Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tlllögur tþrótta- og tómstundaráðs um úrræði í atvinnumálum fyrir ungt fólk 230 manns ráðnir til 4-6 mánaða átaksverkefna Þeir sem ætla í skóla Þeir sem ætla ekki í skóla Þeir sem svara spumingnnni ekki Aðeins átaksverkefni 27 18% 20 23% 23 47% Aðeins nám 87 58% 54 61% 12 24% Aðeins annað 5 3% 3 3% 1 2% Átaksverkefni og nám 30 19% 10 11% 10 20% Átaksverkefni og annað 0 0% 1 1% 1 2% Nám og annað 1 1% 1 1% 2 4% Átak, nám og annað 1 1% 0 0% 0 0% Samtals 151 100% 89 100% 49 100% Fjórðungur at- vinnulausra í Reykjavík fólk á aldrinum 16-24 ára í TILLÖGUM íþrótta- og tóm- stundaráðs og Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar um úrræði í atvinnumálum fyrir fólk á aldrin- um 16-25 ára er gert ráð fyrir að 230 einstaklingar verði ráðnir til átaksverkefna á vegum Reykja- víkurborgar. Fjórðungur atvinnu- lausra í Reykjavík 20. janúar sl. er fólk á aldrinum 16-24 ára. Jafnframt verður tekin fyrir á borgarstjómarfundi í dag tillaga um að flytja starfsemi Hins húss- ins, sem verið hefur í Brautar- holti, í Geysishúsið í Aðalstræti. Samkvæmt tillögum Iþrótta- og tómstundaráðs er gert ráð fyrir að 67 einstaklingar á aldrinum 16-25 ára verði ráðnir strax, 104 á næstu mánuðum og 60 í haust. Stærstu verkefnin eru við umsjón og eftirlit hjá íþróttafélögum, starf og nám við skógrækt, uppsetning- ar á leikritum, götuleikhús og list- smiðja. Lagt er til að hver maður verði ráðinn í 4-6 mánuði. Kostn- aður við átaksverkefnin er áætlað- ur 35 milljónir kr. Þá er í tillögunum gert ráð fyr- ir einu sex vikna námskeiði fyrir atvinnulaust ungt fólk sem haldið verður í Hinu húsinu í vor og ann- að er í undirbúningi sem haldið verður haustið 1995. Fyrirhugað er að gera átak í ráðgjöf um náms- og starfsval ásamt því að vinna að tillögum um verkefni sem tengj- ast starfsnámi og starfsþjálfun. 70% óska eftir námi Viðamikil könnun var gerð hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar í lok janúar um viðhorf ungs fólks til atvinnuúrræða. Rúmlega 300 atvinnulausir einstaklingar á aldr- inum 16-24 ára tóku þátt í könn- uninni sem leiddi m.a. í Ijós að 70% ungmenna óska eftir námi í ein- hveiju formi. Flest þeirra, eða 42%, óska eftir blöndu af bóklegu og verklegu. námi en 40% eftir iðnnámi. 18% hafa áhuga á hefð- bundnu bóklegu námi. Um helmingur þátttakenda í könnuninni hyggur á nám næsta haust en 61% þeirra sem ekki ætla í skóla að sinni hefur engu að síður áhuga á námi. 24% hóps- ins óska ekki eftir neinu námi heldur hafa aðeins áhuga á átaks- verkefnum og gaf um þriðjungur þeirra, 36%, upp þá ástæðu að það væri vegna fjárhagsaðstæðna en 21% bar við fjölskylduaðstæðum. Tæpur helmingur þeirra sem voru spurðir, 47%, var bjartsýnn á að fá fljótlega vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. Um þriðj- ungur var svartsýnn en afgangur- inn eða um 20% svaraði ekki. Astæður þess að þátttakendur völdu frekar átaksverkefni en nám voru helstar þær að þátttakendur töldu sig ekki hafa efni á frekara námi, 36%, gátu það ekki vegna fjölskylduaðstæðna, 21%, höfðu ekki áhuga, 18%, voru þegar komnir með starfsréttindi úr skóla, 13%, og hafði alltaf gengið illa í skóla, 12%. Hitt húsið Varðandi flutning Hins hússins í Geysishúsið sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri að valið hefði staðið um það að kaupa það húsnæði sem starfsemin hefur ver- ið í eða breyta Geysishúsinu í sam- ræmi við nýja notkun. Gestakomur í Hitt húsið á síðasta ári voru í kringum 70 þúsund. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna breytinga á Geysishúsinu nemi 20 milljónum króna. Starfsemin verður margvís- leg en tengist öll þörfum ungs fólks, t.a.m. upplýsingamiðstöð í flestum málaflokkum, s.s. atvinnu- málum, ferðamálum, námsmögu- leikum, félögum og stofnunum. Þar er gert ráð fyrir starfsemi fatlaðra, miðstöð fyrir leikhópa, listsmiðju, kaffiteríu, æfmgaaðstöðu fyrir hljómsveitir, fjölnotasali, fundaað- stöðu og margt fleira. eftir Þór Tulinius Frumsýning fimmtudaginn 16. febrúar UPPSELT Laugardaginn 18. febrúar UPPSELT Sunnudaginn 19. febrúar UPPSELT Þriðjudaginn 21. febrúar UPPSELT —~-G Leikmynd: Stígur Steinþórsson r Búningar: Þórunn E. SveinsdóttirJy\ Tónlist: Lárus H. Grímsson ^ J t Leikhljóð: Ólafur Örn ThoroddsenV M Lýsing: Elfar Bjarnason m Leikstjóri: Þór Tulinius Árni Pétur Guðjónsson, ^ Björn Ingi Hilmarsson, ■ Jfa,. Ellert A. Ingimundarson, 'm Guðrún Ásmundsdóttir, W Jóhanna Jónas