Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMIIMGAR
GÍSLIÓLAFSON
+ Gísli Ólafson
var fæddur 1.
maí 1927. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu Fornu-
strönd 16, Seltjarn-
arnesi, hinn 17.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jóhanna Ólaf-
son, kennari, f.
22.5. 1896, d. 23.9.
1954, og Páll J.
Ólafson, tannlækn-
ir, f. 1.2. 1893, d.
12.11. 1933. Gísli
átti tvær systur,
Elínu Helgu, f. 2.3.1919, d. 1.7.
1989, og Láru Kristjönu, f. 20.2.
1924. Gísli var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Þuríður
Einarsdóttir, f. 9.10. 1927, d.
12.6. 1962. Þau eignuðust fjög-
ur börn: Maríu, f. 16.9. 1948,
Pál, f. 24.12. 1951, Einar, f.
18.6. 1956, og Jóhann, f. 11.5.
1958. Eftirlifandi eiginkona
Gísla er Ingveldur Þ.
Viggósdóttir, f. 16.6. 1933.
Börn þeirra eru: Erla, f. 23.6.
1966, og Gunnar, f. 13.2. 1969.
Fyrir átti Ingveldur eitt barn,
Ásgerði, f. 6.6. 1956, sem Gísli
gekk í föðurstað. Gísli lauk
verslunarprófi frá Verzlunar-
skóla íslands 1945. Hann var
skrifstofumaður og síðan fram-
kvæmdastjóri þjá Carl D. Túl-
íníus & Co hf. 1945-1953, skrif-
stofustjóri Vátryggingafélags-
ins hf. 1953-1956 og bókfærslu-
kennari við Iðnskólann í
Reylgavík 1948-1956. Forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar frá
stofnun félagsins 1956-1991 og
starfandi stjórnarformaður
þess frá 1991 til dauðadags.
DAUÐINN er viss og óviss í senn.
011 vitum við að hann kemur, en
hvenær veit enginn. Þegar við Gísli
kvöddumst daginn fyrir andlát hans,
kvaddi hann mig með handabandi
og óskaði mér góðrar ferðar, þar sem
ég var á förum til útlanda morgun-
inn eftir. Þó að ég vissi að Gísli
gengi ekki heill til skógar, hvarflaði
ekki að mér að þetta yrði okkar síð-
asta kveðjustund í þessu lífí.
Samstarf og kynni okkar Gísla
hófust er hann réð mig til starfa
hjá Tryggingamiðstöðinni sumarið
1960. Hann kom mér strax fyrir
Þá var Gísli jafn-
framt forstjóri Líf-
tryggingamiðstöðv-
arinnar hf. 1971-
1985 og fram-
kvæmdastjóri Jökla
hf. 1969-1985. Gísli
sat í mörgum
stjórnum og nefnd-
um. í stjóm ÍSÍ
1953-1959, formað-
ur stjórnar Sam-
bands brunatryggj-
enda á íslandi 1956-
1959, formaður
stjórnar Sambands
ísl. fiskiskipatrygg-
inga frá 1969-1991, í stjórn Líf-
tryggingamiðstöðvarinnar hf.
1971-1985, íslenskrar endur-
tryggingar frá 1976-1978 og
1982-1993, Sameinaða líftrygg-
ingafélagsins hf, frá 1985 til
dauðadags, í stjórn Viðlaga-
tryggingar íslands frá 1987 til
dauðadags, í stjóm Sambands
ísl. tryggingafélaga í 17 ár á
tímabilinu 1960-1991, þar af 3
ár formaður, formaður stjórnar
Björgunarfélagsins hf. 1964-
1976, í stjóra Lífeyrissjóðsins
Skjaldar frá 1957-1992, í stjóm
Sparisjóðs Vélstjóra 1963-1978,
formaður bankaráðs Útvegs-
banka íslands hf. 1987-1988,
formaður stjóraar Féfangs hf.
frá 1987-1993, formaður kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
í Reylganeslgördæmi 1981-1988
og í framkvæmdastjóm VSÍ
1974-1987. Gísli var sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1988 fyrir störf
sín að vátryggingamálum.
