Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fetskórsækja alltafá, einsísól ogfrosti, jafnvel þreyttir þingmenn sjá þeirra miklu kosti. Af pólitískum draugagangi! ÞAÐ ER ekki laust við að ég sé orðinn saddur á eilífri og hvimleiðri leit að blórabögglum þegar stjórn- málaumræða er annarsvegar. Þó sér í lagi því skeytingarleysi og vanvirðu sem fólki er sýnt ef það sýnir þá hæpnu tilburði að vera ósammála hæstráð- endum á landi hér. Því sem ég vil gera sér- stakleg skil er þáttur sjávarútvegsráðherra í þessu sambandi og nefna sem dæmi til- burði hans þegar hann með heldur ósmekk- legum hætti líkti því fólki (þar með sjó- mönnum) sem ekki vill þýðast, við drauga og forynjur en sem betur fer öllum til heilla verið „kveðnir niður að mestu“ hvað sem það nú merkir. Hvað gengur sjávar- útvegsráðherra til, fyrrverandi forsætisráðherra reynd- ar, þegar hann vígreifur slær um sig í vinahópi (LÍU) eins og „trú- boði að handan"? Hvað finnst ykk- ur, sjómenn og aðstandendur? Fyrir mitt leyti get ég sagt að hótfýndni af þessu tagi á ekki erindi á dekk og hafna með öllu frekari pólitísk- um „draugagangi undir rós“ þegar sjálfsögð lýðréttindi eru rædd í þjóð- félaginu þó sér i lagi réttindi sjó- manna. Eg get alveg tekið undir með einum umdeildasta stjórnmála- manni þjóðarinnar varðandi þá kenningu að það séu bara til tvær sortir af stjórnmálamönnum. Ann- arsvegar sú gerð sem býr til vanda- mál og svo hin sem leysir þau. Mig langar reyndar til að bæta um vegna þeirrar heldur ógeðfelldu at- burðarásar varðandi bardagann um fiskinn og brauðið á landi voru í dag og segja: það virð- ast vera um tvær sortir af mönnum að ræða, annarsvegar menn og hins vegar mannætur. Predikun í neytendaumbúðum Látbragð sjávarút- vegsráðherra virðist ekki ætla neinn endi að taka og er skelfilegt að hlusta þegar hann opinberar sína framtíð- arsýn varðandi af- komumöguleika sjó- manna sem ekki eru á „frystiskipum" og þess fólks sem vinnur við fiskvinnslu í landi. Prédikun vors allra náðugasta ráð- herra sjávarútvegsmála tekur þó fyrst út yfir allt að mínu mati þeg- ar kemur að tilvist trillukarla, því þá er ekki er annað á honum að skilja en að vegna offors talsmanna Landsambands smábátaeigenda þá eiga smábátasjómenn ekkert annað skilið en sultarvist, því þeir hafa „valið“ það sjálfir. Svoddan rök- leysu er með sanni hægt að líkja við miðaldaraus. Það veit hvert ein- asta sóknarbarn á íslandi sem fylgst hefur með að Landsamband smábátaeigenda samdi ekki leik- Hafið þið orðið vör við þann þjóðhagslega ávinning, spyr Gísli Karlsson, sem hlotist hefur vegna kvótalag- ___________anna?_____________ reglur og allur sá fjöldi smábáta sem til er í landinu hrundi ekki af himnum ofan sl. haust. Hvers eiga ráðherrar að gjalda? Ég trúi því tæplega að nokkur maður kaupi þær fullyrðingar að vandræðagangur stjórnvalda varð- andi trillukarla sé vegna þess að Landsamband smábátaeigenda hafi valtað svo yfir helstu hagsmunaað- ila, þ.e. sjávarútvegsráðherra og haus og herðar LÍÚ, sem reyndar að mínu mati má ekki oft á milli sjá hvort er hvað í þessum efnum. Ég er sannfærður um, að „Sorpa" kemur ekki til með að binda enda á þennan harmleik. Það verður að gera með öðrum hætti. Dýrt