Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ GENGU FJOLMIÐLAR OFLANGT? Hinir hörmulegu atburðir, er snjóflóð féllu í Súðavík og seinna á fleiri stöðum á Vest- fjörðum, eru landsmönnum hugstæðir. Full skelfíngar fylgdist þjóðin með fréttum af náttúruhamförunum og þeim mannsköðum sem þær ollu. fjölmiðlar landsins höfðu stóru hlutverki að gegna. Eins og oft vill verða eru menn ekki sammála um hvemig þeim tókst að valda því. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við nokkra aðila, sem allir komu að þessum atburðum og fréttaflutningi af þeim með einhverjum hætti, til þess að fá álit þeirra á fréttaflutningnum. SÚ GAGNRÝNI sem hvað mest hefur ugglaust komið við fjölmiðlafólk kom frá Hafsteini Númasyni, sem missti þijú böm sín í þessu slysi. Hann sagði í samtalj við Morgunblað- ið 19. janúar sl.: „í gær og í fyrra- dag þegar við vorum að bíða frétta af hveijir hefðu bjargast og hveijir ekki höfðum við verið að tala um að við erum mjög óánægð með hversu mikill fréttaflutningur hefur verið. Fjölmiðlamir hafa miklu hlutverki að gegna við að koma á framfæri upp- lýsingum en mér fínnst það hefði þurft að fara hægar í sakimar." Ymsar aðrar gagnrýnisraddir hafa heyrst um fréttaflutning fjölmiðla frá þessum atburðum, bæði í ræðu og riti. Ekki síst hafa menn talið gagn- rýnisvert að Hafsteinn Númason skyldi heyra í sjónvarpi að dóttir hans væri fundin Iátin, en boð um það höfðu ekki borist honum. Hins vegar má telja mikið álitamál hvort þar hafi verið við viðkomandi sjón- varpsstöð eina að sakast. Einnig heyrðust þau sjónarmið að óþarfí væri af fréttamönnum að þrá- spyija þá sem rétt voru sloppnir úr lífshættu snjóflóðanna hvort þeir ætluðu að setjast aftur að í Súðavík. En voru fréttamiðlar of fljótir á sér með fréttir af þessum hörmung- um á Vestfjörðum? Það fínnst Kára Jónassyni ekki. „Ef eitthvað er þá vomm við of seinir með fréttir af náttúruhamförunum í Súðavík,“ sagði Kári. „Upphafsfréttin hefði þurft að koma fyrr. Þetta hafði spurst út. Fréttir af þessum atburðum vora komnar frá erlendum fréttastofum áður en þær voru sagðar hér. Menn verða að gera sér grein fyrir að við íslendingar eram komnir í alþjóðlegt fréttaumhverfí og getum ekki ein- angrað okkur. Hingað á Fréttastofu Útvarps vora komin fréttaskeyti er- lendis frá um atburðina í Súðavík áður en við sögðum fréttir af þessu hér heima. Fólk fór að hringja til okkar um leið og þetta fór að spyij- ast út manna á meðal. Svona fréttir þurfa að segjast fljótt og það er óhjákvæmilegt að einhveijir fái högg og heyri fréttir af aðstandendum sín- um fyrst í fjölmiðlum, hraðinn gerir það að verkum. Fólk verður einfald- lega að sætta sig við að slíkt gerist. Sem dæmi má nefna slysið þegar feijan Estonia sökk. Þá vora ljósvak- amiðlar notaðir til þess að tilkynna ættingjum fréttirnar." Elín Hirst fréttastjóri á Stöð 2 sagðist hafa lagt ríka áherslu á við sitt fólk að fara ekki í loftið með frétt- ina fyrr en Almannavamanefndin fyrir vestan aflétti fréttabanni, sem var klukkan 10.30 um morguninn. „Mér er minnisstæður úrskurður siða- nefndar BÍ í svipuðu máli vegna sjó- slyss á Faxaflóa," sagði Elín ennfrem- ur. „Þar vora Stöð 2 og Bylgjan sýkn- aðar á þeim grundvelli að farið hefði verið eftir fyrirmælum yfírvalda á staðnum og fréttin ekki birt fyrr en búið var að hafa samband við að- standendur." Nærgætni að leiðarljósi Aðrir sem talað var við vora flest- ir á því að fréttaflutningur fjölmiðla af náttúruhamförum væri yfirleitt sómasamlegur, þótt vissulega væra gerð mistök. „Viðkvæmnin var mest í fyrstu hvað snertir fréttaflutning af slysinu í Súðavík. Þá var ég í þess- ari atburðarás miðri og er því ekki fyllilega dómbær á hvemig til tókst,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á ísafirði. „Mér fannst verst að Hafsteinn skyldi frétta lát dóttur sinnar í sjónvarpsfréttum, annað hef ég ekki fundið athugavert við frétta- flutning af þessum atburðum." „Vissulega hljóta menn að leiða að því hugann hvort ávallt sé tíma- bært að segja frá atburðum í smáatr- iðum þegar ekki er með öllu ljóst frá hveiju er verið að segja,“ sagði Ólaf- ur Helgi Kjartansson sýslumaður á Isafírði. „Þegar málin hafa skýrst á að segja frá á hlutlausan og viðeig- andi hátt. Fjölmiðlar ættu alltaf að hafa að leiðarljósi nærgætni og virð- ingu við þá sem eiga um sárt að binda.