Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 29 MINNINGAR GUÐMUNDUR KRISTINN ÞORLEIFSSON + Guðmundur Kristinn Þor- leifsson var fæddur á Þverlæk í Holtum 31. maí 1903. Hann dó í Landspítalan- um 18. janúar 1995. Foreldrar hans voru hjónin Frið- gerður Friðfinns- dóttir, f. 9. maí 1872, d. 1. janúar 1958, og Þorleifur Oddsson, f. 21. sept- ember 1864, d. 2. janúar 1922. Systk- ini Guðmundar voru: Kristín, f. 1895, d. 1974, Guðjóna Friðsemd, f. 1897, d. 1992, Kristolína, f. 1898, d. 1962, Guðfinna, f. 1905, d. 1975, Auðberg f, 1907, lést ungur, Skúli, f. 1908, léstungur, Pálína ttt Krossar I vidariit og malaoir. Mismunandi mynsnjr, vönduð vinna. Simi P1-3S929 oq 35735 Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN J Brautarholti 3,105. R Sími91-621393 Rósa, f. 1910, Frið- finnur Skúli, f. 1913, d. 1990, Þor- geir, f. 1916, d. 1989. Guðmundur kvæntist 9. maí 1931 Guðrúnu Guðnadóttur frá Hvammi í Holtum, f. 24. nóvember 1898, d. 15. mars 1976. Þau eignuðust tvo syni, Þorleif Kristin, f. 4. ágúst 1932, kvæntur Mar- gréti Pollý Bald- vinsdóttur, f. 6. sept. 1931, búsett í Reykjavík, og Guðna, f. 19. desember 1933, kvæntur Margréti Þórðardótt- ur, f. 3. nóv. 1938. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. HANN afi á Þverlæk er dáinn. Eins og við þekktum afa, þá var hann mikill athafnamaður, ham- hleypa til verka, ósérhlífinn, fyrir- mynd okkar að góðu verklagi, vinnusemi og nýtni. Afa brást aldr- ei minni og fylgdist vel með bæði mannaferðum og búpeningi í haga. Ungur axlaði afi ábyrgð og gekk yngri systkinum sínum í föður stað og var móður sinni ómetanleg stoð eftir að faðir hans lést. Af sínum eðlislæga dugnaði og óbilandi kjarki keypti afi og byggði upp kotið Þverlæk, sem hafði verið leigujörð og gerði það að stórbýli. Afi og amma bjuggu á Þverlæk allan sinn búskap og var hann þar hjá Guðna syni sínum og Margréti allt til hinsta dags. Afi hafði mikið yndi af hestum og átti góða og duglega reiðhesta. Hestaáhuginn fylgdi honum ætíð og var hann kominn hátt á níræðis- aldur þegar hann fór síðast á hest- bak. Hann hugsaði vel um hesta sína en krafðist líka mikils af þeim, því oft var greitt riðið. Sveitungar hans þekktu á hófaslögunum hver var á ferð þegar afi reið hjá. Afi hélt atorku sinni alla tíð og kom það berlega í ljós er sóknar- kjrkja hans var endurvígð 6. nóv. sí. Mikill hugur var i afa að kom- ast til kirkju þann dag og gaf hann sér ekki tíma til að setjast niður við að borða hádegismatinn heldur borðaði grautinn gangandi um gólf og var tilbúinn löngu á undan ölium. Það er okkur gleði að hafa átt afa að öll þessi ár, svo frískan og hressan til hinsta dags. Við þökkum þér afi fyrir allt sem þú varst okkur. Góður Guð blessi minningu þína. Guðrún, Ásdís, Kristinn, Fjóla, Friðgerður, Kristín, Þröstur og Guðmundur. Þegar mér bárust til eyrna á miðvikudagskvöldið 18. janúar sl. fréttir um andlát vinar míns og ömmubróður, Guðmundar Þorleifs- sonar frá Þverlæk í Holtum í Rang- árvallasýslu, skutu. margar góðar og skemmtilegar minningar upp kollinum frá kynnum okkar. Segja má að kynni okkar hafi hafist er ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi 11 ára gamall að fara í sveit að Þverlæk eins og reyndar svo marg- ir gerðu vítt og breitt í stórfjöl- skyldunni. í sex sumur áttum við eftir að sýsla saman heima á Þver- læk. Oft hef ég hugsað til þessa tíma sem eins besta skóla sem ég hef komist í. Þarna var höfð stjóm á hlutunum og ekki farið að verk- efnunum með neinu hálfkáki. Fyr- ir ungt fólk að umgangast mann eins og Gumma var mikill lærdóm- ur. Þrátt fyrir eril og erfiði dagsins hafði hann alltaf tíma til þess að gera að gamni sínu og fræða þá er minna þekktu til en hann. Seinna meir átti maður ef til vill eftir að átta sig ennþá betur á hversu margt þessi tími hafði gef- ið í íslensku orðfari, vinnubrögðum og mannlegum samskiptum. í hvert skipti sem ég minnist Gumma er mér hlátur og ánægja efst í huga. Lund þessa gamla vin- ar míns var með þeim eindæmum að ávallt var gleðin meðferðis, enda þótt harkan og vinnusemin væri honum svo sannarlega í blóð borin. Guðmundur var fjórði elstur úr 10 systkina hópi, fæddur 31. maí 1903 og var hann því á nítugasta og öðru aldursári, þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Þorleifs Kristins