Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir MENNTUN kvenna hefur tekið stakkaskiptum í Saudi Arabíu en margir bókstafstrúarmenn telja þá þróun lítt heillavænlega. Land blæjunnar Saudi-Arabía er lokað land en teikn eru á lofti um að völd konungs- fjölskyldunnar séu ekki jafn trygg og áð- ur. Auður Ingólfs- dóttir fjallar um þró- unina í þessu íhalds- sama múhameðs- trúarríki VESTRÆNN blaðamaður í Saudi-Arabíu var að virða fyrir sér konu íklædda svörtum kufli og með blæju. Konan sat við hlið manns síns og þegar hún hreyfði sig til í sætinu opnaðist kuflinn snöggvast og blaðamaðurinn sá glitta í svartan, þröngan leðurkjól og íburðarmikla perlufesti. Á sama hátt og konur í Saudi- Arabíu hylja líkama og andlit fyr- ir augum almennings hefur ríkið Saudi-Arabía haft á sér einskonar blæju gagnvart umheiminum. Þessari blæju var hinsvegar lyft um stundarsakir í Persaflóastríð- inu þegar þúsundir vestrænna hermanna og fréttamanna streymdu inn í landið. Þá kom í ljós að rétt eins og konan sem var klædd samkvæmt nýjustu tísku innundir kuflinum er Saudi-Arab- ía land mikilla mótsagná. Þetta ríka, íhaldssama mú- slimaríki virðist ekki eins stöðugt o g yfirvöld þar hafa gjaman hald- ið fram. Eftir lok Persaflóastríðs- ins hefur blæjan aftur verið dreg- in yfír landið. Þeir fáu blaðamenn sem hafa fengið að koma til lands- ins síðan em þó sammála um að mikill vandi blasi við konungsfjöl- skyldunni og völd hennar séu ekki eins trygg og áður. Vestræn utanríkisstefna í kjölfar stríðsins við Persaflóa 1991 hefur utanríkisstefna Saudi- Arabíu orðin mjög vestræn í sam- anburði við önnur Arabalönd og sérstaklega hafa tengslin við Bandaríkin verið treyst. Olíuút- flutningur til Bandaríkjanna hefur tífaldast á undanfömum fimm árum og innflutningur á banda- rískum vörum hefur tvöfaldast á sama tíma. Jafnframt hefur kon- ungsríkið eytt gífurlegum fjár- munum í vopnakaup frá Banda- ríkjunum. Gagnstæð þróun innanlands Þessi nánu efnahagslegu tengsl við Bandaríkin hafa verið mörgum heittrúuðum múslimum þyrnir í augum. Þó Saudi-Arabía hafi lengi talist eitt af íhaldssömustu ríkjum islams vom ýmsir siðir vesturlandabúa farnir að síast inn í þjóðfélagið fyrir stríðið. Þessir siðir hafa fengið æ minni hljóm- grunn undanfarið en raddir heit- trúaðara múslima eru að sama skapi orðnar háværari en áður. Þessar raddir hafa verið mjög gagnrýnar á ýmislegt í samfélag- inu. Fulltrúar heittrúaðara hafa m.a. bent á að bankakerfið fylgi ekki lögum islams og einnig eru þeir mjög mótfallnir þátttöku kvenna í æðri menntun. Heittrúaðir hafa beitt ýmsum aðferðum við að koma áróðri sín- um á framfæri. Moskur og háskól- ar eru helstu fundarstaðir þeirra en hljóðupptökum hefur einnig verið dreift leynilega um landið og ollið töluverðum óróa meðal stjómarsinna. Tónninn í þessum hljóðupptökum er byltingar- kenndur og konungsfjölskyldan er harðlega gagnrýnd fyrir ýmiss konar spillingu sem stríðir gegn lögum islams. Aukin völd trúarlögreglu Fahd, konungur Saudi-Arabíu, hefur reynt að koma til móts við kröfur heittrúaðra m.a. með því að gefa hinni svokölluðu trúarlög- reglu (Mutawwa) meiri völd. Trú- arlögreglan á að sjá um að almenn- ingur fýlgi siðferðisreglum samfé- lagsins og refsar þeim sem þær bijóta. Fjárhættuspilarar, samkyn- hneigðir, betlarar og konur sem hylja ekki hár sitt og líkama eru dæmi um þá sem lenda á svörtum lista hjá trúarlögreglunni. Tilgangur Fahd konungs hefur líklegast verið sá að aukin völd