Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 11 _________________________KENNARASAMNINGAR_____________________________ Breytingar á starfsskipulagi í skólum lykillinn að lausn kjaradeilu kennara o g ríkisins? Ágreiningiir um verðlagningu aukinnar viðveru Samninganefnd ríkisins leggur áherslu á fækkun starfsdaga kennara á skólatímabil- inu og aukinn sveigjanleika í skólastarfínu. Helga Bjarnasyni virðist ágreiningurinn einkum snúast um mat á þessum breytingum út frá hagsmunum kennara og verðlagningu þeirra. Ríkið er tilbúið að kaupa breytingam- ar fyrir 7% launahækkun en kennarar halda þeim dýrari, tala um að þær kosti 20%. IVIÐRÆÐUM við Kennarasam- band íslands og Hið íslenska kennarafélag hefur samninga- nefnd ríkisins (SNR) lagt áherslu á að fá fram breytingar á starfsskipulagi í skólum, meðal ann- ars á starfsdögum kennara, sem að hluta til er bundið í kjarasamningum. Hefur ríkið boðið kennurum launa- hækkun gegn breytingum á skipu- lagp. Samninganefnd kennara er til- búin að ræða ákveðnar breytingar en telur verðlagningu ríkisins langt frá því að vera rétta. Skólaárið nýtt betur í tillögum SNR að breyttu skipu- lagi er gert ráð fyrir því að skólaár nemenda í grunnskólum verði fullir níu mánuðir. Nú hafa skólamir heim- ild til að fella niður kennslu í allt að tólf daga á skólaárinu og nota til annarra starfa kennara en kennslu. Eru þetta svokallaðir starfsdagar kennara. Þá eru á skólaárinu þrír frídagar nemenda, fyrir utan jóla- og páskafrí, þ.e. 1. desember, ösku- dagur og þriðjudagur eftir páska. Þetta þýðir að ef skólaárið er 175 dagar eru 160 dagar fyrir kennslu og próf, tólf starfsdagar kennara og þrír frídagar nemenda að auki. „Við viljum auka kennsluna og ná hámarkstíma fyrir nemendur í skól- anum. Einnig hefur verið mikil óánægja meðal foreldra, sérstaklega yngri bama, með þessi hlé sem skapa erfiðleika fyrir þau,“ segir Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, sem á sæti í samn- inganefnd ríkisins. Hann segir að í tillögum nefndarinnar sé gert ráð fyrir því að umræddir þrír frídagar nemenda, 1. des., öskudagur og þriðjudagur eftir páska, verði notaðir sem starfsdagar kennara. Auk þess hafi kennarar átta daga starfsskyldu við vinnu í skólanum fyrir 1. septem- ber og eftir 31. maí. Skólastjómend- ur geti kallað þá til vinnu til dæmis fimm daga í lok ágúst og þrjá daga í bytjun júní. Skólastjórar ráðstafi stærri hlut vinnutíma kennara SNR vill að í kjarasamningum sé heildarvinnutími kennara skilgreind- ur og skipting hans í meginþætti. Skólayfirvöld setji síðan almennar reglur um skipulag skólastarfs og vinnu í skólunum og skólastjórar skipuleggi starfið í samræmi við það. Núna er það bundið hvemig ráðstafa má hluta af vinnutíma kennara um- fram kennsluskyldu. Þær breytingar sem ríkið óskar eftir fela í sér að skólayfirvöld geti ákveðið fjölda kennslu- og prófdaga og hvemig öðrum nauðsynlegum verkefnum í skólastarfi skuli sinnt. Kennarar ráða stórum hluta af vinnutíma sínum sjálfir. Þegar á allt er litið, frímínútur, óbundinn tíma utan kennsluskyldu, sumartímann utan orlofs o.s.frv., er talið sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins að verkstjórar kennara og vinnuveit- andi, þ.e. skólastjórar og yfirvöld menntamála, ráði langt innan við helmingi þeirra vinnustunda sem kennarar fá greitt fyrir yfir árið. Um aðferðir við slíka útreikninga og túlkun er þó deilt. Tillögur ríkisins ganga út á að auka þann hluta af vinnutíma kennara eftir kennslu sem skólastjórnandi getur ráðstafað í störf sem tengjast kennslunni beint og óbeint. Skólatími framhalds- skólanna lengist Samningamenn ríkisins hafa sömu grundvallarviðhorf í afstöðunni til skólastarfsins í framhaldsskólum. Leggja þeir til að brott falli úr kjarasamningum ákvæði um að kennslu- og prófvikur megi ekki vera nema 34 á skólaárinu en þær geta verið 35. Með því móti næðust 175 vinnudag- ar kennara í stað 170. Þar af verði 172-173 dagar nýttir í kennslu og próf og kennarar hafi starfsskyldu í skólunum hina þijá umræddu frídaga nemenda. Þá hafi framhaldsskóla- kennarar fímm daga starfsskyldu í skólunum utan skólaársins. Indriði Þorláksson