Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995
▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼
Forysta ESAB
er trygging
fyrir gæðum
og góðri
þjónustu.
Allt tll rafsuðu
HÉÐINN
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
, Aiití
dorgveiðina
á einum stað
□ ísborar □ Hitabrúsar □ Ullarnærfötin
□ Dorgstangir □ Veiðipokar □ Hanskar/lúffur
□ Ausur □ Vasaljós □ Húfur/hettur
□ Önglar □ Áttavitar □ Sokkar
□ Hnífar □ Sjónaukar □ Legghlífar
□ Dálkar □ Kuldagallar □ Skór o.fl.
Verslun athafnamannsins frá 1916
Grandagarðí 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Svar til Guðmundínu
KRISTÍN frá Keflavík hafði samband við Velvakandi
varðandi fyrirspurn Guðmundínu Vilhjálmsdóttur í biað-
inu sl. þriðjudag vegna gamals slagara sem hún sagðist
hafa lært í æsku. Kristín kunni tvö fyrstu erindin og
koma þau héma:
Dansinn höfum við danskinum frá
danskurinn gaf oss stjómarskrá.
Margt hefur danskurinn vel oss veitt
en viljum þó kannast við lítið eitt.
Meðan ég enn er frá á fæti
þá fer ég á ball því ég elska rall.
Heila nótt ég hoppað gæti
Húrra nú ætti að vera ball.
Viðlag: Gæti ég krækt í danskan dáta o.s.frv.
Kristín vildi einnig koma með athugasemd varðandi
auglýsingar sem kvikmyndahúsin birta í Ríkissjónvarp-
inu þar sem fram koma alls kyns ofbeldisatriði og kyn-
lífsmyndir. Finnst henni ekki sniðugt að birta þetta á
þessum tíma í sjónvarpinu þegar böm á vissum aldri
eru að horfa á.
Enn um vísurnar
GUÐRÚN hringdi og sagði seinna erindið í vísunni
hennar Guðmundínu ranga og sagði hana vera eftirfar-
andi:
Ólafía er að vara oss við
að vingast við piltana að dönskum sið.
Það dregur á eftir sér dilka smá,
þegar dálítill tími er liðinn frá.
Er Flórídafélagið
enn starfandi?
MARGRÉT hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma með þá fyrirspum
hvort Flórídafélagið væri
enn við lýði, en það félag
gaf út fréttablað og var
með samninga við bílaleig-
ur o.fl.
Hún vildi einnig vita
hvort starfandi væm önnur
samskonar féiög.
Gæludýr
Kettlingur í
óskilum
LÍTILL u.þ.b. 4 mánaða
svartur kettlingur, senni-
lega læða, kom á heimili á
Ásvallagötu. Uppl. í sími
12270.
Tapað/fundið
Ensk bók tapaðist
ENSKA kennslubókin
„Leaming to be Eamest“
tapaðist í símaklefa í
Kringlunni í byijun janúar.
Skilvís fmnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
884461.
Gleraugu fundust
SJÓNGLERAUGU í ljós-
og drapplitaðri umgerð
fundust sl. mánudag á
horni Amtmannsstígs og
Ingólfsstrætis og getur
eigandinn haft samband í
síma 610549.
Lyklar fundust
LYKLAR fundust í Grjóta-
götu sl. sunnudag. Uppl. í
síma 622992.
Jakki og peysa
tekin í misgripum
BRÚNN leðuijakki og
jakkapeysa vom tekin í
misgripum í fatahenginu á
Ingólfscafé sl. föstdag-
kvöld. í jakkanum vora
skilríki og lyklar. Vinsam-
legast hafi samband í síma
75824.
Lyklar töpuðust
TVEIR lyklar í svartri
þunnri leðurbuddu með
rennulás töpuðust rétt fyr-
ir jól í Vesturbænum þ.e.
frá Meistaravöllum að
Vesturgötu. Finnandi vin-
samlegast hafi samband í
síma 624300 e. hádegi.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp í opna
flokknum á Hoogovens skák-
jnótinu í Hollandi í febrúar.
Stigahái stórmeistarinn
Predrag Nikolic
(2.645) frá Bosníu hafði *
hvítt og átti leik, en 25 ,
ára gamli nýbakaði
rússneski stórmeistar- *
inn Mikael Brodskí
(2.535) var með svart.
Sjá stöðumynd
3
Svartur er tveimur peð-
um yfir, en liðið stendur 1
illa af sér: 40. Hxa7! og ^
Brodskí gafst upp því '
hann tapar liði. Fram-
haldið gæti orðið 40. - Dxa7,
41. Bxe6+! - Rf7, 42. Hxc8
- Hxc8, 43. Bxc8 og hvítur
hefur unnið mann.
Skákkeppni stofnana og
fyrirtækja, B-riðill, hefst í
kvöld í félagsheimili TR,
Faxafeni 12. Nýjar sveitir í
keppninni byija í B-riðli.
Teflt er í fjögurra manna
sveitum og þurfa a.m.k. þrír
úr hverri sveit að starfa hjá
því fyrirtæki eða stofnun
sem þeir tefla fyrir. Fjórði
keppandinn þarf ekkert að
tengjast viðkomandi liði og
er þetta löngu tímabær ný-
breytni í reglum keppninnar.
