Morgunblaðið - 16.02.1995, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KENNARASAMNINGAR
Kennarar héldu fjölmennan baráttufund í Bíóborginni í gærkvöldi
Kröfum tekið
með léttúð
og stráksskap
Hvert sæti var skipað á baráttufundi kenn-
ara í Bíóborginni í gærkvöldi, rúmum sólar-
hring áður en boðað verkfall kennara átti
að koma til framkvæmda. Fjölmargir þurftu
að standa í anddyri og hlýða á boðskap
formanna kennarafélaganna.
Mikil samstaða var meðal fundar-
manna sem lýsti sér meðal annars í
því að eftir ræður formannanna kvað
við langvinnt lófatak og þeir voru
hylltir með því að fundarmenn stóðu
á fætur. Fjölmargar stuðningsyfir-
lýsingar bárust fundinum frá stéttar-
félögum víða um landið.
Eiríkur Jónsson formaður Kenna-
rasambands íslands las upp ályktun
fundarins þar sem sagði m.a. að
kennarar krefðust þess að ríkið gengi
til samninga við kennarasamtökin í
stað þess að afgreiða kröfur þeirra
með léttúð og strákslegum yfirlýs-
ingum. „Það er á valdi ríkisstjómar-
innar að koma í veg fýrir að skóla-
starf í landinu leggist af. Fundurinn
krefst þess að staðið verði við marg-
gefnar yfírlýsingar og fyrirheit ráða-
manna um að bæta kjör kennara."
Eiríkur Jónsson formaður Kenna-
rasambands Íslands sagði að árangur
í kjarabaráttu undanfarinna ára væri
í flestum tilfellum slakur. Athyglis-
vert væri að í hvert sinn sem umræð-
ur hefðu farið af stað um kjarabætur
til láglaunafólks hefðu ríkisstjóm og
vinnuveitendur tekið höndum saman
og rekið gegndarlausan áróður gegn
öllum slíkum hugmyndum. „Það er
umhugsunarefni að þeir einstakling-
ar sem harðastan áróður reka gegn
almennu launafólki skuli vera þeir
sem sjálfír hafa laun sem eru hundr-
uðum þúsunda króna hærri á mán-
uði en laun venjulegs launafólks,"
sagði Eiríkur.
Gálgahúmor
fjármálaráðherra
Hann sagði að kennarar sættu sig
ekki við það lengur að vera annars
flokks þjóðfélagsþegnar. Kennarar
krefðust þess að ráðamenn létu af
þeim leikaraskap sem þeir hafí
ástundað á síðustu misserum. Sá sið-
ur ráðamanna að slá um sig með
orðskrúði á tyllidögum en standa síð-
an ekki við gefín fyrirheit væri óþol-
andi. „Það hlýtur að vera krafa allr-
ar þjóðarinnar að mark sé takandi á
yfírlýsingum ráðherra, líka þeim sem
gefnar eru um mikilvægi skólastarfs
og nauðsyn þess að bæta starfskjör
þeirra sem í skólunum starfa,“ sagði
Eiríkur.
Hann sagði að ráðamenn hefðu
haldið því fram að breytingar á
vinnutíma kennara myndu leiða af
sér verulegar launahækkanir. Kenn-
arar hefðu fengið það staðfest að
um sjónhverfingar hefði verið að
ræða, aldrei hefði staðið til að standa
við yfírlýsingar af þessu tagi. „Skila-
boð mín til stjómvalda eru skýr.
Hættið þessum sandkassaleik. Kenn-
arar láta ekki glepjast af svona
brögðum, við látum ekki plata okk-
ur,“ sagði Eiríkur.
„Sjoppunni“ lokað
Hann sagði það eina af meginkröf-
um kennarafélaganna að hækka
grunnlaun og lækka kennsluskyldu.
Báðum kröfunum hefði verið hafnað
og samninganefnd ríkisins bent
kennurum á að greiða grunnlauns-
hækkanir sínar sjálfír með því að
taka „peninga úr yfirvinnuvasanum
og flytja þá yfir í dagvinnuvasann".
„Þetta er í góðu samræmi við
hugmyndir forsætisráðherra sem
taldi að kennarar gætu sjálfír séð
um að bæta kjör sín með því að deila
verkfallssjóðum félaganna út til ein-
staklinganna. Yfírlýsingar af þessu
tagi og smekklaus gálgahúmor fíjár-
KENNARAR troðfylltu sal Bíóborgarinnar.
