Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íslensk samtímaljóðlist í augum Finna Ríkt líf orðanna við upptök skáldskaparins Finnska tímaritið Horisont tileinkaði íslenskri samtímaljóðlist sérstakt hefti. Birt eru ljóð eftir Árna Ibsen, Baldur Óskarsson, Braga Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttur, Gyrði Elíasson, Ingimar Erlend Sigurðsson, Jóhann Hjálmarsson, Kristínu Ómarsdóttur, Lárus Má Bjömsson, Lindu Vil- hjálmsdóttur, Pjetur Hafstein Lámsson, Sigfús Bjartmarsson, Sindra Freysson, Sjón, Steinunni Sigurðardóttur og Vigdísi Grímsdóttur öll í þýðingu Lárusar Más Björnssonar og Martins Enc- kells nema ljóð Baldurs Óskarssonar sem Hillevi Torell hefur þýtt. Þessi kynning hefur mælst vel fyrir í Finnlandi eins og lesa má í umsögn Gustafs Widéns bókmenntaritstjóra og gagnrýn- anda Hufvudstadsbladet í Helsingfors 12. þessa mánaðar. Umsögnin sem nefnist Ríkt líf orð- anna við upptök skáldskaparins (Orden lever starkt i diktens urhem) birtist hér á eftir í heild sinni. MEÐ ÁNÆGJULEGUM hætti hafa íslenskar bók- menntir á undanförnum árum notið viðurkenningar á Norð- urlöndum. Nægir að nefna skáld- sagnahöfunda eins og Thor Vil- hjálmsson, Vigdísi Grímsdóttur, Einar Má Guðmundsson og Einar Kárason. Mun minna vitum við um hina kraftmiklu ljóðlist íslenskra skálda sem getur státað sig af glæstri for- tíð í sérflokki. Og það er hefð sem lifír og þróast. Þetta verður Ijóst nú þegar metn- aðarfullt hefti tímaritsins Horisont (5/1994) er komið út með þemanu ný íslensk ljóðlist og undir fyrir- sögninni Þjóð sem býr í eldi. Val ljóðanna og þýðingar hafa annast Martin Enckell rithöfundur í Hels- ingfors og íslendingurinn Lárus Már Björnsson, sjálfur skáld, starf- andi félagsráðgjafi og kunnur fyrir þýðingar finnskra ljóða. Það kemur nokkuð á óvart að Enckell, sem í eigin skáldskap tekur oft mið af austurlenskum hugsana- gangi, skuli koma fram í norrænu samhengi. En samvinnan við Lárus Má Björnsson hefur tekist afburða- vel þrátt fyrir að heftið hafi eftir því sem aðalritstjórinn Maria Sandin segir orðið til við þröng tímamörk og bágan fjárhag. Upp á móti vegur brennandi áhugi á við- fangsefninu, um það vitna bæði þýðingamar og stuttar kynningar höfundanna. Alls sextán skáld eiga ljóð í heft- inu, hin elstu fædd í upphafi fjórða áratugar og þau yngstu í bytjun þess áttunda. Árangurinn verður sá að ljóð í klassískum anda bland- ast tilraunakenndari ljóðagerð; hefðbundið líf íslenskrar lands- byggðar rennur saman við æsandi hrynjandi borgarinnar. Ferðir ís- lendinga og hvemig þeir nýta sér framandi umhverfí og áhrif stærri menningarheima er augljóst. Eins og margir eyjaskeggjar eru þeir fyrst og fremst alþjóðasinnar. Samt er það eftirtektarvert hve skáldin em trú sínu eigin móður- máli; næstum strax ber maður kannsl á íslenskt ljóð, einnig í þau skipti þegar það fjallar ekki beint um haf, jökia og dýr. Því veldur einfaldlega eigin hljómur sem er sprottinn úr takmörkunum og ein- angrun eyjasamfélagsins. Maður heyrir sefjandi hrynjandi sem í tón- vísi sinni er endurómur hreyfinga hafsins. Bréf til föður í hópi eldri skálda staðnæmist ég gjaman við skrif Jóhanns Hjálm- arssonar. Hann_ er eitt af áhrifa- mestu skáldum íslendinga og starf- ar einnig sem gagnrýnandi við dag- blaðið Morgunblaðið og er afkasta- mikill þýðandi. Flokkurinn Bréf til föður míns er ljóð sem snertir djúpt, í því snýst söknuður í sáttagjörð: Nakið er kvein máfsins á þrotlausu flugi yfir auðninni. Aðeins hið óraunverulega er raunverulegt. Trú okkar er haf. Trú okkar er stefni skips, sem hverfur úr augsýn. Vigdís Grímsdóttir telst til milli- kynslóðar og hefur auk skáldsagna Jóhann Hjálmarsson Vigdís Grímsdóttir Kristín Ómarsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Elísabet Jökulsdóttir Sindri Freysson sinna sent frá sér ljóðabókina Lend- ar elskhugans (1971) þar sem hold- legar myndir lýsa bæði