Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIMU Umræðufundur um fiskveiðistj órnun ,, Sj ávarútvegnr atvinnu- grein fyrir afreksmenn“ FRETTIR: EVROPA SANTER flytur ræðu sína í Strassborg. Reuter Deilt um afnám landamæraeftirlits í ESB Santer sneiðir hjá deilum við brezka íhaldið Strassborg, Brussel. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sneiddi í gær hjá því að espa brezka íhaldsmenn upp frekar en orðið er, þegar hann rakti starfsáætl- un stjórnar sinnar fyrir Evrópuþing- inu í Strassborg. Santer sleppti öllum yfirlýsingum um að Bretar yrðu þvingaðir til að afleggja vegabréfs- eftirlit við komu farþega frá öðrum Evrópusambandsríkjum. Hart er nú deilt um afnám landamæraeftirlits innan ESB og telja sumir ekki nóg að herða eftirlitið á ytri landamærum sambandsins, eins og stefnt er að. Santer lýsti því yfír í ræðu sinni að framkvæmdastjórn hans myndi halda fast við að taka upp sameigin- legan gjaldmiðil árið 1997, auka samkeppnishæfni evrópskra fyrir- tækja, beijast gegn misnotkun á sjóðum ESB, leggja áherzlu á upplýs- ingatækni og fjarlægja síðustu hindr- animar í vegi innri markaðarins. Allt eftirlit verði afnumið Síðastnefnda markmiðið innifelur raunar afnám landamæraeftirlits, en látið var nægja að nefna það með beinum hætti í hinni skrifuðu starfs- áætlun, sem dreift var meðal Evrópu- þingmanna. Framkvæmdastjómin hyggst afnema allt vegabréfaeftirlit á landamæram aðildarríkjanna til að greiða fyrir fijálsum fólksflutning- um. Sjö ESB-ríki, Þýzkaland, Frakk- land, Lúxemborg, Holland, Belgía, Spánn og Portúgal, munu afleggja eftirlit 26. marz. Ítalía, Grikkland, Danmörk, Austurríki, Svíþjóð og Finnland munu fyigja fast á eftir. Bretar standa hins vegar fast gegn afnámi landamæraeftirlits, sem hef- ur í för með sér að írar era líka hik- andi, þar sem þeir vilja halda fólks- flutningum milli Bretlands og írlands sem fijálsustum. Rök brezkra íhaldsmanna eru þau að afnám landamæraeftirlits geri Bretum ókleift að hafa eftirlit með eiturlyfjasmygluram, öðram glæpa- mönnum og ólöglegum innflytjendum, sem komi frá öðram ESB-ríkjum. Ytra eftirlit hert Þessu hyggst framkvæmdastjórn- in hins vegar bregðast við með því að herða eftirlit á ytri landamærum Evrópusambandsins. Markvisst er unnið að því að vísa ólöglegum inn- flytjendum frá ríkjum ESB, lögreglu- stofnunin Europol hefur verið sett upp til að vinna gegn alþjóðlegum glæpum og eiturlyflasmygli, sam- starf í dómsmálum hefur verið bætt, reglur um framsal afbrotamanna hafa verið einfaldaðar, skilgreining á stöðu flóttamanna hefur verið sam- ræmd og búinn til listi af ríkjum utan sambandsins, hverra þegnar þurfa vegabréfsáritun til ESB. Dublin-samningurinn svokallaði kveður sömuleiðis á um að brottvísun innflytjanda frá einu ESB-ríki sé í raun brottvísun frá öllum. Efasemdir um hollustu Breta Bretar láta samt ekki sannfærast og segir John Major forsætisráðherra að hann muni beita neitunarvaldi gegn afnámi vegabréfaeftirlits. Klaus Hánsch, forseti Evrópuþings- ins, sagði í gær að ESB væri bundið af sínum eigin samþykktum, ekki vilja brezku stjórnarinnar. Bretar væru raunar skuldbundnir til að af- nema landamæraeftirlit og eftir því sem uppákomum af þessu tagi fjölg- aði í Bretlandi, efuðust menn meira um hollustu stjórnvalda þar við Evr- ópusambandið. Evrópuþingmenn gagnrýna EES Strassborg. Agence Europe/Reuter. FÉLAG fijálslyndra jafnaðar- manna efndi til opins fundar um fiskveiðistjórnun síðastliðið þriðju- dagskvöld. í fundarboði gerðu fé- lagsmenn því skóna að sjávarút- vegsmál yrðu meðal helstu kosn- ingamála að þessu sinni. Máli sínu til stuðnings nefndu þeir útspil frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum þar sem þeir lýsa hugmyndum sínum um breytt stjómkerfi fiskveiða og nýjar til- lögur Alþýðuflokks og Þjóðvaka þar sem gert er ráð fyrir upptöku veiðigjalds og „uppstokkun“ kvóta- kerfisins. Til að ræða þessi mál voru kvaddir á vettvang Einar Oddur