Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 41

Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 41 Karpov tók forystuna SKAK Undanúrslit FIDE HM SANGHI NAGAR, IND- LANDI, 5.-24. FEBRÚAR Anatólí Karpov vann sjöttu einvíg- isskákina af Boris Gelfand og hefur hlotið þijá og hálfan vinning, en Gelfand tvo og hálfan. Alls verða tefldar tíu skákir. SJÖTTU skákinni í hinu einvíginu var frestað. Þar virðist aðeins tíma- spursmál hvenær Gata Kamsky frá Bandaríkjunum gengur endanlega frá Rússanum Valery Salov. Búist var við að það einvígi yrði meira spennandi en hitt, en staðan er 4-1 en Gelfand hefur þegar náð að veita Karpov verulega keppni. Við skulum líta á tvær fyrstu vinningsskákir Kamskys. Sú fyrsta var stórskemmtileg baráttuskák. Kamsky teflir byijunina frumlega og veður síðan í sókn með peðs- fórn. Salov gefur drottninguna fyr- ir hrók, mann og tvö peð, en frum- kvæðið er ávallt í höndum Kam- skys og hann hrekur andstæðing- inn úr einu víginu í annað. 1. einvígisskákin: Hvítt: Gataí Kamsky Svart: Valery Salov Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. f4 - Be7 7. Bd3 - Rc6 8. Rf3 - a6 9. a3 - b5 10. 0-0 - Bb7 II. b4!? Það er fáséð hugmynd í slíkri Sikileyjarstöðu að veikja drottning- arvænginn til að skásetja biskup á b2. Margir myndu leika 11. Del án þess að hugsa. 11. - 0-0 12. Bb2 - a5 13. Rxb5 - axb4 14. a4 - d5 15. e5 - Re4 16. Khl - Rc5 17. f5 17. - exf5 17. - Rxa4 hefur Kamsky vænt- anlega ætlað að svara með flug- eldasýningu: 18. Hxa4 - Hxa4 19. f6 - gxf6 20. Rg5! — f5 21. Rxh7! og nú er svartur óveijandi mát eftir 21. - Kxh7 22. Dh5+ - Kg7 23. Hxf5! - exf5 24. Bxf5 og ef 24. - Hh8 þá 25. e6+. Sannarlega glæsileg leið! 18. Rfd4 - Rxe5 19. Rxf5 - Rcxd3 20. cxd3 - f6 Enginn afleikur en 20. - Bf6 var virkari vörn. 21. Del - Bc8 22. Rbd4 - Hf7 23. Dg3 - Kh8 24. Hael - Hxa4 25. Rxe7 - Dxe7?! Ákveður að fórna drottningunni, en eftir uppskiptin hefur hvítur yfirhöndina. Salov hefur ekki getað reiknað afleiðingar 25. - Hxe7! Eftir 26. Hxe5! - Hxe5 27. Rc6 - Dg8! eru jafntefli líklegustu úrslit. 26. Rc6 - Rxc6 27. Hxe7 - Rxe7 28. Dc7 - Be6 29. Dd6 - Bg4 30. h3 - Bh5 31. Hel - Rg8 32. Dxd5 - Bg6 33. He8 - h6 34. Hb8 - Haa7 35. Dd8 - Bh7 36. d4 - Hab7 37. Hxb7 - Hxb7 38. d5 - Bf5 39. d6 - b3 40. De8 - Kh7? Leikur af sér manni í síðasta leik fyrir tímamörkin. Staðan er tæplega töpuð þótt erfitt sé að leika á hvítt. 40. - Hd7 41. Dc8 - Be6 er besta úrræðið. 41. g4 - Hd7 42. gxf5 - Hxd6 43. De3 - Re7! 44. Dxb3 - Rxf5 Þessi staða væri jafntefli ef svartur næði uppskiptum á léttu mönnunum. Þá gæti hann stillt upp óvinnandi vígi með hrók á e5. Nú getur hvítur hins vegar fært sér liðsmuninn í nyt með réttum tilfær- ingum. 45. Dc2 - Hd5 46. Bc3 - Hc5 47. Dd3 - Kg6 48. Kgl - Kf7 49. Bb4 - He5 50. Dc4+ - Kg6 51. Bc3 - He3 52. Bd2 - He5 53. Bf4 - He7 54. Kf2 - h5 55. Dd3 - He8 56. Kf3 - He6 57. Dbl - Ha6 58. Dgl+ - Kf7 59. Ke4 - Ha5 60. Ddl - Re7 61. Db3+ - Hd5 62. Bd6 - Kg6 63. Da3 - Kf7 64. Db4 - g5 65. Dc4 - Kg6 66. Dc7 - f5+ 67. Kf3 - Hd3+ 68. Ke2 - He3+ 69. Kf2 - Kf6 70. Dd8 og svartur gafst upp. I annarri skákinni komst Salov ekkert áfram og í þeirri næstu henti hann það sem stórmeistara dreymir um í sínum verstu mar- tröðum. Byrjanaundirbúningur hans leiddi hann út í óteflandi stöðu. Það kom í ljós að ofaná sína gömlu hörku og þrautseigju er Kamsky ekki bara orðinn djarfur sóknarskákmaður, heldur líka þaullesinn byijanasérfræðingur. 