Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 hinn eini sanni Félags íslenskra bókaútgefénd Framtíðarhúsinu, Faxafeni 10 ^abækur erlendar bækur teiknimynda irkum dög sunnudaga: virka daga: Framtíðarhúsið Faxafeni tamabil Félag íslenskra bókaútgefenda Eymundsson *■' CXnCKIQPTT 1R7T enskar áldsögur ei hafa fyrr farið á mai 12-18 laugardaga: 10-18 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Hugmynd belgíska Evrópuráðherrans Vegabréfsfrelsi gildi á EES Forsætisráðherrar Norðurlanda ræða málið í Reykjavík í næstu viku EVRÓPURÁÐHERRA Belgíu, Ro- bert Urbain, leggur til að sam- komulagi Norðurlandanna um af- nám vegabréfsskyldu á landamær- um verði bjargað með því að vega- bréfsfrelsi gildi á Evrópska efna- hagssvæðinu. Vegabréfsfrelsi á Norður- löndunum er í hættu stefnt þegar -Danmörk, Svíþjóð og Finnland gerast aðilar að svokölluðu Schengen-samkomulagi ESB-ríkja um afnám vegabréfsskyldu. Ytri landamæri ESB munu þá liggja um Kjöl, fjallgarðinn milli Svíþjóð- ar og Noregs, og Norðmenn og íslendingar munu þurfa að sýna vegabréf við komu til hinna Norð- urlandanna. „EES-samningurinn er efna- hagslegur og pólitískur samstarfs- samningur Noregs og íslands ann- ars vegar og ESB-ríkjanna hins vegar, og ef til vill getum við geng- ið út frá honum við að fínna lausn á þessu mjög svo erfíða vanda- máli,“ sagði Urbain, sem gegnir nú formennsku í Schengen-ráðinu, á blaðamannafundi í Brussel fyrr í vikunni. Haft var eftir honum í Svenska Dagbladet. Greiðari aðgangur nú þegar Borgarar Noregs og íslands njóta nú þegar greiðari aðgangs að ESB-ríkjum en aðrir, og hafa á flugvöllum í sumum ESB-ríkjum verið sett upp sérstök hlið fyrir borgara ESB og EFTA. Nægir þá að sýna vegabréf sitt, en nánari skoðun er ekki viðhöfð og farþegar þurfa ekki að gera grein fyrir er- indi sínu. Vegabréfslausir geta Is- lendingar og Norðmenn þó ekki verið. Urbain mun fara um Norður- löndin, önnur en ísland, 23.-24. marz næstkomandi og ræða. málið við ríkisstjórnir þeirra. Áður verður hins vegar haldinn fundur Scheng- en-landanna 6. marz. Verði hugmynd Urbains að veruleika mun það sennilega hafa í för með sér að Noregur og ísland tækju að sér gæzlu ytri landamæra Evrópusambandsins. Norska ríkis- stjórnin hefur nú þegar stungið upp á slíku fyrirkomulagi. Danir vilja norræna lausn Fulltrúi belgískra stjórnvalda, sem eins og áður segir fara nú með forystu Schengen-landanna, átti fund með dönskum stjómvöld- um í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lýsti danska ríkis- stjórnin áhyggjum á Norðurlönd- um og sögðust Danir ekki taka þátt í Schengen-samkomulaginu nema tryggt yrði að vegabréfs- frelsi á ferðalögum milli Norður- landanna héldist. Forsætisráðherrar Norðurland- anna, sem hittast á fundi í Reykja- vík á sunnudag og mánudag, munu ræða málið. Starfshópur norrænna embættismanna fundaði í Kaup- mannahöfn síðastliðinn mánudag og skilaði af sér „umræðugrund- velli“ fyrir forsætisráðherrana en ekki ákveðnum tillögum, að sögn Ólafs W. Stefánssonar, skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, sem á sæti í hópnum. Dómsmálaráðherrar Norður- landa munu jafnframt funda í Reykjavík. Þá er ljóst að málið verður tekið upp á Norðurlanda- ráðsþinginu í Reykjavík í næstu viku. Ríkjaráðstefna ESB á næsta ári Þjóðverjar vilja af- nema neitunarvald ÞJÓÐVERJAR vilja að einfaldur meiri- hluti ráði við at- kvæðagreiðslur um utanríkis- og örygg- ismál í ráðherraráði Evrópusambandsins og að neitunarvald einstakra ríkja í ráð- inu verði afnumið. Þetta er á meðal til- lagna þýzku stjórn- arinnar fyrir ríkjar- áðstefnu ESB á næsta ári, þar sem endurskoða á Maas- tricht-sáttmálann. Klaus Kinkel ut- anríkisráðherra kynnti tillögurnar á blaða- mannafundi í Bonn fyrr í vik- unni. „Evrópusambandið verður að sýna að það sé einhvers megnugt og geti mótað stefnu hratt og örugglega þegar eitt- hvað kemur upp á í öryggis- og utanríkismálum,“ sagði Kinkel meðal annars. Þýzk stjórnvöld leggja líka áherzlu á eflingu evrópsku lög- reglustofnunarinnar Europol til ~'íma við alþjóðlega glæpa- æmi. „Smásálarleg af- brýðisemi hjá lögregluliði aðil- arríkjanna og falsrök, sem byggja á fullveldis- hugmyndum, bera aðeins vott um þröngsýni," sagði Kinkel. Utanríkisráðherr- ann sagði að öll mál yrði að ræða opin- skátt og engar bann- helgar mætti leyfa á ráðstefnunni. Ræða yrði atkvæðahlutfall aðildarríkjanna í ráðherraráðinu, samsetningu fram- k væmdastj ór narinn- ar og áhrif Evrópu- þingsins. „Þjóðarstoltið verður að víkja fyrir nauðsyn þess að gera stofnanir Evrópu- sambandsins skilvirkari,“ sagði Kinkel. ViUa undirritun á næsta ári Frakkland og Þýzkaland ræða nú sameiginlega stefnu- mótun fyrir ríkjaráðstefnuna. Bæði ríkin eru lítt hrifin af til- raunum Breta til að slá ráðstefn- unni á frest eða draga hana á langinn, og leggja áherzlu á að nýr sáttmáli um Evrópusam- starfið verði undirritaður strax á næsta ári. Klaus Kinkel: Þjóðar- stolt víki fyrir skilvirkni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.