Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 27 + Kristján Edwald Snorrason var fæddur í Reykjavík hinn 3. apríl 1946. Hann lést á Landspít- alanum 4. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Geirlaug Jónsdóttir, f. 20. júní 1923, frá Vestmanna- eyjum, og Snorri Halldórsson vélvirki frá ísafirði, f. 20. mars 1916, d. 1. mars 1954. Kristján var næstelstur sex al- systkina sem eru: Karólína, f. 12. nóv. 1944, Jón, f. 1.6. 1947, Júlíus, f. 19.6. 1949, Óðinn, f. 13.3. 1951, og Berglind, f. 19.2. 1954. Hálfbróðir samfeðra er Sturla, f. 27.1. 1940, og tvær hálfsystur Kveðja frá systkinum Ver hjá mér, herra, dagur óðum dvín; ó, Drottinn, ég hef lengi saknað þín; í æskuglaumnum gleymdi sál mín þér, í gleðidraumnum uggði’ ég lítt að mér. Þá hræddist ég. „í húmi þessu’ ég dey“ ég hrópa tók, „ef guð minn finn ég ei“, og brjóst mitt tók að buga kvöl og nauð, þá birtist þú og gafst mér lífsins brauð. (M. Joch.) Sálmavers þessi sem við kveðjum Kristjáns bróður okkar með eiga svo vel við um lífshlaup hans. Hann var hraustmenni og kenndi sér aldrei meins og naut lífsins til fulls. Hann var mjög handlaginn og forkur duglegur til allrar vinnu. Bíl- ar og allt sem þeim viðkom, lék í höndunum á honum og hann hafði atvinnu af því um árabil og var lengst af með eigin rekstur. Skyndilega var klippt á starfsþrek hans um haustið 1985 er hann fékk heilablóðfall aðeins 38 ára gamall. sammæðra sem eru Elísabet Una, f. 26.4. 1960, og Lena María, f. 24.6. 1961. Krist- ján kvæntist Krist- ínu R. Sigurðar- dottur og áttu þau einn son, Sigur- björn Jón, f. 1.8. 1968. Þau skildu. Sonur Sigurbjörns er Krisiján Freyr, f. 9.8. 1988. Barns- móðir Kristjáns er Auður Hjaltadóttir og er sonur þeirra Logi Hrafn, f. 5.6. 1982. Dóttir Kristjáns með Haf- disi Magnúsdóttur er Helga Bryndís, f. 25.6. 1986. Útför Kristjáns fór fram frá Fossvogskapellu 12. janúar. Má nærri geta hvílíkt áfall það hefur verið fyrir mann í blóma lífsins að sætta sig við slík kjör. Hann var ekki lengur fær um að stunda at- vinnu sína og þurfti nánast að læra allt uppá nýtt. Það tókst hjá honum, nokkum veginn til fulls, en eitt gat hann illa sætt sig við og það var að geta ekki keyrt bíl framar, þar sem sjónin skertist verulega við áfallið. Hann fann að öruggur bíl- stjóri yrði hann ekki framar og lagði hann sjálfur skírteinið sitt inn. Hann fékk mikinn áhuga á and- legum málefnum og lífi eftir dauð- ann og gat grúskað í því tímunum saman og reyndi að lesa allar bækur sem hann komst yfir um þau mál- efni. Það veitti honum mikla huggun og styrk á erfiðum stundum. Við viljum þakka læknum, hjúkr- unar- og starfsfólki á 32c á Land- spítalanum fyrir einstaka umönnun og hjálp í veikindum hans. Megi algóður Guð geyma bróður okkar og blessuð sé minning hans. Systkini. Systursonur minn, Kristján Ed- wald Snorrason, er látinn aðeins 48 ára gamall eftir baráttu við illvíga sjúkdóma til nokkurra ára. Heimili foreldra hans, Snorra Halldórssonar og Geirlaugar Jónsdóttur, stóð í Skipasundi 1 í Reykjavík. Snorri var áður sjómaður og sigldi meðal ann- ars á ms. Richard frá ísafirði og Hrímfaxa frá Hafnarfirði með ísfisk yfir hættusvæði í síðustu heimsstyij- öld til Englands. Þegar Kristján var sjö ára barði vá að dyrum í Skipasundinu er faðir hans lést aðeins 37 ára gamall. Elsta bamið, Karólína, var aðeins níu ára gömul og það yngsta, Berglind, þá kornabam níu. daga gömul. Geirlaug hélt heimilinu saman af einstökum dugnaði, þá 30 ára gömul, með hjálp og einstakri fómfysi tengdamóður sinnar Júlíönu Samúelsdóttur frá