3. einvígisskákin: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Valery Salov Drottningarbragð 1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 - Be7 4. Rf3 - Rf6 5. Bg5 - h6 6. Bh4 - Rbd7 7. e3 - 0-0 8. Hcl - c6 9. Bd3 - dxc4 10. Bxc4 - b5 11. Bd3 - a6 12. a4 - bxa4 13. Rxa4 - Da5+ 14. Rd2 - Bb4 15. Rc3 - c5 16. Rb3 - Dd8 17. 0-0 - cxd4 18. Rxd4 - Bb7 19. Be4 - Db8 20. Rc6 í tólftu einvígisskák Fischers og Spasskís í Laugardalshöllinni 1972 lék Fischer 20. Bg3 - Ha7 21. Rc6 sem er ónákvæmara. 20. - Bxc6 21. Bxc6 - Ha7 22. Bg3 - Re5 23. Dd4! - Bd6 24. Re4 - Rxc6 Eftir 24. - Rxe4 25. Bxe4 er hvíta staðan ívið betri vegna bisk- upaparsins, en nú veikist svarta kóngsstaðan. 25. Rxf6+ - gxf6 26. Hxc6 - Be5 27. Dg4+ - Kh7 28. De4+ - Kg7 29. f4! • b c d e f o h Þessi staða er þekkt úr þrætu- bókarfræðunum. Stórmeistarinn Tamas Georgadze frá Georgíu stakk upp á þessari leið á hvítt og hún er meira að segja birt í D- hefti alfræðibókarinnar um skák- byijanir, en það kom út 1986. Það er því ekki hægt að segja að Kamsky þurfi að tefla meira en sex leiki frá eigin bijósti. Nú er 29. - Bxb2 hæpið vegna 30. f5 - Bxe5 31. fxe6 - Bxg3 32. e7! 29. - Bc7 30. Bel! - Db5 31. Hf3 - Hd8 32. Hg3+ - Kh8 33. h3 - Dd5 33. - Hg8 er eðlilegri varnarleik- ur. 34. Dc2 - Bd6? Leikur af sér manni, en svörtu stöðunni varð vart bjargað. T.d. 34. - Hd7 35. Bc3 - Ddl+ 36. Dxdl - Hxdl+ 37. Kf2 - Bd8 38. f5! - exfð 39. Hxf6! - Kh7 40. Hg7+! og fær unnið endatafl. Eða 34. - Dd7 35. Bc3 - De7 36. De2 - Hg8 37. Dh5! - Hxg3 38. Dxh6+ - Kg8 39. Bxf6 og drottningin fellur. 35. e4 og Salov gafst upp. Margeir Pétursson MINNINGAR ANNA SIGFÚSDÓTTIR + Anna Sigfús- dóttir fæddist á Galtarstöðum ytri í Tungnahreppi á Fljótsdalshéraði 1. desember 1905. Hún lést á Land- spítalanum að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Björns- dóttir húsfreyja og Sigfús Magnússon bóndi á Galtarstöð- um. Alsystir henn- ar, Magna, giftist til Danmerkur, en þijú önnur alsystkini dóu mjög ung. Hálf- systkini Onnu voru Guðrún, Ingólfur, Brynhildur og Sig- mundur og eru þijú síðast- nefndu látin. Anna giftist 1. júlí 1933 Kristjáni H. Jónssyni, f. 7. októ- ber 1900, d. 11. júlí 1972, og eignuðust þau tvö börn, Mar- gréti, f. 8. september 1935, og Jón Simon, f. 31. desember 1936, d. 10. desember 1988. Margrét er gift Erni Arnar lækni og eru þau búsett í Bandaríkjunum ásamt fjórum börn- um sínum, en þau eru Anna Sigríður, gift Bernhardt Eidukat, Bernhard, Rannveig, gift Jan Hommenna og eiga þau eina dóttur, Sólveigu Onnu, og yngstur er Krislján Örn. Anna og Kristján ólu upp Sigmund, hálfbróður Önnu, en hann lést árið 1982. Sigmundur var kvæntur Brynhildi Guð- mundsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Guðbjörgu, og þijá syni, Guðmund, Kristján og Sig- mund. Anna verður jarðsungin frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. ÉG KYNNTIST henni fyrst sem Önnu í Grænuhlíð, þegar við Maddý dóttir