Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MINNKANDI ATVINNULEYSI ATVINNULEYSI var umtalsvert minna í janúar- mánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins, eða sem svarar tæplega 900 störf- um. Það vekur hins vegar athygli að þótt atvinnu- leysi sé minna á landsvísu í janúar 1995 en í janúar 1994 gegnir öðru máli ef litið er til höfuðborgarsvæð- isins. Þar var meira atvinnuleysi í janúar líðandi árs en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir framansagt er atvinnuleysi enn umtals- vert. Atvinnuleysisdagar í janúar jafngilda því að um 8.600 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir í mánuðinum, eða 6,8% fólks á vinnualdri. Atvinnu- leysi jókst og í janúar, miðað við desembermánuð. Þar kemur til hefðbundin árstíðasveifla og gæftaleysi til sjávarins. Ráðuneytið býst á hinn bóginn við að atvinnuleysi minnki töluvert í febrúarmánuði, einkum á landsbyggðinni, og geti orðið á bilinu 5-5,4%. Sá takmarkaði efnahagsbati, sem sagt hefur til sín í þjóðarbúskapnum, rekur fyrst og fremst rætur til þess stöðugleika sem náðist með þjóðarsáttarsamn- ingum. Meðal ávaxta á þjóðarsáttartrénu eru lítil sem engin verðbólga, lægri vextir, byijandi hagvöxtur, hagstæður viðskiptajöfnuður, minnkandi ríkissjóðs- halli og minna atvinnuleysi. Stöðugleikinn hefur á hinn bóginn ekki fest sig í sessi til frambúðar. Honum er hægt að glutra niður, ef kapp ræður meiru en forsjá. Það er hvorki leiðin til að fjölga störfum né tryggja kaupauka til lengri tíma litið að fórna stöðugleikanum í efnahagslífinu og þjóðarbúskapnum. Það er nauðsyn- legt að tryggja launþegum kjarabætur innan ramma efnahagsbatans og stöðugleikans — og einkum að rétta hlut hinna lægst launuðu. En það verður ekki gert með því að steypa þjóðinni kollhnís út í afkomu- lega og atvinnulega óvissu. FJÖGUR MÁL DÓMS- MÁLARÁÐHERRA FJÖGUR ÞINGMÁL Þorsteins Pálssonar, dóms- málaráðherra hafa vakið athygli undanfarna daga. í fyrsta lagi frumvarp um opinbera réttarað- stoð. Þar er lagt til að fólk með lítil efni eigi þess kost í ríkara mæli en nú er að fá lögfræðilega aðstoð, þar sem ríkið greiði meginhluta kostnaðarins. Kostnaðin- um eru þó sett ákveðin mörk, svo hann fari ekki úr böndum. í annan stað er frumvarp sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður greiði bætur vegna tjóns sem leiðir af of- beldisbrotum — en yfirtaki kröfu á hendur tjónvaldi. Hér er um mikla réttarbót til tjónþola að ræða, sem töluverð umræða hefur verið um í samfélaginu, m.a. í tengslum við nauðgunarmál. í þriðja lagi frumvarp ráðherrans um að fella úr gildi 108. grein hegningarlaga um ærumeiðingar í garð opinberra starfsmanna. Meginreglan verður sú að sömu lög gildi um opinbera starfsmenn, að þessu leyti, og aðra þjóðfélagsþegna. Það er mat ráðherrans að sérákvæði um opinbera starfsmenn eigi ekki leng- ur við. Þá hefur dómsmálaráðherra hafið undirbúning að setningu laga um bann við því að hafa barnaklám undir höndum. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna, Evrópuráðið og Norðurlandaráð hafa skorað á aðildarríki sín að gera vörzlu á efni um barnaklám refsiverð. Þessi mál dómsmálaráðherra fela í sér bætta réttar- stöðu fólks, sem stendur höllum fæti í samfélaginu, og auka á jöfnuð landsmanna gagnvart lögunum. Hæstiréttur 7 5 ára í dag Dómar uppkveðnir í Hæstarétti 1920 til 1994 Heimild: Tímarit lögfræðinga 473 Magnús Ólafsson — Ljósmyndasafn ReyHjavíkur Hæstiréttur 1920 MEÐ STOFNUN Hæstaréttar var tekinn upp munnlegur málflutningur fyrir æðsta innlenda dómstólnum, en hann hafði verið skriflegur fyrir Landsyfirréttinum. Á myndinni má sjá munnlegan málflutning í Hæstarétti Islands á árinu 1920 fyrir hinum fyrstu skipuðu dómurum réttarins, en ekki er vitað með vissu hvenær á árinu hún er tekin. Dómurinn var þá til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustig. Dómararnir eru talið frá vinstri: Lárus H. Bjarnason, Halldór Daníelsson, Kristján Jónsson, Eggert Briem og Páll Einarsson. Standandi eru málflutningsmennirnir Eggert Claessen og Sveinn Björnsson. Björn Þórðarson hæstaréttarritari situr í ritarasæti og við hægri hlið hans Björn P. Kalman málflutningsmaður. Fjöldi mála -400 -300 -200 -100 1920 ’25 1930 ’35 1940 ’45 1950 ’55 1960 ’65 1970 '75 1980 ’85 1990 ’95 TÍMARIT lögfræðinga verð- ur líklega seint talið til afþreyingarbókmennta, en nýjasta heftið, sem helgað er 75 ára afmæli Hæstarétt- ar, er spennandi lesning. Dómarar við réttinn og aðrir fræðimenn fjalla þar um stöðu Hæstaréttar og dóm- stólanna á þessum tímamótum. Ljóst er að ferskir vindar leika um Hæsta- rétt, menn velta mjög fyrir sér sjálf- stæði dómsins, áhrifum á réttarþró- un og hlutverki í breyttum heimi þar sem löggjöf verður æ flóknari, áhersla á réttindi og vernd borgar- anna gagnvart ríkisvaldinu og sterk- um öflum í samfélaginu vex og al- þjóðleg samskipti verða æ umfangs- meiri með tilheyrandi alþjóðlegum dómstólum. Gera dómstólarnir nokkuð annað en að dæma eftir lögunum? kynni einhver að spyrja. Snertir pólitísk þróun af þessu tagi Hæstarétt? Því er til að svara að auðvitað dæma dómstólarnir eftir lögunum, en sú einfalda staðhæfing nægir ekki til að gefa rétta mynd af starfsemi dóm- stólanna. Oft eru engin sett lög til um þann ágreining sem að höndum dómstóla ber. Löggjafinn bregst nefnilega ekki ætíð skjótt við nýjum aðstæðum. Dómstólar geta samt ekki vísað málum frá af þeim sökum held- ur verða að byggja á ólögfestum meginreglum og móta sjálfir for- dæmisreglur til að fara eftir. Sigurð- ur Líndal prófessor færir fyrir því rök í grein í Tímariti lögfræðinga, að þetta hlutverk dómstólanna fari vax- andi. Verða að taka sér meiri völd í þeim tilvikum hins vegar þar sem sett lög fyrirfinnast, sem varða þann ágreining sem til úrlausnar er, getur skýring laganna verið ákaflega vandasöm, þar sem taka þarf til dæmis afstöðu til þess að hve miklu leyti eigi að virða vilja löggjafans, það er að segja fyrirætlan þingmanna er þeir settu viðkomandi lög. Það hefur verið hefðbundið viðhorf hér á landi að dómstólar beygi sig fyrir vilja löggjafans. Dómstólar hafa veigrað sér við því að lesa eitthvað út úr lagatextanum sem hvorki stendur þar berum orðum né á sér stoð í greinargerðum með lagafrum- vörpum. Allt önnur viðhorf eru ríkjandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu og dóm- stól Evrópusambandsins sem munu líklega hafa áhrif hér á landi vegna lögfestingar Mannréttindasáttmála Evrópu og aðildar að EES og stofnun EFTÁ-dómstólsins sem tekur mið af störfum ESB-dómstólsins. Hrafn Bragason, forseti Hæsta- réttar, segir einmitt að þetta sé eitt af þeim atriðum sem leiði til þess að Hæstiréttur eigi eftir að láta til sín taka í auknum mæli. Þessir alþjóð- legu dómstólar séu alltaf að taka sér meiri og meiri völd og ef íslenskir dómstólar geri það ekki líka leiði það til ósamræmis sem valdi því að ís- lenska ríkið verði dæmt fyrir samn- ingsbrot. Það verður verkefni Hæsta- Aflsem leysist úr læðingi Margt