Fundarmenn stóðu upp og hylltu Eirík Jóns-
son, formann KÍ, og Elnu K. Jónsdóttur,
formann HÍK, með langvinnu lófataki.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
málaráðherra í fjölmiðlum upp á síð-
kastið eru þeim síst til sóma og alls
ekki til þess fallnar að fínna lausn á
þessari kjaradeilu. Það er eins og
þessir menn geri sér ekki grein fyrir
því að kennurum er alvara. Það er
eins og þeir haldi að verkfallsboðun
kennara sé eitthvert grín. En til að
taka af öll tvímæli er eins gott að
viðsemjendur okkar viti að okkur er
alvara, við stöndum saman öll sem
eitt. Við höfum kjark, við höfum þor
og vilja og sterkar taugar og með
þeim vopnum ætlum við að betjast
fyrir réttlætinu," sagði Eiríkur.
Hrund Hjaltadóttir grunnskóla-
kennari sagði að almenningur gleypti
það hrátt þegar samninganefnd ríkis-
ins léti líta svo út að tilboð um að
kaupa meiri vinnu af kennurum fæli
í sér 500 milljóna kr. kjarabætur til
þeirra. Hún gerði að umtalsefni að
Stjómvöld stæðu ekki við gefín fyrir-
heit og töluðu með hroka til kennara-
stéttarinnar. Hún sagði að kjör kenn-
ara hefðu breyst mikið á síðustu
árum og störf þeirra nytu minni virð-
ingar nú en áður.
Gunnlaugur Ástgeirsson frá HIK
og Sigrún Ágústsdóttir frá KÍ hafa
verið útnefnd formenn verkfalls-
stjóma. Gunnlaugur sagði að hann
hefði setið við símann nokkra undan-
fama daga og svarað fyrirspumum
um framkvæmd verkfalls. Hann
sagði að á grundvelli þessara fyrir-
spuma væri sér ljóst að ekki væm
allir vissir um hvað verkfallið hefði
í för með sér. Verkfallið fæli í sér
að skólastarf félli niður, ekkert yrði
um að vera í skólunum, „sjoppunni
er lokað," sagði Gunnlaugur.
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður
Hins íslenska kennarafélags, sagði
að langlundargeð kennara væri þrot-
ið. Þeir krefðust endurmats á kennar-
astarfinu en tími skýrsluritunar um
umbætur í skólamálum væri liðinn
og tími framkvæmda runninn upp.
Hún sagði kennara og almenning
langþreytta á skýrslum hvers
menntamálaráðherrans á eftir öðram
um umbætur sem aldrei koma til
framkvæmda „vegna þess að fjárlög
boða æðri sannleika um forgangsröð-
un mála í þjóðfélaginu," sagði Elna
Katrín.
Svik við kennara
Hún sagði að íslendingum ætti að
vera það ljóst eftir nokkurra ára
samdrátt í efnahagslífínu að það
borgi sig að fjárfesta í menntun og
eyða stærri hluta þjóðartekna til
þess. Flestir viðurkenndu þetta en
enginn fengist til að greiða kostnað-
inn. „Ráðamenn hafa hingað til ekki
sýnt það pólitíska hugrekki að berja
í borðið og vísa skammsýnum stund-
arhagsmunum og skyndigróðahugs-
un út í hafsauga. Þeir hafa ekki
treyst sér til að færa til Ijármuni í
þjóðfélaginu og breyta forgangsröð-
un má!a,“ sagði Elna.
Hún vék að þjóðarsáttarsamning-
um sem gerðir hafa verið og sagði
að of langt mál væri að rekja þann
blekkingarvef sem í kringum þá hefði
verið ofínn. Á tíma þeirra hefði eng-
in breyting orðið á hlutaskiptum í
þjóðfélaginu til hins betra. „Þvert á
móti hefur skattbyrði launafólks
aukist, skuldir þess vaxið og tekju-
munur einnig."
Hún sagði að samninganefndir
kennarafélaganna hefðu setið á
þriðja tug samingafunda í þessari
lotu. Skírskotun í launakröfur sam-
bærilegra hópa og auknar kröfur til
stéttarinnar vægju þungt í málinu.
Kennarafélögin hefðu auk þess gert
ríkinu tilboð um að breyta samsetn-
ingu vinnutíma kennara með því að
færa niður kennsluskyldu en auka
um leið áherslu á önnur störf í skól-
anum.
Hún sagði að engir samningar
hefðu verið gerðir við kennarafélögin
um árabil sem varða kjör og laun
kennara. Stjórnvöld hefðu þverskall-
ast í mörg ár við að svara kalli tímans
um endurskoðun á starfs- og launa-
kjöram kennara en fjölmörg loforð
um slíkt verið svikin. „Geta furðu-
margir áberandi stjórnmálamenn a
íslandi státað sig af þeim vafasama
heiðri að hafa svikið kennara í samn-
ingum,“ sagði Elna Katrín.