“ Björgunarsveitarmaðurinn Leifur Öm Svavarsson sagði að björgunar- sveitamennimir hefðu fengið flestar fréttir af því sem var að gerast í Súðavík í gegnum útvarpið. „Þó við væram á staðnum höfðum við litla heildarmynd af því sem var að ger- ast,“ sagði Leifur. „Mér fannst fjöl- miðlar vera tillitssamari þarna en oft áður, enda var því algerlega stjórnað hvaða fréttir þeir fengu. Það er spuming hvort stjómendur aðgerð- anna hafi gefið of fljótt upplýsingar, jafnvel áður en náðist í aðstandend- ur.“ Rudolf Adolfsson geðhjúkrunar- fræðingur er á þeirri skoðun að fjöl- miðlar væra oft of fljótir á sér með fréttir af slíkum atburðum sem þess- um, en ekki þó í þetta sinn. „Tvennt fannst mér slæmt,“ sagði Rudolf. „Fyrst að birt var nafn Iátnins bams áður en faðir þess frétti af látinu og hitt að sýndar vora myndir af kistum hinna látnu sem ég hafði beðið um að ekki yrðu birtar.“ í síðarnefnda tilvikinu er gagnrýn- inni beint að Stöð 2. Elín Hirst sagði um það mál: „Við töldum rétt að bera það undir prestana á staðnum hvort tilhlýðilegt væri að taka mynd- ir af kistum hinna látnu. Ég taldi prestana vera vel dómbæra í þessum máli, enda vanir að umgangast dauð- ann, auk þess að vera í nánum tengsl- um við aðstandendur." Framkoma fréttamanna til fyrirmyndar Þeir Þorsteinn Jóhannsson yfír- læknir á ísafírði og Hafsteinn Haf- steinsson forstjóri Landhelgisgæsl- unnar voru á einu máli um að frétta- flutningur hefði verið í góðu lagi frá umræddum atburðum, nema hvað snerti frétt af láti dóttur Hafsteins Númasonar. „Aðstandendur eiga að vera númer eitt, við hin að koma á eftir,“ sagði Hafsteinn. „Framkoma fréttmanna í Súðavík var að mínu mati til fyrirmyndar," sagði Þor- steinn. Hafsteinn sagðist ennfremur líta svo á að fréttamenn ættu að varast að spyija fólk sem orðið hefði fyrir miklum áföllum tilfínningalegra spurninga. Allir sem rætt var við vora á einu máli um að ekki væri réttmætt að beina reiði að fjölmiðlum. „Útfrá minni reynslu í sambandi við þetta mál fannst mér öll samvinna við fjöl- miðla vera til fyrirmyndar og því engin ástæða til reiði,“ sagði Rudolf Adolfsson, sem hefur starfað við áfallahjálp og gerði það einnig í þetta sinn. „Sú samkennd sem fíölmiðlar skapa er mikils virði. En fréttir skulu bæði vera upplýsandi og nákvæmar. Slíkt dregur ekki úr samkennd,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson. „Því miður virðast ríkjandi viðhorf vera köld og tilfínningaláus. Hraðinn er mikill og ljósvakamiðlamir gera þær kröfur að næsta frétt segi meira en sú fyrri. Verra er þó að til þess að ná athygli í samkeppni, teygja fjöl- miðlar sig of langt í lýsingum og framsetningu frétta, þannig að ekki er gætt þess sem kalla mætti eðlilega nærfærni gagnvart þeim sem orðið hafa fyrir áfalli tilfinningalega eða af öðram toga. Nýliðnar hörmungar í Súðavík leiða hugann að því að móta þarf vinnureglur um frétta- flutning af slíkum voðaatburðum. Við slíkar aðstæður þarf að gæta þess að ekki sé leitað eftir fréttum frá mörgum aðilum á sama tíma, ef ljóst er hvaðan fréttir koma til fjöl- miðla, svo sem gildir um störf al- mannavarna." „Það vora að vísu gerð mistök af okkar hálfu í tengslum við Súðavík- urslysið, en sem betur fer voru þau smávægileg þegar á heildina er Iit- ið,“ sagði Elín Hirst. Allir voru líka á einu máli um að fréttaflutningur fjölmiðla hefði átt drýgstan þátt í hve vel gekk að safna fé fyrir þá sem misstu sitt í Súðavík. „Ég fann það mjög greinilega þeg- ar ég kom vestur að viðhörfíð gagn- vart fjölmiðlum var farið að breyt- ast; verða jákvæðara. Fólkinu þótti líka vænt um alla þá samúð sem það fékk frá þjóðinni í gegnum fjölmiðl- ana, og ekki má gleyma söfnuninni „Samhugur í verki“ sem fjölmiðlarn- ir stóðu að,“ sagði Elín Hirst. Keppnin skemmir ímyndina Hafsteinn Hafsteinsson tók undir þessi sjónarmið. „Mitt álit er að það eigi að flytja fregnir af svona atburð- um og ég tel að fjölmiðlar eigi stóran þátt í þeirri samkennd sem skapaðist vegna umrædds slyss.“ Kristján Þór bætti við: „Upplýsingar frá fjölmiðl- um skapa óneitanlega samkennd í svona kringumstæðum, en það sem skemmir ímynd fjölmiðla hjá almenn- ingi á þessum mestu átakastundum viðburðanna er keppnin sem ríkir á milli þeirra um að vera fyrstir með fréttirnar. Allt annað starf í þessu, þ.e. björgunarstarfið, tengir saman ólíka aðila, þeir vinna allir í sama takti og gleyma allri samkeppni, það ættu fjölmiðlar líka að gera við að- stæður sem þessar. Sameiginleg vinna RÚV og Stöðvar 2 í söfnunar- þættinum var hins vegar mjög góð.“ Menn veltu fyrir sér hvemig fréttaflutningur mætti betur fara og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.