Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ INGVELDUR GUÐNADÓTTIR + Ingveldur fæddist þann 31. október 1919. Hún andaðist á Landspítalanum 17. janúar 1995. Foreldrar hennar voru Guðni Guðna- son, f. 20. ágúst 1893, d. 9. ágúst 1982, sjómaður og síðar hringjari við Stokkseyrarkirkju og Sigurbjörg Guð- laugsdóttir hús- móðir, f. 7. marz 1892, d. 19. júní 1974. Systkini: Theódóra, f. 16.4. 1917, d. 19.3. 1937, Rósa, f. 7.9. 1918, Agnes, f. 18.11. 1927, d. 21.3. 1986 og Alfreð, f. 15.1. 1934, d. 9.10. 1983. Ing- veldur giftist Bjarna Jónssyni, f. 1.4. 1916, d. 13.3. 1975, sem lengst af var verzlunarsljóri í Veiðarfæraverzluninni Geysi, þann 31.7. 1938. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson stýrimaður og síðar segla- saumari í Geysi og Elísabet Bjarnadóttir saumakona. Börn Ingveldar og Bjarna eru: Elísa- bet, f. 1939, ekkja Larry C. Snert hörpu mína himinboma dís, svo hlusti englar pðs í Paradís. Við götu mína fann ég ijalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stefánsson) Stokkseyri á fögrum sumardegi. Himinn og haf renna saman í eilífðarblámanum, lágreist húsin með grænum blettum í kring, halla sum hver vinalega undir flatt. Það er samt ylgja við fjörustein, aldrei alveg lognkyrr sær við Stokkseyri. Á vetrum eru brimskaflarnir háir og vekja fólki ugg. En hljóm- kviða hafsins að sama skapi stór- fengleg. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. (Davíð Stefánsson) í þessu umhverfí andstæðna ólst tengdamóðir mín Ingveldur Guðnadóttir upp. Léttstíg fetaði hún sig um laut og bala, tíndi skelj- ar í fjöruborði, lagði eyrun við hin- um ýmsu hljóðum náttúrunnar. Já, henni var heimabyggðin kær alla tíð þó að ung yfirgæfí hún æsku- slóðir. Aðeins fímmtán ára fór hún ævintýralega ferð til Vestmanna- eyja í vist. Inga átti skyldfólk í Eyjum og undi sér vel, varð dreym- in á svip er við töluðum um Eyjar og liðna tíð. Síðastliðið vor fórum við í ferðalag saman austur í Fljótshlíð ásamt góðum hópi. Oft hefur verið fallegt að líta til Eyja en sú sýn sem við blasti er ógleym- anleg. Eyjamar fögru skörtuðu Blömastofa Friðfirtm ' Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opíð öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ðii tllefni. Gjafavorur. Parr CPOUS Navy, d. 1991. Synir þeirra eru: Larry Charles, Andrew Bjarni og Thayne Briant; Sigurbjörn, bifreiðasmiður, f. 1942, kvæntur Sig- ríði Gunnlaugsdótt- ur, synir: Gunn- laugur, Bjarni og Ingvar Orn; Birgir, kennari f. 1947, kvæntur Kolbrúnu Gunnarsdóttur, böm: Aðalheiður, Birgir Rafn og El- ísabet. Sonur Birgis er Sigur- geir; Jón Bjarni skrifstofu- stjóri f. 1953, kvæntur Unni Hjartardóttur, böm: Bjarni, Eva Dögg og Ellen Björg; Ásdís, húsmóðir f. 1960, gift Erling Erlingssyni, böm; Inga Birna, Elva Rut, Róbert Elís og Erling Davíð. Bamabamabörnin em fjögur. Ingveldur og Bjami bjuggu sér heimili í Sörlaskjóli 30, en eftir að hann andaðist flutti hún að Háaleitisbraut 52, og átti þar heima æ síðan. Utför Ingveldar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. sem aldrei fyrr og ég man að hún sagði: „Eigum við ekki að skreppa saman út í Eyjar bráðum?" Aldrei var sú ferð farin fremur en svo margar aðrar sem við tölum um ep ekkert verður úr. En í huga mér verður -hún þennan dag svo eftirvæntingarfull og glöð. Og ævinlega jafn fín og vel til höfð. Já, hún var glæsileg kona hún tengdamamma frá fyrstu tíð til hinztu stundar. Fjórar voru þær systurnar úr Varmadal á Stokks- eyri allar dökkar á brún og brá og báru sig eins og spænskar hefðarmeyjar. Bróðirinn leit svo dagsins ljós um það leyti sem