Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÐ Kaffihúsabyltingin á Cybersmith í Massachusetts Panta sér kaffibolla með tölvupósti... Boston. Morgiinblaðið. Tekist á umeignir Puccinis Róm. The Daily Telegraph. ÁKVEÐIÐ hefur verið að þriðj- ungrir eigna italska tónskáldsins Giacomos Puccinis muni renna til óskilgetins barnabarns hans en deilur um arf eftir Puccini hafa staðið í langan tíma. Meðal þess sem um ræðir er glæsihús tónskáldsins í Toscana þar sem hann samdi meðal annars óper- _urnar Toscu og Madame Butt- erfly. Sonardóttirin Simonetta Puccini, 66 ára, hefur unnið launalaust í mörg ár við að koma röð og reglu á skjalasafn afa síns. Viðurkennt er að hún er eini afkomandi tónskáldsins en þar sem hún er óskilgetin, var hennar ekki getið í erfðaskrá Antonios föðurs síns en hann lést skömmu eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Ekkja Antonios, Rita, erfði eignirnar og er hún lést árið 1979, runiiu þær til bróður henn- ar, Livio. Hann lést fyrir skömmu og frá þeim tima hefur þjónn hans, Pasquale Bella- donna, lifað í vellystingum praktuglega og ausið fé út af bankareikningum að sögn Aldos Giarrizzos, skiptastjóra bús Puccinis. Áhugi á fögrum konum Tónskáldið lést fyrir 71 ári í Brussel, auðugur maður. Son- ur hans hlaut í arf áhuga föður síns á fögrum konum en hann lifði ekki lengi til að njóta arfs- ins. Dóttir hans, Simonetta hefur lýst yfir ánægju sinni með úr- skurð skiptastjórans og vonast til þess að geta komið eignum tónskáldsins í sæmilegt horf. A KAFFIHUSUM á maður því að venjast að sjá fólk í þungum þönk- um yfir bók eða blaði, eða í heitum samræðum. Nú er hins vegar í uþpsiglingu bylting í kaffihúsa- menningu: tölvan hefur haldið inn- reið sína. í Cambridge í Massachusetts var á föstudag opnað tölvukaffi- hús, Cybersmith, þar sem hægt er að sitja við tölvuskjá og ferð- ast vítt og breitt um Internetið, og þegar þorstinn sækir að þarf ekki einu sinni að líta upp, heldur nægir að senda tölvupóst: „Café au lait og croissant með hraði, takk!“ Reynslulaus glanni á upplýsingahraðbraut 48 tölvum hefur verið komið fyrir í hinu viðarklædda kaffihúsi, sem er á besta stað við Kirkju- stræti, steinsnar frá Harvard Squ- are. Þar er hægt að notfæra sér ýmsa tölvuþjónustu, allt frá því að kanna Internetið og America on Line til lítt þekktra viðkomu- staða á borð við Women’s Wire. Einnig er hægt að nota geisla- diskadrif, fara í tölvuleiki og bregða sér úr viðjum hversdags- leikans inn á viðsjárverðar brautir sýndarveruleikans. Afnot af tölvu kosta um 700 krónur á klukku- tíma. Marshall Smith, eigandi Cyb- ersmith, hefur náð góðum árangri í rekstri bókabúða (Booksmith) og myndbandaleika (Videosmith), en hann er reynslulaus glanni á upp- lýsingahraðbrautinni. Sonur hans, Jed Smith, kom hugmyndinni að hjá föður sínum. Smith eldri þyk- ist þess fullviss að viðskiptavinirn- ir muni þyrpast að. Spumingin sé hvort þeir komi oftar en einu sinni. Dragnætur og flæmsk veggteppi Þjónarnir á Cybersmith kunna ekki aðeins skil á kaffi og kökum. Þeirra hlutverk er einnig að leið- beina viðskiptavinum, sem óvanir eru tölvum og vita ekki betur en að Intemetið sé afbrigði af drag- nót og halda að Veraldarvefurinn sé notaður