Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Snjóskriða við Siglufjörð og snjóflóðahætta á Vestfiörðum Veður hamlar at- hugnn skemmda Morgunblaðið/Sigríður GUÐMUNDUR Davíðsson reyndi að bræða snjó af svölum húss síns við Suðurgötu 86 á Siglufirði í gær, af ótta við að svalirn- ar myndu kikna undan þunganum. Óll hús norðan við Suður- götu 86 voru rýmd í gær vegna snjóflóðahættu. UM 300 metra breitt snjóflóð féll aðfaranótt fímmtudags í Skútudal sem er í austanverðum Siglufírði, en þar standa hitaveitumannvirki bæjarins. Ekki er enn vitað um skemmdir af völdum flóðsins, því vegna veðurs gátu menn ekki at- hafnað sig á svæðinu í gær. Almannavamanefnd Siglufjarðar lét rýma níu hús við Suðurgötu, Laugaveg og Hlíðarveg vegna snjó- flóðahættu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið undanfamar vikur á Siglufírði. Á Qárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 1995 var gert ráð fyrir að veija 5 ‘A milljón kr. til snjómoksturs, en sú fjárhæð er að verða langt komin á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru af árinu. í janúar kostaði snjómoksturinn 2 ‘A milljón og stefnir febrúar í að verða svipaður. Snjóalög við bæinn era ótrygg um þessar mundir og veð- urspá óhagstæð. Álmannavamanefndin leggur áherslu á að fólk sé alls ekki á ferð í fjallinu við bæinn. Sérstaklega er foreldram bent á að fylgjast með að böm séu þar ekki að leik og vélsleðamönnum er alfarið bannað að vera á sleðum þar. Bæjarstarfsmenn hafa undan- fama daga aðstoðað fólk við að moka ofan af húsþökum og einnig hefur snjótroðari af skíðasvæðinu verið nýttur til að ryðja frá húsum. Flóð við Bolungarvík og Flateyri Á Bolungarvík er enn talin snjó- flóðahætta í hesthúsabyggð við bæinn, þar sem flóð féll fyrr í vik- unni. Lítið flóð féll fyrir ofan bæinn Minni-Hlíð í nágrenni Bolungarvík- ur. Rann það yfir girðingu og olli litlum skemmdum. Enn er snjóflóðahætta á Flateyri og hafa um 20 íbúar við Ólafstún ekki fengið að snúa til heimila sinna frá því á sunnudag, en vonir standa til að það geti orðið í dag, að sögn Kristjáns J. Jóhannessonar for- mannsv Almannavamanefndar, vegna skárra veðurútlits. Um 50-100 metra breitt snjóflóð féll á þriðjudag yfír þjóðveginn, en hann var þá þegar lokaður og olli flóðið engum skaða að sögn Kristjáns. Almannavamanefnd ísafjarðar ákvað á fundi sínum í gær að vegna Óhagstæðra veðurskilyrða yrði hættuástandi ekki aflýst í þeim húsum í Hnífsdal og á Isafirði sem hafa verið rýmd. Brugg stöðvað í Holtum LÖGREGLAN Á Hvolsvelli stöðvaði nýlega braggverk- smiðju á bæ í Holtum og gerði upptæka um 360 lítra af gambra og um 70 lítra af landa, ásamt plasttunnum og bruggtækjum. Abendingar höfðu borist lögreglu um að brugg færi fram á bænum og aflaði lög- reglan sér húsleitarheimildar. Húsráðandi, maður um fer- tugt, viðurkenndi strax að svo væri og vísaði lögreglunni á braggverksmiðju sína í af- lögðu fjósi við bæinn. Ölglaður bruggari Bruggarinn sagði lögreglu að lítramir 70 af landa og 360 af gambra hefðu alfarið verið til eigin nota, og ekki hefur enn tekist að sanna á hann sölu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kona stýrir Þ AU tímamót urðu í starfi Sin- fóníuhljómsveitar íslands í gær- kvöldi að kona stýrði henni í fyrsta skipti, eins og sjá má á þessari mynd af Anne Manson og hluta hljómsveitarinnar. Manson er bresk-bandarískur Sinfóníunni stjórnandi sem fengin var hing- að til lands til að stjórna flutn- ingi á fjórum verkum eftir ís- iensk tónskáld í Háskólabíói; Jón Nordal, Snorra Sigfús Birg- isson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Leifs. Fyrirhuguð gjaldskrárlækkun Bifreiðaskoðunar Gjaldskráin verður ekki lækkuð úti á landi á landi. Ég reikna með því að það verði lendingin hjá okkur. Við höf-. um bent á það lengi að þessi staða; gæti komið upp. Ef við þyrftum að kljást við verðlækkanir í Reykjavík hlyti það að leiða til þess að þjónust- an yrði dýrari úti á landi en í Reykjavík. Tilkostnaður er meiri úti á landi. Við skoðum 60% af bílum í Reykjavík í einni skoðunarstöð og hin 40 prósentin úti á landi í 39 skoðunarstöðvum," sagði Karl. Karl segir að 20 milljóna kr. hagnaður af starfseminni í Reykja- vík á síðasta ári verði notaður til þess að greiða niður 24 milljóna króna tap úti á landi. BIFREIÐASKOÐUN íslands hefur ekki ákveðið lækkun á gjaldskrá enn sem komið er, en Karl Ragnars forstjóri segir að verið