Inga yfírgaf föðurhús. Inga sagði skemmtilega frá og gaman var að heyra hana lýsa því þegar unga fólkið var selflutt á pallbílum frá Stokkseyri til Selfoss á dansleik, svo var dansað alla nóttina og gengið heim undir morgun. „Já, það var líka fjör í gamla daga,“ sagði hún glettnislega við einn sonarsoninn sem var að fá heimild- ir hjá ömmu um liðna tíð. Baráttan um brauðið var samt hörð á þess- um árum. Það var stolt hvers heim- ilisföður að „skaffa“, láta börnin ekki skorta neitt. Þegar Inga var á bamsaldri varð fjölskyldan fyrir miklum búsifjum'er Varmidalur brann. Þau björguðust öll út á nærklæðum einum fata, en oft talaði Inga um þetta atvik og hve mikil áhrif það hafði á barnssálina. Sagði svo oft: „Enginn veit hvað bamssálin geymir." En dugnaður foreldranna og ósérhlífni kom þeim furðu fljótt yfír þennan örðuga hjalla. Ménntun í litlu sjávarplássi var af skomum skammti og að komast í vist þótti góður undirbúningur fyrir lífíð og víst er það að margar okkar myndarlegustu húsmæðra um miðbik aldarinnar, fengu menntun sína á þann hátt. Og ekki skorti neitt á myndarskapinn hjá henni tengdamömmu. Ef mann rak upp á sker, var ekki komið að tómum kofanum. Hvort sem um var að ræða, að stífa skyrtur eða að pressa föt eins og „skreðari“. Ef slysagat kom á föt ræddi mað- ur við Ingu áður en tekið var til við „kúnststoppið". Já, það lék allt í höndunum á henni sem viðkom heimilishaldi. Oft hef ég hugsað um hvað þjóðin hefur tapað mikilli verkþekkingu, þegar þær hverfa manni sjónum, konumar sem kunnu svo vel að koma mjólk í mat og ull í fat. Kynslóð foreldra okkar sem upplifði mestu breyting- ar í þjóðlífínu frá því að land MIIMIMINGAR byggðist hverfur nú sjónum. Ein af annarri hverfa þær hvunnda- gshetjurnar sem létu aldrei deigan síga og stóðu sína „pligt“. Inga reyndi snemma ástvina- missi. Sautján ára gömul sat hún við banabeð Theódóru systur sinnar með komungan son hennar í fanginu. Var það þung raun, og skildi eftir sár sem aldrei greri til fulls. En lífíð beið og rómantíkin var skammt undan. Þau Bjarni hittust og eftir það var lífsgleðin vörðuð. Saman undu þau á sól- björtum dögum, en brugðust ekki heldur hvort öðra er syrti að. Bjarni gekk ekki heill til skógar síðustu árin sem hann lifði en stóð samt meðan stætt var og sinnti störfum sínum fram á síðasta dag að telja. Og Inga var við hlið hans, hélt heimilið, studdi hann með ráðum og dáð. Þau byggðu sér hús í Sörla- skjóli 30, en fyrstu árin áttu þau heima í leiguhúsnæði sem títt var þá. Til marks um þessa tíma má geta þess að þegar þau áttu heima inni í Laugamesi, þá hjólaði Bjarni alla leið vestur í bæ til að vinna í byggingunni. En í Skjólin fluttu þau, þar ólust krakkamir upp, og þar var þeirra heimili upp frá því. Og þau áttu mjög fallegt heimili og vom samhent að búa það sem best. Þó að börnin væm fimm, sást aldrei blettur eða hmkka á neinu, allt var í röð og reglu. ■Bæði vora þau afskaplega hand- lagin og vandvirk. „Já, það leynir sér ekki Söriaskjólshandbragðið," sagði ein vinkona mín stundarhátt þegar hún sá vinnu eins afkomand- ans. Henni fannst hún þekkja vinnubrögðin. Myndir svífa fyrir sjónum á saknaðarstundum. Inga að kenna strákunum „sunnlenzku" bænina af því að mamma kunni bara „vestfirzkar bænir“. Inga að hugga lítinn öm- mustrák. Inga við eldhúsborðið að segja okkur sögur af glæsileik dansiballa, síðkjólum og höttum, þá var ljómi í augum og bros um brá. Inga, Bjami og við öll í Heið- mörk með kaffí á brúsa og krakk- ana að veltast um í grasinu. Ferða- lagið okkar til Vestijarða forðum tíð. Fjölskyldan í útilegu. í