bendir til að Hæstarétti sé mjög að vaxa ásmegin, segir Páll Þórhallsson í um- fjöllun um stöðu réttarins, og að dómaramir „ungu“ ætli að veita Alþingí, stjómvöldum og hagsmunaöflum aukið aðhald Aldur við Nafn skipun '20 Kristján Jónsson 67 Halldór Daníelsson 64 Eggert Briem 52 Lárus H. Bjarnason 53 Páll Einarsson 51 Einar Arnórsson 52 Þórður Eyjólfsson 38 Gizur Bergsteinsson 33 Jón Ásbjörnsson 55 Jónatan Hallvarðsson 41 Árni Tryggvason 33 Lárus Jóhannesson 61 Einar Amalds 53 Logi Einarsson 46 Benedikt Sigurjónsson 49 Gunnar Thoroddsen 59 Magnús Þ. Torfason 48 Ármann Snævarr 52 Björn Sveinbjömsson 53 Þór Vilhjálmsson* 45 Sigurgeir Jónsson 58 Magnús Thoroddsen 47 Halldór Þorbjömsson 61 Guðmundur Jónsson 57 Guðmundur Skaftason 61 Bjarni K. Bjarnason 59 Guðrún Erlendsdóttir 50 Hrafn Bragason 49 Benedikt Blöndal 53 Haraldur Henrysson 50 Hjörtur Torfason 54 Gunnar M. Guðmundsson 63 Pétur Kr. Hafstein 42 Garðar Gíslason 49 Markús Sigurbjömsson 39 Gunnlaugur Claessen 48 Heimild: Tímarit lögfræðinga Skipunartími '25 1930 '35 1940 '45 1950 '55 1960 ’65 1970 75 1980 ’85 1990 ’95 eyfi frí 1.1.11194 S d kipaði óma við Hæsta frá : tarétt 1920 1920 '25 1930 ’35 1940 '45 1950 ’55 1960 ’65 1970 75 1980 '85 1990 '95 „Sá siður er t.d. hér og víða um lönd, að dómarar í Hæstarétti byrja daginn með því að heilsast með handabandi. Mörgum nýj- um dómara hefur þótt það full hátíðlegt að heilsast svona á hverj- um morgni. En þetta á sér sínar skýring- ar.“ Hæstiréttur 1995 Hreinn Hreinsson Hæstiréttur á 75 ára afmæli réttarins. Talið frá vinstri: Hjörtur Torfason, Gunnlaugur Claessen, Harald- ur Henrysson varaforseti Hæstaréttar, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar, Markús Sigur- björnsson, Guðrún Erlendsdóttir, Arnljótur Björnsson settur hæstaréttardómari og Pétur Kr. Hafstein. réttar að marka stefnuna um það hve langt eigi að ganga í þessu efni. Alþjóðasamstarfið gerir því stór- auknar kröfur til dómstólanna og ekki síst Hæstaréttar og kallar á endur- skoðun viðtekinna hugmynda. Ein þeirra er hugsjónin um fullveldi en hún réð einmitt miklu um að íslend- ingar börðust fyrir því að fá æðsta dómsvald í sínum málum inn í landið. „... eigi verður það talið hagfelt eða viðeigandi, að íslenskir borgarar sæki úrlausn mála sinna til dómstóla í öðru ríki, þar sem ræður önnur tunga, stað- hættir, og lifnaðarhættir eru allir aðr- ir en hér, og allt umhverfi gerólíkt,“ sagði Kristján Jónsson, dómstjóri Hæstaréttar, er rétturinn var settur fyrsta sinn 1-6. febrúar 1920. Með sambandslögunum 1918 höfðu íslend- ingar fengið viðurkenningu á fullveldi sínu og tekið í sínar hendur bæði framkvæmdar- og löggjafarvald. í 10. gr. þeirra var ákveðið, að Hæstiréttur Danmerkur skyldi hafa á hendi æðsta dómsvald í íslenskum málum, þar til ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. Þótt Danir hafi ef til vill talið að bið yrði á því hófust íslendingar strax handa. Einari Arnórssyni var falið að semja frumvarp til laga um hæstarétt og var það samþykkt á Alþingi lítið breytt. „Þó að málið fengi svo góðar viðtökur á Alþingi má samt af umræð- um þar marka, að ýmsum hafi virst í mikið ráðist með stofnun Hæstarétt- ar. Allir vissu að, Hæstiréttur Dan- merkur, sem nú átti frá að hverfa, hafði um langan aldur notið fulls trausts allra þeirra, er við hann áttu að búa. Virðast sumir þingmenn hafa börið kvíðboga fyrir því, að dómsvald- ið yrði ekki nægilega tryggt í höndum innlendra dómenda, og jafnvel hafa þótt