Útför Gísla Olafsonar fer
fram frá Dómkirkjunni í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
sjónir sem sérstakur maður. Hvítt
hárið, bjart yfírbragð, stærð hans
og vaxtarlag gáfu strax til kynna
að hér fór áberandi einstaklingur.
Þegar ég síðan fór að kynnast Gísla,
sá ég að hann var ekki eingöngu
áberandi að ytra útliti. Hann var
stórlundaður kappsmaður, sem vildi
láta verkin tala, kröfuharður til
annarra, en þó fyrst og fremst til
sjálfs sín. Hann var höfðingi í sér
og naut þess að vera gestgjafí.
Raungóður var hann og ávallt var
hægt að treysta honum í hveiju sem
var. Samstarf okkar varaði í tæp
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir,
fósturfaðir og sonur, tengdasonur og
bróðir,
HILMIR REYNISSON,
Hæðargarði 15,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 27. febrúar kl. 13.30.
Jóhanna Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir, Guðrún Marfa Magnúsdóttir,
Reynir Sigurðsson, Ingunn Sigurðardóttir,
Ingibjörg Daníelsdóttir, Jón Sigurðsson,
Gunnar Hámundarson, Guðrún Jóhannsdóttir
og systkin.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GESTS HJÖRLEIFSSONAR
fyrrverandi söngstjóra,
Skíðabraut 6,
Dalvík,
fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
25. febrúar kl. 13.30.
Guðrún A. Kristinsdóttir,
Kristinn E. Gestsson, Ásdfs Gísladóttir,
Lórelei Gestsdóttir, Stefán Steinsson,
Þóra Gestsdóttir, Hans Haraldsson,
Álfhildur Gestsdóttir, Gunnar Arason,
Sigurbjörg Gestsdóttir, Geir A. Guðsteinsson,
Kári B. Gestsson, Brynja Grétarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
35 ár og var alla tíð afar náið.
Hann miðlaði stöðugt til mín af
víðtækri þekkingu sinni og þroskaði
mig til átaka í lífsbaráttunni. Smátt
og smátt þróaðist samstarf okkar
í vináttu sem aldrei bar skugga á.
Á miðjum sjötta áratugnum kom
fram sú skoðun innan stjómar Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, að
rétt væri að stofna tryggingafélag
til að sinna tryggingaþörf frysti-
húsa innan vébanda hennar. Á árinu
1956 var hugmynd þessari komið
í framkvæmd. Ólafur Þórðarson frá
Laugabóli, stjórnarmaður SH og
forstjóri Jökla hf., hafði spurnir af
því að tæplega þrítugur maður Gísli
Ólafson, skrifstofustjóri Vátrygg-
ingafélagsins hf., hefði getið sér
gott orð fyrir dugnað og fæmi í
vátryggingum. Lagði hann til að
reynt yrði að ráða hann til hins
nýja félags og varð það úr.
Gísli tók til starfa 1. desember
1956, fyrst til undirbúnings að
stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar
hf. og síðan sem forstjóri frá byrjun
1. janúar 1957. Engin spuming er,
að vel tókst til með að fá þennan
unga áhlaupamann til að ýta þessu
nýja félagi úr vör. Strax í upphafí
einbeitti félagið sér að tryggingum
fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og inn-
an 10 ára var félagið orðið eitt af
stærstu tryggingafélögum landsins
á því sviði. Undir ömggri stjórn
Gísla jukust viðskiptin stöðugt og
þegar hann hætti sem forstjóri þess
1991, var það eitt af stærstu og
öflugustu félögum landsins.
