Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VínáOa.v*nírAft stórskemmtile' HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó SKUGGALENDUR Litaveisla ! P R f R L I T I R RAUÐUR \ ***1/2. S.V. MBL „Þetta er hrein snilld, meistaraverk."'-:jíáp: **** Á. Þ. DagsIjóP^ ’ „Rauður er sniildarverk." *★*★★ e.H. Morgunpósturinn oídO „Rammgert, framúrstarandi og timabært listaveria" ★ ★★★ || Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 3, 5 og 9. Hvítur sýnd í dag og á morgun kl. 7. STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. iiIAIÍtíi ★★★ H K DV :EILE EPOOIE „Lostafull og elskuleg" ★ ★★ MRI Sýnd kl. 11. Sýningum fer fækkandi. -V.V.r O. rl. T. IL DROTTNING E YÐIMERKURINNAR A ALLRA VÖRUM 3. MARS Sýnd kl. 9 og 11.10. Sýnd kl. 6.45 og 9.15. Stórvirki Óskarsverðlaunahafana Anthonys Hopkins og Richards Attenborough um ástir enska skáldsins C. S. Lewis og amerísku skáld- konunnar Joy Gresham. Alfínasti leikur Hopkins segja bresku blöðin og Debra Winger var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Sýnd kl. 5, 8.50 og 11.15. Sýnd kl. 3 og 5. FORREST GUNP Mynd ársins! GOLDEN GLOBE VERÐLAUNIN: Besta myndin Besti leikarinn Besti leikstjórinn —I Mesta ferlíki kvikmynda- sögnnnar senn fullgert MANUÐI áður en tökur áttu að hefjast síðastliðið vor á „Water- world“, nýjustu mynd Kevins Costners, var farið að tala um að myndin yrði sú dýrasta í gjörvallri kvik- myndasögunni, en framleiðandi myndarinnar er Universal kvikmyndaverið, sem er dóttur- fyrirtæki MCA, sem aftur er í eigu japanska stórfyrirtækisins Matsushita. Þá þegar var kominn af stað orðrómur um að kostnaður við gerð myndarinnar yrði ekki undir 100 milljónum dollara eða sjö milljörð- um króna, en það var hins vegar borið til baka af Tom Pollock stjórnarformanni Uni- versal. Hann sagði að slíkar sögusagnir um óheyrilegan kostnað væru runnar undan rifj- um keppinautanna, og fullyrti hann að kostn- aðurinn við gerð myndarinnar færi ekki yfir 65 milljónir dollara. Hann hefði hins vegar betur látið það ógert að gefa þá yfirlýsingu, því stjórnarfor- maður MCA rak hann nokkrum mánuðum seinna þegar hann sjálfur neyddist til að lýsa því yfír að heimilað hefði verið að kostnaður við gerð myndarinnar mætti vera 100 milljónir dollara. Hafíst var handa við gerð „Wat- erworld" í lok júní síðastliðins og var áætlað að kvikmyndatökum yrði að mestu lokið á um þremur mánuðum. Myndatökunni, sem að mestu fer fram á Hawaii, er hins „Waterworld" er nú þegar orðin dýrasta kvikmynd allra tíma í Hollywood vegar enn ekki lokið nú rúmum sex mánuðum frá því hafíst var handa og horfur eru á að gerð myndarinnar ljúki ekki fyrr en í byijun febrúar ef veður leyfir. Aðaltökuliðið er nú í Los Angeles þar sem smíðuð hefur verið ný leikmynd sem ekki var reiknað með í upphaflegri áætlun, en annað gengi er enn á Hawaii þar sem allra veðra er von allt fram í mars. Og kostnaðurinn við gerð myndarinnar hefur vaxið dag frá degi. Heimildir herma að hann sé nú að minnsta kosti orðinn um 130 milljónir dollara, og sumir halda jafnvel að lokatalan verði um 160 milljónir dollara. „Waterworld" er því nú þegar orðin dýrasta kvikmynd allra tíma í Hollywood, og hefur hún