uggvænt, að íslendingar væru menn til að flytja mál og dæma á úrslitastigi," segir í ræðu Þórðar Ey- 75 ára afmælis Hæstaréttar minnst í dag 75 ÁRA afmælis Hæstaréttar verður minnst með fjölbreyttum hætti í dag. Klukkan 10.30 verða kveðnir upp dómar í dóm- sal Hæstaréttar að viðstöddum forsetum Hæstaréttar hinna Norðurlandanna og fleiri gest- um. Klukkan 11 leggur Þorsteinn Pálsson hornstein að nýju húsi Hæstaréttar að Lindargötu 2. Klukkan 14 hefst svo hátíðar- fundur í Háskólabíói. Að loknu setningarávarpi Hrafns Bragasonar verður flutt samantekt um sögu æðsta dóms- valds á íslandi. Síðan flytja ávarp Þorsteinn Pálsson, dóms- málaráðherra, forsetar hæsta- réttar hinna Norðurlandanna, Ragnar Aðalsteinsson, formað- ur Lögmannafélagsins og Allan Vagn Magnússon, formaður Dómarafélagsins. / Þá flytur Sigurður Líndal prófessor erindi um þátt dóms- valdsins í þróun réttarins. Milli atriða verður flutt tón- list eftir Brahms og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. jólfssonar, forseta Hæstaréttar, á 25 ára afmæli réttarins. Líklega hafa þeir sem áttu þátt í að koma Hæstarétti á fót á sínum tíma ekki getað séð fyrir að fullveld- ishugsjónin ætti eftir að víkja að nokkru leyti fyrir hugmyndum manna um vernd mannréttinda og kosti al- þjóðasamstarfs. Framsal dómsvalds til alþjóðastofn- ana hefur síður en svo rýrt gildi Hæstaréttar sem æðsta dómsvalds í landinu heldur eykur hið alþjóðlega samstarf kröfurnar til Hæstaréttar og veitir honum aðhald. „Ljóst er að leita verður samstarfs allra þeirra sem að meðferð dómsmála koma, auka færni þeirra og gera sem mestar kröf- ur til þeirra,“ segir Hrafn Bragason í grein í Tímariti lögfræðinga. „Mál- flutning verður að vanda, dómar verða að byggjast á bestu upplýsingum sem völ er á og samhæfa verður gömul og ný viðhorf. Þeir sem hér eiga hlut að máii verða að vera opnir fyrir nýj- ungum og hafa möguleika á að fylgj- ast með því sem er að gerast heima og erlendis á sviði laga og réttar.“ Verðir stjórnarskrárinnar Það er fleira sem haft getur áhrif á stöðu Hæstaréttar og þá einkum gagnvart Alþingi og stjórnvöldum. Eins og kunnugt er telja íslenskir dómstólar sig þess umkomna að leggja mat á það hvort lög standist gagnvart stjórnarskrá. Reynist svo ekki vera beita dómstólar ekki lögun- um. Það er ákaflega misjafnt eftir löndum hversu langt dómstólar ganga í þessu efni. Óhætt er að segja að Hæstiréttur Bandaríkjanna og stjórn- lagadómstólinn í Þýskalandi gangi hvað lengst. Það sem myndu teljast hreinræktaðar pólitískar spumingar hjá okkur verða öðmm þræði lög- fræðilegar í þessum löndum. Menn geta til dæmis reynt að ímynda sér hvaða mat slíkir dómstólar geta gert sér úr jafnréttisákvæðum stjórnar- skrár. Fýrir vikið minnkar svigrúm stjórnmálamanna til stefnumótunar. Á norrænan mælikvarða hefur Hæsti- réttur gengið nokkuð langt í að meta sjálfstætt hvort lög standist gagnvart stjórnarskránni, en ef endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar gengur eftir þá má búast við að prófunin verði enn stífari því dómstólunum verða þá færðir endurnýjaðir mæli- kvarðar á löggjöf sem koma í stað gloppóttra ákvæða frá 19. öld. Eitt nýmæli í lögum er þegar farið að hafa áhrif á samband Hæstaréttar við aðrar greinar ríkisvaldsins. Það er hin svokallaða flýtimeðferð, en hún felur í sér að dómsmál þar sem deilt er um réttmæti aðgerða stjórnvalda fær sérstaklega hraða meðferð fyrir dómstólum og ekki þarf að bíða árum saman eftir því að bæði dómstigin, héraðsdómur