til að gera flæmsk veggteppi. Þessi hugmynd er ekki alveg ný af nálinni. Þetta er fyrsta kaffi- hús sinnar tegundar í Bandaríkj- unum, en svipað kaffihús hefur verið sett á fót í London og víða sitja ein eða tvær tölvur úti í horni á kaffihúsum. Stefnan virðist hins vegar vera sú að tölvan taki við af dagblaði á priki og þeir, sem vilja setjast niður yfir kaffibolla til skrafs og ráðagerða, verði gerð- ir að hornrekum. Og einn góðan veðurdag verður ekki aðeins hægt að panta kaffibollann með tölvu- pósti, heldur fá hann þannig líka. GESTIR slökkva andlegan og líkamlegan þorsta sinn, fremst er setið við skjáinn en aftar er sýndarveruleikinn kannaður. Vello Saatdalo, formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins Erum ekki að reyna að valda kiofningi í Rússlandi VELLO Saatdalo, formaður utan- ríkismálanefndar eistneska þings- ins, segir Eistlendinga viðurkenna rétt Tsjetsjena til sjálfstæðis og að þing landsins hvetji ríkisstjóm- ina til að viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjníju þegar ástandið í al- þjóðamálum geri það kleift. Eist- lendingar geri sér hins vegar fylli- lega grein fyrir því að nú sé ekki rétti tíminn til þess. „Við minnumst þess að íslend- ingar voru fyrstir til að viður- kenna sjálfstæði Eistlands. Við emm mjög þakklát fyrir stuðning ykkar þegar land okkar var í erf- iðri stöðu“, sagði Saatdalo í sam- tali við Morgunblaðið í gær. - Viljið þið þá sýna Tsjetsjen- um sams konar stuðning með þessu? „Þjóðin hefur þjáðst mikið í þessu stríði. Hún hefur sama rétt til sjálfstæðis og við höfð- um. Við emm ekki að reyna að valda klofningi í Rússlandi með þessu. Tsjetsjníja er enn eitt lýðvelda Rússlands." - Sagt er að Dúdajev eigi eistneska eigin- konu og hann mun hafa verið yfirmaður í her- afla Sovétmanna í Tartu í Eistlandi. Hafa þessi tengsl hans við Eistland haft einhver áhrif á ákvörðun og yfirlýsingu þingsins? „Ég hef ekki áður heyrt að kona Dúdajevs sé eistnesk, þó að það geti vel ver- ið. Þeir eru ekki margir sem kynnt- ust Dúdajev utan Tartu er hann var hér enda var hann ekki virkur í stjórnmálaumræðu. Sjálfur þekkti ég hann ekki. Þessi tengsl varða þetta mál ekkert, hér er um sjálfsá- kvörðunarrétt þjóðar að ræða.“ - Rússar hafa sakað Eistlend- inga um að skipta sér að rússnesk- um innanríkismálum með að ákveða að viðurkenna sjálfstæði Tsjetsjníju. Segja þeir hana ögmn sem muni hafa slæm áhrif á samskipti ríkj- anna. Óttist þið að sú verði raunin? - „Með því að for- dæma okkur eru Rússar í raun að fordæma Evróp- uráðið, sem lýst hefur yfir áhyggjum sínum af ástandinu í Tsjetsjníju og látið að því liggja að framferði Rússa í Tsjetsjníju hindri aðild þeirra að ráðinu. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, getur ekki gagnrýnt ráðið opinber- lega þar sem Rússar sækjast eftir aðild; svo að þeir beina spjótum sínum að okkur í staðinn. Brot á samþykkt ÖSE I yfirlýsingu eistneska þingsins er byijað á því að lýsa yfir stuðningi við ályktun Evrópur- áðsins auk þess sem því er lýst yfir að þingið telji hernað Rússa í Tsjetsjníju vera brot á samþykkt fundar Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu (ÖSE) í Búdapest í desember sl. Þar segir að ríki hafi rétt