Morgunblaðið - 11.02.1995, Page 28

Morgunblaðið - 11.02.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ AUSTANMYND TÁKN Asíu-ferðakaupstefnunnar — ólíkar stíltegundir í byggingarlist landanna. Á krossg’ötum þjóðanna RAUÐ dögun víkur fyrir grárri morgunskímu meðan risaþotan frá ástralska flugfélaginu Qantas rennir sér niður til lendingar með 400 farþega um borð. Þeir sem eru svo lánsamir að geta sofíð á nætur- löngu flugi núa stírur úr augum og eru albúnir að mæta nýjum degi hinum megin á hnettinum, þar sem lífið hefur annan lit og mýkri tón og seiðmögnuð dulúð fyllir loftið. Svona auðvelt getur verið að ferðast, sé rétta leiðin valin. Ég hef fyrir löngu sannfærst um hátt raungildi far- gjaldsins með Qantas, hvort sem er til Ástral- íu eða Suðaustur- Asíu. Aðeins nýjustu farkostir eru notaðir, Boeing 747-400, með gott sætarými, veit- ingar og þjónustu í sérflokki. Misskilinn sparnaður tekur oft dýran toll, því að gott ferðalag getur snúist upp í martröð við slæmar aðstæður. Asíuþjóðimar hafa heiðrað mig með boði sínu um þátttöku í Asean Tourism Forum til að skiptast á skoðunum um ferðamál og fylgjast með því sem er efst á baugi á segulmagnaðasta svæði ferðalaga í heiminum. Framundan er viku- löng ráðstefna, fundahöld, veislu- höld og nærri fímmtíu viðskipta- fundir með fólki frá sex þátttöku- ríkjum, sem mæltu sér mót í Bang- kok dagana 7.-13. janúar sl. Bangkok - dögun nýrrar aldar Á leið inn í borgina frá Don Muang-flugvelli blasir við ný borg- armynd. Áður var hún kölluð „Fe- neyjar austursins", með engar umferðaræðar nema vegi vatnsins milli lágreistra húsanna, sem stóðu á staurum. Fyrsta umferðargatan, Nýstræti, var opnuð árið 1862, á dögum Mongkuts konungs, sem var Rama IV (1851-68) af Chakri- konungsættinni, en hún hefur farið með völd í Tælandi allt frá stofnun Bangkoks árið 1782. Mongkut var hámenntaður hugsuður sem opnaði land sitt fyrir vestrænum nýjung- um er leiddu til stórframfara, en hélt þó fast á sjálfstæði lands síns svo að nýlenduherrar fengu engin ítök, en landið auðgaðist af við- skiptum við Vesturlönd. í konungs- garði risu hallir og undurfögur musteri í svifléttum formum og teygðu logagylltar spírur sínar og hvolflaga stúpur til himins, þakin postulíni í ótal litbrigðum eða skíragulli. Hliðstæða á Vesturlöndum var engin til, en Feneyjar hertoganna var íburðarmesta borg Vesturlanda á sinni tíð, hallimar við Canal Grande í stílútfærslu endurreísnar (rinac- ente) eða barokks. Þar er „Gullhúsið" (Ca d’Oro) búið að vera hulið vinnupöllum í mörg ár. Það mun stolt stíga fram í dagsljósið að nýju á þessu ári, en gullklæðningin hvarf fyrir mörgum öldum. Musteri Bang- koks skarta enn sínu skíragulli og em djásn þessa lands og heimsins alls. Sjálfur hafði Mongkut stundað munkdóm og Suðaustur-Asía býður vestrænum ferðamönn- um lífsgæði sem vart fínnast annars staðar, að mati Ingólfs Guðbrandssonar, og hvergi á jafnlágu verði. agað sál sína við lögmál Búddha í 27 ár, áður en hann tók við kon- ungdómi. Virðing Tælendinga fyrir konungi sínum er takmarkalaus og gengur næst guðdómi. Núver- andi konungur Tælands, Bhumi- bol, kom til valda árið 1946 og fyllir senn fímmtíu ár á valdastóli sem Rama IX., ástsæll og virtur af allri alþýðu ásamt drottningu sinni, Sirikit fögru. Einveldi Tæ- landskonunga lauk árið 1932, og samkvæmt gildandi stjómarskrá fer þing og ríkisstjóm með þrískipt vald. Þegar til kastanna kemur, er það herinn sem hefur tögl og hagldir, en persónuáhrif konungs- hjónanna eru víða áþreifanleg. Tælendingar era hátíðaglatt fólk og nota hvert tækifæri til að gera sér dagamun við veisluhöld, tónlist og dans. Tæland er eina ríkið í Suðaustur-Asíu, sem aldrei laut erlendum yfirráðum. Tælenskt da- gatal er þéttsett tyllidögum af margvíslegu tilefni til að lofsyngja almættið og náttúrana. Strax nú í upphafi árs 1995 er byijað að fagna 50 ára konungdómi Bhumi- bols, sem hefur verið lengur við völd en nokkur annar konungur Tælands, og standa hátíðahöldin til ársloka 1996. Sjö milljónir byggja Bangkok í dag og fjölgar stöðugt vegna landflótta úr sveit- unum, en í landinu öllu, sem er