og Hæstiréttur, hafi kveðið upp dóma. Eins og Hrafn Bragason benti á samtali við blaða- mann þýðir þetta að Hæstiréttur stendur síður frammi fyrir orðnum hlut. Hann þarf þá ekki að dæma rík- inu í vil bara vegna þess að of viður- hlutamikið og jafnvel ómögulegt væri að raska ástandi sem varað hefði árum saman. Slíkir dómar eru kunnir úr sögu Hæstaréttar og hafa verið vin- sæll skotspónn unnenda réttarríkisins. Tengslin við stjórnarráðið rofna Það eru fleiri teikn en ytri aðstæð- ur um eflingu Hæstaréttar. Þegar Hæstiréttur var stofnaður árið 1920 var honum búið aðsetur til bráðabirgða í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þar var hann samt til húsa í tæpa þrjá áratugi við bágar aðstæður. Flutt var inn í dómhúsið við Lindargötu í byijun árs 1949. Það hús þótti þó ætíð óhentugt auk þess sem afar óviðeigandi var talið að Hæstirétt- ur væri sambyggður Stjórnarráðinu, en það dróst úr hömlu að leysa þennan vanda og hafa dómarar og annað starfslið búið við allt að því óforsvaran- legar aðstæður við Lindargötu sökum þrengsla. Eins og kunnugt er voru hugmyndir á kreiki um að Hæstiréttur flyttist í Safnahúsið við Hverfisgötu, en af því varð ekki, heldur var nýju dómhúsi fundinn staður á lóðinni milli Arnarhvolls og Safnahússins. Horn- steinn hússins verður lagður í dag á 75 ára afmælinu og áformað er að ljúka verkinu 31. júlí 1996. Á fimmtíu ára afmæli Hæstaréttar, árið 1970, lét Morgunblaðið svo um mælt að Hæstiréttur íslands nyti sem stofnun algerrar sérstöðu í þjóðfélag- inu: „Um hann standa ekki deilur, eins og um svo margar aðrar stofnan- ir.“ Á þessu hefur orðið breyting. Nær linnulausar deilur hafa staðið um Hæstarétt undanfarin ár vegna launa- mála, áfengiskaupa og ágreinings for- seta réttarins við tiltekna lögmenn svo dæmi séu nefnd. Hætt er við að þessi umræða hafi rýrt mjög tiltrú réttarins en að ein- hverju leyti má skrifa það á reikning dómaranna sjálfra. Hjá þeim verður nú vart vilja til að auka virðingu rétt- arins og jafnvel kynna starf hans betur. Sem dæmi má taka að sjálft innra starf Hæstaréttar hefur lítt ver- ið rætt á opinberum vettvangi, sið- venjur og þvíumlíkt. í grein Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttardómara í nýjasta hefti Tímarits lögfræðinga er hins vegar opnuð eilítil glufa í þann leyndarhjúp sem umlukið hefur þá hluti: „Hæstiréttur er fastheldinn á gamla siði. Svo er einnig um æðstu dómstóla annarra þjóða. Sá siður er t.d. hér og víða um Iönd, að dómarar í Hæstarétti byija daginn með því að heilsast með handabandi. Mörgum nýjum dómara hefur þótt það full hátíðlegt að heilsast svona á hveijum morgni. En þetta á sér sínar skýring- ar. Með handabandinu eru dómararn- ir að staðfesta það, að allur ágreining- ur og sárindi, sem uppi kunna að hafa verið deginum áður, séu nú gleymd og grafin, þannig að unnt sé að hefja störf dagsins með opnum huga.“ Dómurum við Hæstarétt hefur verið Qölgað og er svo komið að hvaða stór- þjóð sem er væri fullsæmd af slíkum flölda hæstaréttardómara, en þeir eru níu talsins. Ekki taka þeir allir þátt í meðferð hvers máls heldur skiptast í deildir. Það er þó ekki alls kostar rétt að bera Hæstarétt saman við æðstu dóma annarra ríkja. Annars staðar eru sérstakir dómstólar sem fjalla um áfrýjanir og létta þeirri kvöð af hinum æðsta dómi er þá getur einbeitt sér að mikilvægum málum, lagatúlkun og dómasamræmingu og forystuhlutverki sínu yfirleitt. Fjölgun dómaranna í Hæstarétti má rekja til þess að