Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Læknamistök og óhappatilvik I 1. Fjöldi kvartana og kærumála til Landlæknisembættisins Kvörtunum og kærum frá sjúk- lingum hefur fjölgað mikið á síð- ustu árum (tafla I). Meðaltal á ári: 1980-1984 40 1985-1989 100 1990-1994 211 2. Afgreiðsla kvartana og kærumála í næstu töflu má sjá á hvem hátt þessi mál eru afgreidd (tafla II). Kærur og kvartanir hinar meiri 1991-1992: Aðgerðir: Engin 122 Ábending 56 Tilmæli 16 Áminning 23 Alvarleg áminning 4 Tillaga um leyfíssviptingu 1 Annað 5 Samtals 227 í 35-45% tilfella telst vera um læknamistök að ræða. Yfir 90% mála eru afgreidd innan árs. 3. Samanburður á fjölda kvartana og kærumála á Islandi og í nágrannalöndunum Samanburður á fjölda alvar- legra kvartana- og kærumála á' Islandi og í nágraimalöndunum. Á 10.000 íbúa. ísland 3,8 Svíþjóð 3,2 Danmörk 2,5 Miðað er við 100 alvarlegar kvartanir á íslandi. Landlæknisembættið 1993. Socialstyrelsen, Stokkhólmur 1992. Sundhedsstyrelsen, Kaup- mannahöfn 1992. Reglur um aðgengi eru frj áls- legri á íslandi en í nágranna- löndunum því að á íslandi nægir bæði munnleg og skrifleg fram- setning en í öðrum löndum er krafist skriflegra skýrslna frá sjúklingum. Sam- kvæmt íslenskum lög- um er öllu heilbrigðis- starfsfólki gert skylt að tilkynna landlækni, ef það verður vitni að meintum mistökum en í nágrannalöndunum hvflir sú skylda ein- göngu á yfírlæknL 4. Eftirlit með heil- brigðisstarf sfólki Hafa ber í huga að mistök heilbrigðis- starfsfólks eru aldrei verk líkt og glæpir sem drýgðir eru af ráðnum hug. Þar af leið- andi eru heilbrigðisstarfsmenn yf- irleitt ekki dæmdir í fangelsi vegna þessa. Hér á eftir fylgja upplýs- ingar um aðgerðir Landlæknis- embættisins í því efni (tafla IV). sjúkrastofnunum þar sem grípa þarf til skyndiaðgerða. Marg- ar alvarlegustu kær- urnar koma vegna at- vika á sérgreina- sjúkrahúsum þar sem flóknustu aðgerðirnar eru framkvæmdar af okkar best þjálfaða starfsfólki. Vaxandi tækni býður upp á fleiri möguleika og á stundum þarf að tefla á tæpasta vaðið. Mis- . tökin verða oft vegna Olafur þess að menn gera Olafsson ranga hluti rétt en ásetnings- ekki rétta hluti rangt! Þetta er ef til vill þversögn en aðgerðarferill- inn er orðinn margþættari en áður. Viðbrögð Landlæknisembættisins við mistökum snúa því ekki ein- ungis að því að fá úr því skorið hver bar ábyrgðina á því að eitt- hvað fór úrskeiðis í aðgerðar- Aðgerðir gegn heilbrigðisstarfsfólki. ísland Svíþjóð Danmörk 1976-1993 1981-1992 1989-1993 Læknir sviptur leyfi 6 32 10 Læknar með takmarkað leyfi 3 30 Læknar látnir hætta stöfum 4 Kandíd. sem ekki hafa fengið leyfi 4 Hjúkrunarfræðingar sviptir leyfi 3 TaflaIV Af þessum tölum má sjá að eftirlit með heilbrigðisstarfsfólki er virkt á íslandi. Hlutfallslega hafa mun fleiri læknar á íslandi orðið fyrir leyfíssviptingu en í ná- grannalöndum. Orsökin er líklega fámenni og nálægð manna hér á landi. Hvort þetta boðar gott eftir- lit læt ég aðra um að dæma. 5. Orsakir kvartana og kæra Að gera ranga hluti rétt Mistök. Flestar kærur koma frá ferli, heldur einnig að koma á úrbótum. Dæmi um slíkt má sjá í næstu töflu (tafla