rúmlega fimm sinnum stærra en ísland, búa um 60 milljónir. Nútím- inn heldur hratt innreið sína í Bangkok í formi vestræns stíls í byggingum úr steypu, stáli og spegilgleri, er skjótast upp í loftið með undrahraða tækninnar og era að breyta borgarmyndinni við Kóngsfljótið — Chao Phrya — í háhýsaframskóg, meðan skógar landsins af kjörviði eyðast af mannavöldum. Sá sem sér grósk- una í byggingariðnaði Tælands undrast ekki að sementsverksmiðja er stærsta fyrirtæki landsins. Löngu er búið að fylla síkin og leggja stræti þar sem áður sigldu bátar. Mikið af þungaflutningum fer enn eftir fljótinu, en dugir ekki til. Umferðin er eilíft vandamál og á vissum dagstíma situr hún nán- ast föst á Sukumvitstræti. Hún hefur þó lagast mikið nýlega við opnun hraðbrautar, hávegar frá flugvelli gegnum borgina. Stór- borgir Austurlanda eiga ekki ann- að svigrúm en að færa umferðina upp í loftið. Hvað er Asean? Samtök þjóða Suðaustur-Asíu, Association of South East Asian Nations, vora stofnuð árið 1967 milli Tælands, Malasíu, Singapore, Indónesíu og Filippseyja, og Bra- nei bættist í hópinn 1984. Þeim svipar á sinn hátt til Norðurlanda- ráðs um samskipti á sviði menning- Ingólfur Guðbrandsson AUKIN RÉTTINDI Vinnuvélanámskeið verður haldiö ef næg þátttaka fæst á Selfossi dagana 24. febrúar - 6. mars. (kvöld- og helgar-námskeið) Skráning og upplýsingar í síma 98-34660. Iðntæknistofnun STRENDUR Phuket draga að sér fleiri og fleiri ferðamenn. ar og viðskipta og að nokkra til Evrópusambandsins. Efling ferða- þjónustu er eitt af höfuðmarkmið- um samtakanna, en samkvæmt opinberam tölum er aukning henn- ar í heiminum hvergi jafnmikil og í löndum Suðaustur-Asíu. Ferðalög þangað hafa tekið fjörkipp nú, þegar kreppunni linnir, og spáð er að gestafjöldinn frá Evrópu tvö- faldist á næstu tveimur árum. Hvað veldur þessum vinsældum? Ferðakaupstefnugestum í Bang- kok ber saman um að raungildi ferðakostnaðar sé hvergi hærra en hér, þ.e. hér fæst mest fyrir farar- eyrinn, svo að gengi hans er jafn- vel tvöfalt eða þrefalt miðað við Vesturlönd. Hærra fargjald frá Evrópu vinnst fljótt upp í miklu lægri dvalarkostnaði. Ferðatíma- ritin birta niðurstöður sem sýna mestan fjölda gæðahótela í heimin- um á þessu svæði. Gæðin eru fólg- in í staðsetningu, búnaði, veiting- um og þjónustu, sem vart á sinn líka. Slík gæði finnast varla í Evr- ópu né Ameríku, en það sem kemst næst því kostar helmingi eða þre- falt meira. Hinir heimsvönu þekkja þennan mun og notfæra sér hann. Við það bætist aðdráttarafl af öðr- um toga, svo sem hlýtt og sólríkt veður mikinn hluta ársins, rótgróin þjóðmenning og litríkt mannlíf með framandi hefðir, töfrar náttúrunn- ar í landslagi, hitabeltisgróðri og fögrum baðströndum, fjölbreytt og bragðgott fæðuval og síðast en ekki síst kurteisi og ljúfmennska íbúanna. Að öllu samanlögðu býður Suðaustur-Asía vestrænum ferða- manni lífsgæði, sem vart fínnast annars staðar og hvergi á jafnlágu verði. Eiginlega sætir það furðu að íslendingar skuli ekki notfæra sér þessi gæði í meira mæli á meðan verðlagið helst enn svo lágt, í stað þess að leita alltaf á sömu staðina aftur og aftur, bundnir á klafa vanans. Stærsta ferðakaupstefna Asíu Asean-löndin skiptast á að kynna sig fyrir öðram þjóðum heims með Asean Tourism Forum, sem nú fór fram í Bangkok í sýn- ingarhöll Sirikit drottningar, var síðast haldin í Singapore en verður í Surabaya á eynni Jövu í Indínes- íu á sama tíma að ári. Miklar umræður vora að þessu sinni um fastan samastað kaupstefnunnar í framtíðinni, en hreyfanleiki hennar milli landa þykir auka á fjölbreytn- ina. Um eitt þúsund fyrirtæki selj- anda og kaupenda vora skráðir þátttakendur í ár. Gestgjafarnir, Asíulöndin fimm, skiptu með sér kvöldum ráðstefnudaganna og kynntu hver sitt land og þjóð með glæsilegum veisluhöldum og menningarlegum uppákomum í dansi, söng og skrautsýningum. Sérstaka hrifningu vakti á Ind- ónesíukvöldinu, þegar landsstjór- inn af Jövu gekk á svið og tók lagið með hljómsveitinni eins og þjálfaður atvinnusöngvari. Hátíðin fór fram í veislusal Imperial Que-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.