Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ Skugga- valdur SKUGGAVALDUR eftir Inger Margrethe Olsen er nýjasta sýning Samaleikhússins Bea- ivaas. Hún víir frumsýnd þann 11. nóvember sl. Leikhússtjór- inn Haukur J. Gunnarsson leik- stýrir sýningunni og byggir túlkun hans á sjónrænu tákn- máli þar sem samspilið milli texta, leikmyndar, ljóss og leik- sijórnar gerir verkið aðgengi- legt fyrir áhorfendur sem ekki skilja samísku. Verkið gerist í litlum samísk- um fiskimannabæ við Norður- ísahafsströndina um 1920. Þar sem manneskjan er háð lífs- björg hafsins. Aðalpersónan, Piera, er álíka óútreiknanlegur og hafið. Þeg- ar hann kvænist stúlkunni El- iisu tekur hann að sýna á sér áður óþekktar hliðar. Hann breytist úr ástríkum, nýkvænt- um manni í djöful. I kynningu segir: „Hin fyrrum lífsglaða Eliisa elskar manninn sinn þrátt fyrir að hans verstu hliðar bitni óþyrmilega á henni og fyrirgefur honum bæði andlega kúgun og ómælt líkamlegt of- beldi. Hún er föst í neti hans og losnar ekki þaðan fyrr en hann banar henni í sljórnlausu reiði- og afbrýðikasti. En sál hennar yfirgefur hann ekki heldur fylgir honum eftir sem áður; eirðarlaus afturganga sem veitir honum ekki stund- legan frið.“ Um sýninguna segir Haukur J. Gunnarsson: „Við viyum bijótast gegnum tungumála- múrinn með hinu sammannlega þema og stílfærða formi sem sjá má í Skuggavaldi.“ Sýnt sunnudaginn 26. febr- úar kl. 20.00 í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. ----» » 4---- Listhús 39 Opnun nýs sýn- ingarrýmis í NÓVEMBER á síðastliðnu ári byijaði samstarf fjórtán mynd- listarmanna um rekstur Listhús 39 við Strandgötuna í Hafnarfírði. í listhúsinu eru verk þessara lista- manna til sýnis og sölu. í kynningu segir: „Samstarfíð og reksturinn hefur gengið það vel að nú hefur verið ákveðið að færa út kvíamar með opnun sýningar- rýmis bakatil í listhúsinu fyrir myndlistarsýningar einstakra myndlistarmanna. “ Sýningarrýmið verður tekið í notkun á laugardag, 25. febrúar kl. 14, en þá opnar sýning Sveins Björnssonar á málverkum í tilefni af sjötíu ára afmæli málarans. Sýning Sveins stendur til 13. mars. Listhúsið og sýningarrýmið er opið á virkum dögum kl. 10-18, laugardögum kl. 12-18 og sunnu- dögum kl. 14-18. Listhús 39 er gegnt Hafnarborg, lista- og menn- ingarstofnun Hafnarfjarðar og munu sýningar vera opnar á sömu dögum og sýningar í Hafnarborg og standa jafn lengi. ----♦ ♦ ♦---- Sýning í Lista- mannaíbúð BÚLGARSKI listamaðurinn Dani- ela Todorva, sem dvelur í lista- mannaíbúð borgarinnar á Dyngju- vegi 8, opnar sýningu þar, laugar- daginn 25. febrúar, kl. 15. Sýningin stendur til 28. febrúar og er opin frá kl. 14-18. FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 21 70 60 50 40 30 20 10 Meö getur þú fyllt stofuna af tónlist án þess að fylla hana af hátölurum! 0 sm Gömlu hátalararnir teknir uppí nýja - eftir máli! Bose tæknin Bose hátalararnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Þessir amerísku hátalarar eru heimsþekktir fyrir byltingarkennda tækni og hönnun. Bose hefur tekist að smíða ótrúlega litla '• hátalara sem geta skilað fullkomnum hljómburði. Hugmyndin á bak við smæðina er sú að hægt er að staðsetja þá hvar sem er og í rétta hæð. Með Bose getur þú notið víðómsins (stereo) jafn vel, hvar sem þú ert í stofunni. Gömlu hátalararnir uppí eftir máli! Við tökum gömlu hátalarana uppí nýja Bose Acoustimass hátalara og metum uppítökuverðið í sentimetrum! Þannig getur þú fengið allt að 12.000 kr. fyrir gömlu hátalarana uppí nýja. LO TIL ALLT AÐ 3« MANAÐA RAÐGREIÐSLUR Tll nllt aö 2A mánaðn Heimil istæki hf SÆTÚN 8 SÍMI 563 1500 • i n ■ Bose Acoustimass (aðeins 16 sm. á hæð)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.