Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ingibjörg Sól- rún - 41 millj. í viðbót? TIL stendur að auka skattbyrðina í Reykjavík um 41 millj- ón króna, ofan á allt annað. Já, ofan á hol- ræsagjaldið. Þessi skattheimta hefur farið hljótt, varla að nokkur hafi veitt henni athygli enda ekki nema von, aðeins viðskiptavinir fyrirtækja og stöfnana í miðbæ Reykjavíkur eiga að bera þessa byrði. Skattur þessi skal innheimtur með 100% hækkun í stöðumæla svo og með hækkun stöðumælasekta. Þetta gerir um 41 milljón króna í viðbótarskatt ofan á þær tæpu 200 milljónir sem nú þegar eru innheimtar í stöðugjöld í miðbæn- um einum. Með þessu eru borgar- yfirvöld að fara inn á alveg nýja braut! Það er að nýta stöðumæla sem skattstofn. Stöðumælar eru tæki til að miðla stæðum milli fólks, ekkert annað, og alls ekki skattstofn. Miðbær Reykjavíkur er stærsta atvinnusvæði landsins með um eittþúsund fyrirtæki og stofnanir, Þeir sem við Laugaveg- inn starfa, segir Heimir Bergmann, sætta sig ekki við þessa skattheimtu. með um átta þúsund starfsmenn og á fjórða þúsund íbúa. Á hluta þessa hóps, og þó aðallega við- skiptavini þeirra, skal nú ráðist og þeim gert að greiða um 41 milljón í viðbót á þessu ári. Það gera 164 milljónir á kjörtímabilinu. Kannske meira. Segi enginn neitt má alltaf hækka gjöldin síðar. Og svo aftur. Og svo aftur. Stór hluti ríkisstarfsmanna er í gjaldfríum stæðum og borgin veit- ir sínum starfsmönn- um 50% afslátt í til dæmis Ráðhússtæðin. Þannig eru það við- skiptavinir og starfs- fólkið í einkageiranum sem mest er lamið á og gert að greiða skuldir borgarinnar vegna bílhýsanna og það á mettíma. Offjár- festingin í bílastæða- húsunum og staðsetn- ing þeirra var ekki bor- in undir þessa aðila. Markaðssetning þessara húsa er röng, og nýting þeirra þar af leiðandi léleg. Stærsta versla- namiðstöð landsins, Laugavegur- inn, er í harðri samkeppni við aðr- ar verslanamiðstöðvar svo sem Kringlu, Skeifu, Faxafen og Mjódd. Á þessum stöðuin eru stæði í eigu borgarinnar GJALDFRÍ, sem bætir samkeppnisaðstöðu þeirra mjög gagnvart Laugavegi. Viðhald og endumýjun Lauga- vegar hefur dregist úr hömlu svo enn hallar á. Þeir sem við Lauga- veginn starfa sætta sig ekki við þessa skattheimtu. Að borgaryfir- völd ætli að taka 41 milljón króna skatt í vibót við þær tæpu 200 milljónir sem nú þegar renna í borgarsjóð af þessu eina svæði er ekkert annað en tilræði við starf- semi þeirra fyrirtækja sem þar eru, og þar með er atvinnuöryggi launþega á svæðinu ógnað. Neytendafélag Reykjavíkur og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa enn ekkert látið frá sér fara vegna þessa máls og bíð ég spennt- ur eftir viðbrögðum þeirra. Tilefnið er ærið. Ég tel mig vita hver við- brögð neytenda á þessu svæði verða og óttast þau, kom til þessar- ar hækkunar. Ég skora á borgarstjóra og borgarstjóm að fara sér hægt í þessu máli. Það kann ekki góðri lukku að stýra að sækja skatttekj- ur með þessum hætti og með þeirri mismunun sem þama er á ferðinni. Höfundur er verslunarmaður við Laugaveginn. Heimir Bergmann Umboðsaöili Óskum eftir umboösaöila á íslandi til aö selja nýjar eins hreyfils flugvélar fyrir sænskt fyrirtæki. Mjög hagstætt verö. Fjármögnun gegn bankaábyrgð Helmingi ódýrari í rekstri en t.d. Cessna 150. Tökum notaöar vélar uppí sem greiöslu. Upplýsingiar í síma OO 46 141 91513, fax OO 46 141 91517. Fræðslumiðstöð Náttúrulækningafélagsins Símar: 551 4742 og 552 8191 Um hamingjuna í dag, fimmtudaginn 16. febrúar, fiytur dr. Kristján Kiistjánsson, heimspekingur, fyrirlestur um hamingjuna. Rcett verður um tvo lykilþcetti hamingjunnar, ánægju og farsceld, og hvemig þeir fléttast saman í lífi okkar. íframhaldi afþví verður fjallað um þýðingu sjálfsvirðingar fyrir hamingjuríkt líf og mikilvcegi þess að leggja rcekt við hana í siðlegu uppeldi. Einnig verður minnst á sjálfsálit og álit annarra á okkur. Hvað skyldi helst