Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 56
Arl hisaar hörf krisrur! RISC System / 6000 H <s> NÝHERJI 1 m HEWLETT PACKARD UMBOOIÐ HP Á ÍSLANOI HF Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGVR 16. FEBRÚAR 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Formaður KI eftir sáttafund í kennaradeilunni í nótt Ekkí talið útilokað að semjist fyrir verkfall ENGIN niðurstaða fékkst á sáttafundi kenn- arafélaganna og samninganefndar ríkisins sem lauk nokkru eftir miðnætti í nótt en samnings- aðilar sögðu að jákvæðara og afslappaðra and- rúmsloft hefði verið á fundunum í gær en oft- ast áður og ákváðu að halda áfram viðræðum kl. 10 í dag. Eríkur Jónsson, formaður Kenna- rasambands íslands, og Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, voru sam- mála um að talsvert bæri enn í milli aðila. Boðað verkfall kennara í KÍ og Hinu ís- lenska kennarafélagi í nær öllum grunn- og framhaldsskólum landsins hefst á miðnætti hafi samningar ekki tekist. Eiríkur sagðist Góður gangur í viðræðum landssambanda ASÍ og vinnuveitenda telja minni líkur en meiri á að tækist að ná samkomulagi áður en verkfall á að hefjast en hann sagðist þó ekki vilja útiloka að það tæk- ist. Þorsteinn Geirsson sagðist hafa trú á að aðilar reyndu að nálgast í dag. „Við höfum ekki leyst málið en við höldum áfram að ræða stóru atriði deilunnar," sagði hann. Afgreiðsla menntamálanefndar Alþingis á grunnskóla- frumvarpinu truflaði ekki viðræðurnar í gær. Samningafundum milli landssambanda ASÍ og samtaka vinnuveitenda var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Samningsað- ilar voru á einu máli um að góður gangur væri í viðræðunum og að þær þokuðust í rétta átt. Eingöngu var rætt um sérmál einstakra félaga og sambanda í gær. Voru fremur litlar líkur taldar á að samkomulag næðist í nótt en gert var ráð fyrir að fundum í dag. „Það hefur verið ágætur gangur í þessu. Þetta hefur verið með betri dögurn," sagði Björn Grétar S'æinsson, formaður V-MSÍ. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, sagði að samningsgerðin væri mjög flókin þar sem Morgunblaðið/Kristinn VÍGLUNDUR Þorsteinsson, i samn- ingaráði VSÍ, til vinstri, og Magnús L. Sveinsson, formaður V.R., ræddu málin i kaffihléi í Karphúsinu i gær. viðræður stæðu yfir við marga aðila um ólík sérmál þeirra og alls væri unnið að gerð átta samninga við landssamböndin. „Það er góður andi í þessu og því er ég bjartsýnn á að við séum að vinna okkur í átt að samkomulagi,“ sagði Magnús. Komust undan eftir sjoppurán í Leirubakka Ognuðu pari með linífum Mikið tjón Morgunblaðið/Knstmn LEIFUR Ársælsson, til hægri, eigandi söluturnsins virðir fyrir sér peningakassann sem var gjörónýtur eftir að ræningjarnir höfðu brotið hann upp til að komast yfir 50-60 þús. kr. Jöklar, DNG og Malning keyptu Slippstöðina Gengu að tilboði Landsbankans Akureyri. Morgunblaðið. JOKLAR hf. dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, DNG, rafeindaiðnaður í Glæsibæj- arhreppi og Málning hf. í Reykjavík keyptu meirihluta hlutabréfa í Slippstöðinni-Odda hf. _á Akureyri í gær af Landsbanka íslands sem enn er stærsti einstaki eigandi Slippstöðvarinnar-Odda. Engar stórvægilegar breytingar á næstunni Þessi þrjú fyrirtæki tryggðu sér kaup á meirihluta í Slippstöðinni- Odda hf. í janúar, er þau sendu Landsbankanum tilboð í hlutabréf- in. Bankinn gerði fyrirtækjunum gagntilboð og rann frestur til að svara því út í gær, en fyrirtækin þijú gengu að gagntilboði bankans. Kristján Eldjám Jóhannesson framkvæmdastjóri DNG sagði að samningar um kaupin hefðu verið undirritaðir í gær, en enn hefði ekki verið rætt nákvæmlega um framhaldið. Hann sagði að sam- kvæmt ósk Landsbankans yrði kaupverðið ekki gert opinbert. „Það verða engar stórvægilegar breyt- ingar gerðar á næstunni, það er verið að gera það sem hægt er til að ná þessum rekstri upp og við munum halda áfram á sömu braut,“ sagði Kristján. Hann sagðist vera bjartsýnn, nýtt hlutafé kæmi nú inn í rekstur- inn sem létti á fjárhagsstöðu fyrir- tækisins. „Þetta er engin uppgripa- rekstur, hann hefur verið erfiður og verður það sjálfsagt áfram, en við gerum ráð fyrir að hægt og sí£andi muni hann rétta úr kútn- um.