Miðdalsgröf í Strandasýslu. Föður- missirinn var Kristjáni mjög sár og tregaði hann pabba sinn alla tíð. Kristján var vel af Guði gerður, vel gefinn, myndarlegur og laghent- ur. Kom það sér vel við þá iðn sem varð hans aðalstarfsvettvangur, bílaviðgerðir, og kom þá natni hans sér vel við finni viðgerðir og kraftar í kögglum við grófari lagfæringar, þó hann státaði ekki af fínum próf- um. Bijóstvitið var í góðu lagi. Á yngri ámm stundaði hann sjó- mennsku, því það þótti vart á þessum áram mannræna í ungum mönnum ef þeir legðu ekki undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar lið við gjaldeyrisöfl- un. Kristján var meðal annars á ný- sköpunartoguranum Jóni forseta RE 108, Þorkeli mána RE 205, Ingþóri VE 75 og Vini frá Vestmannaeyjum, þar sem afi hans, Jón Sigurðsson, og amma, Karólína Sigurðardóttir, bjuggu, en hjá þeim hafði hann ver- ið nokkur misseri sem drengur og unglingur, í skóla, leik og vinnu. Ég kveð þig, frændi, að lokum og bið góðan guð að varðveita sálu þína og að hann styrki bömin þin og móður og systkini og aðra sem vænt þótti um þig. Vertu sæll og farðu í friði. Sigurður Jónsson. KRISTJÁN EDWALD SNORRASON + Aðalsteinn Hall- dórsson fæddist í Hvammi í Hrafna- gilshreppi 16. nóv. 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 22. janúar siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðný Páls- dóttir, f. 7.5. 1882, d. 23.9. 1965, og Halldór Guðlaugs- son, f. 29.11. 1889, d. 4.10 1969, bóndi og oddviti í Hrafna- gilshreppi. Þau bjggu í Hvammi en síðustu árin á Akureyri. Systkini Aðalsteins eru: Baldur, f. 1916, d. 1982, tvíburi á móti honum lést við fæðingu; Snorri, f. 1919; Páll f, 1921, d. 1927; Guðlaugur, f. 1923; Páll, f. 1927; Kristbjörg, f. 1930; og Guðný, f. 1933. Aðal- steinn kvæntist 20. júní 1956 Þóru Björnsdóttur frá Hrísum í Eyjafirði, f. 10.3. 1936. Börn Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum, að beygja sig undir þann allshetjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum) í fáum orðum langar mig að minnast tengdapabba míns, Aðal- steins Halldórssonar frá Hvammi. Alli, eins og hann var kallaður, var mjög ákveðinn maður, fylgdist vel með öllu sérstaklega þó íþróttum, en það var eitt af hans áhugamálum. Aðalsteins og Þóru eru: Jón Ágúst, f. 1956, maki Halla Sveinsdóttir, eiga þau þijú börn; Guðný, f. 1958, maki Sigurður Þór Ákason, eiga þau fimm börn; Sigrún, f. 1960, maki Stef- án Geir Pálsson, eiga þau þijú börn; Stefán, f. 1961, maki Þuríður Þor- láksdóttir, eiga þau þijú böm; Halldór, f. 1962, maki Helga Sigríður Steingrímsdóttir, eiga þau tvö börn; Hlynur, f. 1964, hann á tvö börn. Aðal- steinn vann fyrstu árin hjá KEA og Haga. Hann hóf störf hjá Fataverksmiðjunni Heklu 1962, starfaði síðar hjá Ála- fossi og var síðast vaktstjóri þjá^ Foldu. Útför Aðalsteins fer fram frá Akureyrarkirlgu á morgun. Hann hafði mjög gaman af að ferðast og gerðum við mikið af því að fara með tengdaforeldram mínum í sumarbústaði vítt og breitt um land- ið. Ég var svo heppin að fá sumarbú- stað í Lóninu við Hornafjörð sl. sum- ar og þar áttum við saman alveg einstaklega góða viku í dásamlegu veðri og eigum við þaðan góðar minningar sem seint munu gleym- ast. Þá keyrðum við um, fóram í gönguferðir, söfnuðum steinum með krökkunum, skoðuðum blómin og gróðurinn og spiluðum á kvöldin. Fyrir tæpum tveimur áram var haldið ættarmót hjá systkinunum frá Hvammi, þá gekk Alli um æskuslóð- imar með bræðrum. sínum og rifjuðu þeir upp bemskuminningar sem gaman var að hlýða á. En nú er komið að leiðarlokum. Kveð ég þig með virðingu og þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Alli minn. Ég gleymi þér aldrei. