Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 48
RISC System / 6000 ^ <s> NÝHERJ I póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík (£) 563 7472 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fimbul- kuldi á Akureyri FIMBULKULDI hefur verið á Akureyri að undanfömu, en hreystimenn létu hann ekki á sig fá og bragðu sér í sundlaugarnar og þá var vissulega notalegt að skella sér í heita pottinn. í nótt var 15 stiga frost á Akureyri og frostrósir víða á gluggum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bandaríkin vilja semja um frelsi í flugumferð Boston. Morgunblaðið. FREDRICO Pena, samgönguráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á föstudag að Bandaríkjastjóm hefði sent níu Evrópuþjóðum, þar á meðal Islendingum, tillögu að samningi um „opna himna“ eða fijálsa flugumferð í lofthelgi þeirra. Samningur þessi myndi opna ísland fyrir bandarískum flugfélögum. Tillögur þessar eru hluti af fram- taki, sem Pena lýsti yfir í nóvem- ber, um að opna markaði og auka samkeppni í farþegaflugi. Hyggjast Bandaríkjamenn gera samhljóða, tvíhliða samning við hvert ríkjanna níu og kvaðst Pena telja að fljót- gert yrði að ná samkomulagi. „Samningur um frjálsa flugum- ferð við hvert af löndunum níu mun veita flugfélögum hvers lands um sig rétt til að veita flugþjónustu frá hvaða stað sem er í einu landi til hvaða staðar sem er í hinu land- inu,“ sagði Pena. „Að auki munu samningamir gefa stjómum flugfé- laga fullan sveigjanleika til að bregðast við eftirspurn markaðarins eftir flugferðum með því að leyfa meðal annars fijálsa verðlagningu, ótakmarkaðan ferðafjölda og ýmsa aðra þjónustu." Auk íslendinga sendu Banda- ríkjamenn samningsdrög til stjórn- valda í Austurríki, Belgíu, Dan- mörku, Finnlandi, Lúxemborg, Nor- egi, Svíþjóð og Sviss. Samningur af þessu tagi milli Bandaríkjamanna og íslendinga myndi hafa talsverð áhrif á starf- semi Flugleiða. Flugfélagið hefur hingað til setið eitt að flugi vestur um haf, þótt það hafi fengið sam- keppni í Evrópuflugi. Óvíst er hvaða breytingar svona samningur myndi hafa á farþegafjölda og farmiðaverð milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu, en samkeppnin gæti haft gagnger áhrif á flug og verðlagn- ingu milli Bandaríkjanna og ís- lands, jafnvel svo að það verði liðin tíð að dýrara sé að fljúga með flug- félaginu milli Bandaríkjanna og Is- lands, en Bandaríkjanna og Evrópu. Skiptar skoðanir um tillögur sjálfstæðismanna á Yestfjörðum í sjávarútvegsmálum Sj álfstæðismenn verða að þora að ræða vandamálið „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN verður að þora að horfast í augu við þetta vandamál, sem er sjávarútvegsstefnan, og verður að þora að tala um það,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, einn frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum og einn höfunda nýrra tillagna um nýja sjávarútvegsstefnu. Kristján Ragnarsson, formaður LIU, segir að tillögurnar þýði aukna miðstýringu og ríkisafskipti. Tillögumar muni aldrei ná því markmiði að byggja upp þorskstofninn. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LOÐNUNÓTIN tekin um borð í Guðmund VE í Vestmannaeyjum. Loðna við Hvalbak Einar Oddur sagðist gera sér grein fyrir að ágreiningur yrði um tillögumar. Andstaða hefði komið fram við þær þegar þær voru kynnt- ar innan flokksins í vikunni. Hann sagði að tillögurnar færu nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins og síðar áfram til umræðu í flokksráði, miðstjóm og á landsfundi. Einar Oddur sagði að íslendingar yrðu að horfast í augu við að veiði- geta flotans væri alltaf að aukast. Það væri