Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 45 BREF TIL BLAÐSINS Frá Lárusi Hermannssyni: GETUR það verið, að til séu íslend- ingar, sem eru ósáttir við þessa stjórnsýslu, sem við verðum að búa við í dag? Raddir hafa heyrst nú undanfarið, þess efnis, að ýmsir séu ekki ánægðir með alla hluti og undr- ast ég ekki slíkt. Það vakti það at- hygli okkar íslendinga, þegar Bryndís ráðherrafrú kom fram í fjöl- miðlum og lýsti á átakanlegan hátt því óréttlæti, sem hún yrði að þola, því þegar hún eitt sinn, sem oftar, opnaði launaumslagið voru þar að- eins um smánargreiðslu að ræða og alls ekki bjóðandi ráðherra eða ráð- herrafrú, sem hefði um langan tíma orðið að fórna sér, hér heima og erlendis í þágu þjóðarinnar, og mannsins síns, sem væri ekki nema hálfur maður, ef hennar nyti ekki við, og skil ég það sjónarmið vel. Einnig skil ég vel hennar sjálfsbjarg- arviðleitni að reyna eftir mætti að drýgja tekjurnar, með innflutningi á ódýru svínakjöti, þau skipti, sem hún á þess kost að fylgja manni sínum út fyrir landsteinana. Einnig það er vel skiljanlegt, þar sem þeirra laun eru langt undir sultarmörkunum. Ef þau mörk eru rétt dregin, sem auðvitað ráðherrar þjóðarinnar hafa ekki hingað til haft svo miklar áhyggjur um hver væru. Ótrúlegt að aðrir ráðherrar skuli ekki hafa tekið í taumana og reynt að bæta hjónunum upp þetta hrapallega launatap. Nokkur orð um íslenskt réttarkerfi Öruggar leiðir vandfundnar Hvernig sem maður reynir að bijóta heilann um þetta og önnur vandamál, sem jafnan eru að láta á sér kræla, verða ávallt vandfundnar öruggar leiðir út úr vandanum. Þó kemur manni helst í hug í sambandi við láglaunamál ráðherrahjónanna, að það sé nú helsta ráðið fyrir hann, að leita sér að betur launaðri at- vinnu, heldur en þeirri, sem hann fæst við núna. Miðað við þá reynslu og hæfileika, sem maðurinn býr yfir, ætti að vera auðvelt fyrir hann að gerast bátsmaður, eða jafnvel kokk- ur á einhverri fleytunni okkar, því altalað er, að launin í skiprúmi séu þau hæstu, sem fyrirfinnast hér á landi. Nú, ef hann fengi kokkastarf gæti hann örugglega fengið að hafa frúna með sér, til aðstoðar, bæði til sjós og lands og þá yrði áreiðanlega Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspuma varðandi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftir- farandi áréttað: Tenging við helmasíAu MorgunblaAsins Til þess að tengjast heima- síðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s net- föng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúm- er. MorgunblaAIA á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.streng- ur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskrift- arsölu Morgunblaðsins á Inter- netinu og kostar hún 1.000 krónur. Sendlng efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið mb/@centrum.is Mikilvægt er að Iesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sending- ar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má grein- ar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mlsmunandi tenglngar vlA Internet Þeir sem hafa Netscape/ Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Ein- ungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að fram- an. Þeir sem ekki hafa Netscape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýs- ingar með Gopher-forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic teng- ingar. Hægt er að nota af- kastaminni mótöld með Gop- her-forritinu. spennandi að opna launaumslagið. Annað sem frúin mætti vera fagn- ándi yfir, en það er: Að hún mundi að öllu leyti losna við öfundarraddir alls staðar frá, úr röðum kvenna, gagnvart utanlandsferðum og eða e.t.v. einhveijum smá fríðindum, sem þessum flækingi fylgir. Auðvit- að yrði þetta allt annað líf, algerlega áhyggjulaust út af auraleysinu. 