V). Svíar fóru ranga leið, segir Ólafur Ólafsson, með þeim afleiðingum að verulegur hluti mis- taka lækna berst aldrei til heilbrigðisyfirvalda. Kvartanir 1981-1989. - Flest mál eftir 1985 - Læknamistök 71 Vafí 5 „Slysni“ (óhappatilvik) 15 Mörg mál urðu tilefni til þess að gerðar voru tillögur um reglu- 'gerðar-/lagabreytingu, m.a.: Bætta skráningu á sjúkrahús- um 1980. * Skráningu aukaverkana lyfja 1975. * Eftirlit með lyfjaávísunum lækna. Ávísunum á eftirritunar- skyld lyf fækkaði ýfír 95% en á sterk róandi lyf, svefnlyf og verkja- lyf fækkaði ávísunum um 40%. * Tillögur um slysatrygginga- sjóð 1983 og 1986. Varð að lögum 1989. * Um innsýn sjúklinga í eigin sjúkraskrá. Tillögur árið 1980. Lög 1989. * Úrbætur á fæðingarhjálp, vaktþjónustu í Reykjavík, slysa-, tannlækna-, og augnlæknaþjón- ustu. __ * Úrvinnslu og aðgerðir gegn biðlistum. * Þjónusta lýtalækna bætt. * Skipulag í blóðþynningu bætt. * Bættan aðbúnað sjúklinga við aðgerðir. * Skarpari reglur eftir aðgerðir o.fl. * Skriflegt samþykki sjúklinga fyrir aðgerð 1988 og 1989. * Aðgerðir er ekki báru árangur lagðar af, s.s. garnastyttingar. Bætt þjónusta við áfengissjúka og erfíða fíkniefnaneytendur og stutt að betra þjónustuformi við geðsjúka fanga og heimilislausa geð- og áfengissjúklinga. Erindi um þessi mál eru reglu- lega haldin á fundum landlæknis með læknum og öðru heilbrigðis- starfsfólki. Umræður um mistök í heilbrigð- isþjónustunni við lækna, stjórn- endur og aðra heilbrigðisstarfs- menn eru án efa ein áhrifaríkasta leiðin til þess að bæta gæði læknis- þjónustunnar í landinu. Það þjónar því ekki vel hags- munum íbúanna að koma þessum málum alfarið á hendur annarra aðila, sem eingöngu leitast við að fínna sökudólg! Svíar hafa farið þá leið með þeim afleiðingum að verulegur hluti mistaka lækna berst aldrei til heilbrigðisyfirvalda. Sama hefur gerst í Bandaríkjun- um. Meðal annars af þessum sök- um ákvað norska Stórþingið að mistakamál skyldu vera áfram í höndum heilbrigðisyfirvalda. Fólk hefur einnig möguleika á að leita til ráðherra, héraðslækna, yfirlækna, stjórna sjúkrastofnana, Tryggingastofnunar ríkisins, lög- manna, ágreiningsnefndar er starfar utan við kerfið o.fl. Höfundur er landlæknir. Stúdentaráðskosningar Háskólinn þarf framtíð! HÁSKÓLI íslands hefur ekki farið varhluta af þeirri kreppu sem ríkt hefur hérlendis síðustu ár. Framlög til hans hafa ýmist staðið í stað eða jafnvel minnkað á sama - tíma og nemendum hefur fjölgað. Af þeim sökum hefur námskeiðum fækkað og gæði kennslunnar versnað. Til að mæta þessari öfug- þróun hafa Stúdentaráð og starfs- lið Háskóla íslands brugðið á það ráð að veija mestum tíma sínum í tillögum Vöku kveður við nýjan tón í hug- myndum um rekstur og hlutverk Háskóla ís- lands, segir Sveinn Guðmarsson. Hug- myndin um aukin tengsl atvinnulífs og Háskóla er vel framkvæmanleg og í takt við tímann. í karp við ráðamenn þjóðarinnar um auknar fjárveitingar til skól- ans. Því miður hefur árangurinn látið á sér standa því fjárframlög til Háskólans nægja ekki einu sinni til að halda honum við hin svoköll- uðu hungurmörk. Er ekki kominn til til þess að breyta um aðferðir? Langtímasamningur Ein