og mjr Sóley Elíasdóttir. / ■ <3^<fr LEIKFÉLÁG ' * PM| REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ SÍMI 680-680 Morgunblaðið/Alfons Böm að leik BÖRNIN í leikskóla Ólafsvíkur nota blíðviðrið til hins ýtrasta til leikja og ærslagangs enda hefur ekki viðrað vel á bæjarbúa upp á síðkastið. Elstu menn muna ekki eins mikinn snjó og í vetur og börnin ætla ekki að láta góða veðrið ganga sér úr greipum. Á myndinni má sjá nokkur leik- skólabörn að leika sér á þaki Rósakots, sem er staðsett á leik- skólalóðinni. Samband ísl. sveitarfélaga um af- greiðslu grunnskólafrumvarps Flytjist til sveitar- félaga í ágúst 1996 í ÁLYKTUN stjómar Sambands ísl. sveitarfélaga um frumvarp til laga um grunnskóla, er lögð áhersla á að við afgreiðslu fmmvarpsins á þingi verði tekið fullt tillit til at- hugasemda í umsögn stjórnarinnar. Menntamálanefnd Alþingis hefur afgreitt frumvarpið og leggur meirihluti nefndarinnar til að gildi- stöku frumvarpsins verði frestað til næstu áramóta og að ríkið greiði fyrir námsbækur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga leggur áherslu á að verði frumvarpið að lögum þá taki þau í fyrsta lagi gildi 1. ágúst 1996. Samstaða meðal sveitarstjórna Vilhjálmur segir að full samstaða sé meðal sveitarstjómarmanna um að sveitarfélögin taki yfir rekstur gmnnskólans. Ályktun þess efnis hafí verið samþykkt á síðasta lans- þingi sambandsins. „Við höfum ver- ið að vinna að undirbúningi í ágætri samvinnu, fulltrúar ríkis, kennara og sveitarfélaga; “ sagði hann. „Þetta er viðamikil færsla á verk- efnum milli ríkis og sveitarfélaga og krefst mikils undirbúnings. Þess vegna setti landsþing sambandsins í haust þá fyrirvara að áður en lög- in yrðu samþykkt þyrfti að liggja fyrir niðurstaða vegna færslu á tekjustofnum yfír til sveitarfélaga til að mæta þeim kostnaði sem fylgdi breytingunni." Þá sagði hann að samkomulag þyrfti að liggja fyrir milli ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélags kenn- ara um kjara- og réttindamál kenn- ara, þar með talið meðferð lífeyris- réttinda. Sambandið hafi auk þess lagt fram töluvert margar athuga- semdir vegna einstakra fmmvarps- greina og sagði Vilhjálmur að kom- ið hafí verið til móts við nokkrar þeirra en þó ekki greinar sem tald- ar em hafa mikla þýðingu. Nefndi hann meðal annars fjölda nemenda í bekkjardeildum og kostnað vegna námsgagna. „Við teljum að breytingatillaga meirihluta menntamálanefndar við 57. gr. frumvarpsins og sá fyrir- vari sem settur er við gildistöku laganna sé óviðunandi, þar sem ekki er tekið nægjanlegt tillit til þeirra fyrirvara sem landsþingið setti,“ sagði Vilhjálmur. Stjóm sambands íslenskra sveitarfélaga gæti ekki mælt með samþykkt fmmvarpsins nema tekið yrði í meginatriðum tillit til athugasemda sambandsins um einstaka frum- varpsgreinar. Jafnframt að tryggi- lega yrði frá því gengið að full- nægja fyrirvömm landsþingsins áður en lögin kæmu til fram- kvæmda. Sagði Vilhjálmur að þar sem um viðamikla og vandmeðfamar yfir- færslu væri að ræða þá teldi stjórn sambandsins mikilvægt að sveit- arfélögin fengju nægan tíma til að undirbúa flutninginn. „Þess vegna er lögð áhersla á verði frumvarpið samþykkt að lögin komi í fyrsta lagi til framkvæmda 1. ágúst 1996,“ sagði hann. Ný og endurskoðuð manneldismarkmið MANNELDISRÁÐ hefur gefið út ný og endurskoðið Manneldismarkmið fyrir íslendinga. í markmiðunum er skilgreind æskileg samsetning fæðunnar, þar sem tekið er mið af nýjustu rann- sóknum í næringarfræði, heilsufari þjóðarinnar og framleiðsluháttum. Markmiðin miðast við þarfír þorra heilbrigðs fólks frá tveggja ára aldri að því er segir í fréttatilkynningu. íslensk manneldismarkmið eru í megindráttum sögð svipuð markmið- um nágrannaþjóða með þeirri undan- tekningu að í íslensku útgáfunni er ekki gengið eins langt í takmörkun fitu og salts og í norrænum markmið- um. Þótt kjami markmiðánna sé hinn sami gætir hér meiri varkámi þar sem megináherslan er lögð á hæg- fara breytingar í hollustuátt. Manneldisráð beinir ábendingum sínum m.a. til stjórnvalda og vekur jafnframt athygli á þingsályktun um manneldis- og neyslustefnu frá 1989 þar sem Alþingi íslendinga ályktar að leitast verði við að ná manneldis- markmiðum fyrir árið 2000. Manneldismarkmið komu fyrst út hér á landi 1987. Þeim er ætlað að vera til viðmiðunar fyrir þá sem ann- ast fræðslu um manneldismál eða hafa áhrif á mataræði almennings. I ) i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.