ást og kuln- un: Þú smíðar lykil að hálfhrundu húsinu dansar berfætt í fölnuðu grasinu reisir þak milli mín og himinsins kyssir dauðann á varir mínar endanlegan dauðann Sjón sem kom til Finnlands fyrir nokkrum árum tilheyrir helstu skáldum rokkkynslóðarinnar, súr- realisti sem víða kemur við. Og svo er stór hópur ungra kvenskálda með góð tök á máli sem veldur því að ljóð þeirra fá sérstakt svipmót. Kristín Ómarsdóttir er höfundur prósaljóða sem gædd eru sérlunduð- um næfum tóni, Steinunn Sigurðar- dóttir yrkir hversdagsljóð sem umsnúast til fáránleika, Elísabet Jökulsdóttir lætur fjall og fugl búa um sig innra með skáldinu og Sindri Freysson miðlar seiðandi krafti skerjanna: Ég á heima í öllu því sem ég eyði fór þó fyrr en rottumar en slíkur er galdur skeijanna Ljóðunum fylgir myndaflokkur Ásgeirs Lárussonar: svartir andlits- lausir svipir í óendanlegum geimi. Lárus Már Björnsson og Martin Enckell eiga skilið lof fyrir 90 blað- siðna ljóðasafn sitt sem tvímæla- laust vekur forvitni um allt hið nýja sem gerist við upptök norræns skáldskapar. Þrír einþáttungar í Listaklúbbnum Brot úr ævi ólíkra kvenna „ÞETTA eru brot úr ævi þriggja kvenna, þær lánuðu mér kafia úr fortíð sinni. Smám saman kemur brenni- punktur hvers kafla í ljós, við vitum hvernig allt getur snú- ist um eitthvað eitt. Einn at- burð eða áhrifavald á hveij- um tíma.“ Ingibjörg Hjart- ardóttir er höfundur þriggja einleikja sem frumsýndir verða í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans á mánudagskvöld. Hún byggir þá á viðtölum sín- um við þijár ólikar konur sem þó eiga það sameiginlegt að vera um fertugt og hafa svip- aðar rætur. Hins vegar er reynsla þeirra sín af hveiju tagi eins og heiti þáttanna benda til: Saga dóttur minnar, Bóndinn og Slag- hörpuleikarinn. Tvö eintalanna eru í hönd- um leikkvenna sem ekki hafa sést mikið á sviði undanfarin ár. Guðlaug María Bjarna- dóttir leikur dótturina í fyrsta þættinum, konu sem að ætlar að tala um lands- þekkta móður sína en leiðist alltaf að eigin sögu, og Guð- björg Thoroddsen leikur bóndann í miðmónólógnum. Ingrid Jónsdóttir er síðan píanóleikarinn í lokakaflan- um. Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir leikstýrir, en hún er jafnframt umsjónar- maður Listaklúbbsins. Ingibjörg ætlaði eintölin fyrst til flutnings í útvarpi, en hún samdi fyrir nokkrum árum 24 útvarpsþætti um Fólkið í Þingholtunum ásamt Sigrúnu Óskarsdóttur. Þeir voru meira I gríni en alvöru og Ingibjörg byijaði líka að skrifa þannig. Hún er ein af stofnendum og aðalpennum áhugaleikhússins Hugleiks í Reykjavík, sem þekktur er fyrir að taka ekki íslenskar aðstæður og atburði of alvar- lega. Síðan hefur Ingibjörg samið meira fyrir útvarp; Stóra kókaínmálið, sem flutt var í fyrra og Út yfir gröf og dauða, sem sent var út í síðustu viku. Hún segir eintöl- in af allt öðru tagi, undirtónn þeirra sé alvarlegur þótt far- ið sé yfir allan tilfinninga- skalann. Upphaflega hafi hún samið fímm þætti fyrir út- varp, en úr hafí orðið að selja þijá á svið í Listaklúbbnum. Þeir verða síðan færðir nið- ur í Hlaðvarpa, í Kaffileik- húsið, og sýndir þar nokkrar helgar og auk þess hefur stefnan verið tekin á leikferð til Akureyrar. Ertu kannski að norðan, spyr ég Ingi- björgu, o g hún segist raunar vera úr Svarfaðardal. Hvað gerirðu annars, held ég áfram að forvitnast, og hvernig stendur á þessum leiklistaráhuga? Lengst af segist hún hafa unnið á bóka- söfnum og til þess hafi hún menntað sig, en síðustu tvö árin hafi eingöngu farið í að skrifa. „Kynni mín af áhugaleikfé- lögum úti um land kveiktu áhugann á leikhúsforminu,“ segir hún, „ég kenndi víða um landið hérna áður og gekk þá í leikfélagið á hveijum stað. Bæði til að kynnast fólk- inu og til þess einfaldlega að fara upp á svið og leika.“ Þ.Þ. INGRID, Ingibjörg og Sigríður Margrét á æfingu í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.