Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingflokkar stjórnarflokkanna fengu í gær hvalveiðitillögu til meðferðar Veiðar gætu hafíst á næsta ári HVALVEIÐAR gætu hafíst hér við land á næsta ári að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, samkvæmt drögum að þingsályktunartillögu sem ríkisstjórnin afgreiddi á þriðjudag og þingflokkar stjórnarflokkanna fengu til með- ferðar í gær. I tillögudrögunum segir að Alþingi álykti að fela ríkisstjóminni að gera ráðstafanir til að hvalveiðar geti hafíst á ný, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar og skýrslu starfshóps embættismanna um hvalveiðihags- muni íslendinga á alþjóðavettvangi sem liggi fyrir ekki síðar en í mars 1996. Engin loforð um veiðar í tillögunni segir einnig að áður en einstök- um skipum og fyrirtækjum sé veitt leyfí til Einstök skip og fyrirtæki fái leyfi til veiða í atvinnuskyni hvalveiða í atvinnuskyni, og þeim úthlutað aflahlutdeild í samræmi við heildaraflamark viðkomandi hvalategunda, skuli tryggt að skil- virkt, alþjóðlega viðurkennt eftirlit með veið- unum sé fyrir hendi. Ríkisstjórninni sé enn- fremur falið að kynna stefnu íslands í hval- veiðimálum á alþjóðavettvangi og að hafa samráð við aðrar þjóðir á vettvangi þeirra alþjóðastofnana sem um þau mál fjalli. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að þessi tillaga þýddi að hrefnuveiðar gætu í fyrsta lagi hafíst á næsta ári, og hann gæti ekki gefíð nein loforð um hver niðurstað- an yrði. Hins vegar fæli tillagan í sér það mikilvæga skref að Alþingi gæfí ríkisstjóm- inni heimild til að hefja hvalveiðar á ný að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Vonbrigði Þorsteinn sagði aðspurður að íslensk stjóm- völd hefðu verið að ræða við aðrar þjóðir um þessi mál og þyrftu að gera það í ríkara mæli, ekki síst aðildarþjóðir að Alþjóðahval- veiðiráðinu og samstarfsþjóðir í NAMMCO. „Okkar sérfræðingar telja að þeir þurfí að minnsta kosti þennan tíma til að fá skýrari mynd af málinu og með hliðsjón af þeim víð- tæku hagsmunum sem þingmannanefndin lagði áherslu á að gætt yrði, þá hef ég talið mér skylt að fara eftir þeirri leiðsögn," sagði Þorsteinn. Mögulegar hrefnuveiðar voru ræddar utan dagskrár á Alþingi í gær, að ósk Valgerðar Sverrisdóttur þingmanns Framsóknarflokksins, og krafðist hún þar svara sjávarútvegsráðherra við því hvers vegna tillaga um að leyfa hrefnu- veiðar hefði ekki enn verið lögð fýrir þingið. Flestir þingmenn sem tóku til máls lýstu stuðn- ingi við að hrefnuveiðar yrðu hafnar á ný. Sumir töldu rétt að fara með gát vegna þess að miklir hagsmunir tengdust því en aðrir lýstu yfir miklum vonbrigðum með að ekki ætti að heimila veiðar á þessu ári og gagnrýndu að þingsályktunartillaga um málið kæmi ekki fram fyrr en á síðustu dögum þinghaldsins. Umönnunar- og hjúkr- unarheimilið Skjól Ættingjar þvoi fatnað FRÁ 1. mars nk. þurfa aðstandendur vistmanna á umönnunar- og hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík að annast þvott á persónulegum fatnaði vistmanna, en að sögn Rúnars Brynj- ólfssonar, forstöðumanns Skjóls, hef- ur heimilið annast þvottinn til þessa og hefur fylgt því nokkur kostnaður. Rúnar sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri gert ráð fyrir kostnaði vegna þvottarins í tekju- framlagi ríkisins og þar sem nauð- synlegt væri