Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ IKJÖLFAR ferjuslyssins á Eystrasalti þegar Eston- ia fórst ákvað BIS útgáf- an sænska að gefa út plötu með áttundu sin- fóníu Mahlers til að safna fé fyrir eftirlifendur. For- svarsmaður útgáfunnar fór af stað og fékk fremstu sin- fóníuhljómsveitir Svíþjóðar, Gauta- borgarsinfóníuna og Óperusinfón- íuna, til að gefa vinnu sína, ýmsa kóra til að syngja fyrir ekkert og stjórnandann heimskunna Neeme Járvi til að stýra kauplaust, samdi við dagblöð um að gefa auglýsingar og póstþjónustuna sænsku um að dreifa plötunni fýrir ekkert. Platan kom út fyrir jól í Svíþjóð að safn- aði dijúgu fé til bágstaddra, en allt var þetta dæmigert fyrir eldhugann Robert von Bahr, eiganda BIS út- gáfunnar, sem meðal annars hefur mikinn áhuga á íslenskri tónlist. BIS er hugarfóstur Roberts von Bahrs, sem stofnaði fyrirtækið til að gefa út upptökur með verkum fyrri eiginkonu sinnar, Gunillu von Bahr 1973. Fram að því hafði von Bahr fengist við ýmislegt, en hann nam tónlist, lögfræði, hagfræði, tölfræði og ýmis tungumál og vann meðal, annars sem farandsali, við silfurpeningabræðslu og sem leigu- bílstjóri. Bahr er enda fjölfróður maður og sem dæmi má nefna að fyrirtækið státar af því að geta tek- ið við og svarað pósti á ensku, sænsku, dönsku, finnsku, norsku, welsku, þýsku, frönsku, spænsku og japönsku. Einnig segir í bækl- ingi frá BIS að bréf megi senda á ítölsku, rússnesku, portúgölsku og hollensku, en þeim verði ekki svarað á sömu málum. Frá fyrsta degi var von Bahr ákveðinn í að reka BIS ólíkt öðrum útgáfum og setti sér ákveðnar regl- ur; að taka upp það sem aðrir ekki vildu taka upp, að taka upp heildar- verk tónskálda og að engin plata yrði nokkurn tímann tekin af skrá, þ.e. hætti að fást hjá fyrirtækinu. Von Bahr stýrði upptökum sjálfur í upphafí og gerir enn að mestu leyti, hann sér yfírleitt sjálfur um að skrifa skýringartexta með plöt- unum, Marianne kona hans sér um pökkun fyrir útflutning og yfir- bygging fyrirtækisins er nánast engin, alls eru fjórir starfsmenn til viðbótar, þó að útgáfumar séu orðn- ar á áttunda hundrað og að á síð- asta ári hafí fyrirtækið selt vel yfír 500.000 diska. Með svo lítilli yfír- byggingu þarf BIS ekki að selja nema um 4.000 eintök af flestum plötum til að útgáfan beri sig, en af dýrari útgáfum, meðal annars þar sem útgáfurétturinn er dýrari, þarf hún að selja nálægt 10.000 eintök. Þannig má eins búast við því að Robert von Bahr svari sjálfur í símann ef hringt er í skrifstofur BIS í Stokkhólmi, og þannig var þvi farið er ég hringdi í hann til að leita upplýsinga um BIS útgáf- una, en til gamans má geta að í samtali okkar kom í ljós að hann hefur nokkuð vald á íslensku til viðbótar við málaflóruna sem áður er getið, og segist meðal annars geta lesið hana þó hægt fari. Siðferðileg skylda Plötuútgáfur sem sérhæfa sig í sígildri tónlist gera út á það að vera alltaf með eitthvað nýtt á boð- stólum og vegna þess að tónverk þekktra tónskálda seljast best er alltaf verið að gefa út aftur og aft- ur sömu verkin með nýjum flytjend- um. Þannig eru hver útgáfa á mark- aði í nokkur ár, en víkur svo fyrir nýrri, þó þær bestu séu síðar endur- útgefnar á ódýrara merki. BIS héf- ur aftur á móti þann háttinn á að þær plötur sem fyrirtækið gefur út eru alltaf fáanlegar hjá fyrirtækinu, sem er mun ódýrara, því þær eru þá alltaf að afla einhverra tekna, aukinheldur sem BIS hefur það fyr- ir reglu að hljóðrita hvert verk al- mennt ekki nema einu sinni, enda er það stefna von Bahrs að gefa ekki nema út fyrsta flokks upptök- ur og því óþarfí að taka verkið upp aftur. Á síðasta árí kom úr fyrsti vísir að heildarútgáfu sænska fyrir- tækisins BIS á verkum Jóns Leifs. Árni Matthíasson ræddi við eiganda fyrirtækisins, eld- hugann Robert von Bahr, sem segir íslenskt listalíf ótrúlega fjölskrúðugt. Sú skipan að hafa allar plötur í útgáfu gerir að verk- um að allar á áttunda hundr- að plötur BIS eru fáanlegar hjá fyrirtækinu, en von Bahr gerir ekki mikið úr því; „ef