Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4-
l
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
NOKKRIR aðstandendur bókamarkaðarins í Faxafeni: Einar Óskarsson, Arnbjörn Kristinsson,
Böðvar Pétursson, Jóhann Páll Valdimarsson og Björn Eiríksson.
*
Arlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda
Tíu þúsund titlar á boðstólum
HINN árlegi bókamarkaður Félags
íslenskra bókaútgefenda hefst í dag
í Framtíðarhúsinu Faxafeni 10 og
verður hann opinn daglega til 8.
mars. Markaðurinn verður opinn
kl. 10-21 virka daga, en frá kl.
10-18 á laugardögum og 12-18 á
sunnudögum. Félag íslenskra bóka-
útgefenda hefur falið Eymundsson
hf. að standa að markaðinum í
Faxafeni, en auk þess verða sam-
tímis bókamarkaðir í öllum verslun-
um Eymundssonar og í Hressingar-
skálanum Austurstræti á úrvali titla
frá öllum útgefendum. Á Akureyri
opnar bókamarkaðufinn 15. apríl
Yfír tíu þúsund titlar eru í boði
á bókamarkaðinum í Faxafeni, og
þar af eru hundruð eða jafnvel þús-
undir titla sem aldrei hafa verið á
bókamarkaði fyrr. Vegna breytinga
á reglum hjá bókaútgefendum voru
nánast sömu bækur á bókamarkaði
í fyrra og hitteðfyrra, og er markað-
urinn því veglegri nú en nokkru
sinni fyrr.
Helstu bókaflokkar eru íslenskar
og þýddar skáldsögur, ævisögur og
endurminningar, fræðibækur,
ferðahandbækur, handbækur,
ljóðabækur, matreiðslubækur auk
úrvals barna- og unglingabóka. Þá
má finna gott úrval erlendra bóka
og geisladiska, en þeir eru nú í
fyrsta sinn á bókamarkaði, auk
úrvals eldri tímarita frá íslenskum
og erlendum útgefendum.
Upplag hverrar bókar er allt nið-
ur í eitt eintak og geta áhugasamir
safnarar að auki valið úr miklu
magni fágætra fornbóka, auk bóka
úr einkasöfnum sem ekki hafa ver-
ið til sölu fyrr. Þá hefur sérstakri
fornbókaverslun verið komið upp
innandyra.
Sérstöku barnahomi hefur verið
komið upp þar sem bömin geta lit-
að, lesið og leikið sér á meðan for-
eldramir líta á bækurnar. Einnig
geta viðskiptavinir fengið sér kaffí
á staðnum.
íslensk fiðlutónlist
TONOST
Kjarvalsstaðir
MYRKIR MÚSIKDAGAR
Rut Ingólfsdóttir. íslensk einleiks-
verk fyrir fiðlu.
Þriðjudagur 14. febrúar 1995.
MYRKUM músikdögum var fram-
haldið með tónleikum á Kjarvals-
stöðum og lék Rut Ingólsdóttir verk
eftir Jón Leifs, Hallgrím Helgason,
Magnús Blöndal Jóhannsson og Atla
Heimi Sveinsson. Tónleikarnir hó-
fust á Prelúdíu og fúghettu eftir Jón
Leifs, er hann mun hafa samið á
skólaárum sínum í Leipzig, 1924,
og kallaði verkin þá Zwei Studien
iQ tneSal tuyvuí 'iéticu
cM-ídmaApiaui (Ký 'i&qJzhtA. áli
tfieiipinatkQa
Jiimanqá-AÓimaAmkAap
íknehJm^
QLjáíiÍoWind - baAJsecjiUe-
mei/luAltonuuAJzetpióiu
Míhióm^iaMÍ„l)Aúlé&‘
meti oolcyU keAjaAóiu.
Skólobrú
iíma 62
fúr Violine. Svo sem
vera ber má telja að
einleikssónöturnar eftir
J.S. Bach hafí verið til
fyrirmyndar en auðvit-
að er fiðlan sjálf og
tæknimöguleikar stýr-
andi varðandi tónferli
og júlkunarmöguleika.
Fróðlegt var að heyra
þetta verk og var prelú-
dían mjög vel leikin af
Rut en fúghettan, sem
er erfið og nokkuð
þyrkingsleg að gerð,
tókst ekki sem skyldi.
