Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓN STEINSEN + Jón Steinsen var fæddur í Reykjavík 10. febr- úar 1967 og ólst upp í Kópavogi. Hann lést á Landspítalan- um 9. febrúar síð- astliðinn. Hann var yngstur af fimm börnum hjónanna Steinunnar Steinsen og Eggerts Steins- en. Systkini hans eru: Rúnar Hans, Steinn, Anna og Ragnheiður. Eftir- Iifandi eiginkona Jóns er Brynja Sig- urðardóttir og eignuðust þau eina dóttur, Rakel, f. 24. apríl 1990. Jón var við nám í flugvirkjun er hann lést. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. Að liðnum öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfíðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyijum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hversvegna ekki einn dag enn aðeins einn dag? (Halldóra B. Bjömsson) Með þessu ljóði viljum við kveðja Nonna bróður okkar, sem lést langt um aldur fram daginn fyrir 28. af- mælisdaginn sinn. Ofangreindar ljóðlínur rakst eitt okkar á fyrir til- viljun skömmu eftir að bróðir okkar lést og lýsir það tilfínningum okkar á þessari stundu betur en mörg orð. Við systkinin ólumst upp í stórfjöl- skyldu þar sem saman voru í heim- ili þijár og seinna fjórar kynslóiðir. Lífsviðhorf Nonna hafa eflaust mót- ast mikið af að umgangast sér eldra fólk, sérstaklega af samskiptum hans við afa Jón, en afí Jón var óþreytandi að lesa fyrir hann enda varð Jón yngri læs áður en nokkur vissi af. Nonni var afskaplega góður drengur, einstaklega hjálpsamur og lítið fyrir að gera mál úr hlutunum. Sem dæmi má nefna að hann vílaði ekki fyrir sér að reima skó Hauks æskufélaga síns fyrstu árin í barna- skólanum. Nonni hafði mikinn áhuga á flugi og flugvélum og hóf nám í flugvirkj- un sem honum auðnaðist ekki að ljúka vegna veikinda. Konumar í lífi Nonna voru tvær. Fyrst kom hún Brynja og síðan ávöxtur sambands þeirra, hún Rakel litla, skottan hans. Við viljum þakka Brynju þann stuðning og styrk sem hún sýndi í gegnum veikindi Nonna. Anna minntist á við Nonna í síðasta sinn sem hún hitti hann hversu yndisleg Brynja væri, þá sagði hann: „Nei, hún Brynja mín er ekki yndisleg, hún er eitthvað miklu rneira." Þessi orð viljum við gera að okkar núna um leið og við vottum Brynju og Rakel okkar innilegustu samúð. Elsku mamma og pabbi. Þið hafíð misst mikið og söknuðurinn er sár. Við vonum að með styrk hvert frá ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur | Höfum glœsilega m sali og tökum að okkur erfidrykkjur L t OTEL jALA'D sfmi 687111 öðru getum við lært að lifa með sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Rúnar, Steinn, Anna, Ragnheiður og fjölskyldur. Lengi hefur maður- inn horft til himinsins og furðað sig á hæfni og leikni fuglanna til að fljúga. Nýta sér loft- straumana til að yfír- vinna þyngdarlögmálið og svífa fijálsa um sali loftsins. Með tímanum öðlaðist hann þá þekkingu og færni sem gerði honum kleift að yfírvinna þyngdaraflið og nú er svo komið að með engu öðru farartæki ferðast maðurinn meira og fljótar en flug- vélum, tæknieftirlíkingu fuglanna. Og til að ná þessum árangri og líkum á öðrum sviðum, hefur þurft fróðleiksfúsa einstaklinga með ríka sköpunarþrá, og þeir skipta tugþús- undum sem varða veginn þótt að- eins örfáir séu nafntogaðir, oft að litlum verðleikum á kostnað hins nafnlausa fjölda. Þessi forvitni skilur manninn frá öðrum dýrum og hefur gert hann æðri, til ills og góðs, en þeim ein- staklingum sem nýtt hafa sér þessa eiginleika til góðs, eigum við mikið að þakka. Jón Steinsen var án efa einn af þessum einstaklingum, þótt stutt lífsskeið og langvarandi veikindi hömluðu að hann fengi sýnt hvað í