Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Tímamót í Kaup- mannahöfn ÞJÓÐALEIÐTOGAR hafa mun meiri áhuga á alþjóðlegu samstarfí nú en fyrir nokkrum árum og eru margir í raun á undan samtímanum hvað þetta varðar. Þessi viðhorfs- breyting endurspeglast í þeim fjölda alþjóðlegra sáttmála sem undirritaðir hafa verið á undanfömum árum og nægir þar að nefna GATT sem dæmi. Um leið og við horfum upp á stríðsástand og milliríkjadeilur verðum við vitni að vaxandi vilja til samstarfs á alþjóða- vettvangi. Nú á tímum hraðfara breytinga er jörðin að verða að einu landi og mannkynið allt íbúa þess. Þetta lýsir sér vel í yfírlýsingu FranQois Mitterrand þar sem hann talar um vel- ferð Evrópu í heild og segir að sameining sé besta tryggingin gegn stríði. Af þeim sökum er ráðamönnum þjóða að verða ljós nauðsyn þess að samræma þau ólíku sjónarmið sem tengja þetta samfélag mann saman, bæði hvað varðar hin ytri málefni og eins hin innri málefni, þ.e. málefni sem varða hagmuni einstaklingsins í sínu eigin landi og eins hagsmuni einstaklings- ins og mannkynsins sem heildar sem íbúa jarðarinnar. Þessi skilningur kemur Ijóslega fram á ráðstefnum Sameinuðu þjóð- anna og á leiðtogafundum í tengslum við þær Þekktust er ráðstefnan sem haldin var í Ríó. Þjóðarieiðtogar heimsins hittust þar til þess að und- irrita viljayfírlýsingu um umhverfis- mál og hefur þessi viljayfirlýsing hlotið nafnið „Ríóyfírtýsingin". I næsta mánuði (6.-12. mars) verður haldin í Kaupmannahöfn ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um fé- lagslega þróun og þjóðarleiðtogar koma saman í lok hennar. Þessi ráð- stefna er að öllu leyti sambærileg við ráðstefnuna í Ríó, nema að því leyti að nú verður ástand samfélags mannkynsins á jörðinni í brenni- depli. Þessar ráðstefnur eru mikil- vægar öltu mannkyni, því þar er tek- ist á við sameiginlega hagsmuni mannkynsins sem einnar lífheildar. Þar er litið á mannkynið sem hags- munahóp sem verður að taka tillit til og að heimkynni þessa hagsmuna- hóps sé jörðin. Þar sé ekki rúm fyrir hatur á milli kynþátta, þjóðern- ishyggju, fordóma, eiginhagsmuni þjóða og þjóðarbrota. Þjóðarleiðtogar heimsins eru farnir að gera sér grein fyrir því að óheft þjóðernishyggja er sama og stríðsástand og tilheyrir lægra þroskastigi mannlegs eðlis. Þessi viðhorfsbreyt- ing þjóðarleiðtoga lýsir þeirri staðreynd að mannkynið er í síaukn- um mæli að byija að hugsa hnattrænt. Vandamál einnar þjóðar verður vandamál alls mannkynsins. Síaukin þróun í tölvutækni og fjölmiðlun hefur gert flarlægðir milli ólíkra þjóða afstæðar og aukið vitund manna um þarfír ólíkra þjóða en einnig um vandamál þeirra. Þetta viðhorf er inntak- ið í undirskriftum þjóð- arleiðtoga á þessa sáttmála og mótar stefnu fyrir aðra stjómmálamenn til að fara eftir. Slíkir alþjóðasáttmálar eru mikilvægt veganesti fyrir kom- andi ár og áratugi, því frá þessum hugmundum, sem eru greinilega búnar að skjóta rótum, eiga eftir að verða sýnleg blómstrandi tré samein- ingar og heimsfriðar. Það er því mikilvægt að allar þjóðir hjálpist að við að koma næringu til róta þessa trés svo vöxturinn komi sem fyrst í ljós. Það er því mikilvægt að við fylgj- umst með og tökum þátt í þessari þróun og framvindu hinna stórkost- legu breytinga sem hvert og eitt okkar horfír á. Þannig er ráðstefna þjóðarleiðtoga í Kaupmannahöfn mikilvægur vettvangur í örri þróun samfélags þjóðanna. Niðurstaða