Næsta viðfangsefni
var einleikssónata eftir
Hallgrím Helgason er
hann samdi þá hann gegndi prófess-
orsstöðu í Kanada á sjöunda ára-
tugnum. Það mátti merkja að Hall-
grímur kunni ýmislegt varðandi fiðl-
una og var þetta hið áheyrilegasta
verk, sem Rut lék af öryggi.
Nokkuð kvað svo við annan tón,
er leikin voru verk frumkvöðla þess
nýjasta í íslenskri tónsköpum, Magn-
ús Blöndal Jóhannsson og Atla
Heimi Sveinsson. Frumflutt var 34
ára gamalt einleiksverk fyrir fíðlu,
eftir Magnús, er hann samdi fyrir
Björn Ólafsson. Það er í raun ekki
einkennilegt að fíðluleikurum hafi
óað við að leika þetta verk þá það
MEG frá ABET
UTANÁHÚS
pvriri irsri.iAMni
co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
var samið. Nú er sú
leiktækni, sem Magnús
byggði á, orðin klassísk
og reyndar svo, að
menn eru almennt
hættir að nota sumar
þær leikbrellur, sem
þar gat að heyra, að-
ferðir, sem byggjast
jafnvel á að nýta „lík-
ama“ fiðlunnar til tón-
myndunar. Rut lék
verkið mjög vel, þó lík-
lega hefði mátt leika
það nokkuð hraðar,
sem auðvitað er álita-
mál.
Tónleikunum lauk
með verki eftir Atla
Heimi Sveinsson, er hann nefnir Lag
með tilbrigðum og skiptir því í Me-
lodie, Doubie I, Double II, Double
III og Epilogue. Ávallt hefur Atla
tekist að koma hlustendum á óvart
og nú með því stilla inn á það styrk-
leikasvið, sem er við mörk þess heyr-
anlega. Áheyrandi þarf að hafa sig
allan við og einbeita sér við að
hlusta, sem er andstætt viðbrögðum
gagnvart of miklum styrk. Tónmál
verksins er einfalt og skýrt en nokk-
uð truflaði það frábæran flutning
Rutar, að hátt lét í loftræstikerfi
Kjarvalsstaða, sem þama lék of stórt
hlutverk til óþæginda fyrir hlustend-
ur.
í raun eru Kjarvalsstaðir óhæfir
til tónleikahalds af þessum sökum,
því loftfossandi niðurinn er svo
sterkur, að hann felur fyrir hlustend-
um mikið að þeim fínlegri blæbrigð-
um tónlistar, sem mikilvægt er að
skili sér til áheyrenda. Þrátt fyrir
þetta voru tónleikar Rutar hinir
bestu, í heild mjög vel framfærðir
og ekki síður fróðlegir til saman-
burðar um þróun íslenskrar tónsköp-
unar. Þar voru leiddir saman til leiks
menn sem áttu þátt í nútímavæða
íslenska tónlist, þ.e. Jón Leifs og
Hallgrímur Helgason, og síðan þeir,
sem skiluðu henni fram til þeirrar
virðingar, sem hún skipar nú meðal
þjóða, Magnús Blöndal Jóhannsson
og Atla Heimi Sveinsson.
Jón Ásgeirsson
Rut Ingólfsdóttir
Kyrrðarstund
á hafsbotni
LEIKLIST
i Sytkyt brúöulcik-
húsiö í Möguleikhús-
i n u
VATNSLEIKUR
Handrit, brúðugerð og stjómun:
Juha Laukkanen.
MARGIR góðir gestir heimsækja
ísland í tilefni af Sólstöfum - Nor-
rænu menningarhátíðinni, sem hér
stendur næstu vikumar. Einn þeirra
er Finninn Juha Laukkanen, sem
sýnir tvær brúðuleikhússýningar
hér á landi; í Reykjavík, á Akur-
eyri og á ísafírði. Leikhús hans
heitir Sytkyt og kemur frá borginni
Kuopio í Finnlandi. Leikhús Juha
hefur starfað í tíu ár og hann hefur
hlotið verðlaun og viðurkenningar
fyrir sýningar sínar. Þær sýningar
sem hann er með hér á íslandi eru
Vatnsleikur og Múmínálfarnir.
í Vatnsleik er áhorfendum boðið
í ferð niður á hafsbotn til að fylgj-
ast með lífinu þar; kynnast fískum
og kröbbum og gróðri og skynja
hættuna sem dýranum er búin þeg-
ar fiskimenn reyna að slæma netum
og krókum í þau. Fylgjast líka með
hvernig veðrabrigði, ljós og skuggi
hafa áhrif á andrúmsloft og liti.