Kristjánsson útgerðarmað- ur og frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, dr. Ágúst Einarsson prófessor og ritari Þjóð- vaka og dr. Þorvaldur Gylfason prófessor. Höfuðmarkmið hinnar nýju stefnu Vestfirðinganna er, sem kunnugt er, að hámarka afrakst- ursgetu fiskistofnanna. Því markmiði vilja þeir ná með öflugri flota- og sóknarstýringu sem kom- ið verði á í áföngum. Einar Oddur Kristjánsson sagði að meginmark- mið höfunda kvótakerfisins hefðu ekki gengið eftir; staða fiskistofn- anna væri slæm, sóknarmáttur flotans hefði aukist og hagkvæmni hefði ekki náðst sem sæist best á því að svindlað væri á kerfinu, rangar aflatölur gefnar upp og fiski hent í stórum stíl í sjóinn. Fyrir vikið væri vísindaleg ráðgjöf leidd á villigötur. Hægt að skilgreina sóknarmátt í tillögu Vestfírðinganna er lagt til að settur verði endumýjunar- stuðull sem tryggi að sóknarmátt- ur flotans minnki. Einar vék að þessu og sagði að margir væm efins um að mögulegt væri að skil- greina sóknarmátt íslenska flot- ans. Hann er þessu ósammála enda hafi tæknideild Fiskifélags íslands komist að annarri niðurstöðu í nýrri skýrslu. Einar sagði að sóknarstýring án flotastýringar hlyti að enda með hryllingi og sakir þess væri brýnt að þetta tvennt færi saman. „Þetta er ekkert vandamál hér á landi því hér er bara eitt þjóðríki. Hér ráðum við okkar lögum sjálfir og það er ekkert í okkar stjórnarskrá eða lögum sem hamlar því að við tökum upp flotastjórn." I máli Einars kom fram að of- veiði væri alþjóðlegt vandamál og að hans mati er helsta ástæðan fyrir því að fiski er hent í sjóinn sú að sjómönnum er ekki heimilt að koma með aflann að landi. „Ef menn óttast ofveiði í hafinu er ekkert annað ráð til en að hafa hemil á sókninni. Þetta er grund- vallarhugsunin á bak við þær til- lögur sem við erum að leggja til.“ Einar sagði að sjávarútvegur væri atvinnugrein fyrir afreks- menn og sjósókn hefði gert okkur íslendinga að því sem við erum í dag. Hann vill því stuðla að því að þessi sókn sé í höndum þeirra manna sem á geta haldið. Honum þykir einnig eðlilegt að ákveðnir landshlutar njóti landgæða sinna og því sé brýnt að hlú að fiskveið- um á Vestfjörðum. Því ef enginn væri þar fiskurinn væri heldur ekkert fólk. „Hörmungarhagstjórn" Einar vék jafnframt að gagn- rýni á tillöguna og sagði að heyrst hefðu raddir sem telji að allt kjöt vanti á beinin. Hann sagði að þetta væri að vissu leyti rétt enda krefj- ist nánari útfærsla þess að þeir sem gerst þekki til leggi hönd á plóg. Einar reifaði einnig hugmynd ijórmenninganna að vestan um sjávarútvegsgjald með ákveðnu „öryggisneti“ og sagði að reynslan af „hörmungarhagstjórn“ Islands væri sú að fyrir sjávarútveginn væri ekkert til verra en hágengi. Það væri búið að keyra greinina í botnlaust tap og þjóðinni steðjaði mest ógn af skuldastöðu sjávarút- vegsins. Einar sagði að sóknar- gjald gæti komið í góðar þarfir í þessu samhengi en yrði þó að vera í samræmi við afkomu útgerðar- innar í heild og nýtast henni. „Það skiptir öllu máli að varðveita gróð- ann inni í fyrirtækjunum og það gerum við best með því að róa að því öllum áram að atvinnutækin séu í höndum afreksmannanna." Hámarka verður arðsemina Ágúst Einarsson steig næstur í pontu og í hans huga er það grund- vallaratriði í umræðunni um stýri- kerfi í sjávarútvegi að hámarka arðsemi af auðlindum sjávar. „í landi þar sem 50% gjaldeyristekna koma frá sjávarútvegi getum við ekki leyft okkur annað í okkar stýrikerfi en að reyna að hámarka afrakstur af fiskstofnunum í sjón- um. Við verðum því að láta lögmál markaðsbúskaparins gilda sem allra mest í því kerfi.