Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Hafðu engar áhyggjur, það vogar sér enginn nálægt húsinu okkar. BREF TLL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 JÓNAS Árnason „sleginn til riddara" af „höfðingja" Hana-nú og hann sæmdur heiðurstitlinum „Hertoginn af Hana-nú“ fyrir utan heimili sitt á Kópareykjum í ferð bókmanntaklúbbs Hana-nú til Borgarfjarðar sl. sumar. Frístundahópurinn Hana-nú í Kópavogi Frá Ásdísi Skúladóttur: HANA-NÚ félagar og gestir þeirra eiga óvenjulega skemmtilegt ár að baki. Segja má að þar beri hæst ferð bókmenntaklúbbs í Borgar- fjörðinn með borgfirsk ljóð í far- teskinu, sem flutt voru á Hvann- eyri. Síðar var sama dagskrá flutt m.a. á menningarvöku í Langholts- kirkju og á kvöldvöku í Reykjalundi við frábærar viðtökur áhorfenda. í för Hana-nú til Borgarfjarðar var Jónas Arnason skáld m.m. sæmdur heiðurstitilinum „Hertoginn af Hana-nú“ og er hann eini maðurinn á landinu sem ber þann titil. Árið 1995 hófst á því að Göngu- Hrólfar í Reykjavík buðu Göngu- klúbbi Hana-nú til morgungöngu og morgunverðarveislu og það verð- ur að segjast eins og er, að það var ekki í kot vísað að njóta gestrisni þeirra, enda fjölmenni mikið. Félagar í bókmenntaklúbbi eru nú að rilja upp og skrá mannlífssög- ur úr bæjarlífí Kópavogs á frumbýl- ingsárunum og lesa um leið verk nokkurra skálda í bænum í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins í vor. Fundijnir eru á lesstofu Bókasafns- ins. Ýmislegt er fleira á döfinni. Þar má nefna að kleinukvöld verður í Gjábakka 30. janúar en þar mun Inga Björg Stefánsdóttir söngnemi syngja við undirleik Brynhildar Asgeirsdóttur píanóleikara. Farið verður í hópferð á myndlist- arsýningar á Listasafni íslands og Listasafni Kópavogs og farið í skoð- unarferð í Þjóðarbókhlöðuna. Farið verður að sjá Óskina hjá Leikfélagi Reykjavíkur og kráar- kvöld Hana-nú í ár verður á Gauk á Stöng. Spjallkvöld verður í Gjábakka í lok febrúar. Þar mun Sæunn Kjart- ansdóttir hjúkrunarfræðingur og sálgreinir fjalla um þá skefjalausu útlits- og æskudýrkun sem ríkir í nútíma samfélagi. Þetta er það helsta sem ákveðið er á næstunni en nú sem fyrr er ómögulegt að segja til um hvað hugmyndaríkum Hana-nú félögum dettur í hug að gera sér til skemmtunar og þrosía. Þeir sem vilja fylgjast með og vilja vita meira um fyrirbærið Hana-nú geta haft samband við Gjábakka í Kópavogi en síminn þar er 43400. F.h. Hana-nú, ÁSDÍS SKÚLADÓTTIR. Ég leita orða Ég leita orða, leita nær og fjær, ljóð að flytja þér á mildum tónum, þér, sem skuggi dauðans fölva fær og fram á veginn horfir döprum sjónum. Þú átt í þínum huga helgidóm, himneska birtu Drottinn lífsins gefur. Krist hefur sent að tala tærum róm tjá mönnum kærleik þann er aldrei sefur. Handan við sorg og harmköld veðraský himinn er blár, svo tær og fagur. Sólin mun aftur brosa björt og hlý, brátt fer að skína vonadagur. íslenska þjóðin er við þína hlið einhuga biður: Miskunn til þín streymi. Þér veiti Drottinn líf og líkn og frið ljós eilíft þeim er deyja í þessum heimi. Þú, sem nú lifir þjáningu og neyð, þú, sem tregar ástvininn þinn kæra, gegnum sorg og harma löng er leið, ég leyfi mér að nefna veginn færa. Sauðárkróki, 26. janúar 1995. Sauðárkróki í janúar, HJÁLMAR JÓNSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.