þessarar ráðstefnu komur öllum við, hvar í samfélag mannkyns sem við- komandi býr, því þjónar mannkyns- ins, þjóðarleiðtogar heimsins, eru stöðugt að leita leiða til að bæta þessi heimkynni. Fyrsta skrefíð er að koma hugmyndum á blað og fá þær staðfestar sem sáttmála öllu mannkyni til hagsældar og framþró- unar samfélagsins. Sameining er tryggasta leiðin til friðar. Mannkynið er ein líf- heild segir Sigurður Jónsson sem fjallar í þessari grein um kaup- mannahafnarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um félagslega þróun. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn mun takast á við fjölmörg vandamál sem steðja að þjóðum heimsins í dag. Þannig mun ráðstefnan fjalla sérstaklega um þijá málaflokka sem hingað til hafa litla athygli hlotið, fátækt, atvinnuleysi og þjóðfélags- lega mismunun. I yfirlýsingu sem lögð verður fyrir ráðstefnuna til sam- þykktar segir: „Það er markmið okk- ar að kanna bæði orsakir vandamáls- ins og hinar margvíslegu afleiðingar þeirra í þeim tilgangi að draga úr óvissu og óöryggi í lífí fólks." í fyrsta skipti í sögu mannkynsins, að frum- kvæði Sameinuðu þjóðanna, koma þjóðhöfðingjar og stjórnendur ríkja saman til að leggja áherslu á samfé- lagslega þróun og sameiginlega vel- ferð alls mannkynsins, þar sem hin fjölmörgu vandamál sem hrjá íbúa jarðar verða til umfjöllunar. Það er viðurkennt að þau vandamál verða aðeins leyst með sameiginlegu átaki sem byggir á samræmdri samfélags- legri þróun allra þjóðfélaga jarðar- innar. Einn megintilgangur ráðstefn- unnar er að skilgreina með hvaða hætti megi auka andlega og efnis- lega velferð mannkynsins, því þjóðfé- lagsleg þróun og þjóðfélagslegt rétt- læti eru forsendur fyrir friði og varð- veislu hans. Sáttmálinn sem undirrit- aður verður í Kaupmannahöfn verður þannig yfírlýsing allra aðila innan vébanda Sameinuðu þjóðanna um þá þróun sem er í gangi og kölluð hefur verið hnattvæðing, sem lýsir sér best í að „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið allt íbúi þess.“ Höfundur er verzlunarmaður og þátttakandi af hálfu Bahai í ráðstefnu um samfélagslega þróun. Sigurður Jónsson R-listinn eykur skuldir borgarinnar ÞAÐ ER gömul og ný baráttuað- ferð hjá óprúttnum stjórnmálamönn- um að dreifa röngum upplýsingum skipulega til almennings og endur- taka ósannindi þangað til fólk trúir þeim. Sígilt dæmi um slík vinnubrögð er þegar Þjóðviljinn sálugi reyndi með skipulegum hætti og árum sam- an að telja þjóðinni trú um að kjarn- orkuvopn væru á Keflavíkurflugvelli. Þótt allar samsæriskenningar um til- vist þeirra væru jafnóðum hraktar tókst samt tengi vel að halda málinu vakandi og vekja óvissu og hræðslu hjá hluta kjósenda. Ef ósannindin eru endurtekin nógu oft trúa einhveijir þeim á endanum. I baráttunni fyrir borgarstjómar- kosninguna síðastliðið vor gekk þessi gamla baráttuaðferð Þjóðviljans ljós- lifandi aftur hjá frambjóðendum R- listaflokkanna er þeir reyndu að sannfæra kjósendur um að fjárhagur Reykjavíkurborgar væri kominn að hættumörkum. „Goðsögnin um trausta fjármálastjóm sjálfstæðis- manna er hrunin," sagði Ingibjörg Sótrún Gísladóttir við hvert tækifæri og vísaði þar til aukinna skulda Reykjavíkur- borgar vegna mikilla framkvæmda undir stjóm sjálfstæðis- manna. Á endanum fóru margir Reykvík- ingar að trúa því að borgin væri hættulega skuldug og þakka mætti fyrir ef hún end- aði ekki á gjörgæslu- deild