Heígarskákmót TR hefst
annað kvöld kl. 20.
Farsi
'VEPfÁNAicA j
01095 FarajsCertocrWDW. by UnKwwi Pwss Syrrtcat* LJAIS&LASS jc^OCTUAfi-T
On huemiQ v&t éq fv/ort hann er ebhi:
StoUn* ? "
Víkveiji skrifar...
SKRIFARI dagsins sat samfellt í
fimm klukkustundir í kvik-
myndahúsi um helgina og horfði á
Þijá liti; Bláan, Hvítan og Rauðan,
en svo nefnist þríleikur pólska leik-
stjórans Krzysztof Kieslowski. Titill
myndanna er sóttur í frönsku fánalit-
ina, sem tákna svo aftur á móti frelsi,
jafnrétti og bræðralag.
Það er skemmst frá því að segja
að Víkveiji var yfir sig ánægður með
þann sagnagaldur sem kvikmyndim-
ar búa yfir. Fullkomið jafnræði er
með öllum þáttum kvikmyndagerðar-
innar, og þríleikurinn því svo að segja
óaðfinnanlegur hvað varðar handrit,
leikstjórn, leik, kvikmyndatöku, tón-
list og annað það sem *býr að baki
gerð kvikmyndar.
Kieslowski fjallar um áðurnefnd
hugtök á greindarlegan og oft óvænt-
an hátt. Næmni hans og innsýn í
mannlegt eðli er ejnstakt og hafi ein-
hver verið í vafa um tilkall hans til
að vera nefndur meistari evrópskrar
kvikmyndagerðar samtímas, eftir
Boðorðin og Tvöfalt líf Veróníku,
hlýtur sá efí að vera horfínn.
í fyrstu myndinni, Bláum, spyr
hann meðal annars hvers virði frelsi
einstaklingsins sé án minninga, sköp-
unar, ábyrgðar en umfram allt ástar.
í annarri myndinni, Hvítum, segir
hann frá landa sínum, pólskum rak-
ara sem er getulaus á erlendri gmnd
og því ungri, franskri eiginkonu sinni
til lítillar ánægju. Hún kastar honum
á dyr og niðurlægir á margvíslegan
hátt, en Pólveijinn einsetur sér að
knýja fram jafnræði með þeim og
vinna hjarta konu sinnar að nýju.
Hann er enn ástfanginn og fer
óvenjulegar leiðir til að ná marki sínu.
xxx
Ilokamyndinni, Rauðum, sýnir Ki-
eslowski síendurteknar hliðstæður
í lífi manna og veruleika, óháð tíma
og stað. Áherslan er um margt á hið
einstaka sem er um leið hið algilda
í tilveru manneskjunnar. Forlaga-
hyggjan er talsvert meiri en í fyrri
myndunum, en þó veldur maðurinn
fleiri atburðum en hann heldur sjálf-
ur. Ung fyrirsæta sem er í símasam-
bandi við afbrýðisaman unnusta,
kynnist dómara á eftirlaunum. Hann
er beiskur lífsafneitari sem telur ver-
öldina vera einn samfelldan saka-
mannabekk og meðhöndlar hana sem
slíka. Með hægð endurnýjar hún trú
hans á samúð, samkennd og sam-
skipti manna á milli, um leið og hann
sér eigin minningar endurtaka sig í
nútímanum með nýjum persónum í
hlutverkunum.
Háskólabíó á þakkir skildar fyrir
að færa íslendingum þennan hrífandi
þríleik og raunar fleiri skartgripi
kvikmyndagerðar utan megin-
strauma afþreyingariðnaðarins.
xxx
VÍKVERJI er ekki ákafur útvarps-
hlustandi og heyrir aðallega í
sendingum útvarpsstöðva á ferð í bíl.
Hann fagnaði þó tilkomu útvarps-
stöðvar þeirrar sem Markús Öm Ant-
onsson stýrir og helgar sig mestmegn-
is sígildri tónlist, jazz og stórsveitar-
sveiflu. Útvarpsstöð þessi steig fram
á sjónarsviðið fyrir fáeinum mánuðum
og sló annan tón og þægilegri en
poppvélamar sem senda út á FM.
Víkveija brá þó óþyrmilega í brún
um klukkan níu á sunnudagskvöld
þegar flutningi á tónverki eftir Bret-
ann Samuel Barber lauk, og þulurinn
afkynnti verkið og sagði frá flytjanda
næsta verks. Þulurinn var nefnilega
Bandaríkjamaður sem malaði á sínu
móðurmáli og var ekki eitt orð íslensk-
að eða endursagt á íslensku. Datt
Víkveija helst í hug að stöðin léki
segulbönd sem hún hefði fengið lánuð
frá einhverri bandarískri útvarpsstöð,
án þess svo mikið sem að bæta inn
íslensku tali þegar kom að kynningum
eða afkynningum tónlistar. Gaman
væri að heyra skýringu á þessu fyrir-
bæri, sem svo sannarlega er ljóður á
ráði stöðvarinnar og tæplega í sam-
ræmi við útvarpslög, eða hvað?