að draga til hins ýtr- asta úr rekstrarkostnaði yrði að grípa til þess ráðs að láta aðstandendur vistmanna annast þvottinn. Hann sagði að slíkt fyrirkomulag tíðkaðist víðast hvar annars staðar á sambæri- legum vistheimilum. Hins vegar yrði áfram séð um allan þvott á því líni sem heimilið legði vistmönnunum til. Ný bifreiðaskoðun opnuð í marsmánuði BIFREIÐASKOÐUNIN, Athugun hf. skoðunarstofa, verður stofnuð á morgun og tekur til starfa í næsta mánuði að óbreyttu. Fyrir- tækið hefur sótt um faggildingu sem er undanfari þess að því verði veitt starfsleyfi af dómsmálaráð- herra. Fyrirtækið verður til húsa í Klettagörðum 11 í Reykjavík. Stærstu hluthafar hins nýja fyrir- tækis eru innlend trygginga- og olíufélög. Heildarfjárfestingin sem fyrirtækið ræðst í nemur 70-80 milljónum kr. og er þar innifalin 800 fermetra nýbygging sem reist verður í Klettagörðum. Stofnun fyrirtækisins hefur ver- ið í undirbúningi í eitt ár. Jóhann- es Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og segir hann hlutaféð vera 25 millj. kr. Stofn- endur fyrirtækisins eru tólf ein- staklingar og fyrirtæki, þ. á m. trygginga- og olíufélög, en Jó- hannes vildi ekki tilgreinaJtvaða fyrirtæki það væru. Athugun hf. hefur fengið bygg- ingarleyfí á aðliggjandi lóð í Klettagörðum og þar verður reist 800 m2 hús. Framkvæmdir heQast í vor. Kostnaðaráætlun við bygg- inguna er 40-50 millj. kr. Jóhann- es segir að bróðurparturinn af tækjakostinum sé þegar til staðar og annað sé á leiðinni. Starfsmenn verða átta. Lægra verð en keppinautarnir Jóhannes óttast ekki að mark- aðurinn sé mettur. „Við gerum okkur vonir um 20-25% markaðs- hlutdeild," segir Jóhannes. Verðskrá liggur ekki fyrir en Jóhannes segir að Athugun hf. verði samkeppnishæft sem þýði lægri verðskrá en hjá keppinautun- um. „Þessi stöð verður mun tölvu- væddari en hinar en það lágmark- ar villur í færslum og framkvæmd skoðana. Við höfum að sjálfsögðu aðgang að ökutækjaskrá en ekki aðgang til þess að breyta henni og framkvæma allar gerðir af skoðunum eins og þær eru fram- kvæmdar hjá Bifreiðaskoðun ís- lands. Bifreiðaskoðun hefur einka- rétt á umskráningum og með samningi við dómsmálaráðuneytið hefur fyrirtækið umsýslu með öku- tækjaskránni sem gildir til ársloka árið 2000,“ sagði Jóhannes. Veitti föður hættulegan áverka MAÐUR á fertugsaldri stakk föð- ur sinn með hnífi í bakið í gær á heimili þeirra í Reykjavík. Faðirinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Að sögn læknis er áverkinn lífshættulegur og var maðurinn á gjörgæsludeild. Talið er að sonurinn eigi við geðræn vandamál að stríða, að sögn lögreglu. Utanrikisráðherra á Alþingi Óruggt að EES-samn- ingur gildir áfram UTANRIKISRAÐHERRA segir að íslensk stjórnvöld þurfí ekki að eyða neinum efasemdum um að samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið sé áfram í gildi og sé mjög mikils virði fyrir þjóðina. Spuming- in snúist um það hvort áhrif EFTA- ríkjanna, á grundvelli samningsins, séu nú minni en áður þegar þau njóti ekki lengur atbeina þeirra EFTA-ríkja sem gengu í Evrópu- sambandið um áramótin. Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins spurði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra á Alþingi í gær hvort hann teldi samninginn um Evrópska efnahagssvæðið ekki vera orðinn einskis virði. Guðrún vitnaði í umræður á Evr- ópuþinginu á þriðjudag og sagði að þar hefði EES-samningurinn verið kallaður skrímsli og þingmenn sagt skýrt og skorinort að draga yrði úr áhrifum Noregs og íslands. EES ekki í hættu Jón Baldvin Hannibalsson sagði að niðurstaðan á Evrópuþinginu væri skýr, sú að EES-samningurinn væri ekki í hættu. Því hefði ekki verið Iýst yfir að menn á Evrópu- þinginu myndu beita sér fyrir upp- sögn á samningnum. Umræðurnar á Evrópuþinginu hefðu hins vegar snúist um að þau tvö EFTA-ríki, ísland og Noregur, sem eiga aðild að EES-samningn- um, gætu ekki gert ráð fyrir því að áhrif þeirra við undirbúning, mótun og ákvarðanatöku væru þau sömu og aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Við það gætu íslendingar ekki gert athugasemdir. Morgunblaðið/Knstinn Sflaveiðar í Seljahverfí SÍL AVEIÐ AR virðast enn stund- aðar af kappi hjá yngri kynslóð- inni þrátt fyrir gott framboð af annars konar dægrastyttingu innan dyra. Ekki þarf flókinn tækjabúnað til þess að leggja þá iðju fyrir sig og nóg að fá sigtið hennar mömmu lánað eða háfinn hans pabba til að fjarlægja sílin úr tjörninni sinni heim í stofu þar sem þeim verður væntanlega búið gott heimili. Þjóðvaki á Reykjanesi Samkomu- lagum efstu átta ÁTTA efstu sætin á framboðslista Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi voru samþykkt á fundi þjóðvakafólks í kjördæminu í gær. Ágúst Einarsson, ritari Þjóðvaka, verður í efsta sæti. Hann sagði í samtali við Morgunblað- ið að með samþykkt fundarins væri búið að setja niður deilur innan flokksins í kjördæminu, og hann horfði nú bjartsýnn til kosninga með sterkan lista. Njáll Harðarson, einn þeirra manna sem hafa verið ósáttir við sjávarútvegsstefnu Þjóðvaka, hefur sagt sig úr flokknum. Rætt var um sérframboð í Reykjanesi, næðust ekki sættir um sjávarútvegsmál. Kristján Pétursson einn hinna óánægðu sagðist í gær styðja Þjóð- vaka. Þótt hann og fleiri hefðu ekki viljað taka sæti á framboðslistanum vegna ágreinings væri fleira sem sameinaði en sundraði. Lilja og Jörundur í 2. og 3. sæti í öðru sæti lista Þjóðvaka á Reykjanesi er Lálja Á. Guðmunds- dóttir, kennari í Hafnarfírði, í þriðja Jörundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri í Vogum, í fjórða Bragi Sigurvinsson, starfsmaður álversins, Bessastaðahreppi, í fímmta Sigríður Sigurðardóttir, kennari í Kópavogi, í sjötta Þorbjörg Gísladóttir, húsmóð- ir í Hafnarfirði, í sjöunda Benedikt Kristjánsson, sjómaður í Kópavogi, og í áttunda sæti Jan Ingimundar- son, deildarstjóri í Mosfellsbæ. Lesendaþjónusta Morgnnblaðsins Spurt og svarað um tilvísunarkerfið HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hef- ur gefíð út reglugerð um tilvísun- arkerfi í heilbrigðisþjónustunni. Til að auðvelda lesendum að átta sig á þessari breytingu mun Morg- unblaðið taka á móti spumingum þeirra í síma 691100 milli kl. 10 og 11 árdegis, mánudaga til föstu- daga. Spumingunum verður kom- ið á framfæri við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, svo og Sér- fræðingafélag íslenzkra lækna, eftir því, sem efni þeirra gefur tilefni til og verða svörin birt svo fljótt sem unnt er. Lesendur geta beint spumingum sínum til annars hvors aðilans eða beggja ef því er að skipta. Nauðsynlegt er að nöfn og heimilisföng fylgi spurn- ingum lesenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.