þar með skotið bæði „True Lies“ og „The Last Action Hero“ ref fyrir rass. Mynd- inni hefur því verið skipað á bekk með mestu mistökum kvikmyndasögunnar og hún nefnd í sömu andrá og myndir á borð við „Hea- ven’s Gate“, „Howard the Duck“ og „Is- htar“, og gárungarnir eru farnir að tala um „Kevin’s Gate“ og „Waterloo Costners". Kevin Costner fékk í sinn hlut 14 milljón- ir dollara fyrir að fara með aðalhlutverkið í „Waterworld", en í myndinni leikur hann ________ mann að nafni Mariner sem er að hálfu leyti fiskur. Hann sá hins vegar að mestu eftir þeirri upphæð þegar hann gerðist einn af fram- leiðendum myndarinnar og lagði sitt í púkkið. Til þess að endar nái saman þarf myndin að hljóta met- aðsókn og verða ein af mest sóttu myndum allra tíma, en um 300 milljónir dollara þurfa að koma í kassann svo dæmið gangi upp. Ekki eru allir bjartsýnir á að svo verði, sérstaklega þegar haft er í huga að stjarna KEVIN Costner í hlutverki Mariners í „Waterworld", dýrustu kvikmyndinni sem gerð hefur verið til þessa. Nú er stóra spurningin hvort myndin stendur undir sér og það yrði þá að flokkast sem mikill sigur fyrir Costner. Costners er heldur hnígandi um þessar mund- ir. Hann náði svo sannarlega á toppinn með „Dansa með úlfum“ og „JFK“, „Robin Hood“ og „The Bodyguard" stóðu líka vel fyrir sínu. En síðustu myndirnar sem hann hefur komið nálægt, „Perfect World“, „The War“ og stór- myndin „Wyatt Earp“ sem frumsýnd var síð- astliðið sumar, hafa hins vegar ekki skilað því sem vonir Costners stóðu til. Kynningarefni vegna „Waterworld“ hefur enn ekki litið dagsins ljós og segja illar tung- ur að það sé vegna þess að söguþráðurinn í myndinni hafí enn ekki verið ákveðinn. Þeir sem þykjast þekkja eitthvað til segja að um sé að ræða einhverskonar gegnblautan „Mad Max“. Sögusviðið er eitthvað í kringum árið 2005 og hafa þá bæði heimskautin bráðnað og fært allt í kaf. Jarðarbúum hafa vaxið einhverskonar sporðar og uggar til að að- lagst þessum nýju aðstæðum. Hópur góðmenna undir forystu Mariners sem Costner leikur heldur til á fljótandi rusla- haug sem gerður er úr þúsund tonnum af stáli, en þar hittir Mariner kvenhetju mikla sem Jeanne Tripplehorn leikur, en hún hefur haft fregnir af því að fastaland sé að finna einhversstaðar handan sjóndeildarhringsins. Til þess að komast þangað verða þau hins vegar að beija af sé illþýði margskonar, sjó- ræningja og skúrka og fer þar fremstur í flokki hinn illvígi og nauðasköllótti Deacon, sem enginn annar en Dennis Hopper leikur. Handritið að myndinni mun hafa verið umskrifað að minnsta kosti 30 sinnum og margir lagt þar hönd á plóginn. Meðal þeirra sem spreyttu sig er hinn 29 ára gamli Joss Wheldon sem gat sér frægðarorð fyrir sinn þátt í velgengni „Speed“, en hann þáði í laun 100 þúsund dollara á viku þann tíma sem hann var að verki, og einnig hafa þeir Costn- er og Kevin Reynolds leikstjóri myndarinnar tekið til hendinni við handritsskriftir. Hvað sem öllu líður er það þó íbúar Hawa- ii sem fara með pálmann í höndunum eftir öll ósköpin við gerð „Waterworld", en um 30 milljónir dollara hafa skilað sér í efnahags- lífíð þar vegna myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.