segir að það sama eigi við framhaldsskólana og grunnskólana, að ríkið vilji að það sé skólayfirvalda að ákveða nýtingu vinnutímans umfram kennsluskyldu en það verði ekki ákveðið í kjara- samningum. Hann segir að auk þess sé áhugi hjá skólayfirvöldum að nýta betur skólaárið til kennslu í framhaldsskól- um. I sumum skólum sé aðeins kennt í 13 vikur á önn, eða alls 26 yfir skólaárið, en alls fari átta vikur í próf. Þessu vilji yfirvöld breyta. Þessi síðasttalda breyting sé hins vegar ekki kjarasamningaatriði og unnt sé að láta hana ganga fram með ein- hliða ákvörðun. Starfið að breytast Eiríkur Jónsson, formaður Kenna- rasambands íslands, segir að breyt- ingar á vinnutíma kennara hafi ekki verið í kröfugerð kennarasamtak- anna. Samninganefnd ríkisins hafi komið með ákveðnar óskir og kenn- arar lýst sig tilbúna að ræða þær. Hins vegar beri mikið í milli um mat á þessum breytingum í launum kennara. Hann segir að þeir tveir meginþættir óska samn- inganefndar rikisins, það er um starfsdaga og möguleika vinnuveitand- ans til að binda allan vinnutímann á stundatöflu, blandist mjög saman. Hið síðamefnda vilji ríkið ekki meta til neinna breytinga í kjörum. Samn- ingamenn ríkisins gangi út frá því að kennarar séu hvort sem er í vinn- unni og ekki skipti máli hvort tíminn sé bundinn í töflu eða ekki. Eiríkur segir að kennarasamtökin bendi á þá staðreynd að kennarar séu per- sónulega ábyrgir fyrir hluta af sínum verkefnum og spyrji hvenær umsjón- arkennarar ættu að sinna umsjónar- störfum sínum ef allur vinnutími þeirra utan kennslu væri fyrirfram bundinn í skólanámskrárgerð, sam- vinnuverkefni kennara og slík störf. Hætt sé við að þeir neyðist til að taka þessa vinnu með sér heim eða geti ekki unnið hana ef að þeim verð- ur þrengt um of. Bendir Eiríkur á að í skýrslu um mótun menntastefnu sé viðurkennt að hlutverk kennara hafi breyst mjög á síðustu árum. Það felist ekki ein- göngu í miðlun þekkingar til nem- enda heldur þurfí kennarar jafnframt að sinna uppeldishlutverki í víðari skilningi en áður, taka þátt í sam- vinnu við foreldra, veita nemendum, foreldrum og samkennurum marg- víslega ráðgjöf, vinna að skólanám- skrá og áætlanagerð, viðhalda starfshæfni sinni og temja sér nýj- ungar á sviði náms og kennslu, sinna ýmsum stjórnunarstörfum í skólum, vinna að þróunarstörfum í tengslum við kennslu og hafa umsjón með kennaranemum. Fram kemur í skýrslunni að mikilvægt sé að starfs- aðstæður og launakjör taki mið af breyttu hlutverki kénnara. Segir Eiríkur að kennarasamtökin hafi lagt til að kennsluskyldan verði minnkuð og tíminn notaður í þau störf sem talin eru upp hér að ofan. Enginn hvati til breytinga í yfirlýsingu sem kennarasamtök- in sendu frá sér í gær kemur fram að enginn hvati sé til breytinga í vinnutímatillögum SNR þar sem flest ákvæði þeirra séu kennurum í óhag. A sama tíma neiti samninganefndin að fallast á þá grundvallarforsendu að hlutfall kennsluskyldu af árlegri vinnuskyldu þurfi að lækka til að rýmka fyrir nýjum og breyttum störf- um. Kennarafélögin hafni því um- ræddum tillögum ríkisins. Eiríkur segir að samtökin séu til- búin að leysa þennan ágreining með því að fara bil beggja með blandaðri leið, það er að opna fyrir breytingar á vinnutímanum gegn því að kennsluskyldan verði minnkuð og tíminn bundinn til umræddra verk- efna. Stefnir í hlutastarf Ástæðan fyrir óskum kennara um minni kennsluskyldu er einnig breyt- ing sem er að verða á skólastarfi með einsetningu skóla, að sögn Ei- ríks. Kennsla í einum bekk dugi ekki til að uppfylla kennsluskylduna og með einsetningu sé ekki hægt að ljúka henni með annarri kennslu i skólanum. í nýjum skólum á höfuð- borgarsvæðinu, til dæmis Smára- skóla í Kópavogi, vinni kennararnir aðeins tvo þriðju hluta af starfi og fái ekki fullt kennarastarf, utan skólastjóri og aðstoðarskólastjóri. Með sama áframhaldi verði flestir kennarar landsins í hlutastarfí. Segir Eiríkur að það sé krafa kennarasamtakanna að það verði viðurkennt að kennsla í einum bekk og þau hliðarstörf sem fylgi umsjón hans verði viðurkennd sem fullt starf. Þetta eigi við um yngstu bekkina og tilsvarandi breytingar verði