honum bjó. Hvar sem hann fór og vann vakti hann athygli fyrir færni sína og þekkingu og margt af því sem hann smíðaði og lag- færði bar vitni um fádæma hagleik og íhygli. Námsferill Jóns í flugvirkjun var stuttur og tafðist um heilt ár vegna veikinda, en þá tvo vetur sem hann gat verið við námið gekk honum ótrúlega vel. Jón var fremur hlédrægur maður og lítt málgefínn, en ef svo bar undir tók hann fullan þátt í umræð- um og þá af ríkum sannfæringar- krafti og stundum örlítilli stríðni. Hann var skoðanaríkur og fjarska vel skipulagður og bjó yfir þeim hæfíleika að geta hugsað áður en hann framkvæmdi eða talaði. Hann var maður friðarins, og gekk út frá því sem vísu „að sjaldan veld- ur einn þá tveir deila“. Jón var ákaflega traustur maður og sanngjam og eignaðist fyrir það marga góða vini, allt að því aðdá- endur. Hann var góður og umhyggju- samur faðir og heimilismaður og samband þeirra þriggja, hans Brynju og Rakelar, var mjög sér- stakt og sterkt. Hagur þeirra tveggja var honum ofarlega í huga alla tíð og ekki síst undir lokin. í maí á síðasta ári fór Þórhildur móðir Brynju út til þeirra í Svíþjóð, en um það leyti byijaði lokakafli veikinda Jóns. Henni eru þeir dagar minnisstæðir og telur sig hafa lært mikið í þeirri dvöl. Jón og Brynja voru fjarskalega gestrisin og voru tíðir gestir hjá þeim févana námsmenn. Þá var oft brugðið á það ráð að búa til mat úr því hráefni sem til var, sem oft var lítið. En allir vom velkomnir að matnum og ánægja þeirra yfir að geta veitt þó af litlu væri var ósvikin. Þannig unnu Nonni og Brynja saman. Af aðeins um sjö ára kynnum okkar við Jón, varð okkur fljótt ljóst að þar fór mikill mannkostamaður. Allt lundarfar hans og framganga var á þá vegu að nægt hefði til mikillar gæfu ef enst hefði aldur- inn. Okkur var það líka ljóst um nokkra hríð, að ekki gerðum við aðstandendur hans okkur alltaf fulla grein fyrir þeim kvölum og vanlíðan sem hann mátti þola í mjög langan tíma. Jóni var ekki tamt að kvarta. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast svo ágætum manni sem MINNIIMGAR Jón Steinsen var, og erum þess fullviss að við sem eftir stöndum munum öll leggja okkur fram um að hlú sem best að þeim tveimur mannverum sem hann elskaði mest, Rakel og Brynju. Þórhildur Guðmundsson, Sigurður Einarsson. Vinur er látinn eftir löng og ströng veikindi. Dauðinn, sem er hluti af okkur eins og að fæðast, er á stundum óvæginn, tekur unga manneskju sem er að byija lífið. Enginn skilur tilganginn en þó fer oft svo. Þeir sem eftir sitja hneigja höfuð- in hnuggnir við minningu um vin sem barðist af æðruleysi og kær- leika fyrir lífinu og skilur eftir sig spor sem munu lifa um ókomin ár. Að hafa átt í veröld góðan vin. Eg veit ei neitt sem dýrðlegra er að reyna. Að fínna í ríki Guðs einn grænan hlyn. Eitt gróðurlíf - á milli dauðra steina. Ég skelf af sælu, en skil það ekki enn, en skynja að þetta er lífs míns vegaforði. Þið getið kannski nefnt mér marga menn, sem meira hlutu af lífsins skiptiborði. (G.B.S.) Elsku Brynja og Rakel, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, og bið góðan Guð að varðveita ykkur. Gunnvör Braga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kær kveðja, Hjördís, Pétur, Hjalti, Tinna Rut og Arnar. Nú er vinur minn og mágur Jón Steinsen látinn. Eftir situr minn- ingin um góðan dreng, sem ekki gafst upp fyrr en í fulla hnefana. Kynni okkar hófust þegar hann byijaði að vera með Brynju systur minni fyrir um sjö árum. Frekar hlédrægur rólyndismað- ur, var mat mitt við fyrstu kynni. En þegar leið á og við kynntumst betur kom í ljós að hann var rök- fastur, þolinmóður og