frelsi Þegar útgerðarmönnum var „gefinn" fiskurinn í sjónum þá var þeim rökum beitt að með því ráðs- lagi næðist hámarks afrakstur af veiðum og vinnslu aflans sökum takmarkaðs framboðs. í framhaldi af þessu langar mig til að varpa þeirri spurningu til þeirra sem ekki hafa borið sitt barr í kjölfari fræð- anna. Finnst ykkur að útreikningar hagfræðinga hins háæruverðuga Alþingis hafi staðist? Hafið þið orð- ið vör við þann þjóðhagslega ávinn- ing sem hlotist heur vegna setning- ar kvótalaganna. Ég fæ t.d. ekki séð hvernig útgerð sem rekin hefur verið með bullandi tapi svo árum skiptir, ef marka má höfuð og herð- ar LÍÚ, geti verið að framkalla eitt- hvað sem mætti kalla jákvæða hag- ræðingu. Því sannleikurinn er ein- faldlega sá að það fé sem þurft hefur til „hagræðingarinnar" er mestanpart dýrt lánsfé og megin- hagræðingin falist í því að kaupa skip og báta til að fullnægja kröfum svo hægt sé að láta smíða risavaxn- ar ryksugur með frystibúnaði og tilheyrandi til vinnslu úti á sjó með tiltölulega fáu fólki. Ég hlýt að spyija hlutaðeigandi, finnst ykkur ekki teflt á frekar tæp vað i nafni hagræðingar? Ég held að flestir geti verið sammála um það að frelsi til orðs og æðis sé hið besta mál, svo framarlega sem fólki er ekki mismunað og misboðið á líkama og sál. Kvótakerfið er „dauðans" al- vara sem byggir á „eðli“ sem getur aldrei þjónað almannaheill og með réttu má nefna „örverpi" sem ég hygg að þegar fram líða stundir keppist getnaðaraðilar við að sveija af sér aðild. Því fyrr sem menn henda þessu kerfi því betra. Það er ónýtt! Félagslegt fár Ef heldur sem horfir þ.e.a.s. að örfáir munu eiga „fjöregg þjóðar- innar“ sem fiskurinn er eru sterkar líkur á auðhringamyndun í íslensk- um sjávarútvegi. Þó svo við íslend- ingar séum tilbúnir að leggja ýmis- legt á okkur til að líkjast öðrum þjóðum, þá held ég að þegar þeir auðhringir ná endanlega tökum á púlsi íslensks þjóðlífs, gefum við upp andann sem þjóð. Nú þegar eru þúsundir íslendinga minntar á það sem þolendur að stórtæp samþjöpp- un á veiðiheimildum og flutningur á vinnslu út á sjó í svo ríkum mæli sem raun ber vitni, veldur slík- um búsifjum að fljótlega verður hægt að tala um félagslegt fár. Ég Gísli Karlsson Kynleg- laun! Viðhorfsbreyting sem byggist á raunverulegu einstaklingsfrelsi er lykilforsenda, telja Ás- dís Halla Bragadóttir, Aslaug Magnúsdóttir, Hanna Bima Krist- jánsdóttir og Halldóra Vífilsdóttir er þessa grein skrifa, að útrým- ingu misréttis kynjanna. launakjör hans en ekki kynferði. Staðreyndin er sú að viðhorf og ímynd eru lykilatriði í jafnréttisbar- áttu. Við þurfum ekki fleiri laga- setningar um jöfn laun. Nóg er komið af aðgerðum frá ríkinu — . kominn er tími til að einstaklingarn- ir taki málin í sínar hendur og myndi breiða samstöðu um við- horfsbreytingu. Einnig þurfa konur að efla sjálfstraust sitt því stað- reyndin er sú, að vanmat kvenna á eigin verðleikum er ein lykilskýring- in á launamuninum. Ríkjandi viðhorf um verkaskipt- ingu kynjanna hafa beint konum og körlum inn á ákveðnar brautir og skert þannig valfrelsi beggja kynja varðandi lífsstíl, starfsframa og barneignir. Viðhorfsbreyting sem byggist á raunverulegu ein- staklingsfrelsi er því ein