Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Samanburður á útgjöldum til fjárhagsaðstoðar í fjórum bæjarfélögum
Lægst útgjöld á Akureyri
ÚTGJÖLD vegna fjárhagsaðstoðar hafa vaxið
ört á Akureyri, eða ríflega tvöfaldast á slðustu
fjórum árum. Þau eru þó mun lægri á hvem
íbúa en er í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík.
Útgjöld á hvern íbúa á Akureyri voru 1.623
krónur árið 1994, eða 90% af því sem er í Kópa-
vogi, um 60% af aðstoðinni í Hafnarfirði og ein-
ungis um 30% af því sem er í Reykjavík.
Fjöldi þeirra sem sækir um fjárhagsaðstoð sem
hlutfall af íbúafjölda bæjanna var einnig lægstur
á Akureyri, eða 1,85%, en var á samatíma 1,92%
í Hafnarfirði, 1,97% í Kópavogi og 2,84% í
Reykjavík.
Upphæð meðaltals aðstoðar á hvern viðtak-
enda fjárhagsaðstoðar var lægst á Akureyri, eða
um 69 þúsund krónur, 79 þúsund krónur í Kópa-
vogi, eða 14% hærri, 116 þúsund krónur í
Hafnarfirði, sem er 68% hærri upphæð og 156
þúsund krónur í Reykajvík, eða 126% hærri
upphæð að meðaltali en á Akureyri.
Óformlega hjálparkerfið
Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um
úttekt á ijárhagsaðstoð á Akureyri. Höfundamir,
Amar Ámason endurskoðandi og Bragi Guð-
brandsson félagsfræðingur, segja skýringar á
þessu margar. Þeir sem standa höllum fæti sækja
á höfuðborgarsvæðið, einkum til Reykjavíkur, þar
sem aðgangur að heilbrigðisþjónustu og félags-
legri aðstoð er greiðari en á landsbyggðinni, þann-
ig að einkenni borgarlífs með sín félagslegu
vandamál séu til muna meiri en á Akureyri.
Stofnanir og önnur þjónusta fyrir sjúka, ekki
síst áfengissjúka og þá sem eiga við geðræn
vandamál að stríða, sé þar að finna sem skýri
sérstöðu Reykjavíkur hvað fjárhagsaðstoð varðar
og að nokkru leyti nágrannabæjanna. Þá megi
einnig ætla að íbúar Akureyrar hafi um margt
meiri bjargir en höfuðborgarsvæðið og gera
skýrsluhöfundar ráð fyrir að hið óformlega hjálp-
arkerfi, fjölskylduböndin og náungahjálpin, séu
áhrifameiri á Akureyri en í höfuðborginni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Loðna í Krossanes
eftir 5 mánaða hlé
10% atvinnulausra
leita aðstoðar
Hátíðarsýn-
ingar LA
FORSETI íslands frú Vigdís
Finnbogadóttir verður gestur á
tveimur sýningum hjá Leikfélagi
Akureyrar um komandi helgi.
Á laugardagskvöld á sýning-
unni Óvæntri heimsókn eftir J.
B. Priestley undir leikstjóm
Hallmars Sigurðssonar og á
sunnudag á leikritinu Á svörtum
fjöðrum eftir Erling Sigurðar-
son, sem frumsýnt var á aldaraf-
mæli Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi, en verkið er unnið
upp úr ljóðum skáldsins. Mörg
sönglög við ljóð Davíðs eru flutt
í sýningunni.
Sýningum fer að ljúka á báð-
um þessum verkum, en Óvænt
heimsókn var jólaleikrit félags-
ins.
Ráðinn lektor
INGÓLFUR Ásgeir Jóhannes-
son hefur verið ráðinn lektor í
uppeldisgreinum við kennara-
deild Háskólans á Akureyri.
Ingólfur er fæddur 1954 á
Akureyri en ólst upp í Mývatns-
sveit. Hann lauk BA-prófi í
sagnfræði og uppeldisfræði frá
HI 1979, cand. mag.-prófí í
sagnfræði 1983 og doktorsprófi
frá kennaramenntunardeild
Wisconsin-háskóla 1991. Rann-
sóknir hans hafa verið á sviði
skólasögu og menntastefnu.
