautryðjenda flokksins voru Ragna Aðalsteinsdóttir á Laugabóli og dóttir hennar, Bella Vestfjörð. í dag kveðja samheijar Bellu og ástkæra dóttur hennar, Petreu. Örlög Bellu og Petreu verða aldr- ei skilin frá örlögum granna þeirra og að kveðja mæðgumar er að kveðja hina Súðvíkingana. Við kveðjum vestfirskt kjarnafólk með ólgu í æðum og seltu í blóði. ís- lenska hrafnistumenn og konur. Hvar selurinn liggur í látmm og Hornbjarg úr djúpinu rís. Brimið sverfur ströndina og í fjarska garg- ar máfur. Djúpið er fagurt en Djúp- ið er líka kalt. Á svipstundu breyt- ist fallega þorpið við fjörðinn í kirkju íslenskrar náttúru. MINNIIMGAR í dag drúpa íslendingar höfði og eru harmi slegnir. Söknuður. Mest- ur er harmur vinkonu minnar Rögnu á Laugabóli. Hún kvaddi ástkæran son fyrir skömmu og kveður nú elskaða dóttur og litla ömmusnót. Djúpið gefur og Djúpið tekur. Snarbrött fjöllin og hjarnið kalt. Sortinn. Hvílíkt gjald fyrir að eija landið og sækja sjóinn. Hvílíkt gjald fyrir að vera íslendingur. Guð blessi Rögnu á Laugabóli og aðra ástvini í raunum. Fyrir höndum er hlýjan og ljósið. Himin- friður. Gamlir félagar úr Borgara- flokknum þakka fyrir sig. Ásgeir Hannes. HELGIINDRIÐASON + Helgi Indriðason fæddist í Ásatúni í Hrunamanna- hreppi 30. janúar 1914. Hann lést í sjúkraheimilinu Kumbara- vogi 14. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skál- holtskirkju 20. janúar. HELGI Indriðason fyrrum bóndi í Laugarási í Biskupstungum er lát- inn, áttræður að aldri. Áður var farin kona hans, Guðný Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ömmusystir okk- ar. Á uppvaxtarárunum átti Helgi að stríða við langvarandi heilsu- brest, sem hann náði ekki að hrista af sér fyrr en hann fór til náms norður að Hólum í Hjaltadal, tví- tugur að aldri. Að loknu búfræð- ingsprófi vann hann næstu tólf árin að bústörfum, ýmist sem kaupamaður eða ráðsmaður, fyrst á Hólum en síðan á bæjum á Suð- ur- og Vesturlandi. Áríð 1947 hófu þau Helgi og Guja búskap í Lauga- rási þar sem þau bjuggu í tuttugu og þrjú ár. Við bræður kynntumst þeim hjónum ásamt börnunum Birgi og Gróu, þegar við komum í sveit í Laugarás fremur stutt vaxnir úr grasi. Er við höfðum náð skóla- aldri var sveitarvistin orðin að sjálfsögðum hlut og við eyddum sumrum og flestum öðrum skólafr- íum { sveitinni fram á unglingsár eða þar til Helgi brá búi og flutt- ist með fjölskylduna til Reykjavík- ur. í Laugarási var jafnan mikið um að vera. Þar kom til nábýlið við garðyrkjustöðvamar en einnig og ekki síður margrómuð gestrisni þeirra hjóna. Þarna kynntist fólk úr ýmsum áttum sem varla hefði átt samleið annars. Helgi var ekki fasmikill maður en nálægð hans fór ekki fram hjá neinum. Hann stjórnaði búskapnum af vandvirkni og myndarskap og snyrtimennskan vakti athygli allra sem að komu. Þótt nóg væri að gera fengu ungir menn ætíð svör við spurningum sínum sem ekki voru allar gáfuleg- ar. Við voram teknir inn í heimilið frá fyrsta degi og þótt blóðböndum væri ekki fyrir að fara var Helgi náinn ættingi upp frá því. Hann kenndi okkur að umgangast dýrin og jörðina og fjölmargt annað. í sveitinni lærðum við margt sem hefur nýst okkur vel síðan við alls óskyld störf. Þama eignuðumst við marga vini. Mest voru tengslin við Guðmund á Lindarbrekku bróður Helga og hans fjölskyldu og síðan öll börnin á garðyrkjustöðvunum. Þetta var eitt samfélag, Laugarás með garðyrkjustöðvum, læknamið- stöð og sumarbústöðum ásamt nágrannabæjunum Skálholti og Iðu. Á sumrin bættist við barna- heimili Rauða