Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D traiuililaMfe STOFNAÐ 1913 39. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samíð um vopna- hlé í Tsjetsjníju Moskvu. Reuter, HERSVEITIR Rússa og Tsjetsjena sömdu í gær um vopnahlé sem á að gilda í tvo sólarhringa. Yfírmenn herja Rússa og Tsjetsj- ena komu saman S Ingúshetíu, ná- grannahéraði Tsjetsjníju, og tilkynntu að vopnahlé, sem næði til allra vopna, tæki gildi kl. 21 í gær að íslenskum tíma. Frekari viðræður hæfust síðan að nýju á morgun, föstudag. Fréttastofan Interfax sagði að einnig hefði náðst samkomulag um að hersveitirnar myndu skiptast á látnum og særðum hermönnum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, flytur í dag stefnuræðu sína á rúss- neska þinginu og búist er við að hann reyni að gera hlut sinn í mistök- um rússneska hersins í Tsjetsjníju sem minnstan. ¦ Erum ekki að reyna/18 Willy Claes víttur Brussel. Reuter. WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur sætt harðri gagnrýni nokk- urra NATO-ríkja vegna ummæla hans þess efnis að Vesturlöndum stafaði jafn mikil ógn af íslömskum bókstafstrúarmönnum og kommún- ismanum á sínum tíma. Heimildarmenn í Brussel segja að sendiherrar Frakklands, Spánar, Grikklands og Bretlands hafí látið í ljós óánægju með ummælin á fundi í Brussel í síðustu viku. Þeir hefðu látið í ljós áhyggjur af því að Claes kynni að hafa skaðað áform NATO um að hefja viðræður við Norður- Afríkuríki um öryggismál þessa heimshluta, hann hefði búið til „múslimagrýlu". Ógn af múslimum Claes lét svo um mælt í viðtali við þýska dagblaðið Siiddeutsche Zeitung að íslamskir bókstafstrúar- menn væru að minnsta kosti jafn mikil ógn og kommúnistaríkin á sínum tíma. Hann hefur síðan mild- að tóninn í viðtölum við bresk og belgísk dagblöð, sleppt samanburð- inum við kommúnismann en áréttað að bandalaginu stafáði mikil ógn af herskáum múslimum. Reuter Upp úr sauð í Dublin EFASEMDIR komu fram í gær- kvöldi um að Englendingar gætu sinnt hlutverki gestgjafa loka- keppni Evrópumeistaramótsins í knattepyrnu á næsta ári vegna skrílsláta enskra knattspyrnu- bullna á landsleik íra og Englend- inga í Ðublin í gærkvöldi. Meðal þeirra sem hvöttu til þess að enska knattspyrnusambandið afsalaði sér mótinu var Alan Mullery fyrr- verandi landsliðsfyrirliði. Dómari flautaði leikinn af eftir 27 mínútur er enskir stúkugestir létu drasli rigna yfir írska áhorfendur. Hópi nýnasista var kennt um ólætin. Upp úr sauð er írar skoruðu mark eftir 20 mínútna leik. Til mikilla átaka kom. Á stóru myndinni láta þrír Englendingar höggin dynja á írskum áhorfanda. Á efri mynd- inni fleygir ein bullan bekkjarbaki út yf ir leikvanginn úr efri stúku. Má sjá nýnasistamerki á enskum f ána. Á minnstu myndinni er gert að sárum írsks knattspyrnugests. Atvikið á sér stað á sama tíma og sambúð írskra og breskra yfir- valda hefur batnað. Við upphaf leiksins var enski þjóðsöngurinn l.a.m. leikinn í Dublin í fyrsta sinn í aldarfjórðung. ¦ MartröðíDublin/Dl Bönnum á Serbíu aflétt? Sarajevo. Reuter. STORVELDIN eru reiðubúin að bjóða Júgóslavíu, þ.e. sambands- ríki Serbíu og Svartfjallalands, að aflétt verði viðskiptabanni á ríkið gegn því að það taki upp stjórn- málatengsl við Króatíu og Bosníu. Heimildarmenn í París sögðu í gær að tillaga þessa efnis yrði lögð fyrir Slobodan Milosevic Serbíufor- seta í vikunni. Taki Milosevic boðinu verður það reiðarslag fyrir þjóðbræður Serba í Bosníu sem neita að sam- þykkja friðartillögur