Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 38
+ Guðrún Krist- jana Guð- mundsdóttir var fædd á Seljum í Helgafellssveit 5. ágúst 1923. Hún lést á heimili sínu i Reylqavík 6. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Petrína Guð- laug Sæmundsdótt- ir kennari, f. 6.7. 1893, og Guðmund- ur Bjarni Halldórs- son bóndi og sjó- maður, f. 6.2. 1895. Systkini Guðrúnar voru: Vil- borg Kristín, Þorgerður, Sæ- mundur, kennari, og Halldóra. Tvö þeirra, Sæmundur og Hall- dóra, eru enn á lífi. Einkadóttir Guðrúnar er María Bjarnadóttir skrifstofu- maður. Faðir hennar lést af slysförum. Börn hennar eru Gunnar Þór Kjartansson, sem MÓÐURSYSTIR okkar systkin- anna, Guðrún Kristjana Guðmunds- dóttir, er látin. Lát hennar kom okkur ekki á óvart því Guðrún hafði lengi barist við illvígan sjúkdóm og það hafði verið ljóst í nokkum tíma, hvert stefndi. Síðustu dagana kom umræða um hina ýmsu afmælisdaga ættingja og vina stundum upp. Sér- staklega var henni 6. febrúar hug- leikinn því þessi dagur var nefnilega 100 ára ártíð Guðmundar Bjama, afa okkar, föður Guðrúnar. Við erum sannfærð um að það er engin tilviljun að þetta var einmitt dagur- inn sem hún kvaddi. Það er sennilega fátt sem reynir jafn mikið á innri styrk manna og það að þurfa að horfast í augu við dauðann. Guðrún sýndi það og sann- aði, að af innri styrk átti hún nóg. Á meðan á þessari erfíðu baráttu stóð og eftir að ljóst varð hvert stefndi, sýndi Guðrún einstakan kjark. Það var eins og ekkert hagg- aði henni, hún tók öllu sem upp kom með sama jafnaðargeðinu. Síðustu dagana dvaldi Guðrún á heimili sínu á Ásvallagötunni og naut þar frábærrar umönnunar dóttursonar síns, sem var henni stoð og stytta í veikindum hennar og vék vart frá henni síðustu dagana. Guð- rúnu var það ákaflega mikils virði að fá að dvelja á heimili sínu og talaði oft um það. Það má með sanni segja að Guð- rún hafi skilað sínu ævistarfi og gott betur. Hún lauk kennaraprófí 1954 og gerðist þá kennari í heima- byggð sinni og kenndi við bama- og miðskóla Stykkishólms til 1967. Það ár flutti hún með aldraða móð- ur sína til Reykjavíkur og kenndi við Árbæjarskóla til 1994. Alls spannaði kennaraferillinn því um 40 ár. Þeir skipta eflaust hundmð- um nemendumir sem minnast henn- ar með hlýhug og virðingu. Sumt fólk nýtur þess að hugsa um aðra og þannig var það með Guðrúnu. Það em ófáir ættingjamir sem hafa búið á heimili hennar til lengri eða skemmri tíma. Móðir hennar dvaldi á heimilinu uns yfír lauk, við bjuggum bæði hjá henni á meðan við stunduðum nám í menntaskóla og síðastliðin ár hefur fyrsta bamabamið, Gunnar Þór, búið hjá henni. Þó sorgin sé sár og söknuðurinn mikill lifir minningin um góða og hugrakka konu áfram. Við vottum Maríu dóttur hennar og bamaböm- unum báðum, Gunnari Þór og auga- steininum hennar og alnöfnu Guð- rúnu Kristjönu, einlæga samúð okk- ar. Bjarni og Hrönn. Guðrún Kristjana Guðmundsdótt- ir Iést á heimili sínu Ásvallagötu 17 hinn 6. febrúar sl. Kynni okkar hófust er hún fluttist til Reykjavíkur vestan úr Stykkishólmi með móður stundar nám í Há- skóla Islands, og Guðrún Kristjana, nemi í grunnskóla. Guðrún stundaði nám í Húsmæðra- skólanum á Staðar- felli 1944-1945. Hún vann á Vefn- aðarstofu Karólínu Guðmundsdóttur 