“ Ágúst benti á annmarka á hin- um ýmsu kerfum sem reynd hafa verið í fiskveiðistjórnun og sagði að reynslan í fjölmörgum ríkjum sýndi að sóknar- og aðgangstak- markanir hefðu ekki skapað viðun- andi hagkvæmni. Nefndi hann kerfí Evrópusambandsins sem dæmi. Ágúst sagði að sóknarmark hefði verið reynt sem hluti af kerf- inu hér á landi en hefði ekki gefíð góða raun. Þá hefur hann ekki mikla trú á flotastýringu sem hann sagði að myndi leiða til aukinnar afkastagetu hinna heimiluðu skipa og þá þyrfti að fækka þessum skip- um aftur til að takmarka sóknina. Ágúst vék að tillögu Vestfirð- inganna og í máli hans kom fram að hún hefði ekld fengið hljóm- grunn meðal forsvarsmanna sjáv- arútvegsfyrirtækja ekki síst þar sem hún væri ekki útfærð með nógu nákvæmum hætti. Ágúst komst því að þeirri niður- stöðu að öll rök hnigi að því að veiðileyfagjald verði tekið upp á Islandi. Hann sagði brýnt að gera sér grein fyrir því að notaréttur af auðlindinni skapi ekki eignarétt. Eignarétturinn sé þjóðarinnar. Að sögn Ágústs byggir hugmyndin um veiðigjald annars vegar á réttlætis- sjónarmiði og hins vegar á sjónar- miði hagræns eðlis en gjaldinu mætti veija með ýmsum hætti, til dæmis lækka virðisaukaskatt. Erlent áhættufé Ágúst er hlynntur því að allur fiskur fari yfir fiskmarkaði, hann vill fá erlent áhættufé inn í íslensk- an sjávarútveg og er fylgjandi því að Islendingar taki ríkari þátt í erlendum sjávarútvegi. Þá vill hann styðja við bakið á smábáta- veiðum á þeirri forsendu að þær séu umhverfisvænar, efla fiskeldi og hlusta gaumgæfilega á ráðlegg- ingar fiskifræðinga varðandi veið- ar. Þorvaldur Gylfason hóf mál sitt með því að benda á að ísland sæti ekki lengur við háborðið í heimsbú- skapnum þar sem við stæðum öðr- um vestrænum ríkjum ekki á sporði í þjóðarframleiðslu. Hann sagði að ábyrgð þeirra sem haft hafa sjávar- útvegsmál á sinni könnu væri því mikil enda um undirstöðuatvinnu- grein að ræða. Þorvaldur gat þess þó að sjávarútvegur væri ekki eins mikilvægur og mikill hluti þjóðar- innar héldi. Hann stæði í raun á bakvið helminginn af útflutningi þjóðarinnar og 12% af þjóðarfram- leiðslunni. Vaxtarbroddurinn í at- vinnulífí þjóðarinnar fælist hins vegar í verslun, iðnaði og þjónustu. Þorvaldur telur því að efnahags- stefna stjórnvalda hvíli á fölskum forsendum. Tryggir rétta gengisskráningu Að mati Þorvaldar felst lausnin á vanda sjávarútvegsins í því að taka upp veiðigjald; það verði að selja veiðileyfi í stað þess að gefa þau. Hann sagði að sjávarútvegur- inn hefði hvort sem er lengi búið við óbeina skattheimtu sem væri óhagkvæm og héldi atvinnustarf- seminni í heljargreipum. Að sögn Þorvaldar er veiðigjald meðal ann- ars nauðsynlegt til að tryggja rétta gengisskráningu. „Hefði veiðigjald verið tekið upp fyrir tuttugu áram hefðu hin tvö erindin á þessum fundi verið óþörf.“ Þorvaldur sagði að svo mikill tími hefði þegar farið til spillis að það verði að ráðast í róttækar umbætur í sjávarútvegi í einum rykk en ekki í áföngum. íslending- ar standi við vegamót um þessar mundir og geti valið hrun, hæg- genga hnignun eða hreingern- ingu. „Ef við festumst í fortíðinni erum við að dæma börnin okkar úr leik.“ ÞINGMENN á Evrópuþinginu ræddu á þriðjudag framkvæmd samninginn um Evrópskt efnahags- svæði. Ymsir þingmenn gagnrýndu samninginn, sögðu hann flókinn og veita EFTA-ríkjunum of mikil áhrif á ákvarðanatöku innan Evrópusam- bandsins. Það voru einkum fulltrúar norrænu ESB-ríkjanna þriggja, sem snerust samningnum til varnar. Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn ESB, tók undir þá gagnrýni að EES-samningurinn væri of flók- inn og sagði að ef til vill yrði að breyta því hvernig stofnanir hans störfuðu. Alain Lamassoure, Evrópumála- ráðherra Frakklands, sem nú fer með formennsku í ráðherraráði ESB, sagði -að einkum kæmi til greina að laga fundi EES-ráðsins og sameiginlegu EES-nefndarinnar að þörfum Evrópusambandsins, þótt taka þyrfti tillit til sjónarmiða EFTA-ríkjanna. Lamassoure sagði að EES-samn- ingurinn væri gagnlegur samningur og við hann yrði staðið, þótt hann hefði sína galla. Morgunblaðið/Kristinn ÁGÚST Einarsson, Þorvaldur Gylfason og Einar Oddur Kristjáns- son fluttu framsöguerindi á fundi FFJ um fiskveiðistjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.