krossins með Jónu Hansen og á haustin sláturhúsið. Auk búskaparins skipaði hesta- mennskan stóran sess hjá Helga. Hann ferðaðist víða um land á hestbaki á sínum yngri áram og átti þátt í stofnun tveggja hesta- mannafélaga. í frítímum lá leið hans iðulega í útreiðatúr eða á hestamannamót. í ellinni færði . hann oft í tal kærkomnar minning- ar um eftirminnilegar óbyggða- ferðir og horfna gæðinga. Helgi var alla tíð sveitamaður. Ákvörðunin, um að flytja á mölina, var ekki auðveld og hann leysti búið upp með trega. í Reykjavík sinnti hann störfum sínum af sömu samviskuseminni og búskapnum en sá alltaf eftir sveitinni, enda neytti hann allra færa til að kom- ast austur yfir fjall á meðan heils- an leyfði. Við áttum áfram mikil og góð samskipti við Helga og Guju eftir að þau komu í bæinn. Gestrisni þeirra hjóna var söm við sig og margir áttu leið um heimili þeirra í Reykjavík. Við áttum þar alltaf vísan samastað til lengri eða skemmri dvalar. Nú er nokkuð liðið frá því að við lærðum að forðast hverina og ána í Laugarási og æði margt breytt þar eystra. Samt er alltaf eins og að koma heim, þótt maður aðeins renni í gegnum staðinn eft- ir þjóðveginum og góðar minningar koma upp í hugann. Við vottum þeim Birgi og Gróu og barnabörn- unum Helgu, Guðnýju og Ásrúnu hluttekningu á þessari stund og þökkum allt gamalt og gott. Arngrímur og Birgir Thorlacius. í formála minningargreina um Helga Indriðason á bls. 36 í Morg- unblaðinu á föstudag varð villa í upptalningu á systkinum hins látna. Þegar kom að áttunda systk- ininu, Guðmundi bróður hans, var Jónína Jónsdóttir sögð ekkja hans. Hún er hins vegar eiginkona hans, þar sem Guðmundur er bráðlif- andi. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- um. Birna Héðinsdóttir Carvalho, Alfrod Carvalho, Rósa Héðinsdóttir, Gils Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELMAR ÞORKELL ÓLAFSSON, lést á heimili sínu þann 27. janúar. Birkir Þór Elmarsson, Kristín Anna Björnsdóttir, . Elísa Björk Elmarsdóttir, Fannar Helgi Þorvaldsson, Daníel Freyr og Davi'ð Fannar afastrákar. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓH ANNESSON vélfræðingur, Lágholti 11, Mosfellsbæ, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 26. janúar. Anna Jóna Ragnarsdóttir, Úlfhildur Guðmundsdóttir, Úlfhildur Guömundsdóttir, Sveinn Val Sigvaldason, Sigrún Guðmundsdóttir, Pétur U. Fenger, Jóhannes Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Anna Björk Jónsdóttir og barnabörn. Útför föður mins, AXELSSVANBERGS ÞÓRÐARSONAR kennara, fer fram frá Fossvogskapellu mánudag- inn 30. janúar kl. 15.00. Guðjón Axelsson. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna frá- falls og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR LÖVDAHL. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúða. Einar Lövdahl, Inga Dóra Gústafsdóttir, Karen Lövdahl, Þórður Júlíusson, Bergþóra Lövdahl, Einar Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýju, samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU SVÖLU JOHNSEN frá Suðurgarði. Óiafur Þórðarson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður í dag, laugardag, vegna jarðarfarar HJÖRDÍSAR BJÖRNSDOTTUR, BIRNU DÍSAR og HELGU BJARKAR JÓNASARDÆTRA. Snyrtivöruverslunin Guilbrá, Nóatúni 17. Lokað Vegna jarðarfarar HJÖRDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR, BIRNU DÍSAR JÓNASDÓTTUR og HELGU BJARKAR JÓNASDÓTTUR verður lokað frá kl. 13.00 í dag. Breiðholtsbakarí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.