af hugmyndum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, til að tryggja Háskólanum betri rekstrargrundvöll er gerð lang- tímasamnings við ríkið. Þá yrði samið til nokkurra ára í senn um fjárveitingar til skólans og sá fyrir- vari hafður á að framlögin myndu hækka með batnandi tíð en aldrei lækka. Með þessu er skólanum skapað sjálfstæði og öryggi. Hægt verður að skipuleggja lengra fram væn tímann og þannig ótta og óvissu um fjármagn og þeirri sóun sem því fylgir eytt. Allt starf verður því mun mark- vissara. Um leið gæti skólinn helgað sig nýjum fjáröflun- arleiðum í auknum mæli. Nýjar leiðir Aukin tengsl Há- skólans við atvinnu- lífið er stór þáttur í þessum nýju leiðum Vöku. Þar er af nógu að taka. Það liggur í augum uppi að öll sú þekking og hugvit sem innan veggja skólans býr getur nýst atvinnulífinu stór- kostlega, og þarf að gera það í meira mæli en nú er. Sú staðreynd að íslenski einkageirinn veitir mun minna fé í rannsóknir en tíðkast í velflestum löndum OECD rennir stoðum undir það. Hagnýtar rann- sóknir sem koma bæði Háskólan- um og atvinnulífinu til góða eru því mjög fýsilegur kostur og með þeim ætti umtalsverð peningaupp- hæð að geta skilað sér í kassann. Rannsóknir af þessu tagi eru í eðli sínu mjög breiðar, þar sem margir þættir eru kannaðir og heildarlausna leitað, en slíkir þverfaglegir vinnuhringir þykja nú æ áhugaverðari i augum fyrir- tækja. Rannsóknir sem þessar ættu því að nýtast vel flestum deildum. Um leið er hægt að fá fýrirtæki til að styrkja fjölmargar prófessorsstöður og námskeið, svo dæmi séu tekin. Erlent samstarf og hollvinasamtök Erlent samstarf af ýmsu tagi er einnig góður kostur til tekju- öflunar. Þar má til dæmis nefna að ísland hýsi hluta af Umhverf- isháskóla SÞ. Með aðild íslands og Sveinn H. Guðmarsson að rannsóknar- þróunarsamstarfi Evrópusambandsins hafa svo opnast dyr að samstarfi sem lítur vel út með tilliti til rannsókna. Styrktarmanna- kerfi, hollvinasamtök- in svonefndu, þar sem einstaklingar og sam- tök í þjóðfélaginu geta lagt fijáls fram- lög til skólans er svo enn ein leiðin til að afla fjármuna í búið án þess að seilast ofan í ríkiskassann góð- kunna. Einn stærsti kostur þessara áætlana er svo að langtímasamn- ingurinn tryggir að framlög ríkis- ins munu haldast óskert þrátt fyr- ir þetta nýja fjármagn. Þannig er hann megin forsendan fyrir því að þessar hugmyndir skili árangri. Þessum tillögum okkar Vöku- manna barst góður liðstyrkur í desember síðastliðnum, þegar skýrsla Þróunarnefndar Háskólans kom út, en niðurstöður hennar voru mjög í þessum anda. Nýr tónn sleginn Af framansögðu má sjá að hér kveður við nýjan tón í hugmyndum um rekstur og hlutverk Háskóla íslands. Hugmyndir, þar sem leitað er nýrra leiða til fjáröflunar en ekki litið til stjórnvalda eingöngu, sem nú þegar eru blóðmjólkuð. Hugmyndir sem hníga í þá átt að gera háskólanám hagnýtara fyrir nemendur og atvinnulífið. Hug- myndir sem eru vel framkvæman- legar og í takt við tímann. Nú er tækifæri til að taka kíkinn af blinda auganu og horfa fram á veginn. Höfundur skipar 1. sæti & lista Vöku til Stúdentaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.