I Háskólanum á Akureyri
mun Ingólfur einkum kenna
námskrár- og námsefnisgerð,
kennslufræði og skólaþróun, en
einnig aðrar greinar eftir þörf-
um og taka þátt í mótun og
uppbyggingu kennaradeildar.
Hann hefur störf við skólann
1. ágúst.
Þjóðvaki um ÚA-mál
Harmar útibú
í stað höfuð-
stöðva
Á FUNDI kjördæmisráðs Þjóð-
vaka í Norðurlandskjördæmi
eystra sem haldinn var um helg-
ina var samþykkt ályktun þar
sem furðu er lýst yfir því af-
nagi sem fram hefur komið á
Alþingi vegna flutnings emb-
ættis veiðistjóra til Akureyrar.
Þá harmaði fundurinn að
Eyjafjarðarsvæðið sem er eina
mótvægi við höfuðborgarsvæð-
ið skuli þurfa að búa við útibú
varðandi þróun og sölu fiskaf-
urða, þegar höfuðstöðvar voru
í boði.
„Þjóðvaki telur að kjark og
framsýni þurfi I málefnum
landsbyggðarinnar. Ný tæki-
færi til atvinnu og uppbygging-
ar skapast ekki meðan ráða-
menn ríghalda í óbreytt
ástand," segir í ályktun fundar-
ins.
STARFSMENN Krossanesverk-
smiðjunnar voru kátir í gær, en
þá kom Sigurður RE með um
1.250 tonn af loðnu sem landað
var hjá verksmiðjunni. Þetta er
fyrsta loðnan sem berst að landi
á Krossanesi í fímm mánuði en
fyrir utan smáslatta síðla haust
var loðnu síðasta landað hjá
verksmiðjunni í septemberbyrj-
un.
Jóhann Pétur Andersen,
framkvæmdastjóri Krossanes-
verksmiðjunnar, sagði menn
ánægða með að fá loðnu til
vinnslu á ný, en síðustu mánuði
hefur verið unnið að viðhaldi í
verksmiðjunni og eins var sett-
ur upp hrognatökubúnaður þar.
Stór og falleg loðna
„Mér sýnist þetta vera ágætis
loðna, hún er stór og falleg,“
sagði Jóhann Pétur um loðnu-
farminn sem allur fer í bræðslu
en um tvo og hálfan sólarhring
tekur að vinna það magn sem
Sigurður RE kom með í gær.
Um framhaldið sagði fram-
kvæmdastjórinn erfítt að segja,
engin skip væru á leiðinni „það
er ekkert öruggt í þessum efn-
um,“ sagði hann og bætti við að
veiði væri treg þessa stundina.
TÆPLEGA 10% þeirra sem eru á
atvinnuleysisskrá sækja um fjár-
hagsaðstoð hjá Félagsmálastofnun
Akureyrar að því er fram kemur í
úttekt á fjárhagsaðstoð bæjarins sem
Arnar Ámason endurskoðandi og
Bragi Guðbrandsson félagsfræðing-
ur gerðu fyrir bæjarráð.
Fram kemur að vaxandi ásókn í
fjárhagsaðstoð megi einkum skýra
með auknu atvinnuleysi. Til að varpa
skýrara ljósi á stöðu skjólstæðinga-
hóps Félagsmálastofnunar var leitað
eftir ítarlegum upplýsingum frá um-
sækjendum um fjárhagsaðstoð frá
16. nóv. til 15. des. 1994.
Helmingur með bótarétt
Ríflega helmingur þeirra sem leit-
aði eftir aðstoð hafði verið atvinnu-
laus í meira en ár og nærri 80%
höfðu verið atvinnulausir í meira en
hálft ár. Aðeins helmingur atvinnu-
lausra höfðu bótarétt, en meirihlut-
inn hafði börn á framfæri.