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Þóra mín, megi góður Guð gefa þér styrk í sorginni. Ykkar tengdadóttir, Halla. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epikuros) Mánudagurinn 16. janúar mun aldrei líða mér úr minni, en snemma morguns hringdi tengdamóðir mín og flutti mér-þau válegu tíðindi að Alli hefði fengið alvarlegt hjartaáfall. Ég hélt að mig væri að dreyma, eða vonaði það, en eftir tæpa viku var hann allur. Okkar fyrstu kynni vora þegar ég kom heim til Þóra og Alla á gamlárs- kvöld fyrir 15 árum. Ég var frekar feiminn gutti, en áður en varði var ég orðinn einn af fjölskyldunni og við tengdapabbi famir að rífast um íþróttir og stjórnmál af hjartans lyst og báðir sannfærðir um sannleiks- gildi eigin skoðana. Þessi skoðanaskipti, þó hávær yrðu stundum, þroskuðu mig mikið. Ég á eftir að sakna þess þegar ég kem á Eiðsvallagötuna að geta ekki tekið góða rimmu við Alla. Alli var tengdafaðir minn og líka besti vinur minn, sem ég gat alltaf leitað til. Elsku Þóra, ég vona að guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg, en stóri hópurinn þinn, börnin og barnabörn- in sem syrgja með þér munu styrkja þig og hvort annað. Stefán Geir Pálsson (Gági). AÐALSTEINN HALLDÓRSSON Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, LAUFEY JÓHANNSDÓTTIR, Sólheimum 25, Reykjavík, lést í Reykjavík 25. þ.m. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Helgi Indriðason, Jóhann Indriðason, Margrét Indriðadóttir, Óiafur Indriðason, Gunnhildur Jónsdóttir, Helga Jónasdóttir, Thor Vilhjálmsson, Nína Guðjónsdóttir. k t Móðir mín elskuleg, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Skúlagötu 68, lést hinn 19. janúar sl. í Borgarspítalanum. Útför hennar fór fram, að ósk hennar, í kyrrþey, 25. janúar. Sérstakar þakkir til Kassagerðar Reykjavíkur og öllum þeim er reyndust henni vel. Guði falin. Trausti Jóhannesson og aðrir ástvinir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR SIGURÐSSON frá Hrísdal, Þangbqkka10, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 23. janúar sl., jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 31. janúar kl. 13.30. Brynhildur Daisy Eggertsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Lorna Jakobson, Stefán Örn Vaidimarsson, Guðlaug Ósk Gfsladóttir og barnabörn. t Kjörmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELfSABET GUÐNADÓTTIR frá Kambi, Holtahreppi, til heimilis á Háaleitisbraut 46, sem lést á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 21. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minn- ast hennar, láti líknarfélög njóta þess.' Elísabet Sigurðardóttir, Hilmar Ó. Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ARNBJÖRG HJALTADÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlrf, fsafirði, andaðist á sjúkrahúsi (safjarðar föstu- daginn 27. janúar. Hjalti Ragnarsson, Sigríður Konráðsdóttir, Jóhann P. Ragnarsson, Ragna G. Ragnarsdóttir, Jóhannes Ragnarsson, Steinunn Guðmundsdóttir, « Þórunn M. Guðmundsdóttir, Stefán Ævar Ragnarsson, Agnes Óskarsdóttir, Karen Ragnarsdóttir, Kristinn Haraldsson. t Ástkær stjúpfaðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, MAGNÚS HALLUR KRISTINSSON, Birkimel 8b, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. janúar kl. 15.00. Rúnar Andrew, KristjanaJ. Þorláksdóttir, Aron Andrew Rúnarsson, Þorsteinn Kristinsson, Klara Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.