Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 25 N eytendastarf á landsbyggðinni FRÁ upphafi skipulegs neyt- endastarfs á íslandi árið 1953, hef- ur efling neytendafélaga á lands- byggðinni verið eitt af helstu mark- miðum neytendasamtakanna. Á þessu rúmlega 40 ára tímabili hafa verið stofnuð 24 félög víðs vegar um landið, sem öll hafa átt sér sín blóma- og hnignunarskeið, enda starfsemi í hverju sveitarfélagi að mestu farið eftir möguleikum fé- lagsmanna til sjálfboðastarfa. Starfsemi neytendafélaga bygg- ist á því að gæta hagsmuna einstak- linga gagnvart fyrirtækjum og op- Vilhjálmur Ingi Árnason inberum aðilum. Þar af leiðandi lenda fulltrúar neytendafélaga oft í því hlutverki, að þurfa að bera fram kvartanir fyrir hönd umbjóð- enda sinna við stjórnendur fyrir- tækja og stofnanna. í þröngu samfélagi eins og víða háttar til hér á landi, er erfitt fyrir venjulegan einstakling að stunda í Verkalýðsfélögin í Eyja- fírði hafa haft forystu meðal verkalýðsfélaga, segir Vilhjálmur Ingi Arnason, um að hlúa að neytendastarfi. frítíma sínum sífellda hagsmuna- gæslu fyrir aðra, því oftast er þörf- in fyrir aðstoðina komin til vegna persónulegs ágreinings og klögu- máls, þar sem hinn almenni félags- maður telur að á sér hafi verið brot- ið. Forsvarsmaður neytendafélags lendir hvað eftir annað í þeirri að- stöðu, að þurfa að bera fram að- finnslur út í samborgara sína, og ef hann heldur skelegglega á mál- stað umbjóðenda sinna verður hann gjarna einskonar refsivöndur sem gripið er til þegar nauðsyn þykir. Þessi refsivandarímynd hefur orðið ein helsta hindrun öflugs neyt- endastarfs á landsbyggðinni, því eðlilega endast fáar manneskjur í því til lengdar að fórna dýrmætum frítíma sínum í það að agnúast fyr- ir annarra hönd, oft út í sína eigin kunningja eða nágranna. Öðru máli virðist gegna þegar launaður starfsmaður neytendafélags á í hlut, þá verður hið almenna viðhorf yfirleitt á þá leið, að aðfinnslur og umvandanir sem hann hefur fram að færa verða einungis hluti af skyldustörfum sem starfsmannin- um ber að sinna. Persónulegar gagnárásir á starfsmenn neytenda- samtaka eru sjaldgæfar, en þó hef- ur það borið við að einn og einn aðili hafí talið sig eiga harma að hefna. í samræmi við reynslu af fijálsu sjálfboðaliðstarfi hefur raunin orðið sú að nær allt neytendastarf hefur lagst niður eða átt erfitt uppdrátt- ar, á þeim stöðum sem ekki hafa haft launaða starfsmenn. Til að vinna gegn þessari þróun eru Neyt- endasamtökin að endurskipuleggja starfsemi sína í þá átt, að ráða laun- aða starfsmenn á þeim stöðum á landinu sem því verður við komið. Að sjálfsögðu byggist sú stefna alfarið á vilja og getu heimamanna sjálfra, því samtökin hafa ekki ein og óstudd nægjanlegt fjármagn. Ræður þar mestu að opinber fram- lög til neytendamála pr. íbúa á ís- landi eru ekki nema þriðjungur þess sem gengur og gerist hjá nágrönn- um okkar. Verkalýðsfélögin í Eyjafirði hafa haft forystu meðal íslenskra verka- lýðsfélaga um að hlú að neytenda- starfi. Forystumenn þeirra hafa haft til að bera þá framsýni að sjá að það þjónaði hagsmunum umbjóð- enda þeirra að á svæðinu starfaði öflugt neytendafélag. Þessi fram- sýni