En á hafsbotninum í Vatnsleik
leynist líka íjársjóður — og leyndar-
mál — í kistli og snýst sýningin um
að finna hvert leyndarmál kistilsins
er.
í Vatnsleik er enginn texti, held-
ur er sýningin byggð á brúðum sem
eiga samastað í fískabúri, tónlist
og lýsingu. Það er því vandkvæða-
laust fýrir íslendinga að skilja þessa
fínnsku sýningu. Ahorfendur kynn-
ast lífínu á hafsbotni; kyrrðinni sem
umvefur þær lífverur sem þar
sveima í kringum gróðurinn sem
berst hægt fram og til baka með
hreyfingum vatnsins. Sjávardýrin
bregða á leik; fínna sér leiðir til að
forðast hin Iífshættulegu net, leika
sér með undarlegustu hluti sem
hafa fallið niður á sjávarbotninn og
svo kemur kolkrabbi sem spilar fót-
bolta. Að sjálfsögðu við sjálfan sig.
Hann hefur jú nógu marga skanka
til þess. Svo er það þessi leyndar-
dómsfulla kista. Hvorki fískar,
skeljar, né kolkrabbar upplýsa
áhorfendur um leyndarmál hennar
en í lokin kemur í ljós að í kistunni
býr lítil hafmeyja.
Vatnsleikur er ákaflega falleg
sýning; brúðurnar eru litríkar og
fallega hannaðar og lýsingin varpar
á þær ævintýraljóma. Tónlistin sem
leikin er við sýninguna hefur aust-
urlenskan blæ og er vel til þess
fallin að hægja á hjartslættinum.
Vatnsleikur er yndislegt mótvægi
við allan þann hasar og hamagang
sem börn eigum að venjast í dag-
legu lífí — að ekki sé talað um sjón-
varpsefnið sem þeim er boðið upp
á. Stundin í leikhúsinu er kyrrðar-
stund og ef eitthvað er, þá hefði
hún mátt vera lengri.
Súsanna Svavarsdóttir
Juha Laukkanen
Nýjar bækur
• FÉLAGIÐ Börnin og Við á
Suðurnesjum, sem er áhugafélag
um bijóstagjöf, hefur gefið út bæk-
ling. Bæklingurinn nefnist „Til
hamingju pabbi“. Um er að ræða
20 síðna fræðslurit fyrir verðandi
og núverandi feður. Höfundur að
handriti er Sólveig Þórðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Ritið verður til sölu á flestum
heilsugæslustöðvum landsins og
kostar 300 krónur.
• ÚT ER komið 9. bindið í flokkn-
um Málfræðirannsóknir. Það
nefnist Regluvirkni í orðasafni
og utan þess. Um lexíkalska
hljóðkerfisfræði íslensku og er
eftir Þorstein G. Indriðason, cand.
mag.
Ritið fjallar um samband hljóð-
kerfísfræði við orðahlutafræði og
setningafræði f anda nýlegrar kenn-
ingar sem gengið hefur undir nafn-
inu „lexical phonology". Kenningin
felur í stuttu máli í sér að skipta
megi málfræði hvers tungumáls í
orðasafn (lexicon) og það sem
utan þess er (syntax). Ennfremur
er gert ráð fyrir því að orðasafnið
sé lagskipt og að í lögunum verki
saman orðhluta- og hljóðkerfisregl-
ur skv. ákveðnum lögmálum.
Höfundur gefur fyrst yfirlit um
helstu þætti kenningarinnar með
nokkrum samanburði við eldri
kenningar um hljóðkerfisfræði, en
prófar hana síðan á valin efni úr
íslensku.
Ennfremur er að finna í ritinu
ítarlega rannsókn á virkni hljóð-
kerfísreglna í íslensku og umfjöllun
um samband hljóðkerfísfræði og
setningafræði.
Málvísindastofnun Háskóla ís-
lands gefur út. Ritið, sem er 179
bls., erfáanlegt íöllum helstu bóka-
búðum, en einnig er hægt aðpanta
það hjá Málvísindastofnun.
s
5
l
!
I
|
í
ft
í
ft
ft
I
ft
I
I
I
!
I
\
|
f
I
(
í
I