Eins og títt er með menn, sem
sýna ótvíræða forustuhæfileika,
hlóðust á Gísla mörg stjórnar- og
nefndarstörf sem of langt mál yrði
að rekja hér, en þó vil ég aðeins
minnast örfárra. Gísli vann að und-
irbúningi að stofnun Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga árið 1960
og sat í fyrstu stjóm þess. Þá var
hann einn aðalhvatamaður stofnun-
ar Björgunarfélagsins hf. árið 1964
og formaður stjórnar þess fyrstu
tólf árin. Formaður stjómar Fé-
fangs hf. var hann frá stofnun árið
1987 til ársins 1993.
í lok sjöunda áratugarins urðu
miklir erfiðleikar í rekstri Jökla hf.
Var þá leitað til Gísla um að taka
við rekstri þess fyrirtækis, jafn-
framt starfí sínu sem forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar. Tók
Gísli við framkvæmdastjórastöðu
Jökla árið 1969 og gegndi því starfi
í 16 ár. Tókst honum á skömmum
tíma að snúa rekstri félagsins til
betri vegar og býr félagið enn að
verkum Gísla, m.a. var núverandi
skip félagsins ms. Hofsjökull keypt
á þeim tíma.
Þá vil ég sérstaklega minnast
starfa Gísla að stofnun Samsteypu
íslenskra fiskiskipatrygginga árið
1968. Aðdragandi þess var sá, að
fram að þeim tíma höfðu íslensku
tryggingafélögin tryggt fískiskip
yfir 100 tonn að stærð, meira sem
umboðsmenn erlendra endurtryggj-
enda, heldur en sjálfstæð trygg-
ingafélög. Eigin áhætta íslensku
félaganna var lítil sem engin og
allar iðgjalds- og skilmálaákvarðan-
ir teknar af erlendum endurtryggj-
endum. Vegna vaxandi óánægju
íslenskra vátryggingamanna með
ákvarðanir erlendu endurtryggj-
endanna, var farið að kanna hvort
ekki væri hægt að flytja ákvörðun-
arvald iðgjalda og skilmála inn í
landið og að því vildi Gísli stefna
með stofnun Samsteypu íslenskra
fískiskipatrygginga. Erlendu end-
urtryggjendumir voru í fyrstu allt
annað en sáttir við að afsala sér
ákvarðanavaldi sínu. En vegna
málafylgju Gísla, tókst þetta og
má telja að þama hafí orðið algjör
kaflaskipti í íslenskum sjótrygging-
um. Gísli var formaður Samsteyp-
unnar frá stofnun til 1991.
Gísli naut mikils álits vátrygg-
ingamanna hér á landi sem erlend-
is. Eftirminnilegt er hversu erlendir
vátryggingamenn, sem viðskipti
áttu við Gísla, mátu hann mikils
og lögðu sig fram um að hafa sem
nánust tengsl við hann. Allir luku
þeir lofsyrði á þekkingu hans í vá-
tryggingum og höfðu á orði hversu
stórkostlegur persónuleiki Gísli
væri.
Þó að Gísli, eins og fram hefur
komið, hafí alla tíð verið störfum
hlaðinn, þá átti hann nokkur áhuga-
mál. Laxveiðin var honum afar
hugleikin og naut hann sín hvergi
betur en standandi úti í á með stöng
í hendi. Á hveiju ári síðastliðin tutt-
ugu og fímm ár, höfum við hjónin
veitt með Ingu og Gísla og skemmti-
legri veiðifélaga er ekki hægt að
hugsa sér, engin lognmolla. I síð-
ustu viku var gengið frá veiðiferð
sumarsins og víst er að viðbrigðin
verða mikil að hlusta ekki á Gísla
skipa okkur fyrir verkum. Annað
áhugamál Gísla var bridge. Hann
var útsjónarsamur spilari og þótti
því skemmtilegra sem spilin buðu
upp á meiri áhættu. Gísli var á tíma-
bili forseti Bridgesambands íslands.