gerðar upp grunn- og framhaldsskólánn. Verðlagningin erfið Afar erfitt er að verðleggja aukna viðveru kennara í skólum og aðrar breytingar á skipulagi, enda ber mikið milli samningsaðila um það efni. Ríkið býður 7% launahækkun en kennar- ar krefjast 20% í gagntil- boði sínu. Þorsteinn Geirsson, formaður SNR, segir að ef samkomulag næðist um tillögur samninganefndarinnar myndu kennarar nýtast betur í starfi og skólarnir gætu veitt meiri og sveigjanlegri þjónustu. Hvert árs- starf kennara yrði verðmætara. Fyr- ir það væri ríkið tilbúið að greiða meira. Hann lætur jafnframt í ljós þá skoðun sína að með breyttu skipu- lagi og starfsaðstöðu, til dæmis auk- inni tækni, væri hægt að ná hagræð- ingu í skólunum án þess að það kost- aði tilsvarandi lengingu vinnutíma kennara. Samninganefndin telur að í tillög- um sínum felist að skóladögum í grunnskólum fjölgi í mesta lagi um tólf eða um 7,5% og viðverudögum kennara fjölgi um átta, eða um 4,6%. Skóladögum í framhaldsskólum fjölgi mest um 2-4 eða um 1,2-2,4% og viðverudögum kennara um 10, eða um 5,9%. Ríkið hefur lýst sig reiðubúið til að hækka þá fjárhæð sem árlega fer í laun grunn- og framhaldsskóla- kennara um 500 milljónir gegn því að þessar breytingar náist í gegn. Leggja samningamenn þess til að þessum peningum verði fyrst og fremst varið til að hækka launin og myndi það samsvara liðlega 7% launahækkun þegar breytingar á starfstíma verða komnar að fullu til framkvæmda en gert er ráð fyrir að það verði í áföngum. Kæmi þessi launahækkun til viðbótar þeim hækkunum sem samið verður um á almenna vinnumarkaðnum. Boðið nægir fyrir helmingi kostnaðar Kennarasamtökin telja að þetta mat SNR sé ekki umræðugrundvöllur fyrir opnun vinnutímaákvæðanna. Hækkun launakostnaðar um 7% nægi aðeins fyrir um helmingi kostn- aðaraukans sem yrði af fjölgun kennsludaga einni saman. Þá sé ótal- inn óhjákvæmilegur kostnaður sem hlytist af öðrum breytingum á vinnu- tíma. Telja kennarasamböndin að slík vinnutímabreyting leiði til yfir 20% kostnaðarauka. Ef farið yrði að þessari tillögu kennarasamtakanna myndu árlegar launagreiðslur ríkisins til félaga þeirra aukast um 1,4 milljarða kr., úr 7 í 8,4 milljarða kr. Varðandi þau rök ríkisins að auk- in tækni leiði til þess að vinnutími kennara lengist ekki í samræmi við fjölgun virkra vinnudaga segir Eirík- ur að vissulega hafí tæknin, eins og tölvur og ljósritunarvélar, auðveldað störf kennara. Það leiði hins vegar ekki til þess að þeir geti gefið stór- kostlegan afslátt af verði vinnu sinn- ar. Kröfur til kennara hafí aukist og tæknin hafí fyrst og fremst hjálpað þeim að auka gæði starfsins. Vegna niðurskurðar á fjárveitingum til Námsgagnastofnunar hafí kenn- ararnir til dæmis þurft sjálfir að útbúa stærri hluta af námsefninu. Kennarar fá greitt fyrir 153 klukkustundir utan skólaársins og þar af eru 40 ætlaðar til námskeiða og 113 til annarrar faglegrar vinnu. Eiríkur segir að þessa vinnu verði ménn að vinna áfram þó ríkið segist vilja færa átta starfsdaga yfir á þann tíma. Það sé því hrein viðbót sem beri að meta til launa. Segir hann að möguleikar kennara til sum- arvinnu hafí minnkað mikið vegna atvinnuástandsins og helgi kennarar sig starfínu meira en áður m.a. af þeim sökum. Nefnir hann sem dæmi að mikið sé sótt um styrki til endur- menntunar og rannsóknarstarfa í sjóð Kennarasambandsins sem til þess er ætlaður. Sex eða sautján þúsund? Byijunarlaun grunnskólakennara fyrir fullt starf eru um 68.500 kr. á mánuði, að sögn Eiríks Jónssonar. Þau myndu hækka í 73.300 sam- kvæmt tilboði ríkisins. „Það er langt frá því að við getum sætt okkur við það,“ segir Ei- ríkur. Þeirra mat um nauð- syn 20% launahækkunar fyrir umræddar breytinga myndi leiða til hækkunar byijunarlauna í 82.200 kr. Ef litið er á meðallaun kennara í þessum tveimur kennarafélögum eru þau 88.700 kr. á mánuði fyrir dag- vinnu. Þau myndu hækka um liðlega 6.000 kr. samkvæmt tilboði ríkisins, í 95 þúsund, en um 17-18 þúsund samkvæmt gagntilboði kennara, upp í liðlega 106 þúsund kr. „Viljum ná há markstíma á skólaárinu“ „Hvenær á að vinna umsjón- arstörfin?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.