lykilfor- senda þess að útrýma misrétti kynj- anna — og um leið launamisrétti byggðu á kynferði. Að þessu vilja Sjálfstæðar konur vinna, í þeirri von að næstu ár færi okkur nær raunverulegu jafn- rétti en undanfarin ár hafa gert. Höfundar eru Sjálfstæðar konur. íslenskur raunveruleiki felur þó í sér aðrar og öllu sorglegri stað- reyndir. Löngu úreltar hugmyndir í áratugi hefur íslenskum konum og körlum verið talin trú um að baráttan fyrir jafnri stöðu kynjanna sé í öruggum höndum og ástandið hér á landi sé ef eitthvað er betra en í nágrannalöndum. Þetta er sér- staklega athyglisvert í ljósi þess að Island er eina landið á Norðurlönd- unum sem hefur sérstakan flokk kvenna á Alþingi, Kvennalistann, en þó er ástandið í jafnréttismálum fjarri því að vera viðunandi og í raun talsvert verra en gerist á hin- um Norðurlöndunum, líkt og kann- anir hafa leitt í ljós. Kvennabarátta undanfarinna ára hefur einkennst af vinstri sinnuðum hugmyndum, þar sem áherslan hef- ur öðru fremur verið lögð á að kon- ur séu einleitur undirokaður hópur. Eru slík viðhorf hugsanlega ástæða þess að við höfum aðeins þokast á veg en ekki náð settu marki? Er íslensk jafnréttisbarátta mögulega stödd í öngstræti löngu úreltra hug- mynda og baráttuaðferða? Viðhorfsbreytinga er þörf Sjálfstæðar konur leggja áherslu á ný viðhorf og nýjar aðferðir í baráttunni fyrir jafnri stöðu kynj- anna og krefjast þess að frelsi ein- staklingsins sé grundvöllur skil- greiningar og umfjöllunar þjóðfé- lagsins um konur jafnt sem karla. Við höfnum hóphyggju vinstri manna og þar með því að litið sé á konur sem einn launahóp, en slík áhersla kristallast í umræðunni um sérstakar „kvennastéttir“. Hæfí- leikar, geta og menntun hvers ein- staklings eiga að ráða úrslitum um Jafnrétti fyrir lögum en ekki í raun Hanna Birna Halldóra Kristjánsdóttir Vífilsdóttir Samkvæmt þeim lagabálkum sem Al- þingi íslendinga hefur samþykkt og lúta að jafnréttismál- um skulu konur og karlar hafa sama rétt og njóta sömu launa fyrir sömu störf. Sams konar viljayfírlýsingar er að finna í alþjóðasamningum og samþykktum alþjóðastofnana sem íslendingar eru aðilar að. Fela þær f sér að stuðla skuli af fremsta megni að því að afnema mismunun gagnvart konum á vinnumarkaðn- um og er þannig gerð krafa um sambærileg laun karla og kvenna fyrir sambærileg störf. Má í þessu sambandi sérstaklega nefna 23. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Hveijum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreinarálits.“ KONUR hafa að meðaltali um 70% af launum karla og há- skólamenntaðar kon- ur hafa einungis um 64% af launum karla með sambærilega menntun. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu Jafnréttisráðs sem ber heitið „Launamyndun og kynbundinn launa- munur“. Niðurstöð- urnar vekja spurning- ar um stöðu kvenna. Hveiju hefur kven- réttindabarátta und- anfarinna ára og ára- tuga skilað okkur — eða öllu heldur hveiju hún hefur ekki skilað okkur? Launamunur kynjanna er sláandi og ljóst er að einstakl- ingum er mismunað í launum á grundvelli kynferðis. Þetta er ástand sem hvorki karlar né konur geta sætt sig við. Ásdís Halla Bragadóttir Áslaug Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.