Gísli var tvíkváentur. Fyrri kona
hans var Þuríður Einarsdóttir, en
hún lést úr krabbameini aðeins 34
ára gömul. Mikið reyndi á innri
styrk Gísla, er sorgin vegna fráfalls
Þuríðar var sárust hjá honum og
fjórum ungum börnum þeirra.
Eftirlifandi eiginkona Gísla er
Ingveldur Þ. Viggósdóttir. Það var
mikil gæfa fyrir Gísla að kynnast
og eignast Ingu fyrir konu. Það var
ekki létt verk fyrir Ingu að taka
við heimili með fjórum börnum, auk
þess sem hún átti eina dóttur fyrir.
Ég hef ávallt dáðst að því hversu
vel Ingu fórst þetta allt úr hendi.
Inga og Gísli eignuðust tvö böm
saman. Barnabömin em nú orðin
15.
Það fer ekki á milli mála að við
andlát Gísla Ólafsonar er horfinn
af sjónarsviðinu stórkostlegur mað-
ur. Ég sem þessar línur rita á Gísla
meir að þakka en nokkrum öðmm
óskyldum manni. Samstarfsfólk
hans í Tryggingamiðstöðinni mun
sárt sakna nærvem hans og mun
reyna af fremsta megni að halda á
lofti merki þess fyrirtækis sem hann
vann svo vel.
Við Hilda munum sakna Gísla
um ókomna tíð, en við munum
reyna að varðveita vel allar þær
góðu minningar sem við eigum um
þennan stórbrotna vin.
í mínum huga vom Inga og Gísli
órofa heild, svo samrýnd vom þau.
Nú nístir sorgin, en minningin um
góðan dreng mun lifa og létta und-
ir. Við Hilda sendum Ingu, bömum
og bamabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Gísla Ólaf-
sonar.
Gunnar Felixson.
Elsku pabbi minn, að kveðja þig
er erfíðara en orð fá lýst: Tárin
hrynja niður kinnarnar. Úpp í hug-
ann koma ótal minningar sem við
höfum átt saman og þetta eru erfið-
ar línur að setja á blað. Ég þekkti
þig svo vel og mér þótti svo undur
vænt um þig. Ég var aðeins sex
ára er ég kynntist þér fyrst, sem
stómm og þrekvöxnum manni með
mikið grátt hár. Þú gekkst að eiga
móður mína 7. september 1963,
sameinuðumst við þá öll, þú og
börnin þín fjögur og við, og þessi
stóra fjölskylda flutti að Hávalla-
götu 32, þar sem við bjuggum til
ársins 1969 en þá fluttumst við á
Seltjamarnes.
Þú varst enginn venjulegur mað-
ur, ég varð strax sátt við að fá þig
inn í líf mitt. Samband okkar hefur
alltaf verið náið, elsku pabbi minn,
það verður skrítið að mæta aftur
til vinnu og geta ekki lengur leitað
til þín eða heyrt þig kalla á sig.
Þessi 20 ár sem við höfum unnið
saman, hafa verið fljót að líða.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er méttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðalKnubil og hæfilega Knulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Það kom ekkert annað til greina
hjá okkur Kidda þegar við myndum
eignast okkar fyrsta barn en að
skíra í höfuðið á þér ef það yrði
drengur, enda varstu ekki búinn
að fá neinn nafna. Það vildi svo
skemmtilega til að Gísli nafni þinn
fæddist á afmælisdaginn þinn 1.
maí 1980. Þið áttuð eftir að eiga
margar ánægjulegar stundir sam-
an. Það verður erfítt hjá Gísla mín-
um og bið ég Guð að styrkja hann
í sorg sinni.
Þegar ég útskrifaðist frá HÍ1990
bauðstu okkur Kidda í Straumfjarð-
ará í laxveiði, en það var þitt helsta
áhugamál í gegnum árin. Fyrst við
silungsveiði í Þingvallavatni og síð-
ar er þú fórst að fara í laxveiði.