“ ÓGNAÐ af ræningjum: Inga Þóra Jónsdóttir og Snorri Snorrason á heimili hennar um miðnætti í nótt. TVEIR grímuklæddir menn vopnaðir hnífum frömdu rán og ógnuðu fimmtán ára gamalli afgreiðslustúlku og kærasta hennar í söluturnin- um í Leirubakka í Breiðholti laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi. Mennirnir brutu upp sjóðvél og höfðu á brott með sér sölu dagsins, á milli 50 og 60 þúsund krónur. Lögreglan notaði hund til að rekja slóð mannanna að Bíóhöllinni í Mjódd en þeir komust undan. „Ég sat inn af sjoppunni og þeg- ar ég heyrði útidyrnar opnast fór ég fram. Ég sá stóran strák í svört- um fötum með grímu fyrir andlitinu og hann kom að mér með hníf á lofti og heimtaði af mér peninga. Ég öskraði upp og hljóp á bak við og lokaði mig af inni á lagernum. Ég hélt hurðarhúninum uppi en hann barði á hurðina og reyndi að komast inn,“ sagði Inga Þóra Jóns- dóttir. Beðið við bíóið Kærasti hennar, Snorri Snorra- son, 17 ára, var allan tímann frammi í söluturninum og var honum skipað að opna sjóðvélina. „Ég sagðist ekki kunna á kassann og þá ýtti hann mér til og otaði að mér hnífnum. Svo braut hann upp kassann með hnífnum og skipaði mér að koma ekki nálægt sér. Hann tók alla pen- ingana og spurði hvar væru meiri peningar og hélt áfram að ota að mér hnífnum og hrinda mér. Svo ákváðu þeir að fara og brutu um leið glerborð. Þetta voru 17-20 ára gamlir strákar,“ sagði Snorri. Lögreglan kom með sporhund á vettvang og eftir að hafa þefað af fötum, sem ræningjarnir fleygðu á flóttanum, tók hann strikið að Bíó- höllinni. Þegar sýningum lauk klukkan rúmlega 1 í nótt beið lög- reglan fyrir utan, auk þess sem Inga Þóra og Snorri höfðu verið fengin á staðinn til að reyna að bera kennsl á mennina þegar þeir kæmu út. Það bar ekki árangur. 165 sóttu um 8 stöður FRESTUR til að sækja um átta til tíu stöður flugmanna hjá Flugleiðum rann út í gær. 165 aðilar sendu inn umsóknir. Umsækjendunir verða látnir gangast undir próf á næstu dögum og að þeim loknum verður ráðið í stöðurnar. Þorskkvóti boðinn upp 50 TONNA þorskkvóti togarans Más frá Ólafsvík var boðinn upp á Fiskmarkaði Breiðafjarðar í gær- kvöldi og seldist hann á tíu mínút- um. Þetta er í fyrsta sinn sem kvóti er boðinn upp á þennan hátt og var húsfyllir í sal fiskmarkaðarins. Fyr- ir kvótann fékkst að meðaltali 87 kr. fyrir kg, eða rúmar 4,3 milljón- ir kr. fyrir 50 tonnin, en heimamenn einir fengu að bjóða í kvótann. Tryggvi Leifur Óttarsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Breiðafjarðar segir að þetta hafi verið tilraun og teljist árangurinn af uppboðinu fullnægjandi sé ekki loku fyrir það skotið að meiri kvóti verði boðinn upp. Húsfyllir og gott betur Kvótinn var í eigu útgerðarfé- lagsins Snæfellings sem er í eigu Snæfellsbæjar. „Eg held að flestir hafi verið sáttir við framkvæmdina. Það var húsfyllir og gott betur og margir sem buðu í kvótann," sagði Tryggvi Leifur. Kílóið af þorski á kvótamörkuð- um hefur selst á allt að 90 kr. og segir Tryggvi Leifur að fyrirkomu- lagið sem haft var við uppboðið í Ólafsvík leiði til mun eðlilegri verð- myndunar en á kvótamörkuðunum. „Þar hringja menn sitt og hvað og bjóða kvóta á einni krónu hærra en sá sem þeir töluðu við fyrir einni mínútu hafði boðið. Þannig hafa kvótaviðskiptin farið fram og þess vegna hafa þau farið úr böndunun. Á uppboðinu sitja allir við sama borð og vita hvað sessunauturinn er að bjóða,“ sagði Tryggvi Leifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.