Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
ÞÆR ÁSDÍS, Amfríður og Margrét voru allar að vinna við að
frysta loðnu hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða. Á þeim var ekki
neinn bilbug að finna og ekki til umræðu að hverfa frá námi
þrátt fyrir verkfall kennara.
Skólanemar í stað
aðkomufólks
Grindavík. Morgunblaðið.
Á ÞEIM fjórum þar stöðum sem
loðna er flokkuð og fryst í Grinda-
vík má ætla að rúmlega 100 skóla-
nemar séu að störfum í verkfalli
kennara. Þeir koma í stað að-
komufólks sem kom á loðnuvertíð
í fyrravetur til að vinna við flokk-
un og frystingu.
Þeir skólakrakkar sem fá vinnu
eru að mestu framhaldsskólanem-
ar en einnig fá nemendur í efsta
bekk grunnskólans vinnu. Morg-
unblaðið fór á nokkra staði í
gærdag og heyrði hvaða áhrif
verkfallið hefði á framtíðaráform
nemenda í framhaldsskólum.
Það var almennt að heyra að
þeir litu á verkfallið sem ágætt
frí frá skólastarfinu ef það yrði
ekki nyög langt. Það var þó ekki
að heyra að nemendur ætluðu sér
að hverfa frá námi heldur ætluðu
þeir að sjá til hvað úr yrði. Ein
stúlkan sagði að ef það stæði leng-
ur en fjórar vikur væri önnin
ónýt en ætlaði ekki að hætta held-
ur byija aftur á næstu önn. Einn
pilturinn sagðist ætla að skella
sér í prófín og gera sitt besta.
Tryggvi Bjarnason verkstjóri
þjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða
sagði að þegar þeir voru að vinna
að undirbúningi loðnuvertíðar
hefði þeim boríst fjöldi fyrir-
spurna um vinnu frá utanbæjar-
fólki. Þegar þeir sáu hins vegar
fram á verkfall var ákveðið að
ráða aðeins heimafólk og ekkert
var auglýst eftir fólki nema í stað-
arblöðum.
Bæjarstjórn Keflavíkur
Umdeild hækkun
leikskólagjalda
forgangshópa
Keflavík. Morgunblaðid.
„Þetta var ákveðinn áfangasigur
hjá okkur og hefur orðið til þess
að við höfum ákveðið að stofna fé-
lag einstæðra foreldra hér í bæ,“
sagði Marta Eiríksdóttir talsmaður
einstæðra mæðra eftir að bæjar-
stjórn Keflavíkur hafði samþykkt
að fresta hækkun á leikskólagjöld-
um til bama einstæðra foreldra á
þriðjudagskvöldið.
Samþykkt var í bæjarráði 29.
desember sl. hækkun á gjöldum
forgangshópa og sagði Marta Ei-
ríksdóttir að hækkunin væri á bilinu
58-62%. Þetta samsvaraði 6-8 þús-
und króna hækkun á mánuði eða
70-90 þúsund krónum á ári.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði
að hér væri ekki um neina stefnu-
breytingu að ræða af hálfu meiri-
hlutaflokkanna um að gjaldtakan
yrði sú sama hjá öllum án tillits til
hjúskaparstöðu. En athugað yrði
áður en hækkunin kæmi til fram-
kvæmdar með hvaða hætti hægt
yrði að koma til móts við efnalítil
heimili.
Talsverðar umræður urðu um
þetta mál á bæjarstjórnarfundinum
en allir flokkar stóðu að samþykkt
hækkunarinnar í upphafi og kom
fram hjá fulltrúum minnihlutans að
þeir hefðu ekki áttað sig á um
hversu mikla hækkun væri að ræða.
Sáu þeir ástæðu til að viðurkenna
mistökin og báðu þær einstæðu
mæður sem sátu fundinn afsökunar
á fyrri samþykktum. Gjaldtakan
fyrir 8 tíma vistun barns með morg-
unverði, hádegisverði og síðdegis-
hressingu er nú 9.750 kr en verður
eftir gjaldskrárbreytingu 16.400 kr.
Greiðslur Tryggingastofnunar til sérfræðinga
Kostnaður jókst um
20,6% milli ára
GREIÐSLUR Tryggingastofnunar
ríkisins til sérfræðilækna hækkuðu
úr 925,5 í 1.116,6 milljónir kr. eða
um 20,6% á milli áranna 1993 og
1994".
Árið 1991 námu greiðslur
Tryggingastofnunar 1.003,2 millj-
ónum króna til sérfræðinga og
1.082,7 milljónum kr. 1992 eða
7,9% meira. 1993 Iækkuðu greiðsl-
ur þessar um 17% og námu það
ár 925,5 milljónum króna en það
ár voru teknar upp hlutfallsgreiðsl-
ur sjúklinga. 1994 jukust greiðslur
svo um 20,6% eða upp í 1.116,6
milljónir króna.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra afhenti blaða-
mönnum þessar uppíýsingar í gær
og sagði að hér væri á ferðinni
sjálftaka sérfræðinga á launum,
hlutfallsgreiðslur sjúklinga væru
óbreyttar. Sérfræðingar njóti að
þessu leyti sérstöðu, engin önnur
stétt geti ákveðið sjálf hvað hún
láti þann sem kaupi vinnuna borga.
