Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Embætti veiðisljóra verður flutt til Akureyrar 1. febrúar Fyrrverandi starfsmenn verða áfram hjá ríkinu TVEIR starfsmenn embættis veiði- stjóra munu halda til annarra starfa hjá ríkinu þegar embættið flyst til Akureyrar 1. febrúar, að sögn Magnúsar Jóhannessonar ráðuneytisstjóra í umhverfisráðu- neyti. Segir hann ennfremur að Páll Hersteinsson veiðistjóri fari í tveggja mánaða námsleyfi en í athugun sé að stofna kennslu- og rannsóknastöðu við Háskóla ís- lands sem Páll gæti gegnt. Ásbjörn Dagbjartsson tekur við embætti veiðistjóra um mánaðamótin. Magnús segir að hluti starfsem- innar verði áfram í Reykjavík því einn starfsmaður muni sjá um rekstur hundabús embættisins en ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort svo verði til frambúðar. Að hans sögn voru starfsmenn embættisins þrír, auk veiðistjóra, og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Búið sé að ráða nýjan veiði- stjóra og verði önnur staða hjá embættinu fyrir norðan auglýst innan tíðar. Fyrst og fremst stefnumótandi Aðspurður um kostnaðaraukn- ingu vegna tilfærslunnar segir Magnús: „Það er ljóst að flutning- ur stofnunarinnar út á land mun fyrst í stað leiða til einhverrar kostnaðaraukningar en þetta er fyrst og fremst stefnumótandi að- gerð. Verkefnum er að fjölga hjá embættinu og rannsóknir að auk- ast á þeim dýrum sem við höfum nýtt,“ segir hann. Segir Magnús ennfremur að rannsóknirnar verði kostaðar af þeim sem nýti auðlindimar, það er skotveiðimönnum. Hefjist út- gáfa veiðikorta til eins árs 1. apríl sem kosta muni 1.500 krónur. „Það er ekki flutningurinn sem leiðir til aukins kostnaðar. Það eru fyrst og fremst þessi nýju verkefni og fjármagn til þeirra mun ekki koma af skattfé,“ segir Magnús loks. Almannavarnanefnd Isafjarðar afhent snjóflóðaleitartæki Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Vaktaskipti ÁRNI Traustason skilar af sér verkefnum í hendurnar á Þor- bimi Sveinssyni. Báðir eru þeir í stjórn Rauða kross-deildarinnar. Kemur að gagni á skíða- svæðinu Morgunblaðið. ísafirði. ALMANNAVARNANEFND ísa- fjarðar var formlega afhent Recco-siyóflóðaleitartæki í gær. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á ísafirði, tók við tækinu fyrir hönd nefndarinnar og bar fram þakkir til Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík. Sveitin átti frumkvæðið að því að Apple- umboðið keypti tækið. Unnið er að því að afla framlaga til kaupa á tælyum fyrir Patreksfjörð, Siglufjörð og Neskaupstað. Hvert tæki kostar um 600.000 kr. Eldra tæki er til í Reykjavík. Hentar vel á skíðasvæðum Við afhendinguna sagði Krist- ján Þór meðal annars að hann liti svo á að tækið ætti að þjóna öllum Vestfjörðum. „En ég dreg enga dul á að þegar Hafþór (Hafþór Jónsson, aðalfulltrúi almannavarna - innsk. Mbl.) nefndi tækið við mig í gær kom strax eitt svæði upp í hugann, þar sem það kemur okkur að Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir FULLTRÚAR framleiðanda tækisins og Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík voru viðstaddir afhendinguna í gær. Á mynd- inni eru Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Magnus Granhed, einn af hönnuðum tækisins, Ingi Þór Þorgrímsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, Guðmundur Oddgeirsson frá FBSR, Annika Granhed frá framleiðanda tækisins, Grétar Bjamason frá FBSR, Hafþór Jónsson, aðalfulltrúi Almanna- varna ríkisins og Ingvar Valdimarsson frá FBSR. gífurlegu gagni, og það er skíða- svæði okkar lsfirðinga,“ sagði Kristján Þór. Hann bætti við að komið gæti til greina að skikka alla sem færu inn á svæðið til að bera á sér svokallaða díóðu sem leitarækið nemur merki frá. Díóður fylgja þegar ýmsum úti- vistarfatnaði og búnaði og er auðvelt að koma merkinu fyrir á öðrum fatnaði. Recco-leitar- tæki þykir henta sérstaklega vel á skíðasvæðum en einnig hefur komið upp sú hugmynd að hanna sérstök díóðu-armbönd yfir fólk á hættusvæðum. Yfir 150 Súðvík- ingar fá aðstoð Rauða krossins Morgunblaðið. ísafirði. FIMMTÍU og tvær fjölskyldur, 153 einstaklingar, höfðu notið aðstoðar Rauða kross-deildarinnar á ísafirði vegna snjóflóðanna í Súðavík 23. janúar. Árni Traustason, úr stjórn deildarinnar, segir að smám saman hafi farið að draga úr eftirspurn- inni, en enn ætti eftir að finna húsnæði fyrir eina til tvær fjöl- skyldur. Hann hvetur Súðvíkinga til að láta Rauða krossinn vita um aðseturskipti, því mikið sé spurt eftir þeim. Ámi sagði að aðstoðin hefði verið þrenns konar. Einstaklingum og fjölskyldum hefði verið veitt fjárhagsleg neyðaraðstoð og að- stoð til að sækja útfarir vina og ættingja til Reykjavíkur. íbúum hefði verið veitt bráðabirgðahús- næði og unnið væri að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldur til lengri tíma, t.d. fram á vor. Að lokum hefði Rauði krossinn safnað og gefið fatnað af ýmsu tagi. Ámi sagði að Hólmfríður Gísla- dóttir, starfsmaður Rauða krossins í Reykjavík, hefði komið með tölu- vert af fatnaði frá Reykjavík og Ísfírðingar hefðu sjálfír brugðist skjótt við og komið með heilmikið af fötum og leikföngum fyrir böm. Flíkumar væra vandaðar og tölu- vert væri um ný föt. Árni sagði að þar að auki hefðu fjölmargar versl- anir haft samband og boðið Súðvík- ingum afslætti af ýmsum vöram. Árni sagðist ekki vita hvað skrif- stofan yrði lengi opin eða hvort hún yrði færð til Súðavíkur. Hann hefur sjálfur unnið á skrifstofunni, ásamt öðrum, frá því snjófljóðið féll og sagði að Rauða kross-félag- ar ætluðu að skipta starfínu á milli sín framvegis. Von væri á liðs- afla frá Reykjavík, því Bára Snæ- feld frá Rauða kross-skrifstofunni í Reykjavík, kæmi til starfa á ísafirði á mánudag. Kristján Stur- luson, úr innanlandsdeildinni, kæmi þar að auki aftur til aðstoðar. Árni sagði að enn væru að ber- ast tilboð um fatnað, íbúðir og fleira. Hann vissi ekki til að skort- ur væri á neinu sérstöku. Ekki nema þá aðstoð við fataúthlutun. Skrifstofa Rauða krossins er nú í Isfangshúsinu. Landlæknir segir gott eftirlit með einkareknum læknastofum Umræða um mis- tök að hluta byggð á misskilningi 5,5 millj- ónir frá Færeyjum Fœreyjum. Morgnnblaðið. SAFNAST hafa 550 þúsund færeyskar krónur, um 5,5 milljónir íslenskra króna, í Færeyjum til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóðið í Súðavík. íslenski ræðismaðurinn í Færeyjum, Poul Mohr, segir að þessi upphæð sé öll frá einkaaðilum, en við bætist framlög frá lögþinginu í Fær- eyjum, landsstjórninni, fyrir- tækjum, þjóðkirkjunni