Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 19 Reuter Swissair hagnast á „opnun himna“ íslendingum boðið til samninga SAMKOMULAG náðist í gær milli svissneskra og bandarískra flug- málayfirvalda um fullt frelsi í flug- umferð milli landanna tveggia. Talsmenn flugfélagsins Swissair sögðu að mikill ávinningur væri af samkomulaginu. „Samkomulagið opnar okkur leið til hvaða áfangastaðar sem er í Bandaríkjunum og veitir okkur glæný tækifæri til markaðssetning- ar,“ sagði talsmaður Swissair. Fyrst um sinn hyggst félagið nota sam- komulagið til að ná sem mestum ávinningi af sérstöku samstarfí sínu við Delta-flugfélagið um farþega- flutninga. Beðið með staðfestingu Samkvæmt frétt Reutersirétta- stofunnar, eru sérfræðingar í flug- málum þeirrar skoðunar, að hagur Swissair af samkomulaginu um frelsi í flugumferð milli Bandaríkj- anna og Sviss sé miklu meiri en bandarískra félaga. Til þess að öðlast gildi verða rík- isstjórnir landanna tveggja að stað- festa samkomulagið. Staðfesting svissnesku stjórnarinnar er talið vera formsatriði en heimildir herma, að Bandaríkjastjórn muni bíða með staðfestingu þar til lokið hefði verið sams konar samningum við átta önnur Evrópuríki, þar á meðal ís- land. Talið er að þeir samningar geti tekið nokkra mánuði. í lok janúar tilkynnti Fredrico Pena, samgönguráðherra Banda- ríkjanna, að Bandaríkjastjórn hefði sent níu Evrópuþjóðum, þ. á m. Islendingum, tillögu að samningi um „opna himna“ eða fijálsa flug- umferð í lofthelgi þeirra. Samningur af því tagi, sem nú hefur verið gengið frá milli Banda- ríkjanna og Sviss, myndi opna ís- land fyrir bandarískum flugfélögum og Bandaríkin fyrir íslenskum fé- lögum. Japanar veiða hrefnu JAPANAR eru nú við hvalveið- ar í grennd við Suðurskauts- landið á fjórum skipum en Grænfriðungar gera hvað þeir geta til að trufla þær, hafa m.a. beitt til þess þyrlum. Hér sjást skipverjar á vinnsluskipinu Misshin Maru gera að hrefnum sem að sögn Reuters voru veidd- ar á griðasvæði sem ákveðið var að setja á laggirnar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC, í Mexíkó 1994. Oleksy reynir að mynda stjóm í Póilandi Hyggst bjóða Walesa birgínn Varsjá. Reuter. JOZEF Oleksy, sem reynir að mynda nýja stjóm í Póllandi, kvaðst í gær vilja ná samkomulagi við Lech Wa- lesa forseta í deilu þeirra um þijú mikilvæg ráðherraembætti. Hann sagðist þó reiðubúinn að bjóða for- setanum birginn ef nauðsyn krefði. Deilan snýst um embætti utanrík- is-, innanríkis- og varnarmálaráð- herra og Walesa lítur svo á að hann eigi að velja ráðherrana þar sem hann fari með æðsta vald í öryggis- málum. Hann hefur lagt fram tillögu um menn í embættin en Oleksy hafn- aði þeim Walesa hvikar hvergi Oleksy kvaðst vilja reyna að semja við Walesa en sagði.að ef forsetinn yrði óhagganlegur myndi hann leggja fram eigin ráðherralista. Walesa yrði að fallast á listann ef þingið samþykkti hann. Talsmaður Walesa sagði að ekk- ert benti til þess að forsetinn myndi gefa eftir í deilunni. „Oleksy er reyndur stjómmálamaður og í hrein- skilni sagt veit hann að samkomulag er betra en stríð.