öðru vísi varð ekki við málafjöldann ráðið án þess að bæta við millidómsstigi er sæi almennt um að dæma í áfrýjunar- málum. Takist Hæstirétti með fjölgun dómaranna að „anna eftirspurn" getur hann um leið einbeitt sér að sínu eðlis- læga hlutverki. Deildaskiptingin sem að var vikið varð raunar tilefni átaka milli Alþing- is og Hæstaréttar og virðast dómar- arnir ekki hafa gleymt þeim ef marka má Tímarit lögfræðinga. Fram til árs- ins 1994 hafði Hæstiréttur sjálfur ákveðið hvernig dómararnir skiptust í deildir. En nú brá svo við að Alþingi kvað á um það með lögum að í mál- um, þar sem fimm eða sjö dómarar skipa dóm, skyldu eiga sæti þeir sem elstir væru að starfsaldri við Hæsta- rétt. Frumkvæði að þessu kom frá allsheijarnefnd Alþingis. Var tilgang- urinn sagður sá að skapa aukna festu í störfum Hæstaréttar. Að sögn Guð- rúnar Erlendsdóttur í grein í Tímariti lögfræðinga var þessi breyting dóm- urunum ekki að skapi: „Dómarar rétt- arins voru mótfallnir þessari reglu um iögbundna deildaskiptingu, töldu hana mismuna dómurunum og skipta þeim í tvo ólíka hópa, auk þess sem þetta gerir alla vinnu við skipulag mun erf- iðari.“ Endurnýjun á áratug Samsetning Hæstaréttar á þessum tímamótum vekur athygli. Þeir sem nú skipa Hæstarétt hafa almennt skamman starfsaldur. Fyrir utan Þór Vilhjálmsson, sem er í leyfi vegna setu sinnar í EFTA-dómstólnum, hef- ur Guðrún Erlendsdóttir setið lengst í réttinum en þó er ekki iengra síðan en 1. júlí 1986 að hún hlaut skipun. Af hinum sem í dóminum sitja voru tveir skipaðir á síðasta ári, einn árið 1992, einn árið 1991, einn árið 1990, einn árið 1989 og loks einn árið 1987. Af þessu sést að dómurinn hefur ver- ið endurnýjaður á innan við áratug. Skýringin á þessum hröðu umskiptum er meðar annars sú að hæstaréttar- dómarar geta látið af störfum 65 ára. Styðst það við 61. gr. stjórnarskrár- innar og venju, að sögn Hrafns Braga- sonar forseta réttarins. Ennfremur . voru þeir dómarar sem skipaðir voru á árunum 1979-1986 flestir um sex- tugt og áttu því fyrirsjáanlega ekki fyrir höndum langt starf í réttinum. Hafi verið ástæða til að hafa áhyggj- ur af því að stöðugleika skorti í dóma Hæstaréttar er Alþingi ákvað í óþökk dómaranna sjálfra að lögbinda deilda- skipan innan réttarins virðist ekki síð- ur hafa verið tilefni til að athuga möguleikana á að iengja skipunartíma manna með einhveijum hætti, líklega heist með því að búa svo um hnútana að dómararnir létu almennt ekki svo ungir af störfum sem nú tíðkast. Það segir sig sjálft að margir eiga mikið starfsþrek eftir 65 ára og búa yfir þekkingu og reynslu sem eftirsjá er að. Þessi vandi sem hér er gerður að umtalsefni hefur þó að líkindum verið leystur hvað nánustu framtíð varðar þar sem upp á síðkastið hafa verið valdir til dómarastarfa í réttinum mun yngri menn en verið hafði. Það kemur í hlut þessara ungu manna, sem njóta yfirleitt mikils trausts meðal lögfræð- inga sakir yfirburðafærni á sínu sviði, að stýra Hæstarétti í gegnum þá umbrotatíma sem í hönd fara. Eða svo vitnað sé í grein Hrafns Bragason- ar: „Sé horft til framtíðar virðist ljóst að sí mikilvægari og flóknari mál verða borin undir dómstóla og að fleiri svið réttarins koma til þeirra kasta. Þeir verða því að hafa tiltrú. Þessu getur orðið erfitt að halda uppi því að öðrum valdastofnunum mun þykja að sér kreppt þegar afl, sem lítið hef- ur farið fyrir í okkar þjóðfélagi, getur orðið að standa á sínu hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.