verklýðsleiðtoganna hefur fært umbjóðendum þeirra mikla kjara- bót, því óhætt er að fullyrða að rekja megi hið lága matvöruverð á Akureyri að miklu leyti til starfsemi Neytendasamtakanna á staðnum. Verðkannanir á Akureyri sem hafa um nokkurt skeið verið þær viða- mestu á landinu hafa orsakað það að hvergi hafa verðstríðin orðið hatrammari. Það eitt hefur fært heimilum í Eyjafirði og nágrenni meiri kjarabót en allar launahækk- anir síðari ára til samans. Glöggt dæmi um þær kjarabætur sem verðkannanir geta leitt af sér, er t.d. sú staðreynd að fyrir síðustu jól varð Kaupfélag Skagfirðinga að lækka verð á íjölda vörutegunda, vegna þess að verðkönnun Neyt- endasamtakanna sýndi að margar vörur voru þar óeðlilega dýrar. Þessi eina könnun og þó sérstaklega lang- tímaáhrif hennar munu spara skagfirskum heimilum milljónir króna. Neytendasamtökin hafa að und- anförnu verið að leita eftir sam- vinnu við verkalýðshreyfínguna og sveitarfélög víðs vegar um landið, um að standa saman að kostnaði starfsmanns sem ynni að neytenda- málum í hveijum landshluta fyrir sig. Er það vonandi að sem flestir sjái sér fært að taka sér hin eyfirsku verkalýðsfélög til fyrirmyndar. Höfundur er formaður Neytenda■ félags Akureyrar og nágrennis. _pr- .. á raftækjum og SVIMANDI AFSLATTUR ALLT AÐ ICOI^ABIV NOKKUR VERÐDÆMI: Sjónvörp og ferbatæki með svimandi afslætti Dæmi: 29" Mark/Daewoo sjónvarp Fullt verð kr. 98.800 Afsláttur kr. 26.897 Útsöluverð kr. 72.113 Stereoferðaútvörp frá kr. 3.900 Blomberg HEN 604 undirborðsofn í hvítum lit með helluborði. _ Fullt verð kr. 86.800 Útsöluverð kr. 56.900 Fjölmörg önnur sett með stórafslætti. Sælkerasett meb 30-50% afslætti Örfó útstillmgarsett MDX 307 grill. Fullt verð kr. 35.900 Útsöluverð kr. 17.950 MDF 306 Djúpst.pottur. Fullt verð kr. 32.910 Útsöluverð kr. 16.250 MDC 308 glerhelluborð. Fullt verð kr. 45.900 Útsöluverð kr. 27.540 Braubbökunarvél Hnoðar, héfar, bakar - alsjálfvirk. 500-700 gramma brauð. Fullt verð kr. 28.900 Afsláttur kr. 4.000 Tilboðsverð kr. 24.900 Seljum jafnframt nokkrar kynningarvélar á kr. 16.900 #0 0 <"'Vf i*1*- Blomberg Varina 1003 þvottavél 500 og 1000 snúninga. # Fullt verö kr, 67.900 Útsöluverð kr. 49.900 Þú sparar kr. 19.000 Þvottavélar og þurrkarar - 10 gerðir. Kitchen Aid K 45 hrærivél. Hveitibraut fylgir. Tilboðsverð kr. 24.900 Seerin kaffivél KA 5180 Fulltverð kr. 1.790 Útsöluverð kr. 1.190 Bor&viffra Fullt verð 2.980 Útsöluverð kr. 1.500 Djúpsfreikingarpofrfrur Fulltverð kr. 10.900 Útsöluverð kr. 6.900 Eldavélar Buxnapressur HSC með blæstri, grilli og glerhellubor&i. Fullt verð kr. 98.900 Afsláttur kr. 19.780 Tilboðsverð kr. 79.180 I hvítu, svörtu og mahóni hv./sv. Fullt verð kr. 15.900 Afsláttur kr. 6.300 Útsöluverá kr. 9.540 Jolly Chef rifjám Fullt verð kr. 4.690 Útsöluverð kr. 2.990 Ver&dæmi: Fullt verð kr. 99.950 Afsláttur kr. 40.000 Útsöluverð kr. 59.900 Ath: Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur frá útsöluverði. Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað magn af hverri vörutegund að ræðal Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 "Hc símar 562 2901 og 562 2900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.