Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR N" Utandagskrárumræður á A Iþingi vegna söiunnar á Sigurborgu VE til Hvammstanga Platfyrirtækið skráð á sal- ernisaðstöðu að Strandvegi 80 - sagði Guðni Agústsson. Veðhafar og opinberir sjóóir krefjist að skip fari í gegnum forkaupsréttarákvæði fiskveiðistjómarlaganna. Nú vantar bara að ráðherrann bjóði upp á ferðasett svo menn þurfi ekki að leggja í óþarfan ferðakostnað til að geta hundsað vilja Alþingis. Þingmenn Vestfjarða utan einn og samgöngunefnd samþykk tillögu Vegagerðar Vilja hætta siglingum og fá varanlegan Djúpveg Fagranesið yrði skólaskip en staðsett á ísafirði yfir veturinn FAGRANESIÐ í heimahöfn. ÞINGMENN Vestfjarðakjördæmis aðrir en Sighvatur Björgvinsson, ráðherra, hafa lýst sig samþykka þeirri tillögu Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins að sigl- ingar bílfeijunnar Fagraness um ísafjarðardjúp verði lagðar niður, en aukið fé verði lagt til varanlegr- ar vegarlagningar um Djúp. Þá samþykkti samgöngunefnd Al- þingis tillöguna á fundi sínum í gærmorgun. Fimm þingmenn Vestfjarða, Matthías Bjarnason, Einar K. Guðfínnsson, Pétur Bjarnason, Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir og Kristinn H. Gunnars- son, funduðu um málið á þriðju- dag, en einn þeirra, Sighvatur Björgvinsson, var staddur erlend- is. Þingpnennimir funduðu um tvo möguleika, annars vegar að leggja stóraukið fé í Djúpveg og hætta siglingum Fagraness og hins veg-- ar að reisa feijubryggjur við Djúp og halda siglingxinum áfram, sem þýddi að ekki yrði ráðist í varan- legan Djúpveg, heldur yrði honum haldið við á sama hátt og gert hefur verið. Þingmennimir fimm samþykktu fyrri tillöguna, en í henni felst _ að Fagranesið yrði gert út frá ísafirði sem skólaskip og staðsett þar í öryggisskyni yfir hörðustu vetrarmánuðina. Þá myndi skipið einnig vera notað við ferðaþjónustu 5-8 vikur á hveiju sumri. Sighvatur Björgvinsson sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi, að hann væri andvígur því að hætta feijusiglingum og í máli Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur kom fram að hún hafði fyrirvara á sínu samþykki varðandi þá samninga, sem gerðir yrðu um notkun Fagra- ness. Samgöngunefnd Alþingis fund- aði einnig í gærmorgun og lýsti sig sammála tillögu Vegagerðar- innar. Fólk fer frekar vegi en með ferju Jón Rögnvaldsson, aðstoðar- vegamálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hæpið væri að reka tvöfalt samgöngu- kerfi um Djúp, þ.e. bæði feijuna Fagranes og varaniegan Djúpveg, vegna þess kostnaðar sem af því hlytist. Aðspurður sagði hann að misvel hefði gengið að halda veg- inum opnum í vetur, eins og víða annars staðar á iandinu, sérstak- lega undanfarinn mánuð. Slíkt ástand væri hins vegar fremur óvenjulegt. Reynslan væri hins vegar sú, að fólk færi fremur vegi, þótt kostur væri á feijum. Bæta þyrfti veginn og um leið og það hefði verið gert myndi farþegum með Fagranesinu fækka og grund- völlur rekstrar skipsins versna. „Þrátt fýrir að endanlegur vegur verði ekki tilbúinn fyrr en eftir um áratug, þá verður strax hafist handa við að bæta verstu kafla Djúpvegar og um leið minnkar ásókn í feijuna,“ sagði Jón. Jón sagði að eftir að reglulegum siglingum Fagraness yrði hætt þyrfti að sinna einangrum byggð- um við Djúp áfram, til dæmis í eyjunum. „Fagranesið hefur aldrei verið hentugasta skipið til þess, þótt það sé ágætt skip að mörgu leyti,“ sagði hann. Biblíudagur á sunnudag Kaupa pappír til að prenta Biblíur í Kína ARLEGUR biblíudag- ur Hins íslenska Biblíufélags verður næstkomandi sunnudag en auk þess sem félagið held- ur þá ársfund verður því fé sem safnast á biblíudegi varið til útbreiðslu Bibl- íunnar í Kína. „Ástæða þess að félagið vill styðja starf í Kína er tvíþætt: Annars vegar að taka þátt í verkefni Sameinuðu Bibl- íufélaganna sem HÍB hefur stutt fjárhagslega eftir getu hveiju sinni og hins vegar til að minnast Ólafs Ólafssonar kristniboða sem starfaði í Kína í 14 ár. Hann var í hópi fyrstu leik- mannanna sem kjörnir voru í stjórn Biblíufélags- ins og átti ríkan þátt í end- umýjun á starfi þess á sjötta