“ Deilan um ráðherraembættin var eitt af ágreiningsmálum Walesa og Waldemars Pawlaks, fráfarandi for- sætisráðherra, sem ákvað að segja af sér í síðustu viku eftir að forset- inn hafði hótað að ijúfa þing. Oleksy sagði í gær að ráðherra- listinn yrði lagður fyrir þingið eftir tvær vikur og einn af forystumönn- um stjórnarflokkanna sagði að hann ætti að liggja fyrir í næstu viku. Líflæknir Maós Tse Tungs látinn í Chicago Ritaði bók um undarlegheit formannsins Chicago. Reutcr. LI Zhisui, líflæknir Maós Tse Tungs, formanns kínverska kommúnista- flokksins um 22 ára skeið, lést í Chicago á þriðjudag 75 ára að aldri. í fyrra kom út bók um árin hans með Maó þar sem hann segir meðal annars frá óseðjandi kynlífsþörf formannsins og öðrum undarlegheit- um. Zhisui sagði á fundi með frétta- mönnum á síðasta ári, að Maó hefði verið saurlífisseggur, sem hefði miklu fremur haft kínverska sögu að átrúnaði en marxismann. Hefði hann átt sérsmíðað rúm, sem flutt var með honum hvert sem hann fór, og hann trúði því, að kynmök við ungar stúlkur yrðu til að lengja líf- ið. Þá átti hann enga vini, aðeins óvini, sem honum fannst hann verða að sigrast á með öllum tiltækum ráðum. Baðaði sig aldrei Zhisui segir, að Maó hafi aldrei baðað sig né burstað tennur og látið þjónustufólk um að klæða sig. Hann óttaðist mjög banatilræði og fór því um landið í sérstakri lest og þess var ávallt gætt að stöðva alla ná- læga umferð áður en lestina bar að. Áður höfðu þúsundir bænda verið látnir flytja mikið af korni og öðrum jarðargróða að brautarteinunum til að svo liti út sem smjör drypi af hveiju strái. Verð stgr. 47,181,-. ◄ ^índesíf Kæliskápur GR 1400 Hæð: 85 cm breidd: 51 cm dýpt: 56 cm kælir: 140 I. 0,9 kwt/24 tímum. Verð kr. 29.350,- 4^índesíU Kæliskápur GR 2600 Hæð: 152 cm breidd: 55 cm dýpt: 60 cm kælir: 187 l./frystir: 67 I. 1.25 kwst/24 tímum. Verð kr.49.664,- ^lndeslf ► Uppþvottavél D 3020 7 kerfa vél, tekur 1 2 manna matarstell 6 falt vatnsöryggiskerfi mjög hljóðlót og fullkomin. Hæð: 85 cm breidd: 60 cm dýpt: 60 cm Verð kr.47.263,- Ck ^►índesíl-a Þvottavél IW 860 Vindur 800 sn. 14 þvottakerfi. Stiglaus hitastillir. Orkunotkun 2,3 kwst. Hæð 85 cm breidd 60 cm dýpt 60 cm Verð kr. 52.527,- ^índesíl a ♦Indesll’ Eldavél KN 6043 Undir og yfirhiti.Grill, geimsluskúffa. Hæð: 85 cm breidd: 60 cm dýpt: 60 cm Verð kr.54.251,- ▲ ♦índesll’ Þurrkari SD 510 Tromlan snýst í bóðar áttir, tvö hitastig. Kaldur blástur Klukkurofi.Barki fylgir Verðkr. 37.517,- B R Æ Ð U R N I R =)] ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirölnga. Borgarnesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundartiröi. Ásubúö.Búöardal Vestfiröir: Rafbuö Jónasar Þór.Patreksfiröí. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.Ísafiröi. Noröurland: Kf. Steingrimsfjaröar.Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur. Lónsbakka, Akureyri;KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Urö, Raufarhðfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangaeinga. Hvolsvelli. Mosfelt. Heilu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes. Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell. Keflavik. Rafborg. Grindavik. FIT, Hafnarfiröi ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.