Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðkönnun vikunnar Alþrif á fólksbílnum kostar 2.500-4.900 kr. Haft var samband við tíu bón- og þvottastöðv- ar á höfuðborgarsvæð- inu og spurt um þrif á fólksbílum og jeppum að innan sem utan KOSTNAÐUR við alþrif á fólksbíl getur numið allt frá 2.500 krónum og upp í 4.900 krónur, sam- kvæmt lauslegri verðkönnun, sem neytendasíðan gerði í vikunni hjá tíu bón- og þvottastöðvum á höfuð- borgarsvæðinu. Alþrif er það þegar bfllinn er þrifínn hátt og lágt, að utan sem innan. Samkvæmt sömu könnun kemur í ljós að jeppaeigend- ur þurfa að borga allt frá 3.200 krónum og upp í 5.900 krónur fyr- ir alþrif á sínum ökutækjum. Rétt er að taka það fram í byijun að hér er aðeins um verðkönnun að ræða, en hvorki er tekið tillit til gæða veittrar þjónustu eða ending- ar þess bóns, sem notað er á hveij- um stað. Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu bjóða sumar stöðvarnar upp, á eitt verð fyrir fólksbfla og annað fyrir jeppa, en hjá öðrum stöðvum eru fólksbflam- ir verðflokkaðir eftir stærðum og jeppar sömuleiðis. Hjá öllum þjón- ustuaðilum er auðvitað hægt að kaupa eingöngu þvott eða eingöngu bón svo dæmi sé tekið, en í verð- könnuninni var ákveðið að spyija alla aðila um kostnað við alþrif, það er þrifnað að utan sem innan, en í slíkum þrifum er byijað á því að tjöruhreinsa bílinn. Síðan er hann sápuþveginn, skolaður, þurrkaður og bónaður. Að innan er bíllinn ryksugaður, þurrkað er af mæla- borði og klæðningu og gluggar fægðir. Allar stöðvamar tíu, sem könn- unin náði til, bjóða upp á hand- þvott og handbón og er notkun véla hjá þessum aðilum því lítil sem engin. Aðspurðir um þann tíma, sem færi í þrif á einum bfl var við- kvæðið gjaman einn til tveir tímar, en það færi auðvitað eftir því hvern- ig bílamir væm útleikis þegar kom- ið væri með þá og hversu margir menn væm í einu með sama bílinn. HVAÐ K0STAR ■kii iiiipiiiaiiiiiiia jmmmm m BILHREINSUNIN? FÓLKSBÍLAR JEPPAR OPIÐ Hjá Jobba Skeifunni 17 2.500.- 3.500.- 9- 18 virka daga 10- 16 laugardaga Bón og þvottur Skeifunni 5 2.600.- 3.200-3.500.- 8- 18 virka daga 9- 17 laugardaga Bón og þvottastöð MagnÚsar. Helluhrauni 20 3.000-3.200.- 3.800-4.600.- 9- 18 virka daga 10- 16 laugardaga Bón og þvottastöð Ryðvarnarskálans, Sigtúni 5 3.900-4.900.- 5.900.- 8-18 alla daga, nema 8-16 föstud. Höfðabón Höfðatúni 4 2.500.- 3.600.- 8-18 virka daga Kringlubón Kringlunni 4 2.600-3.000.- 3.400-4.000.- 8-19 virka daga 10-16 laugardaga Bónstöð Reykjavíkur Hverfisgötu 105 2.500-2.800.- 3.500-4.000.- 8.30-18 virka daga 10-16 laugardaga Bónstöðin Tryggvagötu 15 2.500-2.800.- 3.500-4.500.- 8-18 virka daga 10-15 laugardaga Aðal bónstöðin Suðurlandsbraut 32 2.500.- 3.500.- 8-18 virka daga Gæðabón Ármúla 17a 2.500-2.800.- 3.500-4.000.