einstaklega handlaginn. Mér eru minnisstæðar rökræður okkar um íþróttir. Oft á tíðum voru þær heitar og við ekki sam- mála um það hver tilgangurinn væri, „þegar menn elta tuðru út um allan völl sparkandi hver í ann- an þannig að meiðsl hljótist af, aðeins til að koma tuðrunni í net“. Það fannst honum út í hött og sagði að það hlyti að vera til eitt- hvað heilbrigðara að fást við. Jón var mikill „grúskari" og var einstaklega laginn við að nýta og gera við hluti. Til vitnis um það er myndbandstæki sem hann gaf mér, en það bjó hann til úr tveim- ur ónýtum. Það reyndi líka á þol- rif hans þegar hann var að reyna að útskýra fyrir mér, hvað hann væri að gera við þegar bíllinn minn bilaði og ég skildi ekki baun. En hann gaf sér alltaf tíma og að lok- um komst eitthvað til skila. Hinn 24. apríl árið 1990 eignuð- ust Brynja og Nonni dóttur sína Rakel. Hún var honum allt og maður sá stoltan föður þegar hann hélt á henni í fanginu. Það eru líka ógleymanlegar stundir þegar litla fjölskyldan kom í Dísarásinn, þar sem oft var mikið fjör. Elsku Brynja og Rakel, ég votta ykkur dýpstu samúð mína, en eftir eigum við öll ljúfar minningar um Nonna. Styrmir Sigurðarson. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki (Tómas Guðmundsson) Kær vinur minn, sem mér þótti svo undur vænt um er dáinn. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Nonna, en jafnframt með þakklátum huga fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans og hlýju. Minningarnar streyma fram í hugann, og ekki er laust við að bros leiti fram, er ég minnist þess þegar rifjaðar voru upp sögur í góðra vina hópi og Nonni skemmti okkur með hinum ótrúlegu hrak- fallasögum af sjálfum sér. í hjarta mínu mun ég geyma allar þær góðu stundir sem við áttum saman, sérstaklega þær sem við áttum heima hjá ykkur Brynju, þegar við sátum langt fram á nótt og ræddum um heima og geirna og leituðum lausna á öllum heims- ins málum. Elsku Brynja og Rakel, missir ykkar er sárastur, megi guð varð- veita ykkur og styrkja á þessari miklu sorgarstundu. Ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð, megi minningin um góðan dreng lifa meðal okkar og vil ég kveðja með erindi Stefáns frá Hvítadal: Ég hræðist engan banablund sem bam ég trúi á Edens lund. Ég á í vændum fagnafund, er flyzt ég yfír kveldblá sund. Ég kveð í svip og þakka þér, hvað þú varst hjartansgóður mér, en orð mín falla angurklökk: Ó, elsku bróðir hjartans þökk. Agla. Mig langar til að minnast Nonna með nokkrum orðum og þakka hon- um um leið fyrir allt sem hann gaf mér með viðmóti sínu, viðhorfum og góðri vináttu. Nonni hafði mikil áhrif á mig í gegnum árin, en mikið af skoðunum mínum og viðhorfum á rætur að rekja til Nonna á einn eða annan veg. Nonni vissi mikið og hafði ákveðnar skoðanir á öllum hlutum og umræðuefnin voru óþijótandi þegar Nonni átti í hlut. Við gátum setið heilu kvöldin, jafnvel kvöld eftir kvöld, og rökrætt yfir kaffi- bolla, án þess þó að markmiðið væri að sannfæra annað um skoðun hins, heldur vorum við kannski frekar að sannfæía okkur sjálf um eigin skoðanir með því að leggja fram rök sem erfitt væri að hrekja. Nonni vildi nefnilega ekki taka ákvarðanir fyrir aðra. Ef ég leitaði eftir áliti hans benti hann á nokkr- ar leiðir sem honum þóttu möguleg- ar, benti kannski á kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig, í stað þess að segja hvaða leið honum þætti vænlegust. Þannig hjálpaði Nonni mér að vega og meta mismunandi möguleika og taka síðan ákvörðun sem væri á rökum reist. Mér er sérstaklega minnisstætt í þessu sambandi þegar við fórum að skoða og prófa bíl sem ég keypti