Oddssonar bónda og konu hans, Friðgerðar Friðfínnsdóttur. Bjuggu þau fyrst í Kvíarholti árin 1894-1897, í Haga 1897-1899 og síðan á Þverlæk frá 1899- 1922, en þar fæddist þeim sonur- inn Guðmundur. Þorleifur lést árið 1922, rétt innan við sextugt. Guðmundur var allt í einu orðinn elsti karlmaðurinn á heimilinu og mæddi því mikið á honum að tak- ast á við þá ábyrgð, sem þurfti að axla með móður sinni og eldri systrunum. Frá þessum tíma má segja að hann hafi tekið við bú- skap á Þverlæk og er óhætt að segja að vel hafi verið haldið á spöðunum, því í' dag er á Þverlæk rekið eitt af betri búum landsins og er öllum ljóst er til þekkja að hann og eiginkona hans heitin hafi lagt sitt af mörkum þar. Gummi varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kvænast frænku sinni, Guðrúnu Guðnadóttur frá Hvammi í Holtum, en hún dó 15. mars 1976. Eignuðust þau tvo syni, Þorleif Kristin, trésmíðameistara, sem er kvæntur Margréti Pollý Baldvins- dóttur og Guðna, bónda á Þver- læk, sem er kvæntur Margréti Þórðardóttur. Þegar ég hitti Gumma síðast í haust er ég, ásamt Stínu frænku, sótti heim frænd- fólkið að Þverlæk var sama glað- lega yfirbragðið yfir þeim gamla og áður fyrr. Sagðar voru margar sögur og mikið hlegið. Þannig munu ættingjar og ástvinir von- andi flestir minnast þín. Kæri vinur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Við munum ávallt geyma minninguna um þig í hjört- um okkar og leitast við að sjá björtu hliðarnar á lífinu eins og þú gerðir svo gjaman. Vonandi eigum við eftir að hitt- ast einhvers staðar aftur síðar á æðri stigum og gantast svolítið. Þorsteinn Steinsson. Fersk blóm og skreytingar við öll tækifærí Persónuleg þjónusta. s Fákafeni 11, sími 689120. t Elskulegur eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi, langa- langafi og langalangalangafi, RAGNAR MARINÓ JÓNASSON, Nónvörðu 12, verður jarðsettur miðvikudaginn 1. febrúar kl. 15.00 frá Keflavíkur- kirkju. Þórunn Guðmundsdóttir, Olga Ragnarsdóttir, Kristján Valdemarsson, Georg H. Ragnarsson, Bryndís Zóphoniasdóttir, Guðbjörn Ragnarsson, Stefanía Finnsdóttir, Óli J. Ragnarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinahug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALDIMARS INDRIÐASONAR, fyrrverandi alþingismanns og framkvæmdastjóra, Höfðagrund 21, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ólafsdóttir, Indriði Valdimarsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Ása Marfa Valdimarsdóttir, Lúðvík Ibsen Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför LILJU KARLSDÓTTUR, Efstasundi 64, Reykjavik. Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Gísli Sigurðsson, Linda Rós Guðmundsdóttir, Lilja Dögg. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, ÞRASTAR ÓSKARSSONAR, Skólavörðustíg 38. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldu okkar, Sigríður Benjamínsdóttir, Óskar Guðmundsson. . + Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall og útför JÓNS BJÖRNSSONAR prentara. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítala og heimahjúkrunar Karítas. Halla Guðbjörnsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Magnús Jóhannsson, Gísli V. Jónsson, Guðmundur Björnsson, Þorbjörg Kjartansdóttir, Ragnheiður Thorsteinsson og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir samúð vegna andláts ÞÓRDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Nesjaskóla, Hornafirði, frá Stakagerði í Vestmannaeyjum, og virðingu auðsýnda minningu hennar. Guðbrandur Jóhannsson. Matthildur Sveinsdóttir, Gíslí G. Sveinsson, Ingigerður Ó. Helgadóttir, Sigurbjörn Sveinsson, G. Gígja Gylfadóttir og barnabörn. + Við þökkum öll samúð og hlýhug við fráfall og útför, EINARS VAGNS BÆRINGSSONAR pípulagningameistara, Miðbraut 19, Seltjarnarnesi. Ásta Árnadóttir. Ólöf Marin Einarsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Árni Þórðarson, Guðrún Steinunn Tryggvadóttir, Hafdis Þórðardóttir, Einar V. Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÞÓRARINS ÓLAFSSONAR kennara, Háholti 3, Akranesi. Rannveig Hálfdánardóttir, Ólafur H. Þórarinsson, Sigríður B. Ásgeirsdóttir, Þórgunna Þórarinsdóttir, Kristín S. Þórarinsdóttir, Unnþór B. Halldórsson, Þórunn R. Þórarinsdóttir, Kristján Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.