sé að skoða allar hliðar málsins. Hann segir að starfsemin úti á landsbyggðinni hafi verið niðurgreidd með hagnaði af starfseminni í Reykjavík og ljóst að væntanleg lækkun á gjaldskrá muni ekki ná til landsbyggðarinnar. Karl segir að ekki verði beðið með lækkunina þar til ljóst sé hver gjaldskrá Athugunar hf. verði, nýrr- ar bifreiðaskoðunar sem opnar í Klettagörðum í næsta mánuði. „Það hefur oft komið fram að við höfum notað hagnað úr Reykjavík til að greiða niður þjónustuna úti á landsbyggðinni. Ef við minnkum hagnaðinn hér í Reykjavík vantar okkur fjármagn út á land. Það er mjög viðkvæmt mál þegar þéttbýlið er látið greiða niður fyrir dreifbýlið. Þjóðfélagið er að breytast og tekist á í þessum málum,“ segir Karl. 20 milljóna kr. hagnaður í Reykjavík Dómsmálaráðuneytið gefur út hámarksgjaldskrá og eftir henni hefur Bifreiðaskoðun íslands farið, jafnt í Reylqavík sem úti á lands- byggðinni. „Við hyggjumst lækka gjaldskrána í Reykjavík en ekki úti Friðrik Jóhannsson forstjóri tryggingafélagsins Skandia Fiillyrðingum um undirboð vísað á bug FRIÐRIK Jóhannsson, forstjóri Skandia, segist vísa algjörlega á bug þeirri fullyrðingu Inga R. Helgasonar, stjómarformanns Vá- tryggingafélags íslands, að Skandia undirbjóði iðgjöld bíla- trygginga hér á landi á kostnað höfuðstöðva Skandia í Svíþjóð. Iðgjöld lækkað með tilkomu Skandia í samtali við Morgunblaðið benti Friðrik á að þrjú ár væra liðin frá því að Skandia hefði komið með samkeppni inn á markað hér og iðgjöld trygginga á bílum lækkað töluvert í kjölfarið. „Það er ákveðinn kostnaður því samfara að að ná þeirri markaðs- hlutdeild sem þarf til að rekstur standi undir sér. Við erum með 4-5% markaðshlutdeild og höfum sett okkur það markmið að vera með 6-7% markaðshlutdeild í árs- lok 1996. Akveðinn kostnaður við að ná mark- aðshlutdeild Það er sá stofn sem við teljum að þurfí til þess að vera með þokkalegan rekstur sem stendur undir sér,“ sagði Friðrik. Hagstæðir endur- tryg&ingasamningar Hann sagði að á meðan verið væri að byggja félagið upp hefði það ákveðinn tilstyrk frá eigend- um þess í Svíþjóð, sem hefur verið í formi hagstæðra endurtrygg- ingasamninga, og það teldi hann í alla staði eðlilegt. Hann sagði að tjónahlutföll væru lækkandi hjá Skandia en rekstrarkostnaður hefði haldist óbreyttur, þrátt fyrir að félagið væri að vaxa og ná til sín stærri hlutdeild á markaðinum. „Það er hins vegar athyglisvert að gömlu félögin virðast nú bregð- ast við vaxandi samkeppni með því að bjóða einungis þeim sem leita eftir tilboðum frá Skandia lægri iðgjöld, en hinir greiða sam- kvæmt gjaldskrám þeirra,“ sagði Friðrik. Auglýsingastríð ekki á dagskrá Aðspurður um þau ummæli Inga R. Helgasonar að auglýsinga- stríð og karp milli fyrirtækjanna sé af síðustu sort, sagði Friðrik að Skandia ynni eftir ákveðinni áætlun varðandi auglýsingar. Hanr. sagði að ekki væri neinar breytingar fyrirhugaðar á þeirri áætlun. Karp eða auglýsingastríð við VÍS væri þar af leiðandi ekki á dagskrá fyrirtækisins í framtíð- inni. Inngrip Guðs í brennsluna? Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. GUÐMUNDUR RichardssSft, sem var á vakt í Sorpeyðingar- stöðinni í Eyjum dag einn í haust, varð var við að færiband stöðvarinnar nam staðar. Hann fór að aðgæta hvað vald- ið gæti stöðvuninni en fann ekkert athugavert. Á færi- bandi ofan við op brennslu- ofnsins sá Guðmundur mynd af Jesú Kristi sem vó salt á brún brennsluhólfsins. Hann tók myndina af bandinu, gang- setti á ný og gekk þá allt eins og ekkert hefði í skorist. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir prestur í Eyjum sagði í sam- tali við Morgunblaðið að allir . væru sammála um að þetta væri óvenjulegur atburður en menn gæti greint á um hvort hér ætti sér stað röð tilviljana eða beint inngrip Guðs í mann- lífið. „Það fer eftir þeim sem á atburðinn horfir hvort hann hefur augu til að sjá þetta sem trúartákn eða ekki. Fyrir mér er þetta trúartákn. Táknrænn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson helgileikur grundvallaður á að Kristur fæddist inn í okkar synduga heim, kom fram sem maður í „mannlífssorpinu“, og gekk til móts við dauðann en Guð vakti hann upp frá dauð- um og rauf þannig vítahring dauðans í mannlífinu. Á sama hátt rofnaði hrigrás Sorpeyð- ingarstöðvarinnar þegar Kristsmyndin var að falla í brennsluofninn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.