1945-49. Landspróf tók hún utan skóla frá MR 1950 og kennarapróf 1954. Kennslu stundaði Guðrún við Barna- skóla Stykkishólms 1954-1967. Árið 1967 fluttist Guðrún til Reykjavíkur. Þar kenndi hún í Langholtsskóla árið 1967, en síðan í Árbæjarskóla frá 1969 og allt til starfsloka árið 1994. Utför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju i dag og hefst athöfnin kl. 15.00. sinni, Petrínu Sæmundsdóttur, og dóttur sinni, Maríu Bjamadóttur. Þá festu þær mæðgur kaup á íbúð á þriðju hæð í húsinu Ásvallagötu 17. Ásvallagatan var Guðrúnu að góðu kunn. Þar hafði hún unnið áður um fjögurra ára skeið, árin 1945 til 1949. Sló hún þá vefínn handan götunnar undir handleiðslu merkiskonunnar Karólínu Guð- mundsdóttur vefkonu, er veitti þar forstöðu vinnustofu af miklum myndarskap. Var þeim Karólínu vel til vina og mat Guðrún hana mikils. Við komu Petrínu, Guðrúnar og Maríu í húsið við Ásvallagötu 17 árið 1967 var stofnað til kynna, sem aldrei bar skugga á. Um hartnær tveggja áratuga skeið höfðum við Guðrún dagleg samskipti. Leiðin milli þriðju og fjórðu hæðar var greiðfær og sporin mörg milli hæð- anna. Kynslóðabil var óþekkt orð á heimilum okkar. Innan veggja undu sér fjórir ættliðir í sátt og samlyndi. Ég átti margt sporið til Guðrúnar minnar, að fá tilsögn í ýmsum fræð- um kvenlegra dyggða. Þar vantaði mig margt að vita^ sem hún fræddi mig svo vel um. I hennar húsi og nærveru var gott að sitja og fræð- ast. Hlusta á þýðu, fallegu röddina. Svo sefandi og gefandi. Það, sem einkenndi framkomu Guðrúnar var kurteisi, alúð og hlýja. Afskiptasemi og áreitni var henni vfðs fjarri. Guðrún stundaði kennslu hér í Reykjavík frá árinu 1967. María dóttir hennar var við nám í Verslun- arskólanum. Þegar þær mæðgur, Guðrún og María, voru að heiman við kennslu og nám var mér tíðgeng- ið niður stigann til Petrínu, okkur báðum til ánægju. Margir dagar er við nutum samvista eru mér ógleym- anlegir. í einu horni stofunnar stóð gamla hljóðfærið hennar Petrínu, orgelharmónium. Nærveru þess fylgdu svo margar minningar frá fyrri tíð, um ljúfar stundir við söng og hljóðfæraleik í kirkjunni í Bjam- arhöfn, þar sem Petrína lék á orgel og stjómaði söng, og á heimili þeirra mæðgna í fögmm sveitum við Breiðaíjörð. Guðrúnu fórst kennsla vel úr hendi. Hún fetaði í fótspor móður sinnar, sem stundað hafði bama- kennslu í breiðfírskum sveitum. Guðrún var einkar fróðleiksfús og notaði hvert tækifæri er gafst til þess að afla sér frekari menntunar. Sótti námskeið í ýmsum greinum er snertu starf hennar og hugðar- efni. Þótt Guðrún stundaði dag hvern lýjandi kennslu þá blasti hvar- vetna við á heimili hennar afrakstur iðjusemi hennar. Aldrei féll henni verk úr hendi. Guðrún lét sér annt um allar lif- andi verur. Blómin, sem hún rækt- aði á heimili sínu og sendu angan sína um vistarvemr allar, vom rækt- uð af skilningi á að allt sem lifír þarf næringar og umhyggju við. Litli heimlisvinurinn þeirra, fjór- fættur, fór aldrei varhluta af þeirri umhyggju, sem þeim öllum var sannarlega í blóð borin. Samheldni einkenndi sambúð mæðgnanna og mikil var gleði þeirra er sonur Maríu, Gunnar Þór Kjartansson, fæddist árið 1969 og setti svipmót bernsku og æsku á heimilisbraginn. Gunnar Þór stund- ar nú nám í Háskóla