síðastlið- ið haust. Ég hafði lítið sem ekkert vit á bílum og Nonni bauðst til að koma með mér og skoða bílinn. Hann skoðaði bílinn og ég vildi að hann prufukeyrði, en hann þvertók fyrir það, sagði að ég yrði að „fíla“ bílinn, hann myndi alveg fínna hvort eitthvað væri að þótt ég keyrði. Eftir að við höfðum skoðað og próf- að spurði ég Nonna hvað honum fyndist, hvort ég ætti að kaupa eða ekki en hann sagði ekki sína skoð- un, heldur lýsti ástandi bílsins, kost- um og göllum og hvað ég þyrfti að gera ef ég myndi ákveða að kaupa. Eftir að ég hafði ákveðið að kaupa sagðist hann vera ánægð- ur með ákvörðunina, hann teldi að þetta væri fínn bíll fyrir mig! Nonni var í mínum huga mjög sérstakur maður og margt í hans fari og skoðunum var mjög óvenju- legt og óhefðbundið. Mér dettur í hug litla herbergið á Furugrund, sem var langt frá því að vera venju- legt unglingaherbergi, bílarnir hans, sem mörgum fannst vera hálfgerðar druslur en Nonna þótti vænt um þá, því þeir höfðu svo mikla sál, og áhugamálin, en græju- og flugvélasmíði eru langt frá því að vera hefðbundin áhugamál í mínum huga. En ég hef heldur aldrei kynnst neinum öðrum en Nonna sem hefur langað til að búa í bát í Hafnarfjarðarhöfn. Það er svo erfitt nú að horfast í augu við að eiga aldrei eftir að eyða fleiri stundum með Nonna og að Rakel mín fái ekki að alast upp undir leiðsögn hans og kynnast fleirum af hans góðu hliðum. Elsku Brynja og Rakel, ég vona að ykkur takist að læra að lifa með þessum mikla missi og þó að við kveðjum Nonna í dag, mun hann vera með okkur áfram í huga okkar og minningum. Berglind. I dag kveð ég einn af mínum bestu vinum, Jón Steinsen, og ég veit að ég mun aldrei sætta mig við að svo ungur og mikilhæfur maður skuli þurfa að deyja frá svo miklu. Við Nonni vorum vinir allt frá barnsaldri þar til yfir lauk og þótt ég eigi margar góðar minning- ar og við Nonni höfum oft skemmt okkur vel saman veit ég að hamingj- una fann hann fyrst hjá Brynju og sólinni sinni, henni Rakel. Þeim unni hann eins og hann hafði aldrei unnað neinum fyrr og það var vegna þeirra og þeirrar hamingju sem þær veittu honum sem hann barðist til þrautar gegn fjandanum illa sem hafði sigur að lokum. Ég mun minnast Nonna sem góðs vinar og mikilhæfs manns sem aldrei brást þeim sem til hans leit- uðu. Félögum sínum var hann traust- ur vinur og dóttur sinni ástríkur og traustur faðir. Hann var drengur góður. Haukur Guðmundsson. í dag kveðjum við vin okkar, hann Nonna. Stórt skarð hefur ver- ið höggvið í vinahópinn sem aldrei verður fyllt. Eftir sitjum við með minningar um góðan vin. Minning- arnar eru óteljandi. Allar sumarbú- staðaferðirnar, útilegurnar og grill- veislurnar að ógleymdum öllum stundunum í félagsmiðstöðinni í Furugrund og síðar á heimili þeirra Brynju. Elsku Nonni, takk fyrir allt. Þínir vinir, Sigurður, Rakel, Berglind, Sigrún, Víðir, Björgvin, Helga, Haukur og Kristín. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahóp gamalla bekkjarfélaga þeg- ar við nú kveðjum kæran vin Jón Steinsen eða Nonna eins og við flest kölluðum hann. Þessi hópur er mjög sérstakur fyrir það að flest okkar þekkjumst frá því við hófum nám í Snælands- skóla. Þrátt fyrir að leiðir okkar hafi legið víða höfum við alla tíð verið mjög samrýmd. Við munum ávallt minnast Nonna sem hægláts, glaðværs vinar sem tók öllu mótlæti með jafnaðargeði. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum og allar þær sam- verustundir sem við áttum með hon- um. Elsku Brynja, Rakel og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Stelpurnar úr K-bekknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.