félagsmálaráðu- neytisins. Þeir sem mæla svo um fjármál borgarinnar hljóta að nota tækifærið og lækka skuldimar um leið og völdin falla þeim í skaut. Eða hvað? 700 milljóna króna gat Nú hefur fjárhagsáætlun R-listans fyrir þetta ár verið afgreidd og hvað kemur í Ijós? Áætlunin var samþykkt með 700 milljóna króna gati. Nefnd hefur verið skipuð til að gera tillögur um sölu einhverra óskilgreindra eigna sem á að skila 300 milljónum króna á árinu. Nefndin á einnig að leggja fram tillögur um 260 milljóna sparnað í rekstri borg- arinnar sem á einnig að skila sér á þessu ári. Eftir því sem tillögum- ar ná fram að ganga verður vikið frá áður samþykktri fjárhags- áætlun og hangir hún því í lausu lofti þangað til. Meiri skuldir ekkert vandamál hjá R-listanum Jafnvel þótt 300 milljóna króna eigna- sala og 260 milljóna króna spamaður skili sér þarf enn að brúa a.m.k. 130 milljóna króna bil. Það mun R-listinn gera með því að auka skuldir Reykjavíkurborgar. Þar með viðurkenna borgarfulltrúar R-listans að borgin stendur vel fjár- hagslega, öfugt við það sem þeir héldu fram í kosningabaráttunni. Engum dettur í hug að halda því Kjartan Magnússon Olíumengiin o g olíuhöfn II EFTIR 20 ára laumuspil upplýsir Elín Pálmadóttir nú, að hún hafi í hlutverki formanns umhverfísmála- ráðs Reykjavíkurborg- ar, gengist fyrir sam- þykkt þess efnis, að flytja skyldi olíustöðina í Laugamesi út í Örfiris- ey. „Þetta var mark- visst..., og átti að vera langtímaáætlun fyrir framtíðina," segir hún. „Enda alltof mikil áhætta frá umhverfis- sjónarmiði að hafa olíu- flutninga og geymslur á slíkum stöðum, eins og mörg slys erlendis hafa sannað, og viðurkennt er nú á alþjóðavísu." Stór orð og lítið grand- völluð. Hún heldur áfram að rægja olíu- stöðina í Laugarnesi, og segir að þar hafi „orðið slysalekar úr leiðslum". En það hafa orðið miklu stærri og hættulegri lekar úr neðansjávarleiðsl- um við Orfírisey, sem hún þegir um. Viðlegukantur fyrir út- hafstankskip í Laugar- nesi á að veravið Skarfasker en alls ekki við Skarfaklett,segir --------------3*-------------- Onundur Asgeirsson, sem telur að hafnar- stjórn Reykjavíkur eigi að athuga sinn gang betur. Olíufélögin hafa greitt hafnarsjóði Reykjavíkur stórar fjárhæðir árlega í lóðaleigur og vöragjöld án þess að fá neina fyrirgreiðslu í bættri hafnar- aðstöðu á móti, nema að byggð hefír verið lestunarbryggja til strandflutn- inga í Örfirisey. Ahættan þar fyrir stór tankskip er þó enn óbreytt og mikil. Það verður hafnarsjóði Reykja- víkur dýrt að búa úthafstankskipum R-listaflokkarnir hafa ekki þær áhyggjur af stöðu borgarsjóðs nú og þeir þóttust haf a í kosningabaráttunni, segir Kjartan Magnús son, enda auka þeir skuldirnar. fram að R-listinn sé viljandi að sigla borginni í gjaldþrot. Hitt er svo annað mál að þessi skuldaaukning hlýtur að koma þeim kjósendum á óvart sem trúðu mál- flutningi R-listans síðastliðið vor. R-Iistaflokkarnir virðast nefnilega ekki hafa þær áhyggjur af stöðu borgarsjóðs nú og þeir þóttust hafa í kosningabaráttunni. Skuldaaukningin nú hlýtur því að ómerkja fyrri ummæli núverandi borgarstjóra að Reykjavík væri kom- in á brún fjárhagslegs hengiflugs og sýnir að frambjóðendur hans lögðu ekki trúnað á eigin málflutning síðastliðið vor. Þeir kusu frekar að blekkja kjósendur og endurtaka ós- annindin um að skuldir Reykjavíkur- borgar væra orðnar hættulega mikl- ar. Höfundur