Þórs- mörk, Landmannalaugum. Inga að spá í myndimar í hveijum kletti. Þetta voru hinir og þessir karlar og kerlingar með ógurleg nef og munn og strákamir horfðu opin- mynntir á þegar amma hafði út- skýrt listaverk náttúrannar eins og færasti listfræðingur. Inga að búa sig til veizlu. Glæsilegri kona var ekki til. Inga í brúðkaupi sonar- sonar síns, svo lukkuleg með hvað hann er fínn í kjólfötunum hans afa. Margs er að minnast sem aldrei verður tjáð með orðum en geymist í minningunni sem dýrmætur fjár- sjóður. Gleðistundir, sorgarstundir. Þær era þama allar eins og perlur á bandi í sjóði minninganna. Við áttum þá saman sem við unnum í mest í þessum heimi. Ást okkar rann í sama farveg. Ég kveð kæra tengdamóður með þökk fyrir sam- fylgdina. Vertu kært kvödd og Guði falin. Og eins og bamið rís frá svefnsins sæng, eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng. Er tungan kennir töfra söngs og máls, þá teygir hann sinn hvíta svanaháls. Nú fljúga mínir fuglar góða dís. Nú fagna englar guðs í paradís. (Davíð Stefánsson) Sigríður Gunnlaugsdóttir. Þegar ég lít til baka kemur mér í hug bænin sem Inga bað með bömum sínum litlum. Þessa bæn átum við sameiginlega, ég kenndi börnunum okkar Jóns Bjama hana líka. Og nú fylgir henni kveðja mín, til tengdamóður minnar, með þökk fyrir samfylgdina. Börnum og fjölskyldum þeirra bið ég allrar blessunar. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Unnur. Það snjóaði mikið þessa daga, milli jóla og nýárs árið 1976. Dag- ana sem ég kynntist konunni minni og tengdamóður, Ingveldi Guðna- dóttur. Nú þegar leiðir okkar Ingu skilja, er erfítt að draga fram í hugann það helsta í minningunni. Svo margar voru góðu stundirnar þau 18 ár sem ég fékk að njóta vináttu hennar og elsku. Samband okkar Ingu var um margt svo ein- stakt. Hún var mér ekki aðeins góð og elskuleg tengdamóðir, — hún var mér sannur vinur. Oft áttum við eintal saman. Þá ræddum við ýmis mál sem henni þótti gott að tala um en hún vildi ekki ræða við hvem sem var. Þess- ar stundir okkar era mér ljós í minn- ingunni og lýsa upp farinn veg, — þann veg sem hún gekk ekki þrautalaust. Vanheilsa hennar síð- ustu árin kallaði oft á skilning, umburðarlyndi og aðstoð, en hún Inga tengdamóðir mín var ákveðin kona og ekkert gefín fyrir vorkunn né þá heldur biðjandi um aðstoð. Þannig var hún Inga mín. Ófáar ánægjustundirnar höfum við átt saman á heimili okkar öll þessi ár. Það urðu jafnan fagnaðar- fundir þegar Inga birtist í gættinni og bömin okkar; þau Inga Birna, Elva Rut, Róbert Elís og sá yngsti, Erling Davíð, tóku á móti ömmu sinni með viðhöfn. Hún Inga amma, eins og krakkarnir kölluðu hana, gerði sér far um að rækta samband þeirra, ræða áhugamálin, skólann, vinina og síðast en ekki síst veita þeim af sínum viskubranni. Oft mátti sjá brosandi andlit og ljúfan hlátur er amma fór með vísur, — gamlar vísur og hendingar sem við unga fólkið kunnum ekki og getum því aldrei kennt okkar börnum. Þannig tengdi amma á skemmtileg- an hátt gamla tímann, sína ung- dómstíð og bemskuár bamabarn- anna. Inga bar aldurinn með af- brigðum vel, þótt nýlega væri orðin 75 ára. Hún var glæsileg kona sem kunni að meta fágaðan klæðnað og glæsileik. Hún var fagurkeri jafnt á listir, ljóð og menningu og ekki kunni hún síður að meta góða tón- list, þótt ekki ætti hún geislaspilar- ann. Inga var nægjusöm og lét sér duga tónlistina úr útvarpinu til hversdags en naut þess að hlusta á góða tónlist með ilmandi kaffisop- anum og kannski einum eða tveim- ur konfektmolum þegar hún kom í heimsókn. Kærast minning um Ingu mína lifir um ókomna tíð, við