ráða þvf? Fyrirlesturinn verður haldinn í Norrcenahúsinu í dag, fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 20.30 og er öllum opinn. Aðgangseyrir er kr. 500. Villandi fréttaflutningur af skíðasvæði Isfirðinga í SÍÐUSTU viku voru fluttar fréttir í Ríkisútvarpinu um skíðasvæði ísfirðinga. Annan eins villandi fréttaflutning hefur undirritaður aldrei heyrt. Það er engu lík- ara en að fréttamenn séu orðnir móðursjúkir vegna þeirra hörm- unga sem urðu í Súða- vík í janúar sl. í þessum fréttum er skíðasvæði ísfirðinga sagt stórhættulegt svæði, þar er ekki gerður greinarmunur á Seljalandi og Tungudal. Þar er ekki getið þeirra ráðstafana sem hafa verið gerðar heldur látið líta svo út sem Isfirð- ingar séu að kasta á glæ þeim bótum sem þeir fá fyrir það tjón sem varð vegna náttúruhamfar- anna á síðasta ári. Það er ekki síður látið líta þannig út að við ætlum að lokka fólk inná stór- hættulegt svæði núna þegar Skíða- mót íslands verður haldið á ísafirði í apríl. Til þess að upplýsa landsmenn ætla ég að rekja uppbygginguna eins og ég hef fylgst með henni sl. ár. Strax eftir að lyftumannvirkin eyðilögðust í snjóflóði var skipuð nefnd sem skyldi athuga hvar og hvemig væri hægt að standa að uppbyggingu á nýju skíðasvæði fyrir Isfirðinga. Nefndin fékk til liðs við sig svissneska snjóflóðasér- fræðinga til þess að gera tillögur að snjóflóðavörnum á Seljalandsd- al. Það þurfti ekki neina sérfræð- inga til þess að segja okkur að þarna væri hættusvæði, það vita jú allir að þarna féll flóð og þetta er hættusvæði í þeim skilningi. Nefndin skoðaði alla þá staði í nágrenni við ísafjörð sem þóttu koma til greina. Ákveðið var að byggja upp framtíðarskíðasvæði á tveimur stöðum, þ.e. í Tungudal og á Seljalandsdal. Svæðin yrðu tengd saman með einni tengilyftu. Þessi ákvörðun var m.a. tek- in vegna þeirrar snjó- flóðahættu sem getur skapast á Seljalandsd: al við viss skilyrði. í Tungudal er ekki svo vitað sé (frekar en á öðrum skíðasvæðum á landinu) nein snjó- flóðahætta. Sett hafa verið upp nákvæm mælitæki til þess að tryggja öryggi fólks. Mælitækin vora sett upp á Seljalandsd- al þannig að alltaf væri hægt að fylgjast nákvæmlega með úrkomu, Engu er líkara en frétta- menn séu móðursjúkir, segir Kristján Guð- mundsson, sem hér fjallar um skíðasvæði ísfirðinga. snjóalögum, vindi og fleiri atriðum sem hafa áhrif á það að snjóflóða- hætta geti orðið. Þessi mælitæki vora sett upp sl. sumar og munu þau tryggja það að ekki sé farið inná svæðið sé einhver hætta fyrir hendi. Hluti af daglegu eftirliti á svæð- inu verður að skoða snjóalög, taka gryfjur til þess að ahuga hvort einhver hætta sé fyrir hendi. Þetta verður gert daglega og svæðið ekki opnað nema það sé öruggt. Seljalandsdalur er og verður eitt besta skíðasvæði á landinu, og það vita allir sem það hafa reynt. Svæðið fyrir botni Tungudals er einnig mjög skemmtilegt svæði. Hveijum þjónar slíkur frétta- flutningur, sem viðhafður var í þessu tilviki? Mitt svar er engum. Hvað þarf til þess að snjóflóða- hætta geti myndast, jú brekku og snjó. Samkvæmt því sem snjóflóða- sérfræðingar segja þá falla flest snjóflóð í brekkum sem era með halla 30-40°. Eins og allir vita halla bestu skíðabrekkurnar 30- 45° líka. Skíðasvæði eru yfirleitt með þessum halla og svæðin era byggð upp þar sem snjór á það til að safnast fyrir, það eru því öll skilyrði til þess að snjóflóð geti fallið á hvaða skíðasvæði sem er ef vindur og úrkoma era „hag- stæð“. Þó ísfirðingar hafi verið svo óheppnir að hér féll flóð á síðasta ári er ekki þar með sagt að það gerist á hveiju ári. I ofangreindri frétt er jafnvel reynt að gera það tortryggilegt að það skuli eiga að bæta það tjón sem við urðum fyrir. Þar sé verið að kasta peningum á glæ. Ég vil bara minna á að þar er verið að bæta tjón sem hefur orðið og verð- ur peningunum varið til uppbygg- ingar á skíðasvæðum sem era á tveimur aðskildum stöðum. Öryggi