Þessi ferð er mér alveg ógleyman-
leg. Við vorum saman með stöng
og þú gerðir allt sem í þínu valdi
stóð til þess að ég fengi minn maríu-
lax. Síðasta daginn gekkstu með
mér alla leið upp að Ármótum, efsta
veiðistað árinnar. Þú sagðir mér að
þangað upp eftir hefðir þú ekki
farið sl. tíu ár. Þetta var erfið og
löng ganga í fullum vqiðiskrúða,
enda myndaði ég þig í bak og fyrir
er við komumst á leiðarenda, til að
sína hvað þú hefðir lagt á þig. Eft-
ir þó nokkra stund fékk ég maríu-
laxinn, sem var búinn að liggja lengi
í fossinum. Það voru glaðir veiði-
menn sem héldu heim á leið um
kvöldið.
Við Kiddi og bömin munum
minnast allra heimsóknanna þinna
í sumarbústaðinn okkar á Þingvöll-
um. Þú taldir það ekki eftir þér að
keyra frá Grafningi yfír að Miðfelli
svona rétt til að líta í kaffísopa til
okkar. Síðastliðið sumar var mjög
ánægjulegt og fórstu þá oft með
okkur í Ljósafosslaug ef veðrið
leyfði ekki að við færum að veiða
úti á vatni.
Við fjölskyldan vorum svo stolt
af þér er þú hættir að reykja fyrir
tveimur árum, þú sem hafðir verið
stórreykingamaður í yfir fjörutíu
ár. Það að hætta að reykja var eins
og allt annað sem þú ákvaðst í líf-
inu, þú snerir ekki til baka. Allt sem
þú sagðir eða ákvaðst stóð eins og
stafur á bók. Þú gast verið harður
í horn að taka, enda gaf starfíð oft
tilefni til ákveðni, en réttlátari
manni hef ég ekki kynnst. Þess
bera líka vitni þau fjölmörgu trún-
aðarstörf sem þér voru falin um
ævina.
Þú kenndir mér svo margt og ég
mun geyma í hjarta mínu allar þær
góðu minningar sem við áttum sam-
an hvort heldur í starfi eða leik.
Síðastliðið vor studdir þú mig í
starfí formanns Sjálfstæðisfélags
Seltiminga og leiddir mér fyrir sjón-
ir að sigur Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjómarkosningunum þá ynn-
ist ekki nema með kröftugu starfi
allra. Það eru ekki nokkrir menn
sem vinna kosningasigur heldur
fjöldinn, eins og þú sagðir margoft.
Árið 1991 breyttist hlutskipti
þitt hjá Tryggingamiðstöðinni hf.
er þú hættir sem forstjóri og tókst
við starfí stjórnarformanns. Þú
varst mjög sáttur við þessa breyt-
ingu og ræddir hana við mig áður
en hún varð. Þú sagðist ekki geta
verið ánægðari með eftirmann þinn,
Gunnar Felixson. Það hefur verið
aðdáunarvert að fylgjast með sam-
starfí ykkar í gegnum árin, þið stóð-
uð alltaf sem einn maður að þeim
ákvörðunum sem teknar voru.
Við Kiddi þökkum þér og mömmu
yndislega helgi í London í október
sl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég
var með ykkur í London, þó að ferð-
irnar þínar þangað hafí verið marg-
ar. Þú sýndir okkur helstu staði og
bauðst okkur út að borða í Kína-
hverfinu. Við vorum búin að ákveða
að endurtaka þetta að ári, og gerum
það vonandi með mömmu.
Elsku pabbi minn, þú varst sá
besti sem hægt var að hugsa sér,
þú varst sterkur, traustur, hress og
góður. Þú vildir allt fyrir alla gera.
Þú varst góður drengur og öllum
þótti vænt um þig, fólkið sem vann
með þér dáði þig, bæði fyrir dugnað
og hlýlegt viðmót. Kallið kom
snöggt og óvænt, ég veit að fyrir
mömmu mun minningin um yndis-
legan eiginmann og góðan vin