áratugnum en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Ólafs,“ segir sr. Sigurður Pálsson framkvæmda- stjóri Biblíuféla'gsins. Hið íslenska Biblíufélag hefur einkum það markmið að sjá til þess að Biblían sé fáanleg öllum Islendingum á aðgengilegu máli og viðráðanlegu verði og eftir megni styður félagið síðan við útbreiðslu Biblíunnar um heim allan með fjárstuðningi við starf Sameinuðu Biblíufélaganna. Þannig hefur HÍB stutt þýðingar og útgáfustörf í Rússlandi, Eþí- ópíu, Kenýju og víðar. Talið er að nú séu milli 10 og 12 milljónir Kínveija kristnir en íbúar landsins eru um 1.200 millj- ónir. Eftir að menningarbylting- unni lauk árið 1976 var komið á trúfrelsi en það var ekki fyrr en árið 1982 að stjórnvöld heimiluðu að kirkjur yrðu opnar og kristn- um mönnum leyft að starfa fyrir opnum tjöldum. Um þúsund prestar starfa nú í 8 þúsund kirkj- um og 20 þúsund öðrum sam- komustöðum kristinna manna í Kína. Innflutningur á Biblíum er bannaður og til að mæta eftir- spurn kristinna Kínveija gengust Sameinuðu biblíufélögin fyrir stofnun prenstmiðju sem tókst að koma á fót eftir langvinnar viðræður við yfirvöld. Hún var nefnd Vináttuprentsmiðjan, opn- uð árið 1987 og störfuðu þar þá 117 manns og afköstin voru 30 þúsund Biblíur á mánuði. í dag eru starfsmenn 300 sem fram- leiða 200 þúsund Biblíur á mán- uði. Alls hafa nú um 6 milljónir Kínveija eignast Biblíu ---------- og er þörfinni fyrir Biblíur hvergi nærri fullnægt. Pappír er ekki fáanlegur í land- inu og þarf því að flytja hann allan inn, m.a. frá Finn- landi, en pappír í hveija Biblíu kostar ekki nema um 100 íslensk- ar krónur. „Ég vonast til að með fjarmunum frá íslandi megi kaupa pappír í Biblíur fyrir nokk- ur þúsund Kínveija sem bíða eft- ir að eignast sína Biblíu.“ Síðasta útgáfa Biblíunnar kom út hérlendis árið 1981 og var þar um að ræða nýja þýðingu á guð- spjöllunum og Postulasögunni. Þýðing og endurskoðun á texta Biblíunnar stendur í raun alltaf yfir á vegum félagsins og um næstu aldamót er stefnt að því Sigurður Pálsson ►Sigurður Pálsson er fæddur í Reykjavík 1936 og er kennari og guðfræðingur að mennt. Eftir kennslustorf í mörg ár gerðist hann námstjóri í kristn- um fræðum, réðist síðan til Námsgagnastofnunar og var forstöðumaður námsefnisgerð- ar. Sigurður lauk guðfræði- prófi árið 1986 og var vígður tveimur árum seinna til prests- þjónustu. Fráárinu 1990 hefur hann verið framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. Prenta 200 þúsund Biblíur á mánuði að gefa út nýja þýðingu á allri Biblíunni. Sigurður Pálsson segir að félagið hafi Biblíuna jafnan á boðstólum í nokkrum útgáfum, viðhafnarbandi og vasabroti og öllu þar á milli. „Hlutverk félagsins er einnig að stuðla að notkun og lestri Bibl- íunnar og á hveiju ári er gefin út skrá sem leiðbeinir mönnum og auðveldar lesturinn og skömmu fyrir áramót gaf félagið út Biblíulykil, orðalykil sem hefur að geyma öll nafnorð og lýsingar- °rð og flest sagnorð, auk talna- lykils og nafnalykils. Biblían er núorðið líka fáanleg á tölvudiskl- ingum og má því segja að við reynum að nýta okkur helstu nýjungar í útgáfustörfum,“ segir Sigurður ennfremur og er ekki að sjá ellimerki í starfi HÍB sem verður 180 ára síðar á árinu. Guðsþjónusta verður á biblíu- degi í Digraneskirkju í Kópavogi þar sem sr. Þorbergur Kristjáns- son messar. Ársfundur HÍB hefst í safnaðarsal kirkjunnar kl. 15.30 og klukkan 17 verður samkoma -------- helguð minningu Ólafs Ólafssonar. „Kína tengist íslenskri kirkju- og kristniboðssögu,“ segir Sigurður. „Fyrsti íslenski kristniboðinn sem fór til starfa í Kína var Stein- unn Jóhannesdóttir Hayes, sem lærði guðfræði og læknisfræði í Bandaríkjunum. Fyrsti kristni- boðinn sem kostaður var af ís- lenskum aðilum var Ólafur Ólafs- son sem hélt til Kína árið 1921 og starfaði þar ásamt konu sinni, Herborgu, í 14 ár. Síðar starfaði þar Jóhann Hannesson, síðar guðfræðiprófessor, ásamt konu sinni, Astrid. Það er vel við hæfi að Biblíufélagið minnist þessara gömlu tengsla með því að styrkja útbreiðslu Biblíunnar í Kína,“ segir Sigurður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.