hennar, þá smástelp- ur, bundumst óijúfanlegum vin- konuböndum í sumarbústaða- byggðinni í Tunguskógi. Þar var yndislegt að vera og í huganum sé ég Önnu hlúa að vermireitunum sínum, þar sem hún ræktaði alls kyns grænmeti, og ég sé hana umkringda blómaskrúði í garðin- um sínum þar. Það var hún líka á sínu fallega og myndarlega heimili í Hafnarstræti 20 á ísafirði, þar sem stofugluggarnir skörtuðu slíku lifandi rósaflúri að eftirtekt vakti. Ég minnist margra, ljúfra og skemmtilegra stunda í því húsi við söng og hljóðfæraslátt og sé Önnu sem ímynd hinnar fullkomnu húsmóður, milda en ákveðna og alltaf sanngjarna og umhyggju- sama. Ég sé hana líka glæsilega prúðbúna í íslenska þjóðbúningn- um sem hún bar við öll hátíðleg tækifæri. Anna átti góðan og ástríkan eig- inmann, Kristján H. Jónsson, sem bar hana á örmum sér. Þau virtust sem sniðin hvort fyrir annað, sam- stiga og samhent í öllu. Góður heimilisvinur sagði eitt sinn: „Mik- ið ertu skotinn í konunni þinni, Kristján." „Finnst þér það nokkuð skrýtið, sérðu bara hvað hún er falleg?“ var svarið. Gesturinn skildi eftir svohljóðandi ferskeytlu:' Ef ei þú þekkir yndi og lán í ástarlífi sönnu, þá komdu og sjáðu Kristíán kyssa hana Ónnu. Anna var félagslynd kona og var mjög virk í kvenfélaginu Ósk og formaður þess um ára bil. Krist- ján maður hennar var einn af stofnendum Oddfallow-reglunnar á ísafirði og þegar þau hjónin fluttu til Akraness urðu þau bæði stofnfélagar kvennastúkunnar Ás- gerðar, en félagar úr henni hafa alla tíð reynst tryggir og um- hyggjusamir vinir Ónnu, ekki síst við fráfall Kristjáns árið 1972. Eftir lát Kristjáns dvaldi Anna tvívegis í lengri tíma í Bandaríkj- unum hjá Margréti dóttur sinni og tengdasyninum Erni Arnar, sem er hjartaskurðlæknir í Minnea- ppolis, en ekki festi hún rætur þar, vildi heldur heyra íslenskuna í kringum sig. Hún hefur því verið til heimilis á Hrafnistu í hartnær 20 ár, en notið eins mikillar um- hyggju Maddýar og síns góða tengdasonar og unnt er að veita úr slíkri fjarlægð. Örn og Maddý komu margsinnis til íslands til samfunda við móður hennar og dætur þeirra báðar dvöldu hér við störf sitt árið hvor og kynntust þá ömmu sinni náið. Hún var um- kringd myndum af ástvinum sínum og fékk tíðar fréttir og fylgdist vel með öllu þeirra lífi. I glugganum voru að sjálfsögðu alltaf útsprung- in blóm og var henni sérlega annt um að viðhalda „Lísunni" sem hálf- bróðir hennar og uppeldissonur, Sigmundur, hafði fært henni eitt sinn, en hann lést árið 1982, að- eins 53 ára að aldri. Á Hrafnistu eignaðist Anna góð- ar vinkonur, sem hurfu héðan á undan henni, en óaðskiljanlegar vinkonur urðu fyrir allmörgum árum hún og Sigrún Guðbjörns- dóttir sem er nýorðin 95 ára og syrgir nú góðan félaga. Báðar voru þær mjög ljóðelskar og léku sér stundum að því að setja saman vísur, oft í sameiningu. Anna kunni kynstrin öll af kvæðum utanbókar og var Davíð Stefánsson henni sérlega hugleikinn. Ég hef mestan tíma átt heima í námunda við Önnu og leit því oft inn til hennar og rifjuðum við þá upp góðu gömlu dagana fyrir vest- an. Þegar ég sat andspænis þess- ari hvíthærðu virðulegu konu dáð- ist ég oft með sjálfri mér að þeirri skapstillingu sem hún var gædd og