og öðr- um söfnuðum. { síðustu viku tilkynnti lög- þingið, að samþykkt hefði verið að leggja fram 1,5 millj- ónir íslenskra króna, en sumir þingmenn telja að þingið eigi að leggja fram tvöfalt hærri upphæð, eða um þrjár milljón- ir króna. EFTIRLIT af hálfu landlæknis- embættisins með einkalæknastof- um sem framkvæma aðgerðir fer fram með þeim hætti að landlækn- ir heimsækir yfírleitt stofnanir á fjögurra til fimm ára fresti. Ólafur Ólafsson landlæknir segir að yfír- völdum beri að fylgjast með upp- setningu og rekstri nýrra einka- læknastofa. Stundum verði brestur þar á en stærstu stofnanirnar séu skoðaðar reglulega. Hann segir að umræðan um læknamistök hér á landi sé á nokkrum misskilningi byggð því hún snúist í raun oft um lágar bætur vegna ófyrirsjáan- legra óhappatilvika. Bætur vegna mistaka sem rekja megi til lækna séu hins vegar rnun hærri hér en nokkurs staðar á Norðurlöndunum. Nær 300 mál koma upp hérlendis á hverju ári Ólafur segir að aðbúnaður allur á einkastofum sé góður hér á landi. „Tíðni sýkinga eftir aðgerðir er t.d. með því lægsta sem gerist,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að til marks um gott eftirlit með þessum málum hérlendis megi nefna að í Svíþjóð voru 32 læknar sviptir læknisrétt- indum á árunum 1980-1992 en á átján ára tímabili hérlendis vora sex læknar sviptir réttindum, fjórir látnir hætta, m.a. vegna aldurs, ijórir fengu ekki að hefja læknis- störf og þrír fengu takmörkuð læknisréttindi. í Danmörku komi árlega upp 1.300 kvörtunar- og kæramál vegna lækna, 2.500 í Svíþjóð og hérlendis komu 300 slík mál upp á síðasta ári, þar af 150 alvarlegs eðlis. Hlutfallslega era því flest mál á íslandi. Ólafur segir að árangur ís- lenskra lækna sé svipaður og í nágrannalöndunum enda eigi allir sérfræðingar að baki nám í 5—10 ár erlendis áður en þeir hefja störf á íslandi. „Ég veit enga aðra starfsstétt á Islandi sem sækir starfsþjálfun sína í jafnríkum mæli til útlanda. Sérfræðingar hafa tamið sér góða erlenda siði í starfsaðferðum,“ sagði Ólafur. Bakari hengdur fyrir smið Ólafur segir að tíðni fylgikvilla vegna sýkinga eftir aðgerðir hér- lendis sé lág. Minna er vitað um aðra fylgikvilla. „Við sjáum ekki betur en að meirihluti félagsmanna í nýstofnuðum félagsskap sem nefnist Lífsvog hafi orðið fyrir ófyrirsjáanlegum óhöppum og bætur vegna slíkra mála eru smán- arlegar, eða 5-10 sinnum lægri en í nágrannalöndunum. Það liðu sjö ár frá því landlæknir gerði til- lögur um sjúklingatryggingasjóð þar til sjóðurinn varð að veruleika. Þessi tilvik hafa lítið með lækna að gera og það er verið að hengja bakara fyrir smið. í þessum tilvik- um var farið að öllu rétt en sumir sjúklingar eru í meiri hættu en aðrir að fá t.d. sýkingar. En ef á hinn bóginn um læknamistök er að, ræða þá eru greiddar háar bætur á íslandi, mun hærri en í Evrópu," segir Ólafur. Hann segir að hæstu bætur vegna Iæknamistaka sem hafa ver- ið dæmdar hérlendis séu 15 milljónir króna. Á Norðurlöndum eru hæstu bætur sem hafa verið greiddar á bilinu 1 Vi til tvær millj- ónir íslenskra króna. Ólafur segir að hlutfallslega komi fleiri mál upp hér vegna mistaka lækna en á Norðurlöndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.