Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 13 Ungverski minnihlutinn í Rúmeníu Hart deilt á þjóðernissinna Búkarest. Reuter. ION Iliescu, forseti Rúmeníu, réðst á fimmtudag harkalega að sam- starfsflokknum í ríkisstjórn sinni vegna hótana í garð ungverska minnihlutans í landinu. Rúmenskir þjóðemissinnar í Sameiningarflokki Rúmeníu hafa aukið mjög á spenn- una í samskiptum stjómvalda og ungverska minnihlutans með her- skáum yfirlýsingum. í yfírlýsingu forsetans sem jafn- framt var birt í nafni flokks hans, Lýðræðislega jafnaðarflokksins, sagði að yfirlýsingar samstarfs- flokksins gætu kallað pólitíska ein- angmn yfir Rúmena og skaðað ut- anríkisstefnu landsins. Þær væm bæði heimskulegar og í engu sam- ræmi við stjómarstefnuna. Þjóðem- issinnar hafa tvívegis á undanfömum dögum hvatt til þess að starfsemi stjómmálaflokks ungverska minni- hlutans í landinu verði bönnuð vegna „and-rúmenskra“ yfirlýsinga flokks- manna. Þeir hafa krafist aukinnar sjálfsstjórnar Ungveijum til handa en þeir era á bilinu ein og hálf til tvær milljónir að tölu í Rúmeníu. Samstarfsflokkur forsetans hefur hins vegar hvatt til þess að Ungveij- ar verði gerðir útlægir úr herafla Rúmeníu og krafist þess að þau vopn sem minnihlutinn kunni að hafa undir höndum verði gerð upp- tæk. Hefur þetta kallað fram kröft- ug mótmæli í Ungveijalandi. Ágreiningur þessi og yfirlýsingar rúmenskra þjóðernissinna hefur varpað skugga á samskipti ríkjanna og ekki bætti úr skák þegar flokkur forsetans ákvað að leita samstarfs við tvo flokka þjóðernissinna til að treysta völd sín í Rúmeníu en flokk- urinn hefur stjórnað landinu frá því Nicolae Ceausescu einræðisherra var steypt af stóli í desember 1989. í flokki jafnaðarmanna sitja m.a. menn sem áður heyrðu kommúnista- flokki Ceausescus til, þannig var Iliescu forseti á áram áður undir- sáti einræðisherrans. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, SJÖFN MAGNÚSDÓTTIR, Scottsdale, Arizona, andaðist í Landakotsspítala þann 26. janúar. Sigurður V. Kristjánsson, Svandi's Unnur Sigurðardóttir, Lilja Sighvatsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Bjöm Magnússon, Sigrún Kaaber, Unnar Magnússon, Bergrún Jóhannsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Guðjón Torfi Guðmundsson og fjölskyldur. Ný rannsókn á heilastarfsemi Hægtað æfa tennis og golf með hugaraflinu einu saman Boston. Morgunblaðið. VÍSINDAMENN hafa með hjálp heilalínurita komist að því að hægt er að öðlast æfingu í líkamlegum athöfnum með því að fara yfir þær í huganum. Þannig geti fólk bætt sig í tennis og golfi með því að ímynda sér að það sé að slá bolta eða kúlu. Samkvæmt rannsókn Richards Frackowiaks, prófessors við tauga- fræðistofnunina í London, og Klaus- Martins Stephans, starfsbróður hans, virkjar heilaleikfimi af þessu tagi á mest allan þann hluta tauga- og tengikerfis heilans, sem notaður er þegar aðgerðirnar era fram- kvæmdar í raun. Frackowiak og Stephan rannsök- uðu heilastarfsemi sex manna, fyrst meðan þeir hreyfðu tölvustýripinna eftir ákveðnu ferli og því næst þeg- ar þeir ímynduðu sér að þeir