FRÉTTIR
Verðtrygging skulda miðuð við neysluverðsvísitölu
Afborgun meðalskuld-
ar lækkar um 3.700 kr.
Áættaðar breytingar nýrrar og núgildandi
lánskjaravísitölu 1995-1996
Heimild: VSl 1995 1996
Samsetning lánskjaravísitölunnar
Vægi í láns- kjaravísitölu Vægi launa í vísitölu Áhrif launa á lánskjaravísitölu
Eldri samsetning: Framfærsluvísitala Byggingarvísitala 66,7% 33,3% 40% 40% 26,7% 13,3%
Samtals: 100,0% 40,0%
Samsetning 1989-1995: Framfærsluvísitala Byggingarvísitala Launavísitala 33,3% 33,3% 33,3% 40% 40% 100% 13,3% 13,3% 33,3%
Samtals: 100,0% 60,0%
Vísitala neysluverðs: Framfærsluvísitala 100% * *
Heimild: ASl * Ágreiningur er um vægi og áhrif launa
Dæmi um breytta greiðslubyrði með breyttri lánskjaravísitölu:
Fjölskylda skuldar 3,1 millj. Jafngreiðslulán til 15 ára, verðtr. + 5% vextir.
Fjölskyldutekjur 2,8 millj. Raunlaunaaukn. 1995-96: 2,5% eða 70.000 kr.
Hækkun lánskj.vísitölu umfram vísitölu neysluverðs á tímabilinu: 1,25%
Árleg afborgun m.v. lánskjaravísitölu: 302.700 kr.
Árleg afborgun m.v. vísitölu neysluverðs: 299.000 kr
Lækkun greiðslubyrði meðalfjölsk.
Heimiid: seðiabankinn á ári v. vísitölubreytinga: 3.700 kr.
Framvegis verður verð-
trygging fjárskuldbind-
inga, sem nú miðast við
lánskjaravísitölu, miðuð
við vísitölu neysluverðs,
skv. nýju stjómarfrum-
varpi. Neysluverðsvísi-
talan kemur í stað fram-
færsluvísitölunnar.
VÐSKIPTARÁÐHERRA hef-
ur lagt fram tvö lagafrum-
vörp á Alþingi vegna þeirrar
breytingar sem ákveðin hefur verið
á samsetningu lánskjaravísitölunnar
í kjölfar yfirlýsingar ríkistjórnarinn-
ar til aðila almenna vinnumarkaðar-
ins.
Sett verða ný lög um framfærslu-
vísitöluna til að skjóta betri stoðum
undir gerð hennar, útreikning og
notkun sem almennan verðmæli og
til verðtryggingar á fjármagnsmark-
aði. Jafnframt verður nafni fram-
færsluvísitölunnar breytt og hún
framvegis nefnd vísitala neyslu-
verðs.
Verðmælir fyrir
heimilisútgjöld
í greinargerð frumvarpsins segir
að vísitalan hafi um langt skeið ekki
verið mælistika á framfærslukostn-
að heldur almennur kvarði fyrir
breytingar neysluverðlags. Áhersla
er lögð á það í frumvarpinu að tryggt
sé að niðurstöður neýslukannana
Hagstofunnar og vísitölugrunnurinn
samrýmist því hlutverki vísitölunnar
að vera almennur verðmælir fyrir
heimilisútgjöld.
Rósmundur Guðnason, forstöðu-
maður vísitöludeildar Hagstofu ís-
lands, segir að ekki séu gerðar breyt-
ingar á útreikningi framfærsluvísi-
tölunnar með þessari lagasetningu
en með henni sé lagalegur grunnur
hennar tryggður.
Hagstofunni er falið að bera
ábyrgð á vísitölunni en kauplags-
nefnd, sem skipuð hefur verið full-
trúum Hæstaréttar, ASÍ og VSÍ,
verður Hagstofunni eingöngu til ráð-
gjafar.
Kveðið er á um að neyslukannan-
ir skuli gerðar ekki sjaldnar en á
fimm ára fresti og nái til allra út-
gjalda. Á yfirstandandi ári vinnur
Hagstofan að umfangsmestu neyslu-
könnun sem ráðist hefur verið í og
nær hún til 3.000 heimila.
Þá kveður frumvarpið á um að
við útreikning vísitölunnar skuli
safna verðupplýsingum af öllu land-
inu en til þessa hefur Hagstofan
eingöngu miðað við verðlag á höf-
uðborgarsvæðinu.