Afgreiðsla grunnskólafrumvarpsins gagnrýnd af stj órnarandstæðingum á Alþingi í gse r
Menntamálaráðherra
vill láta reyna á
afgreiðslu frumvarpsins
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR
hvöttu til þess á Alþingi í gær að
frumvarp um grunnskóla yrði ekki
afgreitt á þessu þingi vegna and-
stöðu kennara og sveitarfélaga við
málið. Menntamálaráðherra segist
hins vegar ætla að láta reyna á
hvort Alþingi sé ekki tilbúið til að
afgreiða frumvarpið, sem hafi
fengið langan og vandaðan undir-
búning.
Svavar Gestsson þingmaður
Alþýðubandalagsins óskaði eftir
utandagskrárumræðu um grunn-
skólafrumvarpið, sem mennta-
málanefnd Alþingis afgreiddi frá
sér á þriðjudag.
Svavar sagði að frumvarpið
hefði verið afgreitt úr mennta-
málanefnd í fullri andstöðu við
stjómarandstöðuna vegna vinnu-
bragða í nefndinni, í fullri and-
stöðu við sveitarfélögin og í fullri
andstöðu við kennarafélögin.
Hann sakaði meirihluta mennta-
málanefndar um að hafa vísvitandi
stefnt kjaraviðræðum við kennara-
félögin í uppnám með því að af-
greiða frumvarpið á þriðjudag og
því væri hætta á því að verkfall
skylli á í skólum.
„Það er bersýnilegt að þau
vinnubrögð sem hér eru höfð uppi
geta ekki haft neitt annað í för
með sér en það að annaðhvort
strandi grunnskólafrumvarpið hér,
eða það verði tekið í gegn í átökum
og það væri mjög alvarlegt mál,“
sagði Svavar og spurði mennta-
málaráðherra meðal annars hvort
hann væri tilbúinn að láta fresta
meðferð frumvarpsins á þessu
þingi og hefja viðræður við sveitar-
félög og kennara um farsæla lausn
málsins.
Viðræður í gangi
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra sagðist ekki vera
tilbúinn að draga frumvarpið til
baka, heldur láta reyna á hvort
Alþingi sé tilbúið að afgreiða það
á þessu þingi og ná samstöðu um
málið.
Ólafur G. sagðist telja að í raun
væru í gangi þríhliða viðræður rík-
is, sveitarfélaga og kennara um
flutning skólans frá ríki til sveitar-
félaga. Hann hefði skipað sérstaka
nefnd þessara aðila til að fylgjast
með þróun þessa máls.
Svavar spurði um frumvarps-
drög um réttindamál kennara, sem
tengist grunnskólafrumvarpinu,
og Ólafur G. sagði að þau væri
til umíjöllunar í fjármálaráðuneyt-
inu.
Sigurður A. Þórðardóttir for-
maður menntamálanefndar Al-
þingis sagði að fá mál hefðu feng-
ið jafn ýtarlega umfjöllun í þing-
nefnd og grunnskólafrumvarpið.
Fjallað hefði verið um málið á 15
fundum í yfir 20 klukkutíma sam-
tals. „Málið stóð einfaldlega þann-
ig að það var komið að afgreiðslu;
það er ekki hægt að þæfa mál
endalaust inni í nefnd og það hef-
ur einnig legið fyrir að ætlunin
var að afgreiða þetta mál á þessu
þingi þannig að það ætti ekki að
koma neinum á óvart,“ sagði Sig-
ríður.
Samstaða um
flutning skólans
Margir þingmenn tóku til máls
í umræðunni, þar á meðal Valgerð-
ur Sverrisdóttir þingmaður Fram-
sóknarflokks, sem sagði að nokkuð
góð samstaða væri hjá þjóðinni
um að færa grunnskólann til sveit-
arfélaganna en ekki væri sama ,
hvernig það væri gert. Og mennta-
málaráðherra og formaður
menntamálanefndar virtust hafa
lagt sig fram við að láta málið
mistakast.
Sturla Böðvarsson þingmaður
Sjálfstæðisflokks sagði það mjög
mikilvæga yfirlýsingu fyrir stjórn-
arliða að samstaða ríkti um flutning ^
grunnskólans. Og afstaða stjórnar-
andstæðinga bæri þess merki að
þeir gætu ekki unnt stjórnarflokk- |
unum að ná þessu máli fram.