hvað hún tók mótlæti með miklu jafnaðargeði, alltaf svo jákvæð. Hún hældi óspart starfsfólkinu á DAS og setti aldrei út á neitt, hvorki matinn né annað, eins og sumum er tamt. „Það er svo vel farið með okkur, þetta gamla dót, að maður getur bara ekki dáið,“ sagði hún nýlega í gamansömum tón. Hún hafði gott minni og var ung í anda og sál, þótt árin væru að verða 90. Ég get tekið undir orð læknisins á Landspítalanum sem sagði við hana, að hún væri svo skemmtilega gömul. Við hjónin vottum Maddý og fjölskyldu hennar innlega samúð. Gengin er góð kona, sem ávallt ræktaði garðinn sinn í orði og verki. Blessuð sé minning Önnu í Grænuhlíð. Lára Samúelsdóttir. Lækkar í lífdagasól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Góð vinkona og félagi, Anna Sigfúsdóttir, er látin í hárri elli eftir stutt veikindi. Ég minnist hennar síðan hún ásamt manni sín- um bjó hér á Akranesi í nokkur ár. Ég þekkti hana ekki þá, en tók samt eftir þessari föngulegu konu og sérstaklega hversu glæsileg hún var er hún klæddist þjóðbúningn- um. Mér fannst hún vera eins og Fjallkonan ætti að vera. Anna gekk til liðs við Oddfellow- regluna á Akranesi og var einn af stofnendum Reb. St. nr. 5 Ás- gerður og var félagi hennar til dauðadags. Henni þótti vænt um þennan félagsskap og minntist tímans þar með hlýju og ánægju, alltaf þegar ég hitti hana bað hún mig fyrir góðar kveðjur. Við félag- ar hennar í stúkunni minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Seinna kynntist ég henni per- sónulega, þá var hún orðin vist- maður á Hrafnistu í Reykjavík. Ég kynntist henni gegnum móður mína, Sigrúnu Guðbjörnsdóttur, sem þar dvelst, en með þeim tókst einlægur vinskapur. Þó kynntust þær ekki fyrr en báðar voru orðn- ar háaldraðar, en þær áttu það sameiginlegt að vera góðgjarnar og halda andlegu atgervi sínu með ólíkindum vel, þó að líkaminn hafi verið farinn að gefa sig hjá báðum. Óhætt er að segja að þær hafi hlúð hvor að annarri til lífs og sálar og máttu varla hvor af annarri sjá. Svo til hvert einasta kvöld sátu þær saman og horfðu á sjónvarp eða spjölluðu um lífið og tilveruna. Ég veit að nú er sár söknuður hjá móður minni og mikið tómarúm sem varla verður fyllt og sendir hún saknaðarkveðju. Anna fór ekki varhluta af sorg- um þessa heims frekar en svo margur, á besta aldri missti hún einkason sinn mjög snögglega, það var henni þungt áfall en hún flík- aði ekki tilfinningum sínum og stóð það af sér. Eina dóttur áttu þau hjón, Margréti, sem býr í Banda- ríkjunum og er mér kunnugt um að hún reyndist móður sinni ein- staklega vel þó langt hafi verið á milli þeirra landfræðilega. Þær ræddu það móður mín og Anna, að þær væru tilbúnar til fararinnar miklu þegar kallið kæmi, því þær væru bæði sáttar við guð og alla menn. Því hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Ég kveð Önnu með söknuði í hjarta og við „systur“ hennar send- um Margréti og fjölskyldu hennar dýpstu samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjanna ber. sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og uphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar. Ben.) Svala ívarsdóttir. FLUGLEIDIR - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.