3% hækkun hefur ekkert að segja Endalaust getum við íslendingar talað og skrifað um launamálin í landinu. Svo hrapallega vitlaus er sú skipting milli stétta orðin. Og hversu athyglisvert það er þegar umbjóðendur atvinnuveitenda og hinir, sem eru að reyna að semja hveiju sinni, skuli taka í mál, að hlusta á þegar nefndar eru prósentu- töluhækkanir á laun þá er eins og þeir, sem það bjóða, sjái stærsta vandann leystan með því. Að bjóða 3% hækkun á þau laun, sem fyrir eru, og þá á það ekki að skipta máli hjá þessum herrum hvort laun- in eru 50 þúsund kr. eða 100 þús- und krónur. Allir heilvita menn, sem kunna undirstöðuatriði í reikningi, sjá hversu snarvitlaust slíkt er. Þess- ir menn, sem sífellt eru að tönnlast á prósentureikningi á hvaða laun sem fyrir eru, ættu ekki að gefa kost á sér til málamiðlunar launa í landinu. Heldur ættu þeir að sofa heima. Athygli vekur einnig: Allir þessir topp-hanar kerfisins ætla vit- lausir að verða ef allra launalægstu þjóðfélagshópunum tekst með lát- lausri og langvinnri baráttu að ná fram dálítilli launauppbót. Takið eft- ir, góðir íslendingar, hveijir það eru, sem hæst gala um að launahækkan- ir megi aldrei eiga sér stað, því þjóð- in þoli það ekki. Furðuleg röksemdafærsla Nefnilega allskonar hálaunagauk- ar, forstjórar, ritstjórar og fjölmiðl- afígurur, ásamt fjölda annarra, sem of langt er upp að telja. Má bæta því við að sumir þessir hálaunuðu þegna eru oft gagnslausir og íjöldi þeirra gagnslitlir í þágu þjóðfélags- ins. Svo sannarlega má það teljast mjög furðuleg röksemdafærsla hjá þessum háttvirta talsmanni vinnu- veitenda, Þórarni Þórarinssyni, að allt muni úr böndunum fara og al- gjör kollsteypa yfír dynja éf hækkun launa yrði um þessar mundir. Það er alveg greinilegt, að menn eins og hann og hans nótar vilja ekki líta í eigin barm. Væri það ekki athug- andi í fullri alvöru, fyrir þessa gauka, sem eru með frá átta til 15-föld laun á við laun almennings í landinu? Og þeir sem telja sig umkomna eða út- valda til að fjalla um launamál lands- manna byijuðu á því að skera niður eða aftanaf þessum hálaunaþegnum, svona ca. 300 þúsund til 500 þúsund af þeim sem hæst eru launaðir. Þar mundi nást nægilega stór upphæð til þess að hækka lægstu launin og þar með litlar líkur til að verðbólgan ykist eða skerti velferðarkerfið um- fram sem nú er. Því spyija má með sanni ef launa- hækkanir borgaranna eru verð- bólguvaldur, hvað þá með háu laun- in, eru þau ekk verðbólguvaldandi? LÁRUS HERMANNSSON, Hringbraut 99, Reykjavík. „Aðg’át skal höfð...“ Frá Ómari Þ. Ragnarssyni: í VIÐTALI við mig í þætti Hemma Gunn 8. febrúar, þegar- ég var spurður um fyrstu eftirminnilegu mennina, sem ég hefði kynnst, varð mér það á að nafngreina mann, sem ég kynntist fyrir meira en fimmtíu árum vestast í Vestur- bænum í Reykjavík og vakti þá athygli mína. í hita frásagnarinnar varð mér þetta á vegna þess hve mér fannst langt um liðið, og að maðurinn var vel við aldur þegar ég kynntist honum. í þættinum spjallaði ég bæði um mig og aðra á nokkuð gráglettinn hátt og, að mér fannst, ekkert síður á minn kostnað en annarra, og fyrir flestum, sem á þáttinn horfðu, hefði frásögnin getað átt við fjölda manna sem orðnir eru heyrnardaufír á efri árum, ef ekki hefði komið til það gáleysi mitt að nafngreina mann- inn. Það voru leið mistök, vegna þess, að svona örstutt, stílfært sögubrot getur gefið einhliða mynd, þegar ekki er sagt frá að- stæðum í heild, sem hinum nán- ustu eru kunnugar. Þessi maður var hæfileikamaður, og væri saga hans og merkra afkomenda hans skráð, myndi hún varpa ljósi á þær erfíðu aðstæður sem margt fólk bjó við í þá daga. í hröðum spjall- þætti í sjónvarpi gefst oftast ekki tími til að gefa sögubrotum, sem sögð eru til gamans, æskilega umgerð, og ég harma, ef það hefur í þessu tilfelli valdið nákomnum leiðindum og biðst afsökunar á því. ÓMAR Þ. RAGNARSSON Hewlett-Packard 1200C er t Ttk—jr ____ .eniari manaðarins átilboði íTæknivali N V ö Hraðvirkur litaprentari með hágæða útprentun. Fjölmargir möguleikar. Kynntu þér málið núna ITæknivali. Tilboð á HP DeskJet 1200C kr. 134.900 stgr. m. vsk. Verið velkomin. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00. Tð&knivðl Skeifunni 17 - Slmi 568-1665 - Fax 568-0664 Nýir vextir Stjörnubókar 5,15% »nn!a“s,?k issióðs Stjörnubók Búnaðarbankans ber nú 5,15% raunvexti sem eru hæstu vextir á íslenskum sérkjarareikningum. Aðeins 30 mánaða binditími. BUNAÐARBANKINN - Tmustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.