vorum góð- ir vinir svo lengi hún var hjá okk- ur. Við hittumst á endanum aftur, glöð í hjarta með þerrað tár sem bera trega, söknuð og eftirsjá á þessari kveðjustund. Andblær minninga dregur frá augum rökkvað rúm í huga mér Bjartur dagur þó kvöldið kalt, lengir Ijós í huga mér. (EE) Elskuleg tengdamamma mín, þú ert sem eilíft blóm í huga mér. Erling Erlingsson. Nú er elsku amma okkar farin frá okkur, en allar gleði- og ánægju- stundir vaka í minningu okkar um ókomna tíð. Okkur eru sérstaklega minnis- stæðar stundimar með ömmu þegar við systurnar vorum yngri. Hún kenndi okkur m.a. að pijóna og var alltaf svo þolinmóð þegar við misst- um lykkjumar hveija á fætur ann- arri. Þannig pijónuðum við okkar fyrstu dúkkutrefla sem urðu oft ansi skrautlegir. Það var alltaf svo gaman að fá að gista hjá henni. Við fóram stund- um í sund, gönguferðir og spiluðum oft olsen. Alltaf þegar við komum í heimsókn vildi hún fá að baka uppáhaldskökuna okkar, marmara- kökuna sína, en oft mátti líka finna pönnukökuilminn um allt hús. Það var líka alltaf jafn gaman að leika sér á gamla heimasmíðaða sleðanum úti í garði að vetrarlagi. Inga amma vildi allt fyrir okkur gera og það var ekki hægt að hugsa sér betri ömmu. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þin leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Elsku amma okkar, við minn- umst þín og bænanna sem þú kenndir okkur alla okkar tíð. Þín barnabörn, Inga Birna og Elva Rut. Elsku amma okkar, okkur þótti svu vænt um þig. Þú varst alltaf svo góð við okkur og okkur fannst alltaf gaman að fá þig í heimsókn. Við gleymum þér aldrei. Elsku amma okkar, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú varst besta amma sem hægt var að eignast. Róbert Elís og Erling Davíð. Minningarnar brjótast fram í hugann blandaðar trega og eftir- sjá, þegar ég skrifa nokkur orð til að kveðja mömmu mína elskulegu sem með kærleik og einlægri vinn- áttu lagði sitt af mörkum til að tengja okkur ævarandi tryggða- böndum. Hvernig sem viðraði í lífi okkar var eins og böndin yrðu sterkari með áranum. Þegar mamma missti elskulegan pabba minn árið 1975, urðu kaflaskipti í lífí okkar beggja. Missirinn var okkur öllum þung- bær en mamma stóð af sér storm- inn og sá ljósið í myrkrinu þótt hún hafi alla tíð saknað pabba sem hún giftist 19 ára gömul árið 1938. Nú hafa þau náð saman aftur, eða eins og yngri sonur minn fjögurra ára sagði svo elskulega; nú er hún amma mín búin að hitta afa. Bemskuárin í Sörlaskjólinu koma nú oftar en áður upp í hugann, árin sem mótuðu mig og höfðu svo djúp áhrif á okkar samband seinna mejr. í huga mínum era það einlægar stundir okkar í einrúmi sem eru mér kærastar frá þessum tíma, þegar hún af natni og smekkvísi puntaði litlu stúlkuna sína á sunnu- dögum eða hvemig allar ráðlegg- ingamar urðu að ómetanlegum leiðarvísi fyrir lífíð. Ekki má heldur gleyma þeim stundum þegar við fóram með kvöldbænirnar saman við rúmstokkinn minn. Þær bænir kenndi hún mér líkt og öðrum systkinum mínum. Unglingsárin voru ekki síður minnisstæð. Saumaskapur hvers- konar var sameiginlegt áhugamál og tómstundaiðja okkar beggja á þessum áram. Af henni lærði ég til verka í saumaskap. Hún var mér góður kennari. Við notuðum hveija stund sem gafst, — saman í stofunni heima. Börnin mín fjögur fengu öll að njóta visku hennar og vísdóms. Hún gerði sér far um að fylgjast með þeim í uppvextinum og gefa þeim af hjarta sínu, leiðsögn og kærleik alla tíð. Nú er mamma farin, nú er lífið orðið breytt. Guð veri með þér, elsku mamma mín. Ásdís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.