íslands. María, dóttir Guðrúnar, stofnaði sitt eigið heimili. Hún eignaðist dótt- ur, er hún skírði nafni móður sinnar. Stúlkan fæddist á afmælisdegi ömmu sinnar, hinn 5. ágúst 1984, og heitir Guðrún Kristjana. Var hún sannur sólargeisli í lífí ömmu sinnar. Bömin þijú, María, einkadóttir og samheiji móður sinnar, böm hennar, Gunnar Þór og Guðrún Kristjana, áttu allan hug góðrar og sannrar móður. Velferð þeirra allra var henni hjartans mál. Innilegar samúðarkveðjur. Birna Jónsdóttir. Nú legg ég augun aftur, 0, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku Gunna frænka. Nú ert þú farin líka til Guðs eins og hún amma Stína okkar. Við söknum þín sár- Iega. Þú sem varst svo blíð og góð við okkur og gafst okkur „ömmu“- hlýjuna þína. En við trúum því að núna séu þrautirnar á enda og vitum að nú ert þú í faðmi foreldra og systra. Elsku Gunna frænka, bestu þakk- ir fyrir allt. Karen Lilja, Eva Sóley, Ágúst Ævar, Brynjar Þór, íris Rut og Davíð Omar. Hún lét ekki mikið yfír sér í lífinu hún Guðrún Kristjana. Við vomm samtíða í „Bekknum" í Kennara- skólanum, þar sem hvert stórveldið af öðru gekk um sali og lét ljós sitt sjaldnast undir mæliker. Hún barst ekki mikið á eða tranaði sér fram þar frekar en annars staðar í lífínu. Lágvaxin, nett og óvenju fínleg fýlgist hún gjaman með uppsteyt og krakkapörum okkar hinna með móðurlegt bros á vör en hlátur- neista í augum. Enginn skyldi þó halda að þar hafí farið skaplaus kona. Síður en svo. Þessi fínlega kona, töluvert eldri og reyndari en við hin, hafði hlotið mikla skapprýði og sálarhreinleika í vöggugjöf. Guðrún hefur löngum minnt mig á snjótitlinginn í Kristni- haldi Kiljans — fuglinn litla sem óhaggaður stendur af sér veður- haminn. „Hann beitir þessu veik- byggða höfði mót veðrinu, með gogginn við jörð, leggur vængina fast uppað síðunum, en stélið vísar upp; og veðrið nær ekki taki á hon- um heldur klofnar. Jafnvel í verstu hrinunum bifast fuglinn ekki ...“ Ótrúleg seigla og æðruleysi eim kenndi frá upphafi fas þessarar hógvæm konu. Meðan við hin vomm upptekin af að slíta barnsskónum, uppfull af unglingalátum, stöðugt að gera okkur eitthvað til gamans, oft öðr- um til ama, var hún að standa af sér veðurham lífsins. Snemma þurfti hún að rækta með sér seigluna og varð því samferða- fólki sínu góð fyrirmynd til orðs og æðis. Hún varð auðvitað farsæll kennari. Guðrún var eina einstæða móðirin í hópnum og mér er til efs að við hin höfum verið okkur meðvituð um hvað það innibar. Hún bar enda aðstæður sfnar hvorki fyrr né síðar á torg. Einhverra hluta vegna myndaðist trúnaður með mér og henni. Ég, óreynd stelpan, fékk að deila með Guðrúnu hversu það reyndi á and- legan styrk hennar að verða að koma litlu stúlkunni sinni fyrir á vöggustofu. Hún átti einskis annars úrkosta til að geta gert hvort tveggja í senn, að elska litlu stúlk- una sína og búa þeim jafnframt betri framtíð með skólamenntun. Starfsnámið vafðist hins vegar aldr- ei fyrir Guðrúnu enda námsfús og eðlisgreind. Einn ljóður á ráði þessarar konu var að hún dekraði örugglega ekki nóg við sjálfa sig þegar tilveran gaf tilefni til. Við bekkjarsystkinin hittumst sl. vor til að skemmta sjálfum okkur, ærslast og falla í fortíðartrega. Með harðfylgi tókst að fá