þú þarft að bera allar plöturn- ar samtímis er það mikið,“ segir hann og hlær, en bætir síðan við með meiri alvöru að sér finnst siðferðileg skylda sín að halda öllu plötunum á markaði. „Meira en helming- ur af útgáfum BIS er tónverk sem ekki eru til í öðrum útgáf- um og því finnst mér rangt gagnvart tónskáldunum ef verk þeirra væri ekki aðgengileg. Einnig fá flestir listamennirnir sem leika inn á plötur hjá mér greitt eftir plötu- sölu. Það er því leitt ef plötumar em til en seljast ekkert, en það væri siðlaust af mér ef þær væm ekki til vildi einhver kaupa. Mér fínnst að tónlistin sem við höfum hljóðritað og gefið út þess virði að hún sé til og hver sá' sem áhuga hafi geti keypt hana.“ Eins og áður er getið er eitt aðal- markmið BIS að gefa út heildarverk tónskálda, sem getur verið all um- fangsmikil útgáfa, því þegar eru komnir úr á fímmta tug diska með verkum Sibeliusar og líklega tuttugu diskar eftir eða þar um bil, en einn- ig hefur BIS gefíð út verk tónskálda eins og Stenhammars, Schnittkes, Svendsens, Martinús, Kokkonens, Lindes, Tubins, Scriabins og Niel- sens og hyggur á útgáfu á heildar- verkum Jóns Leifs, en þess má geta að heildarútgáfa BIS á verkum Schnittkes hefur aukið mjög áhuga á tónlist hans og meðal annars orðið til þess að stórfyrirtæki hafa gefið út ýmis verk. Þegar útgáfumar em orðnar þetta margar hlýtur að fara svo að von Bahr hafí gefí einhveija plötu út sem honum fellur ekki, þó útgáfubreiddin sýni að hann hefur ansi víðan smekk. Hann tekur og undir það að honum falli ekki við allar plötumar sem BIS hafi gefíð út, en það sé þá vegna þess að tónlistin sé ekki nógu góð. „Það hefur gerst að ég hafí gefið út tónlist sem mér féll ekki, til að mynda höfum við sett okkur að gefa út allt sem Sibelius samdi og það þýðir að lakari tón- verk hljóti að fljóta með og þannig eru átta plötur með píanótónlist eftir Sibelius full mikið, því að mínu mati væri hálf plata, í mesta lagi heil, kappnóg. Megnið af pí- anótónlist Sibeliusar var endur- tekningar og hann var bara að semja til að hafa í sig og á. Örfá- ar plötur aðrar finnst mér ekki skemmtilegar, en þær em yfirleitt hluti af heildarútgáfu og því fínnst mér rétt að gefa þær út. Ef tónlistin er góð og listamenn- irnir þá fínnst mér rétt að gefa út. Við höfum sérhæft okkur að nokkm leyti, þannig gefum við út barokktónlist á upprunaleg hljóð- færi og einnig nútímatónlist, en höfum ekki sinnt eins vel rómantís- kri tónlist, til að mynda Brahms eða Schumann, það gera önnur fyrirtæki og líklega of mikið af því. Ég velti því fyrir mér í upp- hafí að gefa tónlistina út á mis- munandi merkjum, en ákvað að gera það ekki því við gefum eitt- hvað út á BIS vegna þess að okkur fínnst það góð tónlist og vel spiluð og fjöldi við- skiptavina okkar um heim all- an treysta okkur og kaupa nánast allt sem við gefum út.“ Geisladiskurinn hefur vinninginn Hljóðfróðir deila iðulega um það hvort stafræna tæknin sé akkur i útgáfu eða skelfileg mistök og þeir eru jafnvel til sem hvetja fyrirtæki til að taka aftur upp einóma útgáfu. BIS var meðal fyrstu útgáfa sem tóku upp stafræna útgáfu eingöngu og von Bahr segir að það sýni hvaða skoðun hann hafi á þessum málum öllum. „Með geisladisk get ég skilað því til viðskiptavinarins þvi sem ég heyrði þegar platan var tekin upp, en með vínylplötu get ég það ekki því tónlistin bjagast á leiðinni á plötuna. Stafrænt er betra. Vínyl- platan bjagar tónsviðið og bætir við alls kyns aukahljóðum og það er engin leið til að ná öllu tónsviðinu á vínylplötu, til að mynda slagverks- tónlist, það er einfaldlega ekki hægt. Gítartónlist fellur kannski vel að vínylútgáfu og tónlist sem er á takmörkuðu tónsviði getur komið þokkalega út, en ef tónsviðið er breitt er eina leiðin til að skila því á vínyl að þjappa því saman og ég neita alfarið að gera það. Ég myndi ekki hika við að taka upp nýja upptöku- og útgáfutækni ef hún hljómaði betur en geisladisk- urinn, en ég hef annars lítinn áhuga á tækni, enda hef ég ekki þá mennt- un sem þarf. Tónlistin er mitt alfa og omega og tæknin er bara tæki til að miðla tónlistinni og við viljum skila tónlistinni eins ómengaðri til áheyrandans og unnt er. Mér finnst þó að allar deilurnar um tæknina séu famar út í öfga, því menn eru að eyða fúlgum í tæki sem skila broti úr desibeli betri upptöku, en sem ekki heyrist í spilun nema í sérstökum hlustunarklefum sem almennur plötukaupandi hefur ekki. Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er upptökustaðurinn; að taka upp í réttum sal. Ef tekst að finna rétta upptökustaðinn, ekki hljóðver- ið heldur rétta tónleikasalinn, þá er í fyrsta lagi auðveldara að taka upp, því þú notar færri hljóðnema og notar eðlilegan hljóm salarins, og í öðru lagi kann listamaðurinn betur við sig og nær betri árangri að vera að taka upp tónlist í sal sem hentar fyrir tónlistina. Það má búa til hljóm i hljóðveri sem skilar sér inn á band, en það er ekki hægt að búa til hljóðrými fyrir lista- manninn og ef listamanninum líður ekki vel þá spilar hann ekki vel,“ segir von Bahr ákveðinn. „Við tök- um yfirleitt upp á sömu stöðum og þannig er ein kirkja í Svíþjóð sem hentar sérstaklega vel fyrir upp- runaleg hljóðfæri, en aftur á móti miður fyrir nútímahljóðfæri, önnur kirkja, sem er um 600 kílómetra frá Stokkhólmi, er frábær fyrir tré- blásturshljóðfæri. Þetta er vitan- lega dýrara en að taka upp í Stokk- hólmi, en það skilar svo miklu betri hljóm að það borgar sig. Til að mynda tökum við alltaf upp með Manuelu Wiesler í þessari kirkju og hún kann því líka einstaklega vel og spilar frábærlega þar fyrir vikið.“ Smáfyrirtækin eru uppeldisstöðvar Smáfyrirtækin eru oftar en ekki uppeldisstöðvar fyrir listamenn; ungir listamenn komast yfírleitt ekki á samning hjá stórfyrirtækjun- um, en fá aftur á móti næði til að þroskast og mótast hjá smáfyrir- tækjum og síðan koma stórfyrir- tækin og gleypa þá. Von Bahr seg- ir og að stórfyrirtækin voki yfir listamönnum BIS og reyni að kaupa til fylgilags við sig þá sem skara framúr, en hann gerir ekki mikið úr því; þetta sé það sem öll smá- og miðlungsfyrirtæki þurfí að glíma við. „Það fer svo mikið eftir lista- manninum, því þeir vilja ekki allir komast á samning hjá stórfyrir- tæki. Sumir okkar listamanna hafa sagt við mig að þeir vilji frekar vera hjá okkur, því þar fái þeir skilning og stuðning. Ég skil við- horf beggja, en kann eðlilega betur við þá síðamefndu," segir von Bahr og hlær við, „en það skiptir marga þeirra máli að þeir fái að gera það sem þeir vilja. Til að mynda fær básúnuleikarinn Christian Lindberg að taka allt það upp sem hann vill, sem hann segir að skipti sig meira máli en að vera á mála hjá Deutsc- he Grammophon. Það verða auðvit- að árekstrar, því ef einhver kemur til mín og vill fá að gefa út til að mynda Brahms, þá reyni ég að fá hann til að taka upp eitthvað sjald- heyrðara. Þannig mál leysum við yfírleitt með samkomulagi; þeir fá að taka upp það sem þeir vilja og fæ þá til að spila eitthvað sjald- heyrt í staðinn. Til að mynda vildi Drottningholm barokkflokkurinn fá að taka upp Árstíðir Vivaldis, en ég vildi það helst ekki, enda eru allt of margar útgáfur til af þeim á diski. Ég lét þó til leiðast og þeg- ar við fómm að taka upp voru þau búin að spila verkið örugglega flmmtíu sinnum í mikilli tónleika- ferð. Það tók fímm tíma að ná upp- töku sem allir voru sáttir við nema ég og ég lagði til að við myndum leggja harðar að okkur; hljómsveit- in fengi meira fyrir sinn snúð og við hættum ekki fyrr en við værum komin með bestu útgáfu sem fáan- leg væri. Þau féllust á það og það tók okkur 52 tíma þar til við vorum sammála um að lengra yrði ekki komist. Annars þekkja listamennirnir okkur og vita hvað við viljum. Ég er kominn yfir fimmtugt og veit ekki hvað ég á eftir að geta tekið UPP og geflð út lengi og ég vil eyða ævinni í að gefa út það sem aðrir hafa ekki gefið út; það er svo mik- ið af tónlist sem ætti að vera til útgefín. 4 < 4 4 c C 4 < ,4 I c 4 V < 4 < 4 4 4 < 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.