iðkenda á svæðinu verður sett ofar öllu hér eftir sem hingað til. Það mætti líka spytja sig að því hvort ekki sé hægt að gera það tortryggi- legt að bæta bíl sem hefur lent í tjóni, hann fer jú aftur út á vegina og gæti lent í öðru. Eða hús sem brennur, eigandinn byggir væntan- lega aftur og það gæti jú brannið líka. Senn líður að opnun á skíða- svæði ísfirðinga. Vil ég nota tæki- færi til þess að bjóða alla lands- menn velkomna á skíði á eitt besta svæði landsins sem nær yfir tvo dali. Þar verður öryggi iðkenda best á landinu því hvergi verður betur fylgst með snjóflóðahættu. Höfundur erformaður Skíðafélags Isufjarðar. Kristján Guðmundsson Auðlindir hafsins og stjórnarskráin ÞEGAR flokksþing Alþýðuflokksins sam- þykkti að stefna bæri að aðild íslands að Evr- ópusambandinu hófst nýtt tímabil í íslenskri stjórnmálasögu. Þessi sögulega afstaða hefur þegar vakið miklar umræður og sett flokk- inn í nýtt og bjartara Ijós. Sjálfum fannst mér merkilegt að upp- lifa þann óvænta kraft sem í kjölfarið braust í gegn á flokksþinginu. Hræðsluáróður Hver hafa verið við- brögð hinna flokkanna? Sumir eru þegar farnir að kyija þann söng að Alþýðuflokkurinn sé reiðubúinn til að selja forræði yfir fiskmiðunum yfir evrópskar ekur. Það er einfald- lega rangt. Hornsteinn að aðilda- rumsókn viljum við jafnaðarmenn leggja með því að binda í stjórnar- skrána, að fiskmiðin séu þjóðareign. Á sínum tíma voru það einmitt við, sem knúðum það inn I löggjöf landsins, að fiskimiðin umhverfis landið væru sameign þjóðarinnar. Síðan hefur það verið haldreipið, sem þjóðin hefur hangið á, þegar útgerð- in er í gegnum grófa afbökun á kvótakerfinu að reyna að slá eign sinni á auðlindina. Forræðið yfir fiskiium Nú vilja alþýðu- flokksmenn gera eins og spartverska konan ráðlagði syni sínum; stíga feti framar. Með því að binda sameign þjóðarinnar á auðlind- um hafsins í stjómar- skrá yrði tryggt, að engin ríkisstjórn, eng- inn flokkur, enginn stjómmálamaður gæti selt yfirráð þjóðarinnar yfir fiskimiðunum í hendur erlends valds. Alþýðuflokkurinn er með þessu ekki aðeins að tryggja eignarhald á auðlindinni; hann er líka að tryggja samnings- stöðu komandi ríkisstjórna gagnvart Formenn stjórnarflokk- anna eru sama sinnis, segir Össur Skarphéð- insson, um að binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á fiskimiðunum. Össur Skarphéðinsson Evrópusambandinu. Ríkisstjóm sem hefði slíkt ákvæði í farteskinu stæði miklu sterkar að vígi í samningum um aðild. Ef svo færi, að samninga- menn ESB vildu ásælast fiskimiðin nægði einfaldlega að vísa til stjórn- arskrárinnar, sem beinlínis bannar slíkt framsal. Forsætisráðherra sammála Sú hugmynd að binda í stjórnar- skrá fyrstu grein laga um stjórn fisk- veiða er ekki ný af nálinni. Alþýðu- flokkurinn hefur löngum bent á nauðsyn þess. Það hefur Davíð Odd- son forsætisráðherra einnig gert. Sem nýbakaður formaður Sjálfstæð- isflokksins lýsti hann því yfir fyrir síðustu kosningar að skynsamlegt og rétt væri að breyta stjórnar- skránni þannig, að fiskistofnarnir væru sameign þjóðarinnar. Þetta kom einna skýrast fram í kosninga- sjónvarpi Stöðvar 2 þann 17. apríl 1991, þremur dögum fyrir kosning- ar. Davíð kvað þetta nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að nytjaréttur útgerðarinnar á fiskimiðunum ynni henni varanlegan eignarrétt á kvót- anum gegnum hefð og tíma. í Hvíta- bók ríkisstjórnarinnar er þetta árétt- að frekar með þeim orðum að tryggja verði „stjómskipulega stöðu sameignarákvæðis laga um stjórn fiskveiða". Yfirlýsing forsætisráðherra og Hvítabók ríkisstjórnarinnar standa. Það liggur því fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokkurinn eru sama sinnis um að binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóð- areign á fiskimiðunum. Um þetta ætti að nást þjóðarsamstaða. Höfundur er umhverfisr&ðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.