trúarlögreglunnar myndu draga athyglina frá konungsfjölskyld- unni og vestrænni utanríkis- stefnu hennar. Þessar aðgerðir hafa þó ekki nægt til að kveða niður gagnrýnisraddir og í sept- ember gripu yfirvöld til þess ráðs að handtaka tvo trúarleiðtoga, Satar Hawali og Salman Audeh. Vegna takmarkaðs aðgangs fréttamanna að landinu er erfitt að átta sig nákvæmlega á því hver staða konungsfjölskyldunn- ar er en það er þó ljóst að hún á í vök að veijast. Olíuauðurinn ekki óendanlegur Vaxandi fylgi við heittrúaða múslima má að hluta til skýra sem andsvar við áhrifum frá Vestur- löndum sem flæddu yfir Saudi- Arabíu i Persaflóastfíðinu og einnig hinni vestrænu utanríkis- stefnu sem leiðtogamir hafa fylgt síðan. Aðalskýringin er þó senni- lega hnignandi hagkerfi. Saudi-Arabar eru smám saman að átta sig á því að olíuauðurinn sem gerði þá að einni ríkustu þjóð heims er ekki óendanlegur. Lækk- andi olíuverð og mikill kostnaður af Persaflóastríðinu, sem Saudi- Arabía bar hitann og þungann af, hefur orðið þess valdandi að erfitt hefur verið að viðhalda velferðar- kerfinu. Meðallaun hafa lækkað, sjúkrahúsin anna ekki eftirspurn og vaxtalaus lán til húsnæðis- kaupa heyra nú sögunni til. At- vinnuleysi er líka að verða meira áberandi. Einungis þriðjungur þeirra sextán þúsund stúdenta sem útskrifuðust úr háskóla á síð- asta ári fundu einhveija vinnu. Opinberir aðilar eru ekki lengur færir um að sjá háskólamenntuð- um fyrir auðveldri, vel borgaðri vinnu og einkaaðilar kjósa frekar að ráða til sín erlent vinnuafl. „Erlendir starfsmenn vinna betur, eru faglegri og kosta minna“ var nýlega haft eftir forystumanni í einkageiranum. Mörgum ungum mönnum þykir því að konungsfjöl- skyldan hafi brugðist og leita því á náðir heittrúaðara í staðinn. Versnandi staða kvenna Staða kvenna hefur löngum ver- ið mjög bágborin í Saudi-Arabíu. Konur mega ekki keyra bifreiðar og þátttaka þeirra í atvinnulífínu er takmörkuð við kennslu í stúlknaskólum og heilsugæslu. Kynin mega ekki umgangast hvort annað á opinberum vettvangi og trúarlögreglan sér til þess áð allar konur hylji sig eins og viðeigandi þykir. Karlmenn geta fengið skiln- að án þess að tilgreina sérstaka ástæðu og einnig er þeim heimilt að eiga allt að fjórum konum svo framarlega sem þeir geta sýnt fram á að þeir geti séð jafn vel fýrir þeim öllum. Þar sem helst hefur þokast í réttindabaráttu kvenna er í menntunarmálum. Áður fyrr var meirihluti kvenna ólæs en nú eru til sérstakir stúlknaskólar og langflestar stúlkur eiga kost á einhverri grunnmenntun. Mennt- unarmál kvenna hafa þó átt undir högg að sækja með auknum áhrif- um heittrúaðra. Þeir róttækustu meðal heittrúaðara eru mjög nei- kvæðir í garð háskólamenntaðra kvenna og kalla þær öllum illum nöfnum. Fyrir rúmum íjórum árum mót- mæltu um sjötíu konur í Saudi- Arabíu ökubanninu með því að reka bílstjórana út úr bílunum sínum og keyra sjálfar í miðborg höfuðstaðarins, Riyadh. Þessi mótmæli voru fljótt kveðin niður og engar sambærilegar fregnir um álíka aðgerðir að hálfu kvenna hafa borist síðan. Hins vegar er vert að hafa i huga að nú er að vaxa upp í Saudi-Arabíu fýrsta kynslóð kvenna þar sem menntun er tiltölulega almenn. Hingað til hafa konur t.d. þurft að treysta á karlmenn til að túlka kóraninn þar sem þær voru flestar ólæsar. Margar hefðir samfélagsins eins og ökubannið eiga sér enga stoð í islam og tíðkast ekki í öðr- um ríkjum múslima. Með aukinni menntun er hugsanlegt að konur verði meðvitaðri um það óréttlæti sem þær búa við og líklegri til að rísa upp. Hitt er þó ljóst að Saudi-Arabía er ekki ginnkeypt fyrir öllum áhrifum frá Vestur- löndum og breytingar í samfélag- inu munu því koma frá fólkinu sjálfu en ekki vegna utanaðkom- andi áhrifa. Rannsóknir kveikja vonir um mótefni gegn alnæmi Boston. Morgunblaðið. 