til að beita hervaldi til að leysa innanríkisátök en þar með er ekki sagt að leyft sé dráp á almennum borgumm. Afhentu Dúdajev rúblur En þetta hefur vissulega_ haft áhrif á sam- skipti þjóðanna nú þegar. Á morgun átti heim- sókn rússneskrar þingnefndar til Eistlands að hefjast en henni hefur verið aflýst. En það er ekki hægt að sitja aðgerðarlaus hjá þegar ver- ið er að drepa fólk. Það er ekki innanríkismál." í Reuíers-fréttum er sagt að Dúdajev, sem var hershöfðingi í sovéska flughern- um og barðist um hríð í Afganistan, hafi 1987 - 1990 verið yfirmaður deildar langdrægra sprengjuflugvéla sem hafði aðalstöðvar sínar í Tartu. Hann hafi einnig verið yfirmaður setuliðsins í borginni og sýnt hug sinn til bar- áttu Eistlendinga, m.a. hafí hann eitt sinn lát- ið fallhlífahermann á flugsýningu stökkva út með eistneska fánann og breiða hann út í fall- inu. Talið er að Eistlendingar, sem tóku upp eig- in mynt eftir sjálfstæðið, hafi látið stjórn Dúdajevs fá birgðir af rússneskar rúblum, sem til vora í landinu, fyrir lítið fé en málið fór afar leynt og hefur ekki verið að fullu upplýst. Dzhokar Dúdajev „Þora ekki að gagnrýna Evr- ópuráðið“ Gagnrýna Ung'verja RÚMENSKA þingið hefur samþykkt með miklum meiri- hluta yfírlýsingu þar sem helstu fulltrúar ungverska minnihlutans em sakaðir um að vilja ijúfa einingu ríkisins en Ungveijarnir, sem em um 1,6 milljónir, vilja aukið for- ræði í eigin málum. Einnig krefjast þeir þess að tunga þeirra og menning hljóti auk- inn rétt. Von á betri rafhlöðum JAPANAR segjast hafa stigið stórt skref í átt til smíði nýrr- ar rafhlöðu, sem verður miklu léttari og geymir meiri orku en þær, sem nú em notaðar og hægt að endurhlaða. Em skautin ekki úr málmi eins og verið hefur í meira en 100 ár, heldur úr lífrænu plasti, tveim- ur fjölliðum, dimercaptan og polyaniline. Skaut á skip af slysni ÞÝSKUR ormstuflugmaður blindaðist svo af sólinni fyrir skömmu að hann lét sprengj- um rigna yfír skip á skotæf- ingum yfir Eystrasalti í stað sérstaks skotmarks. Enginn slaðaðist þó vegna þess að um æfíngasprengjur var að ræða en ekki raunverulegar. Betri rönt- genmyndir VÍSINDAMENN í Ástralíu hafa fundið leið til að magna upp röntgengeisla þannig að þeir gefí betri mynd en um leið er hægt að nota miklu minni skammt en nú er gert. Er þessi uppgötvun talin koma að miklu gagni við leit að krabbameini í bijósti þar sem læknar veigra sér við að taka oft myndir af sömu konunni. Tyson úr fangelsi? HNEFA- LEI- KAKAPP- INN Mike Tyson, sem setið hefur í fangelsi fyr- ir að nauðga 19 ára stúlku, kann að verða lát- inn laus úr fangelsi í næsta mánuði vegna góðrar hegðun- ar. Þetta kom fram í fréttum CATAfejónvarpsstöðvarinnar. Dómurinn yfir Tyson, sem felldur var í mars 1992, var sex ár. Enn tími til að semja MICKEY Kantor, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, sagði í fyrrakvöld, að Kínveijar hefðu tíma til að ná samkomu- lagi um verndun höfundarrétt- ar og koma þar með í veg fyrir viðskiptastríð við Banda- ríkin. Segir Kantor, að Kín- veijar verði strax að loka 26 verksmiðjum í suðurhluta landsins en í þeim hafa verið framleiddar 75 milljónir ólög- legra geisladiska á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.