hana með. Hún hafði örugglega gaman af þegar til kom, ekki síst kjánalátum okkar „krakkanna". Nokkrir æringjanna úr hópnum eru þegar farnir og nú mun Guðrún ekki ærslast með okk- ur oftar. Við töluðum saman nokkrum dögum áður en hún dó. Merkileg reynsla eins og jafnan að eiga við hana orðastað. Guðrún, af hjarta lítillát og gjafmild á manngæsku sína, átti svo auðvelt með að tala fallega við fólk. Við vissum báðar að við vorum að kveðjast. Hún full- vissaði mig hins vegar um að hún væri sátt við allt og alla og það sem meira var, hún væri svo glöð. „Ella mín, mér líður í raun svo vel að ég á erfítt með að trúa að ég sé svona veik.“ Svo skildum við á léttu nótun- um, en með kærleikum og bestu kveðjum til allra. Hún var sjálfri sér lík til hinstu stundar. Við félagar í beklqarfélaginu „Neista" kveðjum vinkonu okkar, sómakonuna Guðrúnu K. Guð- mundsdóttur, hinstu vinarkveðju. Megi blessun fylgja minningu henn- ar og eftirlifandi ástvinum. F.h. Bekkjarfélagsins „Neista", Elín G. Olafsdóttir aðst. skólastýra Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta' skalt. (V. Briem.) Okkur kennara og nemendur í 3.K.V. í Árbæjarskóla langar með örfáum orðum að minnast Guðrúnar Guðmundsdóttur sem nú er látin. Guðrún var kennari okkar í 2. bekk og betri kennara en hana er varla hægt að hugsa sér í upphafi skóla- göngu. Hún skildi vel þarfir lítilla barna og gat auðveldlega leyst úr sérhveij- um ágreiningi með bros á vör án þess að á neinn væri hallað. Hún var mjög bamgóð og frá henni geisl- aði hlýja enda átti hún auðvelt með að sýna okkur væntumþykju. Guðrún hætti kennslu síðastliðið vor og er sorglegt að hún skyldi ekki fá að lifa lengur til að njóta elliáranna eftir langan og farsælan starfsdag. Fjölskyldu hennar vottum við samúð og biðjum Guð að blessa og styrkja hana í þessari raun. Nemendur og kennari í 3.K.V. Hún Guðrún okkar er horfín. Þegar hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir sl. vor átti hún að baki meira en 40 ára feril sem kennari. Haustið 1969 hóf hún störf við Árbæjarskóla og naut frá upphafi þeirrar vegsemdar að vera aldurs- forseti hópsins og margt gátum við af henni lært. Hún átti alltaf til hlý orð og góðar ráðleggingar. Hún var verðugur fulltrúi þess hljóðláta hóps sem sinnir skyldum sínum af kost- gæfni og alltaf lætur annarra þarf- ir ganga fyrir sínum eigin. Guðrún var mjög góður kennari og naut ástar og virðingar nemenda sinna. Hún var sérlega lagin við að hjálpa þeim sem meiri aðstoð þurftu en aðrir og í allmörg ár sinnti hún sérkennslu jafnframt almennri bekkjarkennslu. Orð einnar móður- innar lýsa best viðhorfí foreldranna til hennar. „Hún Guðrún kennir með hjartanu," sagði hún. í bekkj- um Guðrúnar var allt í röð og reglu og með föstu sniði. Ekki stjórnaði 38 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MINWIIMGÁR GUÐRÚN KRISTJANA G UÐMUNDSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ hún þó með hávaða og fyrirgangi, öðru nær. Forfallakennurum þótti gott að koma inn í bekkina hennar því þar var slík regla á hlutunum að bömin gátu auðveldlega sett við- komandi inn í málin. Eins var því við bmgðið hve gott var að taka við bekk af Guðrúnu en hún kenndi eingöngu yngri bömunum. Guðrún gerði kröfur til nemenda sinna bæði hvað varðaði nám og fram- komu en ekki voru stóryrðin þótt ólátagosar ættu í hlut. „Hann er hlunkur," var það sterkasta sem hún kvað að orði. Einu sinni var Guðrún að fara með bekkinn sinn á bókasafnið og voru börnin ekki nógu prúð að hennar mati. Hún byrsti sig svo um munaði og þeir sem heyrðu hrukku við en umvönd- unum hennar lauk með þessum orð- um. „Haldið þið svo áfram að vera yndisleg eins og þið hafíð alltaf verið.