Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIUGAR FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 37 „Þeir vinir sem ég met mest eru þeir sem ég get deilt þögninni með.“ Þessi orð Nonna munum við ávallt geyma. Við kynntumst Nonna fyrst í undirbúningsnámi fyrir flugvirkjun í Iðnskólanum 1990. Síðar héldum við allir til áframhaldandi náms í Svíþjóð. Því miður hafa örlögin valdið því að Nonni er ekki með okkur núna þegar við erum að ljúka námi. Þessa góða félaga munum við minnast eftir allar þær góðu stund- ir sem við höfum átt með honum. Það er okkur efst í huga hversu jákvæður og viljasterkur Nonni var þrátt fyrir allt það sem hann gekk í gegnum. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja góðan vin og félaga og senda Rakel, Brynju og nánustu aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur okkar. Sverrir, Guðmundur, Jón, Þorsteinn, Rúnar og Arnar, Svíþjóð. Haustið 1978 er haust sem ég gleymi aldrei, það var haustið sem ég flutti frá Eyjum, byijaði í nýjum skóla og kynntist nýjum krökkum. Það var ekki efst í huganum þegar ég gekk inn í nýja bekkinn að þama væru krakkar sem ættu eftir að verða mínir bestu vinir. Ein minning frá fyrsta deginum er sterkari en aðrar núna, minning um einn af strákunum sem sátu aftast í bekkn- um, dálítið prakkaralegur og glotti til mín. Þetta var strákurinn sem við kveðjum í dag, Nonni. Ekki man ég nákvæmlega hve- nær vinskapur okkar hófst, en hann þróaðist smám saman í gegn- um sameiginleg áhugamál, fyrst á reiðhjólum, svo mótorhjólum og síðar bílum. Fljótlega komst ég að því að allt lék í höndunum á Nonna. Hann gat aldrei átt neitt án þess að rífa það í sundur og setja það síðan saman aftur, yfirleitt með einhverjum breytingum til batnað- ar. Bílar Nonna báru þess glöggt vitni og þó að öðrum fyndist lítið til þeirra koma voru þeir gull í hans augum og bíll sem ekki hafði , sál var ekki bíll. Mótorhjól og bílar okkar vinanna nutu góðs af þessu grúski Nonna og sjaldgæfar voru þær bilanir sem hann fann ekki lausn á. Þetta var þó aðeins ein hlið á okkar vinskap. Dýrmætar eru minningarnar um daga, kvöld og nætur þar sem setið var og pælt I tónlist og málin rökrædd. Rök- ræður voru einmitt ein af sterku hliðum Nonna. Enginn komst upp með að halda neinu fram án þess að geta fært fyrir því góð rök, jafnvel þó að í ljós kæmi að hann hefði verið sammála allan tímann. Nú hrúgast fram minningar um góðar samverustundir, sumarbú- staðaferðir, útilegur, grillveislur og fleira, þar sem vel kom í ljós hversu barngóður Nonni var, eigin- leiki sem sonur minn fékk að njóta alltof stutt. Þegar ég hugsa til baka er þó ein minning sem ber hæst. Kvöldið 24. apríl 1990 sáum við Nonna koma inn gangstéttinna, hann gekk ekki, hann sveif. Rakel var komin í heiminn. Þegar við spurð- um hvernig honum liði, horfði hann á okkur í sæluvímu og það eina sem hann gat sagt var að nú tryði hann á ást við fyrstu sýn. En hér mitt í sorginni og minn- ingaflóðinu átta ég mig á hversu heppinn ég er í raun og veru að hafa þekkt og notið vináttu Nonna í tæp 17 ár og yfir mig færist gleði, gleði yfir þeim minningum sem ég á og mun alltaf geyma. Þannig mun Nonni ávallt fylgja mér. Elsku Brynja og Rakel. Guð gefi ykkur styrk í þeim erfiðleikum sem þið gangið í gegnum núna og trú til að takast á við framtíðina þar sem minningarnar um Nonna verða okkur öllum dýrmætur styrkur. Hvíldu í friði, kæri vinur. Víðir. + Konráð Júlíus- son fæddist á Melanesi á Rauðas- andi 3. nóvember 1902. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði 9. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Tómasson, f. 1885, d. 1903, og Pálína Krisljánsdóttir, f. 1874, d. 1908. Hálf- systir hans var Sig- ríður Kristinsdótt- ir, f. 20. des. 1900, d. 14. okt. 1986. Árið 1928 gift- ist Konráð Jónfríði Jónsdóttur frá Tungu í Örlygshöfn, f. 22. sept. 1904, d. 5. febrúar 1988. Útför Konráðs fer fram frá kapellu við kirkjugarð Hafnar- fjarðar í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. KONRÁÐ var fæddur á Melanesi og steig þar sín fyrstu spor. Hann naut ekki lengi foreldra sinna. Fað- ir hans drukknaði árið 1903 ásamt föður sínum Tómasi Sigmundssyni við Suðureyri í Tálknafírði. Móðir hans lést svo fímm árum síðar. Hann fór því til ömmu sinnar, Þór- kötlu Þórðardóttur, sem bjó í Duf- ansdal í Arnarfirði, og þar ólst hann upp ásamt fóstursystur sinni Krist- rúnu Ólafsdóttur. Þar var nóg að starfa fyrir hraustan ungling bæði til sjós og lands. Stutt var til Bíldudals þar sem útgerðin var og nóg að starfa á þeim tímum. Konráð var þéttur á velli og kraftmikill. Sem barn var hann byijaður að setja sam- an vísur, og sú árátta fylgdi honum alla ævi. Einnig var hann mús- íkalskur og spilaði á harmóníku fyrir dansi. Þegar hann stofnaði heimili kom Þórkatla amma hans fljótlega til hans og fylgdi honum uns hún lést á Koti 2. júlí 1944, þá 103 ára. Konráð kvæntist föðursystur minni, Jónfríði Jónsdóttur. Þau byijuðu sinn búskap á Patreksfírði, en 1931 voru þau farin að búa á Hnjóti í Örlygshöfn. Eitt af því fyrsta sem ég man eftir mér sem barn, þá þriggja ára, var tímabundin dvöl hjá þeim hjónum. En það var ekki það eina, heldur eitt af mörgum skiptum sem ég naut þess að vera hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Stuttu seinna fluttu þau svo yfír Vaðalinn að Efri-Tungu. Oft lá leið okkar systkinanna niður Hlíðina að heimsækja Jónu frænku og Konna. Alltaf var von á einhveiju góðu og skemmtilegu þar. Þau eignuðust ekki böm, en mörg kaupstaðarbörn- in nutu þess að vera hjá þeim að sumri til í sveitinni. Árið 1938 fluttu þau svo inn að Koti, litlu býli við Patreksfjörð. Við létum það ekki aftra okkur frá að heimsækja þau þó lengra væri orðið á milli, enda orðin öflugri til ferðalaga. Fyrir utan venjulegan búskap átti Konráð mótorbát sem mikið var notaður. Hann gat þá róið til fískj- ar út á fjörðinn, eða skotið einn og einn sel, og var það allt mikil bú- bót. Þá var hægt að skreppa í kaup- stað sjóleiðina eftir þörfum. Svo kom að því að heilsa þeirra hjóna leyfði ekki lengur búskapar- baslið, svo þau fluttu yfir fjörðinn til Patreksfjarðar 1946. Þar vann Konráð ýmis störf í vélsmiðju og við fiskvinnslu. En svo keypti hann skóverkstæði og varð sér úti um smá tilsögn í skóviðgerðum og vann svo við það í mörg ár. Hann var verklaginn og allt lék í höndum hans, þó menntunina vantaði, og enginn kvartaði undan vinnubrögð- um hans. Hann var mjög virkur á þessum árum í félagi verkamanna og barðist fyrir bættum kjörum þeirra. Var hann oft kjörinn til for- ustu og sótti fundi og Alþýðusam- bandsþing bæði um Vestfírði og til Reykjavíkur. Hann hafði oft frá mörgu að segja af sínum ferðum og samferðafólki. Frásagnargleðin var mikil og minnið trútt lengst af. Árið 1960 urðu þáttaskil í lífi þeirra hjóna, en þá tóku þau sig upp og fluttu alfarið úr heimahög- um og til Hafnarfjarðar. Þar keyptu þau lítið hús, Öldugötu 27. Konráð vann fyrst á skóverkstæði, og svo hjá bænum. Jafnframt hafði hann aðstöðu heima til skóviðgerða, sem hann stundaði meðan hann gat. Upp úr 1970 fór að bera á skertri sjón hjá honum, sem dró svo til næstum algerrar blindu. Hann tók sínum örlögum með stakri ró, vissi að ekki þýddi að kvarta, heldur reyna að bjarga sér eftir föngum. Og 1977 missti svo kona hans heils- una og dvaldi eftir það á Sólvangi til