0 .J. Simp- son á snældu BÓK byggð á viðtölum við O.J. Simpson er nú komin á markað í Bandaríkjunum en í henni grein- ir hann frá sinni hlið mála. Rétt- arhöld í máli Simpsons standa nú yfir í Los Angeles en hann er sakaður um að hafa myrt eigin- konu sína og vin hennar Ronald Goldman. Simpson segist vera saklaus og lýsir því yfir í bókinni að morðið á konu hans megi rekja til sambands hennar við eitur- lyfjaneytandann Faye Resnick. Simpson las einnig inn kafla úr bókinni á snældu á meðan hann var í fangelsi og var hún gefin út samhliða bókinni á föstudag. Verjendur Simpsons hafa boð- að ný vitni í málinu, meðal ann- ars fólk sem á að hafa séð fjóra grunsamlega menn hlaupa frá húsi eiginkonu Simpsons um það leyti er hún var myrt. VISINDAMENN segja að tilfelli al- næmissjúklings, sem gengið hefur með alnæmisveiruna í tólf ár án þess að að verða veikur, hafí hleypt óvæntri von í leitina að mótefni gegn hinum skæða sjúkdómi. í ljós kom að sjúklingurinn er með bæklaða ónæmisveiru eins og notuð hefur verið til að gera tilraunir með mót- efni á öpum. Flestir verða veikir innan tíu ára frá því að þeir smitast af alnæmis- veirunni, en um fimm af hundraði hafa haldið heilsu lengur. Læknar voru að rannsaka hvers vegna þessi sjúklingur, sem er 44 ára og fékk veiruna þegar honum var gefið blóð- þykkingarefni gegn dreyrasótt, hefur verið heilbrigður svo lengi þegar þeir komust að því að hann hafði með náttúrulegum hætti smitast af hinni veikluðu veiru. Rannsókn þessi var birt í tímarit- inu New England Journal of Medic- ine á fimmtudag og er sú fyrsta sem bendir til þess að fólk geti átt von um langlífi eftir að hafa smitast af veikluðu veirunni. Vísindamenn komust að því fýrir tilviljun að veiklaða veiran er eins og sú, sem notuð hefur verið í til- raunamótefni fyrir apa. Veiran hefur gefið góða raun í þeim tilraunum, en ekki hefur þótt hættandi á að gefa hana mönnum. „Helsta áhyggjuefnið er öryggi, öryggi, öryggi,“ sagði dr. Ronald C. Desrosiers, sem vinnur við aparann- sóknir, og vann rannsóknina ásamt dr. John Sullivan, við læknadeild University of Massachusetts. „Þess- um náunga vegnar vel og það bend- ir til að þetta geti verið öruggt." Hættan er sú að mótefnið verði það sterkt að fólk veikist af alnæmi. Þótt veiklaða veiran hafi borið árang- ur með fullorðna apa, veiktust ap- aungar, sem gefíð var mótefnið, í tilraun sem ekki hefur verið lýst opinberlega. Þá hafa menn áhyggjur af því að börn þoli ekki mótefnið, þótt fullorðnir geti notað það. Það gæti haft í för með sér að fóstur smitist hafi mæður fengið mótefnið fýrir þungun. Að klóra sér í kollinum Sullivan vill hins vegar hefja rann- sóknir á mönnum sem fyrst. „Þegar ný maður smitast á fimmtán sek- úndna fresti getum við ekki setið aðgerðalaus, klórað okkur í kollinum og sagt að við þurfum að hugsa málið í tíu ár í viðbót,“ sagði Sulli- van í samtali við bandarísku frétta- stofuna AP. Búast má við því að tilraunir með mótefnið á mönnum hefjist innan nokkurra ára. I.yfjafyrirtæki í ná- grenni Boston hefur þegar keypt einkarétt á að framleiða og þróa lyf- ið fyrir fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.