Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 33 óttast það mjög að þær félagslegu skyldur og réttindi sem prentuð hafa verið sem lög á íslandi, verði þá ekki pappírsins virði. Það má alveg minna á það hér að nú þegar er ástandið þannig í mörgum fá- mennum sveitarfélögum að ógjörn- ingur er að stnda við lagaskyldur varðandi fólk í verulegum vanda. Kostnaður vegna heilbrigðiskerfis- ins er nú þegar kominn fast að helmingi af þjóðarútgjöldum og kostnaður vegna áts á geðlyfjum hefur farið hratt vaxandi. Er hugs- anlegt að hagræðingarátak sjávar- útvegsins eigi einhvern þátt í þessu? Ég er ekki talsmaður þess að menn eigi að standa í persónulegu skít- kasti, hvað þá ætla öðrum að bera skítlegt eðli. En stundum er erfítt að greina á milli áhættu mannanna og skítlegs eðlis og hvaða möguleik- um getur maður hafnað þegar fjöldavitni eru að því að tilvistar- grundvelli þúsunda íslendinga er kippt undan þeim af manna völdum? Ég get bara ekki spurt öðruvísi en gert var þegar leitað var lausnar forðum á vanda Lárusar Vinkils og Tittlingabjargar. Er þetta hægt Matthías? Lokaorð í sjávarplássum er flestum ljóst að takmörkuð auðlind þolir ekki skefja- lausa ásókn, þar er ekki deilt um það. Stórlega skert botnfískveiði getur ekki þýtt annað en mikinn sársauka, óvissu og vandræði til margra ára í fámennu fiskiþorpi. Það er staðreynd sem enginn getur andmælt. En þeg- ar kemur að því hvort „rétt“ hafí verið að veita tiltölulega fámennum hópi „vald“ til að höndla með tilveru- rétt byggðarlaga, þá er það nú einu sinni svo að margir telja að erfítt kunni að vera að sporna við en viður- kenna að slíkt geti ekki endað nema með ósköpum. Reyndar hefur verið brotinn oddur af oflætinu því vissulega er hægt að líta á „Vestfjarðaaðstoðina" svo- nefndu þeim augum. Það er í sjálfu sér af hinu góða, en ef sá vísir verð- ur að viði er ég hræddur um að það verði meiri vá fyrir austan og víðar en fyrir er. Ég veit að forsætisráðherra hefur gaman af að spila brids, en eigi veit ég hve lengi ánægjan entist ef væri alltaf vitlaust gefið. Höfundur er sjómaður á Breiðdalsvík. Vandaöar vörur á vægu verði! Jakkaföt Verð: 4.901 3- 14.900 kr. Stakar buxur verð: 1.00 3 - 5.600 kr. Danskar buxur - Qnn . nýkomnar! verð: t.uUU IVI. ^ÍMMK 3kólíJ7ÖrÖLJ3iÍ£j 22 -> Sj'jjjí '1 £i2 50 <§ftof)má 19. L33J -> Púsi'iir'úíuþ) 10 únusiii Varstu að bíða eftir rétta tækinu á rétta verðinu? Biðin er á enda. Siemens S3+ GSM farsiminn hefur allt sem þú vilt að prýði þinn GSM - og á þessu líka frábæra verði: Innifalið í verði: • Hraðhleðslutæki (8,7 V/ 0,6 A) • Hleðslurafhlaða sem gefur 20 klst. í viöbragðsstöðu eða 100 mín. taltíma • Vönduð þjónusta • Siemens gæði, öryggi og ending. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 ____________ - kjarni málsins! V * * FRA HASKOLA ISLANDS ilíiiiecm iiiiiiiiiii MEISTARANAM OG VIÐBÓTARNÁM háskólaárið 1995-96 MEISTARANÁM Læknadeild. Frestur til að sækja um innritun í nám til meistaraprófs í heilbrigðisvísindum við læknadeild háskólaárið 1995-96 rennur út 15. mars nk. Um er að ræða 60 eininga framhaldsnam að afloknu kandídatsprófi í lyfjafræði lyf- sala eða B.S.-prófi í líffræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði eða sjúkraþjálfun frá H.í. eða öðru háskólaprófi, sem læknadeild telur að feli í sér viðeigandi undirbúning til námsins. Nemandi og kennari (væntanlegur leiðbeinandi) leggja í sameiningu fram umsókn þar sem lýst er rannsóknar- verkefni nemandans og gerð tillaga um námskipan, m.a. samval námskeiða og umfang rannsóknarverkefnis. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu læknadeildar. Umsóknir berist fyrir 15. mars nk. til skrifstofu lækna- deildar, Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Viðskipta- og hagfræðideild. Sækja ber sérstaklega um innritun í nám til meistaraprófs í hagfræði við hagfræðiskor háskólaárið 1995-96. Umsóknarfrestur rennur út 1. maí n.k. Um er að ræða 45 eininga nám sem er skipulagt sem eins árs nám (12 mánuðir) og lýkur með M.S. gráðu. Miðað er við að umsækjendur hafi lokið B.S.-prófi í hagfræði, en gert er ráð fyrir að nemendur sem lokið hafa háskólaprófi í öðrum greinum en hagfræði geti sótt um skráningu í sérstakt undirbúningsnám með einstaklingsbundinni náms- áætlun. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Umsóknir berist fyrir 1. maí n.k. til skrifstofu viðskipta- og hagfræðideildar, Háskóla íslands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Heimspekideild. Sækja ber sérstaklega um innritun í meistaranám í heim- spekideild. Umsóknarfrestur rennur út 5. júní nk. Upp- lýsingar fást á skrifstofu heimspekideildar, Árnagarði, Suðurgötu, 101 Reykjavík. Verkfræðideild og raunvísindadcild. Frestur til að sækja um innritun í meistaranám í verk- fræðideild og raunvísindadeild fyrir haustmisseri 1995 rennur út 28. febrúar nk. Upplýsingar um tjármögnun og aðrar forsendur námsins, ásamt leiðbeiningum, fást á skrifstofu deildanna. Umsóknum ber að skila fyrir 28. febrúar nk. á sérstökum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu verkfræðideildar og raunvísindadeildar í VR-Il, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík. Félagsvísindadcild. Frestur til að sækja um innritun í meistaraprófsnám í félagsvísindadeild háskólaárið 1995-96 rennur út 20. apríl nk. Um er að ræða 60 eininga nám (4 misseri eða 1 h til 2 ár) sem getur að nokkru leyti farið fram við aðrar deildir Háskóla íslands eða erlenda háskóla. Gert er ráð fyrir meistaraprófsnámi í bókasafns- og upplýsingafræði, mannfræði og uppeldis- og menntunar- fræði. Umsækjandi skal hafa lokið B.A.-prófi frá Háskóla íslands eða sambærilegu námi. Að jafnaði er þeim aðeins veitt innritun í námið sem hlotið hafa fyrstu einkunn á B.A. -prófí með viðkomandi grein sem aðalgrein, en fyrsta einkunn á B. A.-prófi veitir ekki sjálfkrafa aðgang að náminu. Einstaka greinar kunna að setja sérstakar reglur um inntöku. Nemandi og kennari (væntanlegur leiðbeinandi) leggja í sameiningu fram umsókn þar sem lýst er rannsóknar- verkefni nemandans og gerð tillaga um námskipan, m.a. samval námskeiða og umfang rannsóknarverkefnis. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsvísindadeildar. Umsóknir berist fyrir 20. apríl nk. til skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Meistaranám í sjávarútvegsfræðum. Umsóknarfrestur er í samræmi við umsóknarfrest vegna annars meistaranáms viðskipta- og hagfræðideildar, verkfræðideildar, raunvísindadeildar og félags- vísindadeildar, sbr. hér að framan. Meistaranám í sjávarútvegsfræðum er rannsóknatengt framhaldsnám við Háskóla íslands sem skipulagt er í samvinnu háskóladcilda. Námið er þverfaglegt og skiptist í þrjá hluta; kjama, sérsvið og rannsóknaverkefni. Það er 60 einingar (tvö ár) og lýkur með M.S. gráðu á því sviði er viðkomandi nemandi tileinkar sér. Inntökuskilyrði er að jafnaði fyrsta háskólagráða (B.A./B.S.) í viðeigandi fræðigrein. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Sjávarútvegsstofnunar og hjá Jörundi Svavarssyni, prófessor, líffræðiskor, Grensásvegi 12, sími 5694610. Umsóknir sendist Háskóla íslands, Sjávarútvegs- stofnun, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, símar: 694056/694724. Fax: 694905 Rannsóknanámssjóður. Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Rannsóknanámssjóði rennur út 31. mars nk. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám við Háskóla íslands og geta efnilegir stúdentar sem lokið hafa námi í háskóla (B.A., B.S. o.s.frv.), sótt um styrk til meistara- eða doktorsnáms. Umsóknir eru ekki gildar nema þær hafi verið samþykktar af hlutaðeigandi deild. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu rannsóknasviðs í Aðalbyggingu Háskóla íslands og skal umsóknum skilað þangað á eyðublöðum sem þar fást. Aðgangur að ofangreindu meistaranámi er takmarkaður í sumum tilvikum. Auglýsing þessi er birt með fyrirvara um nœgile'gar fjárveitingar til kennslunnar. VIÐBÓTARNÁM Guðfræðideild. I guðfræðideild er unnt að stunda nám til að öðlast starfs- réttindi djákna. Djáknar eru safnaðarstarfsmenn sem annast líknar- og fræðsluþjónustu. Þeir, sem lokið hafa háskólaprófí, einkum á sviði uppeldis- eða hjúkrunarfræði, geta innritast í djáknanám til 30 eininga (eitt ár). Innritun fer fram um leið og nýskrásetning í H.Í., 22. maí til 5. júní nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu guðfræðideildar í Aðalbyggingu Háskóla íslands, Suðurgötu, 101 Reykja- vík. F élags vísindadcild. í félagsvísindadeild Háskóla íslands þarf að sækja sérstak- lega um nám í eftirtöldum námsgreinum fyrir háskólaárið 1995-1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsvísindadeildar. Umsóknir sendist fyrir 1. apríl 1995 til skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda, v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Umsóknir, sem berast eftir 1. apríl, verða ekki teknar til greina. Náminu er lýst í kennsluskrá Háskóla íslands. I. Nám í hagnýtri fjölmiðlun (blaðamennsku). Um er að ræða eins árs nám (33 einingar). Miðað er við að nemendur hafi lokið B.A./B.S.-prófi, B.Ed.-prófi, eða öðru háskólaprófi, eða hafi fimm ára starfsreynslu á fjölmiðli. II. Nám í námsráðgjöf. Um er að ræða 32 eininga nám sem unnt er að taka á einu ári eða tveimur árum. Miðað er við að nemendur hafi lokið: 1. B.A.-prófi í uppeldis- eða sálarfræði, eða 2. B.Ed.-prófi, eða 3. B.A./B.S.-prófi í öðrum greinum ásamt kennslurétt- indanámi. Æskilegt er að nemendur hafi kennslureynslu. III. Nám í kennslufræði til kennsluréttinda. Um er að ræða 30 eininga nám sem unnt er að taka á einu eða tveimur árum samkvæmt ákveðnum reglum. Miðað er við að nemendur hafi lokið: 1. B.A./B.S.-prófi, ef þeir hyggjast stunda allt námið á einu ári. 2. A.m.k. 60 einingum í grein(um) í B.A./B.S.-námi ef þeir hyggjast stunda námið á tveimur árum samhliða námi í grein. IV. Nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda (4 ár). Miðað er við að nemendur hafi lokið B.A.-prófi í félags- fræði, sálarfræði eða uppeldisfræði sem aðalgrein ásamt skyldunámskeiðum í félagsráðgjöf. Námið hefst í janúar 1996 og tekureittár. Gert er ráð fyrir að takmarka þutfi aðgang að ofan- greindum námsgreinum. Auglýsing þessi er birt meðfyrir- vara um nœgilegar fjárveitingar til kennslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.