Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ Mary Pierce meistarií fyrstasinn Franska stúlkan Mary Pierce, sem fæddist í Kanada, vann Ar- antxa Sanchez Vicario frá Spáni 6-3, 6-2 í úrslitum einliðaleiks kvenna á Opna ástralska meistara- mótinu í tennis í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tvítuga stúlka sigrar á stórmóti en Frakkar hafa ekki fagnað sigri í þessu móti síðan 1967 þegar Francoise Durr var sig- ursælust kvennanna. Stúlkumar léku til úrslita á Opna franska meistaramótinu í fyrra og þá mátti Pierce sætta sig'við tap en hún var ekki á þeim buxunum að þessu sinni. Hún hafði ekki tapað lotu á leið í úrslitin og hélt upptekn- um hætti. „Þetta er ótrúlegt og ég gleymi þessu aldrei," sagði hún þeg- ar titillinn var í höfn. „Nú hefur öll vinnan skilað sér.“ Hún þakkaði sér- staklega þjálfara sínum, Nick Bol- lettieri, sem fór til Bandaríkjanna fyrr í vikunni og ráðlagði henni eft- ir það í gegnum síma. Pierce fékk 360.000 dollara (lið- lega 24 millj. kr.) fyrir sigurinn en Sanchez Vicario sagði að sinn dagur hlyti að koma. „Þetta er í annað sinn sem ég leik til úrslita á þessu móti og vonandi verður heppnin með mér næst.“ Hún tapaði 6-0, 6-2 fyr- ir Steffi Graf í fyrra en lét það ekki á sig fá og sigraði síðan í Opna franska og Opna bandaríska meist- aramótinu. Hún sagði að uppgjafir sínar í úrslitaleiknum hefðu ekki verið nógu góðar „og hún lék betur en ég.“ Pierce sagðist hafa lært af fyrri mistökum „og ég var ánægð með að ég hélt ró minni og náði að ein- beita mér.“ Hún þakkaði þjálfurum sínum, áhorfendum, starfsmönnum og styrktaraðilum fyrir stuðninginn og sagðist stefna hærra. „Markmiðið í ár var að vera á meðal fimm bestu og sigra í stórmóti sem ég hef nú þegar gert. ég á eftir að halda upp á þetta en síðan byijar vinnan á ný.“ MARY Plerce var að vonum ánægð með slgurlnn og lyftlr blkarnum hátt á loft en viðbrðgð Arantxa Sanchez Vicario voru önnur eins og sjá má á mlnni myndinni. KNATTSPYRNA || KÖRFUKNATTLEIKUR Romario byrjar illa í Brasilíu Romario stóð ekki undir vænt- ingum í fyrsta leik sínum með Flamengo. Liðið gerði 1:1 jafntefli í æfíngaleik við landslið Uruguay í nótt og fékk brasilíski snillingurinn sem var kjörinn besti leikmaður HM í fyrra, að heyra það hjá áhorf- endum þegar hann fór meiddur af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok. Romario virtist ekki vera í góðri æfingu og fékk engin marktæki- færi. 47.000 manns mættu til að sjá goðið en þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Branco, samheiji hans í landsliðinu, átti einnig í erfiðleik- um á miðjunni og var skipt út af um miðjan seinni hálfleik. Brasil- íska deildarkeppnin hefst á mánu- dag en talið er að Romario spili ekki fyrr en 12. febrúar. Vörn Reuter CHARLES Barkley ver skot fraB.J. Tyler í lelk Phoenlx og Phlladelphla í nótt. Phoenix nýtli tímann út í æsar Phoenix Suns sigraði Philadelp- hia með ótrúlegum hætti í NBA-deildinni í nótt. Heimamenn voru með boltann en þegar innan við tvær sekúndur voru til leiksloka náði Danny Ainge boltanum af Willie Burton sem braut á mótheija sínum og vítaskot dæmd. Ainge hitti ekki úr fyrra skotinu en skor- aði úr því síðara og tryggði Suns 108:107 sigur. „Þetta er besti endir liðsins sem ég hef séð,“ sagði Ainge. „Þetta er í fyrsta sinn síðan í menntaskóla sem ég hef grátið eft- ir leik,“ sagði John Lucas, þjálfari Philadelphia. „Við fundum nýja leið til að tapa. Heppnin var ekki með okkur. og einhver var að refsa okk- ur.“ Philadelphia náði tuttugu go eins stigs forskoti í öðrum leikhluta en náði ekki að halda fengnum hlut og hefur nú tapað 13 af síðustu 15 leikjum. Þetta var sjöundi sigur Phoenix í röð og eins og svo oft áður var Charles Barkley í aðalhlut- verki. Hann skoraði 22 stig og tók 13 fráköst en Danny Manning var með 17 stig, 14 fráköst, átta stoð- sendingar og fimm varin skot. „Ég skil ekki hvað er að gerast,“ sagði Dana Barros sem gerði 39 stig fyrir heimamenn. „Við gerum eitthvað vitlaust." Larry Johnson setti persónulegt met og skoraði 39 stig í 105:90 sigri Charlotte gegn New York Knicks. Alonzo Mourning var með 23 stig en liðið hefur sigrað í 14 af síðustu 16 heimaleikjum. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfararnótt laugardags: Boston - Golden state.........117:91 Cleveland - Portland...........77:87 Philadetphia - Phoenix.......107:108 Charlotte - New York..........105:90 Dallas - Minnesota............94:102 Milwaukee - Miami..............87:96 Denver - New Jersey............96:90 Íshokkí NHL-deildin Leikir aðfararnðtt laugardags: Buffalo - Quebec.................3:7 Pittsburgh - Ottawa..............5:4 Washington - NY Islanders........5:2 Chicago - Toronto................4:1 Anaheim - Winnipeg...............3:2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.