fimmveld- anna, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Þýska- lands. Sama er að segja um Serba í Króatíu sem berjast gegn stjórn- inni í Zagreb. Ákalla Milosevic Báðir hóparnir hafa að undan- förnu hvatt Milosevic til að slaka ekki til 1 þessum málum. Einnig hafa þeir sárbænt þjóðbræður sína í Belgrad um að aflétta viðskipta- banni sem Milosevic setti á Bosníu- Serba og Króatíu-Serba gegn því að fá viðskiptaþvingunum Samein- uðu þjóðanna aflétt að hluta. Kim sást hvergi Tókýó. Daily Telegraph. KIM Jong-il sást hvergi við mikil hátíðahöld í Norður-Kóreu í gær í tilefni 53 ára afmælis hans, sem er í dag. Þetta varð til þess að stjórnmála- skýrendur veltu því fyrir sér hvort hann væri raunverulega við völd í ríkinu rammlokaða. Enn hefur Kim hvorki verið útnefndur forseti Norð- ur-Kóreu né formaður kommúnista- flokksins. Skýringin kann að vera sú, að opinberri þjóðarsorg vegna andláts föður hans Kims Il-sungs, í fyrrasumar, hefur ekki verið aflétt. Blóðnasir frá Bush Indian Wells. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og forverar hans Gerald Ford og George Bush tóku þátt til gamans í Bob Hope-golfmótinu í Kaliforníu í gær. Viðvanings- bragur var á leik þeirra og áhorfendur í stórhættu er þeir slógu teigskot sín. Voru þeir berskjaldaðir og komust ekki í skjól fyrir högg- um forsetanna sem fóru allt annað en í rétta átt. Kúla Bush hrökk af tré í andlit konu sem hlaut fossandi blóðnasir. Clinton reyndist skástur þeirra og kom kúlunni í holuna á sjö höggum eða þremur yfír pari. Tímamótasátt um N-Mand Belfast. Reuter. BRESK og írsk stjórnvöld eru að leggja síð- ustu hönd á rammasamkomulag um Norður- írland eftir margra mánaða viðræður. Búist er við, að það verði kynnt á leiðtogafundi ríkj- anna innan skamms en meginefni þess verður líklega stóraukinn samgangur og samvinna milli írsku ríkjanna. Sir Patrick Mayhew, Norður-írlandsmála- ráðherra í bresku stjórninni, og Dick Spring, utanríkisráðherra írlands, skýrðu frá árangri viðræðnanna í gær og létu að því liggja, að boðað yrði til leiðtogafundar ríkjanna innan skamms. Mótmælendur uggandi Mótmælendur á Norður-írlandi óttast, að með samkomulaginu sé verið að færa lands- hlutann undir írland en Spring skoraði á þá í Búist við leiðtoga- fundi Breta og Ira innan skamms gær að bíða með að fordæma það þar til það hefði verið kynnt formlega. Bresk og írsk stjórnvöld hafa marglýst yfir, að engin breyting verði á Norður-írlandi nema með samþykki allra aðila og í tilkynningu þeirra nú sagði, að samkomuíagið væri fyrst og fremst hugsað sem viðræðugrundvöllur. Það gerir þó ráð fyrir, að. komið verði á fót sérstök- um stofnunum til að auka efnahagsleg sam- skipti írsku ríkjanna og ennfremur, að landa- mærin milli þeirra verði í raun lögð niður. Breska stjórnin hefur átt í könnunarviðræð- um við Sinn Fein, pólitískan srm IRA, írska lýðveldishersins, og nokkra hópa mótmælenda en stefnt er að viðræðum allra flokka um fram- tíð Norður-írlands. Helstu frammámenn í röð- um mótmælenda hafa hins vegar hótað að taka engan þátt í þeim. Einstakt tækifæri Fordæmdu þeir rammasamkomulagið, sem enn hvílir mikil leynd yfir, og sögðust óttast að það drægi verulega úr breskum yfirráðum, sem er eitur í beinum 60% Norður-íra. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hvatti sam- bandssinna í gær til þess að hundsa ekki fyrir- hugaðar viðræður því þá kynnu Norður-írar að missa af einstöku tækifæri til þess að binda endi á 25 ára átök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.