er varaborgarfulltrúi. öryggi fýrir sjó og veðrum við Örfiris- ey, en á því segist EP bera ábyrgð, sem er þó einskis virði. OIís hefir orðið að leysa sín eigin vandamál, og er svo enn. Að endingu vil eg upplýsa, að aldrei hefir komið til greina, að olíu- stöð Olís í Laugarnesi yrði flutt út í Örfirisey. Verkfræðingur á vegum borgarinnar kom að máli við mig, sem þáver- andi forstjóra OIís, og spurði kurteislega, hvernig mér litist á að flytja stöðina þangað, sem eg taldi fráleitt vegna varnarleysis fyrir stór tankskip þar, og hættunnar sem því fylg- ir, auk þess sem slíkt myndi kosta mikið fé að ástæðulausu. Síðan var ekki á þetta minnst, enda fullgildur samningur um aðstöðuna fram á næstu öld. Nú tala staðreyndirnar sínu máli. Viðlegnkantur við Laugarnes Nýr og þróttmikill borgarstjóri í Reykjavík hyggst nú taka til hend- inni í þessum málum, og býður fjöl- breytilega fjárfestingarmöguleika fyrir olíufélög til sjós og lands, m.a. viðlegukant fyrir 40.000 tonna tank- skip og nýja olíustöð fyrir Irving Oil við Skarfaklett. Stendur til að Olís fái að nýta þá aðstöðu, og er það vel. Ekki tel eg þó að í sjónmáli sé, hvernig þetta allt saman megi verða til spamaðar í olíudreifingunni, en boðið er upp í nýjan dans. Ekki er eg þó sáttur við þessar tillögur. Olís notaði leguna fram af olíustöðinni í Laugarnesi, þ.e. milli Skarfakletts og Skarfaskers, fyrstu árin, og mótmæltu skipstjórar oft vegna þrengsla bæði á legunni og í innsiglingunni fram af Skarfaskeri og blindskeri því, sem þar er fram af, sem leiddi til þess að legan var flutt vestur fyrir Skarfasker. Á sínum tíma lá fyrir umsögn um leguna frá BP Tankers, og einnig Shell Tank- ers. Þessar upplýsingar eiga að vera til hjá Reykjavíkurhöfn. Astæðan er sú, að stór tankskip þurfa mikið svig- rúm til að athafna sig, og skipstjórar vilja geta komist burtu fyrir eigin vélarafli, ef á þarf að halda. Beygjan um hið þrönga sund fram af Skarfa- skeri er líka mjög vandasöm, og að- staðan ónothæf, ef nota á 40.000 tonna tankskip með litla sem enga aðstoð dráttarbáta í óhagstæðum vindáttum. Fjarlægðin milli Skarfa- kletts og Skarfaskers er um eða minni en 500 metrar. Bezta aðstaðan fyrir viðlegukant er vestan Skarfaskers. Ekki er mjög kostnaðarsamt að gera gijótfyllingu út í Skarfasker, og búkkar eða „buf- fers“ á þessum stað kosta það sama og við Skarfaklett. Olíuleiðslurnar frá þessum stað verða þó 500 metrum lengri, en það verður borgað af olíufé- lögunum. Eftir er þá að fjalla um „gurnsið" hennar EP, sem hún vill dæla inn á Sund. Bezta leiðin til að losna við það (líka af legunni við Skarfasker), er að taka það þvert frá hreinsistöðinni við Kirkjusand út í Engeyjartaglið, og þaðan eftir allri fjörunni norðan og austan Engeyjar allt til hafs. Með þeim hætti rekast afnot af legunni milli Skarfaskers og Engeyjar ekki á, og „gumsið" leitar ekki inn á Sund- in blá. Það er mikil ábyrgð, sem fylg- ir því að taka rangar ákvarðanir, svo sem gert var í Örfirisey, og enginn kann lausn á nú, ekki einu sinni EP. Hafnarstjórn Reykjavíkur ætti því að athuga sinn gang betur frá tæknilegu sjónarmiði, og ekki láta fákunnandi framagikki leiða sig afvega. Viðlegu- kantur við Skarfaklett er ekki viðun- andi lausn fyrir stór tankskip, en framtíðarlausnin er við Skarfasker. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. Önundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.