hreyfðu pinnann eftir ferlinu. Við það að hugsa um að hreyfa pinnann virkj- uðu þeir 80 af hundraði þess hluta taugakerfis heilans, sem þeir notuðu við að hreyfa pinnann í raun. Vísindamennirnir kynntu niður- stöður sínar í janúarhefti tímarits um taugalífeðlisfræði, Journal of Neurophysiology, og sagði Frackow- iak í New York á mánudag að rann- sóknin veitti iíffræðilega skýringu á „sameiginlegri reynslu píanóleikara, fiðluleikara og tennisleikara, sem oft æfa hreyfingar í huganum til þess að bæta sig.“ Frackowiak sagði að við að ímynda sér hlutinn gerði heilinn allt nema að framkvæma hann. Heilaboð undirbyggju vöðvana hins vegar undir að láta til skarar skríða. Vöðvafjöll og ímyndunarafl Jóhanna Jónsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi í hreyfingarfræði við Boston University, sagði í samtali við Morgunblaðið að kenningar af þessu tagi væru ekkert nýnæmi. Ávinningurinn af því að æfa sig í huganum væri þó sennilega mestur þegar um einfaldar hreyfingar væri að ræða, eins og til dæmis að hreyfa stýripinna. Þegar samræma þyrfti hug og hönd til að framkvæma flóknari hreyfingar, eins og til dæm- is í golfi, myndi það eitt að hugsa um þær sennilega virkja lægra hlut- fall tengikerfis heilans, en raunin var í tilraun Frackowiaks og Step- hans. „íþróttamaður getur bætt sig með því að hugsa um hlutinn, þótt það komi hins vegar aldrei í staðinn fyr- ir líkamlega æfingu," sagði Jóhanna og bætti við: „Og lyftingamenn skulu ekki falla í þá gryfju að halda að þeir geti orðið vöðvafjöll af því einu að ímynda sér að þeir séu að lyfta nokkur hundruð kílóum.“ MIÐ-AMERIKA - GUATEMALA OG BELIZE 7.-23. apríl - aðeins 6 vinnudagar. FYRSTA MIÐ-AMERÍKUFEÐRIN, ALLT ÖÐRUVÍSI AMERÍKA. MISSIÐ EKKI AF TÆKIFÆRINU AÐ KYNNAST SÉRKENNUM MIÐ-AMERÍKU, HREINUM NÁTTÚRUPERLUM, SÉRSTÆÐU MANNLÍFI OG MENNINGU MAYA-ÞJÓÐFLOKKSINS í ÞÆGILEGRI, ÖRUGGRI FERÐ. TIL ATHUGUNAR OG LEIÐBEININGAR: HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS OG FERÐASKRIFSTOFAN PRÍMA KYNNA PÁSKAÆVINTÝRI SEM BEÐIÐ VAR EFTIR I Skipul. og fararstj. Ingólfur Guöbrandsson. AUSTURSTRÆT117, 4. hæð 101 REYKJAVÍK-SÍIVII 620400»FAX 626564 FERÐAKYNMNGAR ÍDAG: Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbsins, kynnir ferðina til MIÐ-AMERÍKU. í máli og myndum í ÁRSAL, HÓTEL SÖGU, kl. 16-17 í dag. Aðgangur ókeypis. Áætlun fyrirliggjandi. Fá sæti laus. Pantanir teknar á staðnum í lok kynningar. HEIMSKLUBBUR INGOLFS USTllUWDAkYWIM, kl. 17 að loknu kaffihléi. Fjallað um ferðalög í SA.-Asíu með myn- dasýningu og sérstakri áherslu á THAILANDSFERÐ Heimsklúbbsins - NÝ OG BÆTT ÍMYND THAILANDS - hópferð 2.-17. mars. Fá sæti laus. 0 Hreint fjalla- og sjávarloft, þægilegur hiti. 0 Guatemala City og heims- frægar páska - skrúögön- gur í Antiqua. 0 Stærsti indíánamarkaður v heimsins í Chichicastenango. 0 Hrífandu náttúrufegurö í fjöllum og dölum Guatemala og viö Atitlanvatn. 0 Frægustu mannvirki Maya - þjóðflokksins í Tikal. 0 Vikudvöl í lokin á einni fegurstu baöströnd Karíþahafs - AMBERGRIS CAYE í strandríkinu BELIZE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.