Tæplega 90% þeirra sem sóttu um
aðstoð höfðu notið fjárhagsaðstoðar
SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir forseti
bæjarstjórnar Akureyrar og formað-
ur félagsmálaráðs sagðist ánægð
með skýrslu um úttekt á fjárhagsað-
stoð Akureyrarbæjar, en þar hefði
verið staðfest að sterk fylgni sé milli
aukningar atvinnuleysis og vaxandi
fjárhagsaðstoðar.
Nú sæju menn fram á bjartari tíma
I atvinnumálum m.a. I kjölfar þátt-
töku Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna í atvinnulífinu og mætti því
ætla að útgjöldin færu lækkandi.
Sigfríður benti á að útgjöidin væru
lægst á hvem íbúa á Akureyri við
samanburð íjögurra stærstu bæjar-
félaga landsins, eða tæplega 1.700
krónur á meðan þau væru um 5.500
krónur á íbúa I Reykjavík.
Félagsmálastofnunar áður, þar af
15% í meira en ár og þriðjungur í
hálft til eitt ár.
Tveir þriðju hlutar skjólstæðinga
stofnunarinnar voru ýmist atvinnu-
lausir, höfðu verið það á síðustu
tveimur árum, áttu maka sem var
atvinnulaus eða höfðu hlutastarf.
Um 25% skjólstæðinganna voru ör-
yrkjar eða sjúklingar en í þeim tilvik-
um er fjárhagsaðstoðin viðbót við
bætur frá Tryggingastofun ríkisins.
15% langtíma-
atvinnulausra sækja um
Þegar bornar voru saman atvinnu-
leysistölur og fjöldi þeirra sem voru
atvinnulausir og sóttu um ljárhags-
aðstoð hjá stofnuninni kom í ljós að
tæplega 10% þeirra sem voru á at-
vinnuleysisskrá sóttu um fjárhagsað-
stoð. I lok október á síðasta ári voru
121 á atvinnuleysisskrá sem verið
höfðu lengur en eitt ár án atvinnu,
en 18 þeirra sóttu um aðstoð. Því
megi ætla að um 15% langtímaat-
vinnulausra sæki um fjárhagsaðstoð.
Neytendavæn
Þá hefði verið ánægjulegt að sjá
hversu fjárhagsaðstoð hefði verið
hagstæð skjólstæðingum. „Þrátt fyr-
ir að við séum „neytendavæn" hefur
starfsfólk Félagsmálastofnunar sýnt
mikla ráðdeild og aðhalds er gætt í
hvívetna. Með það er ég mjög
ánægð,“ sagði Sigfríður.
Hún sagði að skýrslan yrði rædd
í bæjarráði _og í félagsmálaráði á
mánudag. Hún auðveldaði stjórnend-
um bæjarins að átta sig á umfangi
vandans og vinna að lausn hans.
Benti hún á mikilvægi þess að slíkar
kannanir yrðu gerðar í fleiri sveitar-
félögum og taldi eðlilegt að félags-
málaráðuneyti beitti sér fyrir því.
Formaður félagsmálaráðs um fjárhagsaðstoð
Sterk fylgni atvinnu-
leysis og aðstoðar
Fiarlægið alla lausa fitu af lærinu. Stingið smá göt í lærið en hafið
götin eins lítil og unnt er og ekki djúp heldur rétt aðeins undir himnuna.
Stingið hvltlauksflís og steinselju í hvert gat. Nuddið matarolíuna vel inn
í lærið og kryddið það með rósmarín, salti og pipar. Lærið er nú geymt
f stofuhita í 2 klst. en best er þó að geyma það í kæliskáp yfir nótt.
Hitið ofninn í 175° C. Steikið lærið í u.þ.b. 11/2-2 klst., snúið því einu
sinní eða tvisvar.
Lambalæri 2-2 1/2 kg
4 hvftlauksrif, skorin eftir
endilöngu f þunnar flísar
1 búnt söxuð steinselja
1 msk. matarolfa
2 tsk. rósmarín
salt og hvitur pipar
■
ífor/(mr/k(m:u