Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Athugasemd við Morgunblaðsviðtal Á BLS. 2 í Morgunblaðinu 11. febrúar sl. birtist viðtal við Sigurð lækni Bjömsson, formann Sérfræð- ingafélags íslands, vegna nýrrar reglugerðar um tilvísanir lækna. Að mínu mati koma fram í viðtal- inu hinar furðulegustu staðhæfing- ar ásamt með þess konar hræðslu- áróðri, að ekki verður hjá því kom- ist, af illri nauðsyn, að koma á framfæri nokkrum alvarlegum at- hugasemdum og leiðréttingum. Efnislega má m.a. draga eftir- farandi úr viðtalinu við SB: * Að reglugerðin takmarki lækn- ingaleyfi stórs hluta íslenskra lækna. * Að reglugerðin svipti stóran hluta þjóðarinnar tryggingarétti sínum. * Að reglugerðin kippi grund- vellinum undan eina sjálfstæða rekstrinum í heilbrigðiskerfinu. * Að reglugerðin sé byggð á hug- myndafræði fárra manna, sem vilja ekkert annað en ríkisrekstur. * Að reglugerðin bjóði upp á tvö- falt heilbrigðiskerfi. Annað fyrir ríka, sem geti pantað t.d. mjaðma- aðgerð með dags fyrirvara, og borg- að brúsann úr eigin vasa. Og svo hitt kerfið, fyrir minni- máttar, sem verði að halda áfram að bíða eftir niðurgreiddu að- gerðinni í 2 til 3 ár. Það er hreinlega með ólfkindum að maður skuli sjá annað eins í viðtali við virtan forystumann úr læknastétt. Þetta við- tal færir mér endan- lega heim sanninn um það, að sérfræðingar reyni með öllum ráðum að klæða kjarabaráttu sína hvítum sloppi til að komast hjá því, að ræða hinn raunverulega kjarna málsins, þ.e. markaðsaðganginn og tekjumar. Skoðum málið betur. * Það er auðvitað fásinna að halda því fram, að tilvísanakerfi takmarki lækningaleyfi. Sérfræðingar í heimilislækningum megi ekki opna stofu hvar og hvenær sem er, eins og sérgreinalæknar. Það er auðvit- að ekki heldur takmörkun á lækn- ingaleyfí. Lækningaleyfíð er annað og óskylt. * Tilvísanakerfi sviptir engan tryggingaréttinum. Að þurfa tilvísun á rönt- gen- og aðra rann- sóknarþjónustu gerir það ekki heldur. * Tilvísanakerfi kippir ekki heilbrigðum grundvelli undan sjálf- stæðum rekstri lækna. Það styrkir hann. Og sérfræðiþjónusta lækna utan spítala er langt frá því að vera eini sjálfstæði rekstur- inn. Nefna má Lækna- vaktina sf., heimil- islækna á eigin stofum og rannsóknarstofur ýmiss konar. * Tilvísanareglugerðin byggist ekki á hugmyndafræði fárra, sem vilja ekkert annað en ríkisrekstur. í tilvísanakerfinu er einungis að finna nauðsynlegt stýrikerfí á verk- takastörf sérfræðilækna, þar sem verkkaupi vill hafa eitthvað faglegt um það að segja, fyrir hvað hann á að borga. Þörfin á fjölda verk- taka er óþekkt. Því er eftirspurn- inni stjórnað. * Tilvísanareglugerðin hefur auð- vitað ekkert að gera með biðtíma eftir mjaðmaaðgerðum. Ég veit ekki betur en að allar mjaðmaað- gerðir fari fram á sjúkrahúsum hér á landi. Því miður er biðlistinn þar alltof langur og biðin löng. En að leyfa sér að halda því fram, að tilvís- anareglugerðin opni leið fyrir hina efnuðu til að kaupa sér forgang í mjaðmaaðgerðir á kostnað hinna, sem minna mega sín, hlýtur að flokkast undir það ómerkilegasta, sem fram hefur komið í hræðslu- áróðrinum gegn stýrikerfi tilvísana. Ég vona að við þurfum ekki að horfa upp á fleira í þessum dúr. Um leið og ég þakka Morgun- blaðinu yfirvegaða umfjöllun og skynsamlega ályktun um stýrikerf tilvísana í leiðara sínum, vil ég enr einu sinni ítreka það, að umrætt tilvísanakerfi er byggt á heimild i lögum, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að nýta og ráðherra fram- kvæmt. Slíkt kerfi nýtur alþjóðlegr- ar viðurkenningar og hefur fengið grænt ljós bæði hjá landlækni og Ríkisendurskoðun. Sjúklingar þurfa ekkert að óttast. Höfundur er læknir. GunnarIngi Gunnarsson l lokksr.iðs- og formannaráðstefna Sjáílslieðisllokksins 18. febrúar 1995 Flokksráð og formenn félaga og samtaka Sjálfstæ&isflokksins eru bo&aáir til fundar laugardaginn 18. febrúar kl. 09.00 í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd. (Inngangur norðanmegin við sundlaug og iþráttami&stö&). Auk flokksráðsmanna og formanna félaga og samtaka Sjálfstæðisflokksins eru boðaðir á fundinn frambjóðendur í aðalsætum við alþingiskosningarnar í apríl nk. og kosningastjórar kjördæmanna. SÆNG Termo twin de lux Áður 10.900 Kl. 9.00 Kl. 9.30 Kl. 10.30 Kl. 10.45 Kl. 12.30 Kl. 14.00 Kl. 18.00 Kl. 20.00 Pagskrá: Afhending gagna og skráning þátttakenda. Fundarsetning. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Kaffihlé. Kosningaundirbúningur. Framsögu hafa: i.f;:V*T-/' Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Egill Jónsson, alþingismaður, Erna Nielsen, formaður kjördæmisráðs Reykjaneskjördæmis, Anna Blöndal, formaður kjördæmisráðs Norðurlandskjördæmis eystra. Fyrirspurnir og umræður. .Jt áw.Æi' m ■■ . ■■ ■ ■ ■ ■ . "'Jr. wá Sameiginlegur hádegisverður, Umfjöllun um helstu verkefni ríkisstjórnarínnar og hugmyndir og tillögur frá málefnanefndum Sjálfstæðisflokksins um málefnagrundvöll flokksins I komandi alþingiskosningum. Framsögu hafa: Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, Halldór Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins, Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður upplýsinganefndar Sjálfstæðisflokksins. Fundarslit. Opið hús í Valhöll. Mikilvægt er að sem allra flestir þeirra er rétt eiga til fundarsetu mæti og taki þátt í undirbúningi flokksins fyrir alþingiskosningarnar. Áríðandi er að þeir sem boðaðir eru á fundinn tilkynni þátttöku f síma 682900 eða bréfasíma 682927. Nú á 20% afslætti Nú á 20% afslætti HotaaaiOuii SUUW13 ReyfcjarviVurveoi 72 Núrðurtanga 3 £ feyfcfrv* Reyt<Mv* Hainaifrði AKureyn ^ l\IÝTT KORTATÍMABIL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.