dauðadags. Eftir það bjó hann einn í húsinu, því þar vildi hann vera uns yfir lyki. Með góðri heimil- ishjálp og stuðningi vina gat þetta gengið. Vil ég sérstaklega nefna hana Rögnu Helgadóttur sem síð- ustu árin var hans heimilishjálp og ómetanleg stoð, miklu meira en skyldan bauð. Eina dægrastyttingin var útvarpið og hljóðbækur sem hann fékk frá Blindrafélaginu og notaði óspart. En að lokum sigraði elli kerling og hann varð að fara á Sólvang. Hann varð fljótt sáttur við það, þó það væri erfið ákvörðun í fyrstu. Þar fékk hann gott atlæti og umönnun sem hann var þakklát- ur fyrir. Það var hans tómstundagaman alla ævi að gera vísur um margt sem skeði í hinu daglega lífi. Hann var góður hagyrðingur og nánast talandi skáld. Mikið er til af vísum og smáljóð'um sem til urðu á langri ævi. Margt skrifaði hann hjá sér meðan sjónin leyfði, og sumt skrif- uðu aðrir fyrir hann, en margt er nú týnt eins og gengur. Hann var í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar og naut þess að hlusta og leggja fram sinn skerf, enda góður kvæðamaður sjálfur. Síðast kom ég til hans 17. jan- úar. Þá var nú minnið farið að gefa sig en nokkrar vísur mundi hann til að fara með fyrir mig, m.a. þessa sem hann sagðist hafa ort á Sól- vangi 1992 rétt fyrir 90 ára afmæl- ið: Láttu andans vorið vaka, vertu hjá mér hverju sinni, ljúfa þýða litla staka, leiktu þér á tungu minni. Hann var sáttur við lífíð og sátt- ur við dauðann sem honum fannst kominn tími til að sækti sig heim. Guð blessi minningu hans. Helga Helgadóttir. KONRAÐ JULIUSSON t SVAVARÁRNASON fyrrv. oddviti og organisti, í Grindavík, lést á hjartadeild Landspítalans að kvöldi 14. febrúar. Sigrún Högnadóttir. t Föðurbróðir okkar, SIGURJÓN GOTTSKÁLKSSON frá Hraungerði í Vestmannaeyjum, siðast til heimilis í Hraunbúðum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 13. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Sigurðardóttir, Sigurður G. Sigurðsson. t Móðursystir okkar, GUÐMUNDA S. KRISTINSDÓTTIR, Freyjugötu 34, lést í Borgarspítalanum þann 13. febrúar. Guðmundur Guðmundsson (Erró), Lárus Siggeirsson, Kristinn Siggeirsson, Gyða Siggeirsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐSTEINN INGVAR ÞORBJÖRNSSON frá Vestmannaeyjum, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala þriöjudaginn 14. febrúar. Margrét Guðmundsdóttir, Reynir Guðsteinsson, María Sóley Guðsteinsdóttir Hólm, Birgir Guðsteinsson, Lilja Guðsteinsdóttir, Smári Guðsteinsson, Eygló Björk Guðsteinsdóttir, Erna Rós Guðsteinsdóttir Johnson, Helga Arnþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. J. Helgadóttir, Árni Hólm, Jórunn Brádshaug, Steinþór Þórðarson, Eygló Einarsdóttir, Róbert Brimdal, EddyJohnson, Bjarni Sigurðsson, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJÖRN HERMANNSSON, Aðalstræti 54b, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Ak- ureyrarkirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Hulda Baldvinsdóttir, Hermann Björnsson, Lísa B. Sigurðardóttir, Rósa M. Björnsdóttir, Gylfi Pálsson, Jón Björnsson, Sigurlína Styrmisdóttir, Davið Björnsson, Guðríður Jónasdóttir, Auður H. Björnsdóttir, Ari Þórðarson, Héðinn Björnsson, Nanna Stefánsdóttir og barnabörn. t KÁRI GUNNARSSON bíistjóri, sem lést í Landspítalanum þann 8. febrú- ar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Anna Karen Káradóttir, Einar Kárason, Guðrún Edda Káradóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Anna Soffia Jóhannsdóttir, Camilla Einarsdóttir Jón G. Kristinsson, Hildur Baldursdóttir, Martin T. Götuskeggi, Erlingur Sigurðarson, Konráð Sigurjónsson, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.