“ Og mikið voru þau yndisleg þegar þau komu upp stigann og leiddust inn á bókasafnið tvö og tvö. Guðrún var að eðlisfari afar ósér- hlífin. Oft átti hún við ýmiss konar veikindi að stríða en það hvarflaði ekki að henni að hlífa sér. Á heimil- inu var hún einnig sú stoð sem allt hvíldi á. Móðir hennar dvaldist hjá henni ámm saman uns hún lést í hárri elli. Meðan þau mæðgin, Mar- ía dóttir Guðrúnar og Gunnar Þór sonur hennar, vom enn á heimilinu, bjuggu þar saman fjórir ættliðir. Undanfarin ár hefur Gunnar Þór búið hjá ömmu sinni og endurgoldið henni umhyggjuna en með þeim var afar kært. Litla Guðrún Kristjana, dótturdóttirin sem fædd er á afmæl- isdegi ömmu sinnar, var líka auga- steinn hennar og yndi. Með Guðrúnu er gengin góð kona, kona sem gædd var góðri greind og mörgum hæfileikum en umfram allt hjartahlýju. Þegar við kvöddum hana á kennarastofunni sl. vor bárum við fram þær óskir að hún ætti fram undan mörg góð ár og mætti njóta lífsins. Okkur fannst hún eiga það skilið því ekki hefði hún farið var- hluta af erfiðleikum tilvemnnar. Guðrún hélt reisn sinni til þess síðasta og kvaddi þennan heim sátt við lífíð og samferðamennina. Við færum Guðrúnu þakkir fyrir margra ára gott samstarf og sam- vera. Það þakklæti fylgir henni yfír á æðri tilvemstig. Við vottum Maríu og börnum hennar dýpstu samúð okkar og biðj- um um styrk þeim til handa. Samstarfsfólk í Árbæjarskóla. Það var með söknuði sem nem- endur og starfsfólk Árbæjarskóla kvaddi Guðrúnu okkar Guðmunds- dóttur þegar hún lét af störfum eftir 25 ára farsælt starf við skól- ann fyrir aldurs sakir síðastliðið vor. Guðrún var alla tíð ákaflega virt og elskuð hvort heldur var af nem- endum eða samstarfsfólki. Hún var frá upphafi kennslu sinnar í Árbæj- arskóla með elstu kennurum skól- ans þannig að oftar en ekki nutu þeir yngri góðrar leiðsagnar henn- ar. Kennsla hennar var á yngri stig- um skólans þar sem hlutverk kenn- arans er framar öðm að Ieggja traustan grunn að námi og starfi einstaklinganna. Það fórst henni vel úr hendi. Guðrúnu var ekki eigin- legt að hækka róminn en var þó ákveðin við nemendur sína e'n um leið einstaklega hlý. Börnunum hennar lærðist fljótt að umgengni manna á meðal byggðist framar öðm á gagnkvæmu trausti, virðingu og tillitssemi við náungann. Það leitaði óneitanlega á hugann þegar við kvöddum Guðrúnu í vor sú ósk að nú þegar farsælu ævi- starfi væri lokið mætti hún njóta hvíldar og ánægju um einhver ókomin ár. Því varð það okkur harmafregn að svo fljótt skyldi kall- ið koma. Það er þó huggun sú trú að hún hafi nú verið kölluð til starfa á nýjum vettvangi. Um leið og við þökkum Guðrúnu fyrir samstarfið undanfarin ár vott- um við aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Skólastjóri Árbæjarskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.