- 8- 18 virka daga 9- 15 lauqardaqa Týndir sokkar úr sög’unni KANNASTU við að eiga fullan poka af ósamstæðum sokkum? Einhverra hluta vegna eiga sokkar það til að týnast í þvotti. Það er tilvalið að nota öryggis- nælur til að spoma gegn þessu. Þræðið þær á herðatré og hafið nálægt körfu sem notuð er undir óhreint tau. Annað herðatré er síð- an haft nálægt sokkaskúffunum, sé karfan með óhreina þvottinum geymd annars staðar. . Nælið saman sokkapör þegar þau eiga að fara í þvott. Nælumar em svo fjarlægðar áður en hreinum sokkunum er raðað í skúffur. Ódýrari lausnir Vélvæddar bón- og þvottastöðvar eru auk þess reknar víða og tekur það venjulega ekki nema 5-10 mín. að renna bílnum í gegnum vélasam- stæðumar og kemur mannshöndin lítið við sögu þar. Olíufélagið hf. rekur t.d. þvottastöðvar í tengslum við bensínstöðvar sínar við Skógar- sel í Breiðholti og Lækjargötu í Hafnarfirði og kostar 700 kr. að- gangur að þeim, burtséð frá stærð bíla. Hjá þvottastöð Olís við Skúla- götu kostar tjömhreinsun, þvottur, úðabón og þurrkun 650 kr. og hjá Skeljungi, sem rekur bflaþvottastöð að Laugavegi 180, fengust þær upplýsingar að fólksbílaþvottur kostaði 850 kr., en jeppaþvotturinn 1.000 kr. Hjá bón- og bílaþvotta- stöðinni Löðri, Vesturvör 6 í Kópa- vogi, sem einnig er „sjálfvirk" þvottastöð, fengust þær upplýs- ingar að þvotturinn kostaði 790 kr. fyrir alla stærðarflokka af bílum 'sem stöðin gæti tekið. Hjá Löðri er opið alla virka daga frá kl. 8-18 og um helgar frá kl. 10-18 og opn- unartími þvottastöðva við hlið bens- ínstöðva fýlgir gjarnan opnunar- tíma þeirra. Ástaijátning á konudaginn LANDSSAMBAND bakara- meistara lét gera tertu fyrir konudaginn og fékk til þess Hafliða Ragnarsson bakara- meistara og Björgu Kristínu Sigþórsdóttur konditormeist- ara. Unnustar, aðdáendur og eiginmenn geta því lagt leið sína í næstum hvaða bakarí sem er á landinu og keypt tertuna Astarjátningu frá og með morgundeginum, föstudeginum 18. febrúar, og fram á sunnu- dag en sjálfur konudagurinn er á laugardaginn, þann 19. febrúar. Kakan er skreytt að frönsk- um hætti. í henni er ástríðuald- infrómas ásamt súkkulaði og svampbotnum og síðan er kakan skreytt með ástríðuávextinum, jarðar- berjum, lime og blæjuberi. Hlið- ar og stangir eru úr súkkulaði. Björg Kristín og Hafliði hafa þegar haldið námskeið fyrir bakarameistara til að sýna hvernig kakan er búin til, vegg- spjöld hanga í þeim bakaríum þar sem kakan verður til sölu og þessa dagana er starfsfólk í bakaríum að kynna viðskipta- vinum kökuna með dreifimið- um. Uppskriftina var ekki hægt að fá fyrir lesendur. Hún er algjört leyndarmál enda verður uppskriftin notuð á konudaginn næstu fimm árin. Tertan kostar milli 1.400 og 1.500 krónur. Holtagarðar Galladagar í Bónus SVOKALLAÐIR galladagar verða í Bónus í Holtagörðum næstu daga. Þar verða seldir tvískiptir skíðagallar í fullorð- insstærðum á 2.990 kr., íþrótta- gallar á fullorðna á 1.790 kr. og bómullargallar á börn á 690 kr.. Þykkir útigallar á börn verða líka seldir í Bónus og eru þeir með gúmmíi á álagsstöðum og kosta 2.990 kr. Þá verða seldir ungbarnaútigallar sem kosta 1.490 krónur. PRÚTTSALA PRÚTTSALA PRÚTTSALA PRÚTTSALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.