Samhliða þessu hefur viðskipta-
ráðherra lagt ‘ fram frumvarp um
breytingu á vaxtalögum um verð-
tryggingu sparifjár og lánsfjár.
Verði frumvarpið samþykkt sem
lög fyrir þinglok mun sú breyting
taka gildi 1. apríl að Seðlabankinn
hættir að reikna út og birta láns-
kjaravísitölu og í stað hennar kemur
vísitala neysluverðs sem Hagstofan
reiknar út og birtir. Einnig er sér-
stakt ákvæði í frumvarpinu um verð-
tryggingu núverandi fjárskuldbind-
inga eftir gildistöku laganna 1. apríl
en eftir þann tíma munu mánaðar-
legar verðbreytingar slíkra fjár-
skuldbindinga ráðast af breytingum
á vísitölu neysluverðs í stað lán-
skjaravísitölu.
Dregið úr vægi launa í
verðtryggingum
Þessar breytingar hafa þá þýð-
ingu að draga mun úr vægi Iauna í
verðtryggingu fjárskuldbindinga og
lögðu forystumenn landssambanda
ASÍ áherslu á þetta svo þær kaup-
hækkanir sem samið var um komi
ekki aftan að fólki í formi aukinnar
greiðslubyrði.
í janúar 1989 var grundvelli láns-
kjaravísitölunnar breytt. Fram til
þess tíma hafði grundvöllur vísi-
tölunnar verið samsettur af fram-
færsluvísitölu að 7» hlutum og bygg-
ingarvísitölu að 'h hluta en með
breytingunni 1989 var ákveðið að
bæta launavísitölunni við þannig að
hver þessara vísitalna hefði þriðj-
ungsvægi í grundvelli lánskjaravísi-
tölu.
Breytingin var umdeild og hefur
ASÍ bent á að vægi launa hafi auk-
ist úr 40% í 60% sem gerði að verk-
um að 1% launahækkun leiddi til
þess að lánskjaravísitalan hækkaði
að öllu jöfnu um 0,6% með þeirri
afleiðingu að kaupmáttur launafólk
skertist verulega vegna hækkunar á
greiðslubyrði lána.
Skiptar skoðanir hafa verið um
vægi launa í framfærsluvísitölunni
sem er óljóst þar sem framleiðniþró-
un í fyrirtækjum kemur alltaf að
einhveiju leyti í veg fyrir að launa-
breytingar fari beint út í verðlag.
ASI hefur miðað við að vægi launa
í framfærsluvísitölu sé um 40%.
Forystumenn vinnuveitenda hafa
lagt áherslu á að fyrirtækin taki sjálf
á sig kostnaðaraukann vegna launa-
hækkana í nýgerðum kjarasamning-
um og komi honum inn í reksturinn
til að fyrirbyggja að hann kalli fram
hækkanir vöruverðs.
Samkvæmt upplýsingum Más
Guðmundssonar, yfirmanns hag-
fræðisviðs Seðlabankans, hefur láns-
kjaravísitalan sem í gildi hefur verið
frá 1989 hækkað 5% minna á undan-
fömum fímm árum en hún hefði
gert ef áfram hefði verið stuðst við
eldri samsetningu vísitölunnar.
Sé þróun lánskjaravísitölunnar
hins vegar borin saman við þróun
framfærsluvísitölunnar frá janúar
1989 til mars 1995 kemur í ljós að
framfærsluvísitalan hefur hækkað
talsvert meira á þessu tímabili en
lánskjaravísitalan eða um 4%.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að á
þessu tímabili hafa raunlaun lækkað.
Markmið nýgerðra samninga er
aftur á móti að snúa þessari þróun
við. ASÍ og VSÍ spá því að nýja
neysluvöruvísitalan muni hækka um
1-1 'h% minna á tímabilinu en nú-
verandi lánskjaravísitala hefði gert.
Skv. mati hagdeildar ASÍ mun vísi-
tala neysluverðs hækka um 5,2% frá
upphafi til loka samningstímans en
núverandi lánskjaravísitala hefði
hins vegar hækkað um 6,2% á sama
tíma.
VSÍ gerir ráð fyrir svipaðri þróun
og ASI. Þannig spáir VSI að neyslu-
verðsyísitalan muni hækka um 2,6%
á þessu ári en núgildandi lánskjara-
vísitala hefði hins vegar hækkað um
3% á milli ára. Á næsta ári mun
neysluverðsvísitalan hækka um 2,5%
en lánskjaravísitalan myndi hækka
um 3,5% á sama tíma að mati VSÍ
3.700 kr. lægri afborganir
meðalfjölskyldna
Að sögn Más má gera ráð fyrir
að afborganir af 3,1 milljónar kr.
láni meðalfjölskyldu, miðað við for-
sendur sem sjást í meðfylgjandi
töflu, yrðu 3.700 hærri að raungildi
ef lánskjaravísitala gilti áfram en
miðað við spár um þróun neyslu-
verðsvísitölu.