grundvallaratriði að breyta því þannig að veiðigetan og afrakstursgeta fiskistofnanna yrði söm eða svipuð. Kristján Ragnarsson sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum skyldu leggja fram tillögur þar sem lagt væri á braut miðstýringar og opinberra afskipta, sem gengi þvert á stefnumið flokks- ins. Kristján sagði að núverandi fisk- veiðistjómunarkerfí fæli í sér mesta fijálsræði sem hægt væri að koma við í greininni. Hann sagði að tillög- ur Vestfirðinganna gerðu ekki ráð fyrir neinu aflahámarki og þær væru því ekki fallnar til að byggja upp þorskstofninn. Kristján sagði að reynslan af sóknarmarki hefði verið með þeim ósköpum að allir hefðu sameinast um að afnema það. „Það er aðferð til að etja mönnum saman í kapp- hlaupi um að ná aflanum og myndi valda gríðarlegum kostnaðarauka með alveg ófyrirsjáanlegum hætti,“ sagði Kristján. ■ Viðbrögð/4 LOÐNUSKIPIÐ Örn fékk rúm 700 tonn af loðnu austur af landinu við Hvalbak og Bjarni Ólafsson fékk um 100 tonn. Loðnan stóð djúpt og var dreifð. Um 15 skip köstuðu í fyrrinótt og fleiri eru á leiðinni á miðin. „Loðnan er að koma. Það er enginn vafi á því. Það er orðið svo áliðið að þetta hlýtur að skýrast núna um helgina," sagði Helgi Hermannsson, stýrimaður á Ern- inum. Helgi sagði að Erninum hefði gengið betur að ná loðnunni en öðrum skipum vegna Jiess að hann væri með djúpnót. Önnur skip hefðu átt í erfiðleikum með að ná loðnunni vegna þess hvað hún stóð djúpt ogvar dreifð. Helgi sagði að Örninn hefði náð rúmum 700 tonnum í fimm köst- um. Skipið er nú á leið til Seyðis- fjarðar til löndunar. Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni, var að kasta þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann sagði að dálítið erfitt væri að eiga við loðnuna. Flest skipin hefðu fengið lítið. Gísli sagð- ist hafa trú á að veiðin í fyrrinótt væri merki um að loðnan færi að veiðast í einhverju magni. Kapal- sjónvarp í Arbæ í UNDIRBÚNINGI er stofn- un fyrirtækis, sem áformar að senda út sjónvarpsefni frá gervihnetti í gegnum kapal- kerfi. Verið er að kanna áhuga íbúa í nokkrum fjölbýl- ishúsum í Selási og Reykási í Reykjavík fyrir uppsetningu kagalsjónvarps. Ólafur Ólafsson, sem er einn þeirra sem standa að stofnun Kapalleigunnar, sagði að verulegur áhugi virtist vera á kapalsjónvarpi hér á landi og viðbrögð við áformum um kapalsjónvarp í Árbæjarhverfi hefðu verið góð. 1.245 kr. ámánuði í auglýsingu frá Kapalleig- unni segir að fyrirtækið sjái um uppsetningu á öllum bún- aði og sjái um viðhald hans. Afnot af búnaðinum kosti hveija íbúð 1.245 krónur á mánuði. Stöðvarnar sem áformað er að bjóða upp á eru m.a. Sky One, Sky Movie, Sky Sport 2, RTL4, Filmnet, TNT, TV 1000 og Cartoon Network. Ólafur sagði að sífellt fleiri hefðu aðgang að gervihnatta- sjónvarpi á íslandi. Margir hefðu komið sér upp gervi- hnattadiskum og víða um land væri gervihnattasjón- varp komið til notenda með kapaltengingu. Kapalkerfi væru á Hellu, Ólafsfirði, Skagaströnd, Suðurnesjum, í Ólafsvík, Árbæjarhverfi Reykjavík og víðar. Kveikt í Mercedes Benz KVEIKT var í bifreið af gerðinni Mercedes Benz í Óttastaðagryfj- um, fyrir sunnan Straumsvík, í fyrrinótt og er hún gjörónýt að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði. Segir lögreglan að bflnum, sem er af árgerð 1988, hafi verið stol- ið af bílastæði Litlu bílasölunnar í Skeifunni. Hafi þjófarnir síðan farið með hann suður í hraun og kveikt í honum. Tilkynntu veg- farendur um eldinn um hálfþrjú aðfaranótt laugardags en reynd- ist bifreiðin brunnin þegar slökkvilið bar að. Málið er í rann- sókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.